Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 34
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 UV
Generali EM á Ítalíu 1997:
Opnun Guðmundar Páls
hleypti lífi í sagnröðina
ísland fékk ekki mikið pláss í
mótsblaði Evrópumótsins á Ítalíu
þrátt fyrir gott gengi. Þegar stóra
stundin rann loksins upp var það
leikurinn við Spán sem varð fyrir
valinu. Sá leikur tapaðist 6-24
þannig að góð spil íslands voru í
lágmarki.
Guðmundur Páll náði samt að
hleypa lífi í sagnröð spilsins í dag
með því að opna veikt í fyrstu hönd
á hættunni.
S/AIlir
* D10
* Á642
* KG5
* Á1085
* KG974
K953
♦ D3
4 72
* -
» G1087
♦ Á109642
4 G93
4 Á86532
4» D
4 87
4 KD64
skák
I opna salnum sátu n-s Knap og
Wasik en a-v Matthías Þorvaldsson
og Aðalsteinn Jörgensen. Þótt hægt
sé að vinna fimm tígla á spil a-v þá
er erfitt að komast í þá því a-v eiga
aðeins helminginn af hápunktun-
um. Þar að auki þarf töluverða
heppni til þess að hægt sé að vinna
geimið. En lítum á sagnröðina.
Suður Vestur Norður Austur
pass 1G pass 2G
pass 34 pass 34
34 pass pass pass
Dálkahöfundur mótshlaðsins
komst svo að orði að það hefði ver-
ið frekar lint hjá íslendingunum að
gefa eftir þrjá spaða þegar þeir gátu
með heppni unnið fimm tígla og get
ég tekið undir það. Matthías er hins
vegar i vondri stöðu. Ef Aðalsteinn
er með styrk í spaða, sem er ekki
ólíklegt, þá er áreiðanlega best að
segja pass. Eigi hann hins vegar
punktana í hinum litunum (grandið
er 13-15) gætu fimm tíglar staðið. N-
s gætu líka átt geim í spaða og fimm
tíglar væru ef til vill einn niður.
Alla vega tók hann þá ákvörðun að
passa og n-s unnu þrjá spaða slétt.
Það virtist afleitur árangur.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
í lokaða salnum sátu n-s Þorlákur
Jónsson og Guömundur Páll Amar-
son en a-v Goded og Lanteron.
Dálkahöfundur mótsblaðsins telur
„að opnun Guðmundar Páls hafi
hleypt lifi í sagnröðina" og aftur tek
ég undir með honum.
Suður Vestur Norður Austur
14 dobl 44 54
54 pass pass pass
Eftir að Guðmundur Páll hefir
opnað eru sagnir hinna ósköp eðli-
legar. Ég býst hins vegar við að
Guðmundur hafl ekki hugsað sig
mikið um áður en hann fór í fimm
Guðmundur Páll náði að hleypa lífi í sagnröð spilsins.
spaða, enda slapp hann við doblið Goded hefði áreiðanlega unnið
frá sessunaut sínum. Hann fór hins fimm tígla.
vegar tvo niður og tapaði 200 en það
voru áreiðanlega 400 græddir því
r
Islenskir skákmenn á ferð og flugi:
Góður árangur í Kaupmannahöfn og Kanada
íslenskir skákmenn hafa verið
iðnir við kolann í sumar, þótt þeir
hafi þurft að leita út fyrir land-
steina að verðugum tækifærum. Á
annan tug Islendinga tefldi á
Politiken Cup skákmótinu í Kaup-
mannahöfn, sem er nýlokið. í þeim
hópi vora mörg okkar efnilegustu
ungmenna, auk stórmeistaranna
Helga Áss Grétarssonar og Þrastar
Þórhallssonar. Unglingamir öðluð-
ust góða keppnisreynslu á þessu
móti og stóðu sig margir frábærlega
vel. Nokkrir snúa heim með spánný
alþjóðleg Elo-stig í vasanum og ef-
laust hafa allir bætt sig nokkuð.
Bestum árangri þeirra náði Jón
Viktor Gunnarsson, sem hlaut 7
vinninga úr 11 skákum, og var ár-
angur hans talinn jafngilda tafl-
mennsku uppá 2427 Elo-stig. Meðal
þeirra sem Jón Viktor lagði í valinn
var enski stórmeistarinn Christoph-
er Ward.
Helgi Áss Grétarsson gerði sér lít-
ið fyrir og varð efstur á mótinu
ásamt heimamönnunum Carsten
Höi, Lars Schandorff, Nikolaj Borge
og Erling Mortensen. Allir fengu
þeir 8,5 vinninga. Helgi Áss gerði
jafntefli í síðustu umferðinni við
Lars Schandorff og mældist árangin-
hans uppá 2591 Elo-stig. Helgi Áss
hefur smám saman bætt í sarpinn
eftir að hann varð stórmeistari eins
Umsjón
Jón LÁrnason
og hendi væri veifað með sigri sin-
um á heimsmeistaramóti unglinga.
Nú virðist eljusemin að skila sér og
eflaust verður ekki langt aö bíða
fleiri sigra.
Næstir á eftir sigurvegurunum
komu Michael Bezold og Lars Bo
Hansen með 8 vinninga en Þröstur
Þórhallsson, Pólverjinn Jan Ad-
amski og Svíinn Hillarp-Persson
fengu 7,5 v. Matthías Kormáksson
og Bragi Þorfínnsson fengu 6,5 vinn-
inga, Stefán Kristjánsson og Berg-
steinn Einarsson fengu 6 v., Hrann-
ar B. Amarsson fékk 4,5 v., Ólafur
ísherg Hannesson 4 v., Ólafur Kjart-
ansson 3,5 og Sveinn Þór Wilhelms-
son 2,5 v.
Flugleiðir gáfu sérstök verðlaun á
mótinu - unglingaverðlaun sem
Helgi Áss Grétarsson hreppti og
verðlaun fyrir besta frammistöðu
Norðurlandabúa en þau féllu Carst-
en Höi í skaut, sem hafði örlítið
hagstæðari stigatölu í efsta sætinu
en Helgi Áss.
Þá tóku stórmeistararnir Jóhann
Hjartarson og Hannes Hlífar Stef-
ánsson þátt í opna kanadíska meist-
aramótinu á íslendingaslóðum í
Winnipeg, sem lauk í síðustu viku.
Þar tefldu 188 keppendur og prýddu
11 stórmeistarar þann flokk. Enski
stórmeistarinn Julian Hodgson varð
hlutskarpastur, með 8,5 vinninga úr
tíu skákum. Kanadíski stórmeistar-
innn Kevin Spraggett varð einn í 2.
sæti með 8 v., en Jóhann, Hannes
Hlífar, Alexander Shabalov, Lev
Psakhis, Jakob Murey og Reynaldo
Vera fengu allir 7,5 v. og deildu 3. -
8. sæti.
Skoðum sýnishom frá afrekum
íslendinga í sumar. Fyrstur stígur
Þröstur Þórhallsson á sviðið en
hann hóf keppni á Politiken Cup
með sigur í farteskinu frá öðru móti
i Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir þessa
bráðskemmtilegu skák sem hér fer
á eftir, átti hann fremur erfitt upp-
dráttar á mótinu - hefur trúlega teflt
helst til of djarft á köflum.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Tapio Salo
Caro-Kann vörn.
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4.
Rxe4 Rd7 5. Bc4 Rgf6 6. Rg5 e6 7.
De2 Rb6 8. Bb3 h6 9. R5f3 a5 10.
c3 c5 11. Bf4 a4 12. Bc2 Rbd5 13.
Bd2 Dc7 14. a3 Bd7 15. g3 cxd4 16.
Rxd4 Bc5 17. Rgf3 Db6 18. 0-0-0 0-
0 19. Dd3 Hfd8 20. g4 Bc6 21. g5
hxg5 22. Bxg5 Bxd4 23. Rxd4 e5
24. Hgl!! exd4 25. Bh6 dxc3 26.
bxc3!
Lítill en yfirvegaður leikur. Nú er
varla að sjá að svartur eigi viðun-
andi vöm. Ef 26. - g6 kæmi auðvitað
að bragði 27. Hxg6+! og ef 26. - Re7
27. Hxg7+ Kf8 gerir 28. Hg8+! Kxg8
29. Hgl+ Kh8 30. Dh3! útslagið.
26. - Rf4 27. Hxg7+ Kf8 28.
Hg6+! Ke7 29. Hel+ Re6
Svarið við 29. - Be4 yrði 30. Dxe4!
sem skýrir 28. leik hvits. Nú mætti
ætla að svartur væri sloppinn en
Þröstur er ekki af baki dottinn.
30. Hxe6+! Kxe6
Ef 30. - fxe6 31. Hh7+ og stutt í
mátið.
31. Df5+ Ke7 32. De5+
- og svartur gafst upp, því að eftir
32. - Kd7 33. Bf5 er hann mát.
Skoðum síðan eina skáka Jó-
hanns frá Winnipeg. Yfirborðið
virðist lyngt en undir niðri eru slík
þyngsli í taflmennsku Jóhanns að
kanadískur andstæöingurinn miss-
ir hreinlega fótanna.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Fletcher Baragar
Enskur leikur.
1. c4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4.
Bg2 Bg7 5. e3 d6 6. Rge2 Rge7 7.
d3 0-0 8. 0-0 Be6 9. Rd5 Dd7 10.
Hbl Hae8 11. b4 Rd8 12. Rxe7+
Hxe7 13. Rc3 f5 14. b5 Hef7 15.
Db3 g5 16. f4 h6 17. a4 Kh8 18.
Bb2 Hg8 19. Re2 De8 20. Hf2 He7
21. Dc2 Bc8 22. Hbfl Dh5 23. c5
Be6
24. cxd6 cxd6 25. fxe5 dxe5 26. Dc5
Hd7 27. Bxe5 Hxd3 28. Rd4 De8 29.
Rxf5 Bxf5 30. Hxf5 Bxe5 31. Hxe5
Dd7 32. He7 Dd6 33. Be4!
- Og svartur gafst upp.
Mig vantaði mann í vinnu og
það bara stoppaði ekki síminn!
oWt mil/i' hirr)jn<;
V.
í rj)
Smáauglýsingar
Œ
V
550 5000