Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Síða 12
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 JjV - þegar ág sá mig á breiðtjaldinu, segir María Guðmundsdóttir María Guömundsdóttir, hjúkrunarfræöingur á Reykjalundi, hefur skotist upp á íslenska stjörnuhimininn meö leik sínum í myndinni Perlur og svín. DV-mynd E.ÓI. Fjöldi manns hefur nú þegar séð kvikmyndina Perlur og svín og langflestir skemmt sér konunglega. Meðal annarra bráðfyndinna leik- ara hefur óþekkt leikkona vakið mikla kátínu en það er María Guð- mundsdóttir sem er í hlutverki Kar- ólínu, kökugerðarkonunnar sem þykir sopinn góður. „Hver er þessi María?“ spyrja margir og því fór helgarblaðið á stúfana til að kanna málið. María býr á Reykjalundi í Mos- fellsbæ þar sem hún og eiginmaður hennar, Haukur Þórðarson yfir- læknir, hafa starfað til fjölda ára. Hún segist vera hjúkrunarfræðing- ur á eftirlaunum, komin yfir sex- tugt en þó enn í 30% stöðu á Reykjalundi. Og leiklistaráhuginn er ekki nema fimm ára gamall. Hófst með Leikfélagi Mosfellssveit- ar árið 1992. Manni er bara aldrei boðið hlutverk! „Þetta var lengi búinn að vera brandari á milli mín og vinkonu minnar sem hefur verið i leikfélag- inu. Ég hef verið með henni í öðrum félagsskap og sagði oft við hana: „Manni er bara aldrei boðið hlut- verk.“ Síðan gerðist það allt í einu að mér var boðið hlutverk. Átti að leika flugfreyju í einhverjum farsa. Því miður þurfti ég að hafna boðinu þar sem ég fór til útlanda en þegar Bæjarleikhúsið var vígt eftir endur- bætur bauðst mér aftur hlutverk sem ég þáði. Þar lék ég kerlingu í gamanleiknum Það reddast eftir Jón St. Kristjánsson. Eiginlega má segja að ég hafi verið í kerlingar- hlutverkum síðan. Það er ágætt, hæfir mínum aldri," segir María og hlær. Þetta er að verða „fjölskyldu- sport“ því dóttir hennar er á fullu í leikfélaginu sem og börn hennar tvö, 8 og 11 ára. í ofanálag er María gjaldkeri leikfélagsins og fráfarandi formaður húsnefndar. Tvisvar klippt út María er í fyrsta sinn að birtast í kvikmynd en eftir tvær „misheppn- aðar“ tilraunir. Leikfélag Mosfells- sveitar hefur nefnilega verið dug- legt að útvega aukaleikara, statista, í íslenskar kvikmyndir. Þannig bauð María fram krafta sína í Djöflaeyjuna og Maríu (en ekki hvað!) en var klippt út úr þeim báð- um! Hún lítur á þetta sem algjöra tilviljun, það hafi ekki getað haft með hennar leikhæfileika að gera. Síðan stóð til að María yrði einnig statisti í Perlum og svínum en það átti eftir að breytast. Hvern- ig skyldi það hafa komið til að hún fór í frekar veigamikið hlutverk Karólínu? „Ég hafði kynnst Óskari Jónassyni við tökur á Djöflaeyj- unni. Við spjölluðum saman á milli atriða og hann hringdi í mig stuttu seinna. Bað mig að koma fram í auglýsingu sem ég og gerði. Siðan liðu nokkrir mánuðir að María Sig- urðardóttir aðstoðarleikstjóri hringdi í mig og bað mig ásamt fleirum úr leikfélaginu að koma í útisenu í Bankastræti fyrir mynd- ina Perlur og svín. Ég gerði það en stuttu síðar hafði Óskar samband við mig og bað mig um að koma og lesa hlutverk Karólínu. Þetta endaði með aö ég fékk stykkið. Ég var auð- vitað glöð yfir því. Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu. Andinn var svo góður á tökustað og Óskar er líka góður kennari. Ég lærði heil- mikið af honum,“ segir María. Hún segist ekki vera jafngóð og Karólína að baka kökur. Hún geti þó bakað brauð sómasamlega. Horfði fyrst á alla hina Að sjálfsögðu fór hún á frumsýn- inguna á dögunum og skemmti sér vel líkt og aðrir. Segist hafa verið meira upptekin af að horfa á hina leikarana en sjálfan sig. „Óskar hefur sagt að við þurfum að horfa á myndina tvisvar. Fyrst til að horfa á sjálfan sig og síðan hina. Þessu var öfugt farið með mig. Mér fannst myndin svo skemmtileg að ég veltist um af hlátri. Hún fær líka góða dóma. Óskar á það svo sannarlega skilið og fólkið sem vinnur með honum," segir María sem útilokar það ekkert að hún komi fram í fleiri kvikmyndum. „Ég væri alveg til í það ef haft yrði samband við mig. Ég hef góðan tíma, nýt lífsins og finnst svo gam- an að leika.“ -bjb semja lög og texta. Þess má líka geta að hann hefur undanfarin ár spilað fyrir matargesti veitingastaðarins Ítalíu tvö kvöld í viku, á fimmtudög- um og sunnudögum. Leikur hann þar ítalska tónlist á gitarinn sinn. Beið í allmörg ár „Ég hafði beðið í allmörg ár eftir einhverju. Fljótlega eftir að við kynntumst uppgötvaði ég að hann gæti samið lög. Árin liðu og aldrei bólaði á lagi þó ég minnti hann ann- að slagið á þetta. Síðan var það á konudaginn síðasta að ég beið enn eftir einhverju rómantísku og óvæntu. Það gerðist eitthvað lítið og síðla dags skrapp ég út,“ sagði Alda um aðdragandann að frumflutningi ástarsöngsins. Þegar hún kom aftur heim tók Leone á móti henni, fór með hana inn i stofu og bað hana að setjast. „Hann dró upp gitarinn og þá hvarlaði að mér að nú ætti að fara að syngja 0, sole mio í tilefni dags- ins. Þá rétti hann mér textablað og byrjaði að syngja. Ég fylgdi textan- um eftir og hugsaði með mér að nú gæti hann loksins verið að gefa mér lagið. Textinn átti svo vel við okkur. Þegar hann var búinn að spila lagið spurði hann hvernig mér hefði fundist. Mér fannst þetta náttúrlega æðislegt og þá sagði hann: Þetta er handa þér, elskan mín.“ Kiknaði í hnjáliðunum Alda sagðist hafa orðið orðlaus, nánast kiknað í hnjáliðunum. Þrátt fyrir allan þennan tíma hefði það komið henni virkilega á óvart að fá lagiö. „Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið frá honum. Hún kemur til með að fylgja mér það sem eftir er. Svo var auðvitað frábært að Emilí- ana skyldi flytja lagið. Hún gerir það mjög vel,“ sagði Alda en hún snaraði texta lagsins yfir á íslensku ásamt systur sinni. -bjb Langþráður draumur rættist á konudaginn: Handa þér, elskan mín! - sagan á bak við ítalska lagið úr Veðmálinu, lo e te, með Emilíönu Torrini Lagið úr leikritinu Veðmálinu, Io e te, hefur verið mjög vinsælt að undanförnu í ítölskum flutningi Emilíönu Torrini. Hins vegar vita það færri að höfundur lags og texta er góður vinur pabba hennar Em- ilíönu, ítalinn Leone Tinganelli sem fluttist til íslands fyrir ellefu árum frá Napólí. Hann heillaðist svo af landi og þjóð sem ferðamaður sum- arið 1986 að hann kom hingað aftur í október sama ár og hefur verið hér síðan. Helgarblaðinu barst í hendur ís- lensk þýðing texta við Io e te (Ég og þú) og af þvi tilefni var kannað hvernig hann kom til og lagið sem Leone samdi með. í ljós kom að Leone samdi þetta lag til eiginkonu sinnar, Öldu Gunnlaugsdóttur, og gaf henni það á sjálfan konudaginn. Á rámantísku augnabliki „Ég var búinn að lofa að semja handa henni lag. Það tók mig hins vegar tíu ár,“ sagði Leone í samtali viö helgarblaðið er. þau Alda hafa verið gift í ellefu ár og eiga saman tvö börn. Lagið fékk hún hins vegar ekki fyrr en á konudaginn á þessu ári. Þaö gerðist heima hjá þeim á rómantísku augnabliki. Leone söng lagið á ítölsku að sjálfsögðu og spil- aði á gítar. „Hún elskar mig að minnsta kosti enn,“ sagði Leone og hló, aðspurður hvort lagið hefði virkað. Leone Tinganelli og Alda Gunnlaugsdóttir ásamt dætrum sínum, Valentínu, 10 ára, og Hörpu Luisu, 4 ára. DV-mynd Hilmar Þór Skömmu eftir þetta heyröi Emil- íana lagið, hreifst mjög af þvi og fékk að flytja það. Leone sagðist vera mjög ánægður með flutning hennar á laginu. Góðar viðtökur ís- lendinga á ítölsku lagi hefðu þó komið honum pínulítið á óvart. Hann hefur gert dálítið að því að | Ég og þú (lo e te) - lag og texti: Leone Tinganelli Ég hafði gengið lengi þessa nótt. ■' - Þangað til ég sá þig. Og fortíð mín lokaðist með spumingum. | Um hvaö líf mitt hafði snúist. Og hvað rétt er í lífinu. Langanir mínar sameinuðust þinum. | - Hörund þitt á mínu. Og þegar ég lokaöi augimum sá ég augu þín. Og framtíð mína með þér. ITveir heimar svo fjarlœgir. En þó svo líkir í heimi misskilnings. óvinir i þessu striði hrceðslunnar. En þráttfyrir þaó elskendur. Þvl að þetta erum vió tvö. fli -Égogþú. '■ Grátandi spyrð þú mig hvort ég elski þig ekki. Ég veit að ég segi þér það sjaldan. Þetta líf er stundum erfitt. Og í raun átti ég ekki von á því. Ég var draumóramaður og þú veist það. Við liggjum í sama rúmi. En þó er svo langt á milli okkar. Hvort um sig með sínar hugsanir. En ég veit að hönd þín er að leita að minni. Ég elska þig, ástin mín, þrátt fyrir að ég segi það alltof sjaldan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.