Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Page 18
18
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 JLlV
dagur i lífi
Frumsýningardagur í lífi leikkonunnar Sóleyjar Elíasdóttur:
Dórótea réð ferðinni
„Ég opnaði augun um klukkan
tíu og uppgötvaði að ég hafði sofið
fyrstu heilu nóttina í marga daga.
Lék samt kvöldið áður í Hinu ljúfa
lífi. Álagið hefur verið mikið að
undanfórnu og lítið um svefn.
Ég lagðist aftur á koddann og
vaknaði endanlega um hálfellefu-
leytið þegar vinkona mín hringdi
og var svo yndisleg að bjóða mér í
„brunch“.
Sokkabuxur handa
dætrunum
Fyrst þurfti ég að fara út í búð
og kaupa sokkabuxur handa dætr-
um mínum, Eygló og Gígju. Þær
vildu nefnilega vera finar á frum-
sýningunni og í nýjum sokkabux-
um. Keypti svartar og hvítar
sokkabuxur við finu kjólana
þeirra.
Síðan fór ég í „brunch" til Bjark-
ar Jakobsdóttur og Gunnars Helga-
sonar leikara. Þetta var frábært
boð og veitingamar æðislegar;
heitt kakó, egg, salat og nýbakað
brauð.
Ég kom í Borgarleikhúsið um
klukkan tólf. Var mjög afslöppuð
og hlakkaði virkilega til. Ekki með
hnút í maganum eins og maður
fær oft fyrir frumsýningar. Vissi
að sýningin er skemmtileg enda er
Dórótea svo bjartsýn og kjarkmik-
il stelpa. Hún réð ferðinni þennan
daginn.
í Alexandersslökun
Ég byrjaði á því að fara í hár-
greiðslu og fórðun og setti í mig
rúllurnar. Framkall var æft um
eittleytið. Þegar því lauk fórum við
nokkrir leikaramir inn í herbergi
Sóley í hlutverki Doroteu ásamt sínum nánasta félaga þessa dagana, tikinni Tönju sem „leikur“ Tótó í Galdra-
karlinum í Oz.
til mín að hita upp. Ég hitti líka
hana Tönju, tíkina sem leikur
Tótó. Við erum orðnir miklir
perluvinir.
Stuttu fyrir sýningu fór ég í
Alexandersslökun sem Sverrir
Guðjónsson hefur verið að kenna
okkur meðfram raddþjálfuninni.
Þetta er mjög góð aðferð til að
tengja sjálfan sig!
Sýningin byrjaði síðan klukkan
tvö með góðri stemningu. Gekk
mjög vel fyrir sig og ekkert óvænt
sem kom upp. Við fengum meira
að segja „bravó" úr salnum þegar
hléið kom. Þetta voru yndislegar
móttökm- í lokin, klöppuð marg-
sinnis fram.
Pitsuveisla fyrir börnin
Að sýningu lokinni um hálf-
fimmleytið var haldin pitsuveisla
fyrir börnin í leikritinu. Þórhildur
leikhússtjóri hélt ræðu og var af-
skaplega ánægð með frumsýning-
una, eins og reyndar allir í kring-
um okkur.
Þá var farið í sturtu og klætt sig
upp fyrir fordrykk heima hjá El-
ínu Eddu búningahönnuði og
Svgrri Guðjónssyni. Þangað var
öllum „stóru börnunum" í sýning-
unni boðið.
MyWayíf-dúr
Þaðan fórum við á Café Óperu
að borða. Stemningin þar var mjög
góð og maturinn eftir þvi. Það var
voða gaman hjá okkur. Leikstjór-
inn, Ken Oldfield, fór að spila á pí-
anó og við sungum með. Tók með-
al annars My Way í f-dúr! Okkur
fannst við mjög skemmtileg en ég
veit ekki um aðra gesti hússins.
Síðan var aftur farið í partí nið-
ur í Borgarleikhús. Klukkan var
þá farin að nálgast ellefu um
kvöldið. Þar var gleðskapur til
klukkan fimm um morguninn,
mikið dansað og hlegið, en ég fór
hins vegar heim um eittleytið. Ég
var gjörsamlega búin að vera, enda
rosaleg töm að undanfömu. Var
þreytt en mjög ánægð með dag-
inn.“
Finnur þú fimm breytingar? 433
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáö kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni tO hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfh sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón-
varpsmiðstöðinni, Síðiunúla 2, að
verðmæti kr. 3.490,-
„Ég hef lagaö bílinn. Nú tekur hann ekki eins mikiö pláss og
áöur.“
Nafn: _
Heimili:
Vínningshafar fyrir getraun nr. 431 eru:
Vigdís Þorsteinsdóttir, Erla Ingvarsdóttír,
Lækjargötu 10, Hafnargötu 71,
530 Hvammstangi. 230 Keflavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 433
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík