Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 dagurílífi Landsleiksdagur í lífi Bjarna Jóhannssonar, þjálfara ÍBV: Jómfrúarferðin „Sunnudagurinn fyrir tæpri viku var viðburðaríkur og líflegur en innst inni þrunginn spennu sem allir þjáifarar elska og lifa fyrir. Ég er staddur á Hótel Örk, þátttakandi í lokaundirbún- ingi knattspymulandsliðsins fyrir afmælisleikinn við Norðmenn. Vantaði Saxa lækni Eftir að hafa leikið nokkra knattspyrnuleiki í drauma- landi - var vaknað kl. 8.30. Við tók morgunmatur í ró- legu og afslöppuðu umhverfi á Hótel Örk. Strákarnir vora mættir við morgunverðar- borðið á tilsettum tíma enda sektir ef menn klikka á tíma- setningunni. Gaui Þórðar var sestur við hollan morgunmat og Guðmundur R. (Gassi) búningavörður og Raggi sjúkraþjálfari vora mættir. Það vantaði bara Sigurjón (Saxa) lækni. Hann hafði bragðið sér bæjarleið kvöldið áður á 50 ára afmælishóf KSÍ. Eftir morgunverð tók við fundur þar sem Guðjón lagði upp þá leikaðferð sem beita átti á móti frændum vorum og Smuguvinum. Skilaboðin voru skýr og einfóld og leik- menn fylgdust vel með. Lokaæfíngin var kl. 10.30 og enn og aftur var farið yfir hlutina þannig að ekkert færi úrskeiðis þegar á hólminn væri komið. Ég sá um markverðina með dyggri aðstoð Ragga, Gassa og Saxa. var lagður á leikaðferð og hugarfar. Gaui Þórðar talaði af festu og ákveðni og gerði mönnum grein fyrir alvöru leiksins. Af hverju þessi leik- mannahópur hefði verið val- inn og til hvers væri ætlast af hverjum leikmanni, hvort sem hann væri í byrjunarliði eða sæti á bekknum. Gassi klikkar ekki Bjarni ásamt fjölskyldunni, konunni Ingigeröi Sæmundsdóttur og tvíburadætrunum Og að sjálfsögðu eru allir klæddir ÍBV-treyjum. Brynju og Bryndísi sem verða 7 ára í haust. DV-mynd Ómar Garðarsson Kjúklingur og pasta Hádegisverðurinn fram um eittleytið. var borinn Kjúklingur, pasta, hrisgrjón og kartöflur. Kol- vetnihlaðin máltíð því ekki má klikka á smáatriðum. Nú var kom- ið að hvíld og menn lögðu sig fram til kl. 16.30. Hressing var fram borin efir ljúfan blund. Fundur var að hress- ingu lokinni þar sem lokahnykkur Menn gengu nú frá herbergj- um sínum og rútan lagði af stað í bæinn þar sem komið var að þjóðarleikvanginum um hálfsjö. Gassi bún- ingasjeff hafði farið fyrr frá hópnum til að gera allt klárt í klefanum. Eins og hans er von og vísa var allt klappað og klárt, karlinn klikkar ekki. Leikmenn gáfú sér góðan tima til að gera sig klára og burstuðu að sjálfsögðu allir skóna sína. Þögnin í klef- anum var dæmi um einbeit- ingu hvers og eins. Baráttu- orðin voru kveðin með látum rétt fyrir þjóðsönginn. Leik- urinn hófst og allir vita gang mála í honum. Eftir leikinn var boðið í afmæliskaffí i nýj- um og glæsilegum húsakyn- um KSÍ í Laugardal. Jómfrúarferð Gaua Þórðar var senn á enda. Um leið og ég óska KSÍ til hamingju með 50 ára afmælið þakka ég fyrir það tækifæri að vera hluti af áhöfninni í þessum afmælisleik." Finnur þú fimm breytingar? 421 Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og nítjándu getraun reyndust vera: Nafn:. Heimili:- Arngrímur Fríðgeirsson. Faxabraut 42d 230 Keflavík. Guðlaugur Þór Böðvarsson, Viðarrima 5 112 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi Fmun atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Aö tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow.og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 421 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.