Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Fréttir Sameining vinstrimanna: Andstæðingum skipt út - segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson „Vilji fólks stefnir í átt að öflug- um félagshyggjuílokki og af funda- ferð Grósku sé ég ekki að það ferli verði stöðvað. Ef einhverjir þing- menn, ekki síst innan Alþýðu- bandalagsins, ætla að standa í vegi fyrir þeirri þróun held ég að þeim verði einfaldlega skipt út,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, einn forystumanna Grósku, þegar DV ræddi við hann á Húsavík í gær. Fundaferð Grósku um landið er til að kynna félagshyggjufólki markmið samtakanna um að vinstrimenn sameinist um að bjóða fram sameiginlega til næstu alþingiskosninga. Vilhjáimur segir að í fundaferð- inni hafi komið glöggt fram, gagn- stætt því sem haldið hefur verið fram, að fólk sé mjög hart á þeirri skoðun að sameining vinstri manna verði að ná fram að ganga. „Fólk vili fá skýrari línur, öflug- an flokk sem er byggður upp á grundvelli jafnaðar og félagslegs réttlætis þar sem allt það sem Helgi Hjörvar frá Grósku afhendir Margréti Frímannsdóttur, formanni Alþýðubandalagsins, Opnu bókina, stefnuskrá Grósku um sameiningu félagshyggjufólks, á sunnudag. Á myndinni eru einnig Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, formaöur Þjóðvaka, og Guðný Guðmundsdóttir, formaöur sameiningarhóps inn- an Kvennalistans, en þau fengu einnig sitt eintakið hvert af Opnu bókinni. DV-mynd JAK vinstrimenn hafa náð fram gegn um tíðina, svo sem húsnæði, ménntun og heilsugæsla fyrir alla og almannatryggingakerfi er var- ið. Að þessum grunnstoðum þjóð- félagsins er nú sótt og núverandi rikisstjóm tætir þær niður hverja af annarri með hugmyndum um skólagjöld, þjónustugjöld og með almannatryggingakerfi þar sem bætur nægja engan veginn fyrir framfærslu. Þau mál sem vinstri- flokkamir hafa hins vegar gert að deiluefnum sín í milli era hins vegar algjör aukaatriðið í hugum almennings," segir Vilhjálmur. Fundaferð Grósku hófst í Reykjanesbæ og Grindavík í síð- ustu viku en síðan var haldið til Akraness, í Borgarbyggð, til Stykkishólms, ísafjarðar, Sauðár- króks, Sigluijaröar, Dalvíkur og Akureyrar. í gær voru fundir á Húsavík, Egilsstöðum og í Nes- kaupstað og í dag verður fundur á Höfn í Hornafiröi. Fundaferðinni lýkur i dag og á morgun á Suðurl- andi. -SÁ Samherji tapar skipi: Sjávar- fangstog- ari sökk DV, Akureyri: Togarinn Northem Voyager, sem var að hluta til í eigu Sjávarfangs ehf., sökk skammt frá Boston við austurströnd Bandaríkjanna á sunnudag. Sjávarfang er í eigu Sam- herja, Síldarvinnslunnar og SR- mjöls og var Voyager annar tveggja togara sem Sjávarfang hefur gert út í Bandaríkjunum að undanfornu. Fimmtán manna áhöfn var á Voyager og var öllum skipverjum bjargað um borð í skip bandarísku strandgæslunnar sem kom á vett- vang, og engin meiðsl urðu á mönn- um. Skipið var á síldveiðum og í því Skipsskaði Gloucester Boston f 3,5 mflur Cape Cod voru um 200 tonn af frystum afurð- um. Skipiö var tryggt og verður unnið að uppgjöri tryggingarbóta á næstu dögum. -gk Prófkjörsreglur R-listans enn á „teikniborðinu" DV, Akureyri: Ekki hefur endanlega verið geng- ið frá þeim reglum sem viðhafðar verða í prófkjöri R-listans í Reykja- vík vegna borgarstjómarkosning- anna í vor. Kristín Ámadóttir, að- stoðarmaður borgarstjóra, segir að verið sé að leggja lokahönd á samn- ingu reglnanna og veröi þær lagðar fyrir samráðsfund á morgun, mið- vikudag. Prófkjörið verður opið að því leyti að allir kosningabærir Reyk- víkingar og Kjalnesingar sem lýsa yfir stuðningi við R-listann hafa þátttökurétt. Hver flokkur mun til- nefna 6-8 fulltrúa til þátttöku í próf- kjörinu, prófkjörið tekur til 7 efstu sæta listans og tryggja á „visst jafn- ræði með samstarfsflokkunum þannig að enginn flokkur fái fleiri en tvo fulltrúa í 7 efstu sæti listans. Kristín Ámadóttir vildi ekki veita DV upplýsingar um nánari útfærslu varðandi 7 efstu sæti listans. Það sem helst er talið vefjast fyr- ir við gerö prófkjörsreglnanna er hvað á að gera við hina „okkur þessi óháðu" eins og einn óflokks- bundinn stuðningsmaður listans orðaði það við DV í gær. Öruggt má telja að fjórum efstu sætum listans verði úthlutað til flokkanna og al- gjör óvissa er um hvað yrði um „óháðan" frambjóðanda sem næði árangri í prófkjörinu, hvort hann fengi yfirleitt sæti á listanum í sam- ræmi við árangur sinn í prófkjör- inu. Guðrún Ögmundsdóttir er eini borgarfulltrúi R-listans sem hefur lýst því yflr að hún taki ekki þátt í prófkjörinu. Talið er öruggt að hin- ir R-lista fulltrúarnir sækist eftir endurkjöri og muni beita sér af miklum krafti í prófkjörinu. -gk Dagfari Halldór og Davíð Eftir að Dagfari lýsti því yfir í gær að Halldór Blöndal hefði verið maður vikunnar og gæti í sjálfu sér gert tilkall til titilsins maður ársins hefur margt fólk komið að máli Dagfara og fullyrt að lækkun- in á símgjöldum Pósts og sima hafi verið verk Davíðs Oddssonar. Skrýtið hvað fólk getur stundum lesið vitlaust í spilin. Það er að vísu rétt að Davíð kall- aði Halldór á fund og ræddi við hann um málefni líðandi stundar og það er líka rétt að Halldór Blön- dal hélt blaðamannafund seinna um daginn og tilkynnti að búið væri að ákveða lækkun á hækkun- inni. Fólk setur samasemmerki á milli fundar ráðherranna og þeirr- ar ákvörðunar að lækka hækkun- ina. En hver segir að Davíð hafi far- ið fram á lækkun? Hver segir að Davíð hafi verið að tala um sím- gjöldin? Maður gæti nú haldið að sjálfir ráðherrar landsins hefðu um annað og meira að tala en sím- töl. Þessir menn, sem ráða landinu, era auðvitað að ræða landsins gagn og nauðsynjar, stóra málin, principmálin, framtiðina og hag- Hann plataði líka Davíð með því að koma á fundinn sem Davíð bað um og láta Davíð halda að fólk héldi að Halldór héldi að símgjöldin ættu ekki að lækka,. þegar hann þvert á móti vildi að þau ættu að lækka. Að minnsta kosti lækka frá þeirri hækkun sem var ákveðin áður en vitað var hvað Póstur og sími mundi tapa miklu á hækkuninni. Halldór var allan tímann með hækkun en vildi lækka hækkunina til að geta hækkað símgjöldin á þann hátt að fólk héldi að símgjöld- in væra að lækka. Til þess þurfti aö hækka til að geta lækkað. Þetta fattaði ekki þjóðin og þetta fattaði ekki Davíð og þetta fattaði ekki Póstur og sími og þess vegna er fólk að þakka Dav- íð, enda þótt nær væri að þakka Halldóri fyrir þá lækkun sem gerð var eftir hækkimina. Davíð hafði ekkert með þessa hækkun að gera og heldur ekki lækkunina, því Davíð og Halldór töluðu ekki um sbngjöldin, enda þótt þeir hefðu hist til að ræða saman um landsins gagn og nauð- synjar. Þeim þótti betra hittast heldur en að tala saman í síma. Símtöl á milli ráðherra era of dýr. Þeir verða að spara í ríkisstjómn- ni, a.m.k. á meðan ekki var búið aö lækka símgjöldin. Dagfari vöxtinn og í mesta lagi tala þeir um símann þegar þeir era í símanum. Til dæmis ef heyrist illa eða ef þeir þurfa að hringja aftur. Nei, svona menn tala ekki um jafn ómerkilegt mál og gjaldskrá og skref innan- bæjar og utanbæjar og lang- línu. Þeir era önnum kafnir viö að skipuleggja sig og næstu utanferðir og næstu fundi og næstu móttökur og næsta kjörtímabil og það veit enginn hvað þeim fór á milli, Davíð og Halldóri. í raun og vera var þetta hugdetta Hall- dórs, eða hefði getað verið hugdetta Halldórs, að láta það líta svo út að þeir hefðu talað um það sin á milli hvað símgjöldin væra há af því að Halldór vildi í sannleika sagt lækka símgjöldin. Hann var á móti þessari hækkun frá upphafi. Hann bara kunni ekki við að segja frá því og þurfti auðvitað verja sína menn hjá Pósti og síma og láta kjósendur sína fyr- ir norðan halda að hann hefði sam- þykkt lækkun á utanbæjarsímtöl- um til að geta hækkað innanbæjar- símtölin. Halldór er nefnilega klókur stjómmálamaður og hann er ekki aðeins búinn að plata þjóðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.