Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Side 16
16 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 3D"\T fólk Bítlabærinn Keflavík Bítlabœrinn Keflavík er sýning sem ognuð var í Popp- minjasafni Islands á veit- ingastdonum Glóðinni í Keflavík um síðustu helgi. Safnið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og stór- merkilegt. Og hvaða staður er betri undir slíkt en einmitt bítlabærinn,Keflavík þar sem poppsaga Islands hófst og blómstraði á árum áður. Glóðin hefur afþessu tilefni komið upp skemmtilegum matseðli. Réttirnir bera nöfn í „höfuðið“ á lögum eins og Simbsala bimm, Island er land þitt, Harðsnúna Hanna, Fyrsti kossinn, Léttur í lundu og Traustur vinur. Ekki amalegt að fá sér t.d. Fyrsta kossinn með Harðsnúnu Hönnu! Ljósmyndari DV var við opnun sýningarinnar og tók meðfylgjandi myndir. Við lát- um þær tala sínu máli. Þorsteinn Eggertsson og Erlingur Björnsson voru í skýjunum yfir sýning- unni. Hver annar en textasnillingurinn Þorsteinn samdi sýningartextana og Erlingur, gítarieikari gömlu, góðu Hljómanna, gaf safninu gítarinn sinn eins og sjá má hér fyrir neðan. DV-myndir Ægir Már Fjöldi Ijósmynda prýðir veggi sýningarinnar. Þar hafa allir okkar helstu popparar, lifandi sem látnir, verið rammaðir inn. Erlingur úr Hljómum við gítarinn sem hann gaf safninu og annan útbúnað sem fylgdi sveitinni frægu. Með honum er dóttir hans, Anna Ósk. Þoppminjasafnið leitaði fanga í myndasafni DV og var Eiríkur Jonsson safnstjóri því innan handar. Við opnunina kom hann skemmtilega á óvart og afhenti safninu til varðveislu eiginhandaráritanir alira meðlima hljóm- sveitarinnar Óðmanna sem hann náði á dansleik á Laugarvatni árið 1969. Kjartan Már Kjartansson úr undirbúningsnefnd veitti miðanum viðtöku og þakkaði kærlega fyrir. Magnús Kjartansson og Þórir Baldursson hafa lagt sinn skerf til poppsög- unnar íslensku og eru hvergi nærri hættir. Meöal gesta við opnunina voru hjónin Kristján Gunnarsson verkaiýðsleiðtogi og Guörún Jó- hannsdóttir sem kíkja hér í gegnum „friðarvegginn".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.