Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Neytendur Líf í eldhúsglugganum: Ferskt krydd allan vetur „í gróðurskálum, þar sem hitinn er í kringum 15° C, er hægt að rækta margar plöntur. Það er svo heitt i eldhúsinu hjá mér og því eru bara nokkrar plöntur sem ég er með þar allan veturinn,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir sem ræktað hefur ferskar kryddjurtir árið um kring i fjöldamörg ár. Fjölærar kryddplöntur er hægt að rækta inni yfir vetrartímann og neytendasíðan leitaði ráða hjá Guðbjörgu um hvernig það mætti best verða. Sái beint í moldina Við ræktun á plöntunum sáir Guðbjörg kryddfræjunum beint í sáðmold. Það má sá fræjunum óháð árstíma ef fólk notar gróðurlýsingu, annars er best að sá á vorin. Hún sáir í raðir í tvö- faldan plöntubakka og merkir vel hvaða plöntur eru í hverri röð. Þegar plönturnar fara að stinga blöðum upp úr moldinni umpottar hún og setur hverja plöntutegund í sér pott. Guðbjörg bendir á að það sé ástæðulaust að setja niður of mörg fræ og þau geymast yfir- leitt vel á milli ára. Flestar kryddjurtir þrífast vel í gróðurskálum með hjálp gróð- urlýsingar og þurfa yfirleitt litið af áburði. Rósmarín, sítrónumelissa og kínagraslaukur þrífst ágætlega í eldhúsglugganum hjá Guðbjörgu yfir veturinn en hann snýr í norð- ur. Aðrar plöntur, sem vaxa þar á sumrin, þarf að nýta fyrir vetur- inn og til dæmis timian, sem er fjölær planta, þarf hún að klippa niður á haustin, þurrka, mala og geyma i krukku. Guðbjörg hóf ræktim á ferskum kryddjurtum á meðan hún var Guðbjörg Kristjánsdóttir ræktar ferskar kryddjurtir árið um kring. sjálf með gróðurhús i Laugarási í Biskupstungum í kringum 1970. Þá voru foreldrar hennar með garðyrkjustöð í Hveragerði. Þang- að fór Guðbjörg með fersku krydd- jurtimar og reyndi að koma í sölu. Ekki var nokkur sala i kryddjurt- unum, aðeins ein manneskja keypti þær; Sigrún Davíðsdóttir, matreiðslubókahöfundur með meiru. -ST Orsmátt af kryddjurtum Hagstœð kjör Ef sama smáauglysingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. q\tt milli hlrpfa' m, *vy $CÚ I Smáauglýsingar 550 5000 Sítrónumelissa, oft kölluð hjartafró, er notuð í hrásalöt og á allt sem gott er að nota sítrónu á. Sítrónumelissa. Róar hjartslátt og hugarangur. Estragon. Blöðin eru notuð í be- amaisesósu, salöt, eggja- og kjúkl- ingarétti. Rósmarin er notað með lamba- kjöti, í súpur, kjöt- og kálrétti. Rós- marín er mjög ríkjandi krydd og ber að nota með gát. Sett í matinn rétt áður en hann er borinn fram. Timian, garðablóðberg, er notað í súpur, sósur, kjötrétti, fiskrétti og fyllingar. Einnig er timian bragð- gott með hvers kyns grænmeti. íssópur á heimkynni sín í lönd- unum við botn Miðjarðarhafs. Fersk blöð plöntunnar em notuð í súpur, bauna-, tómata- og eggjarétti. Koríander er ættað frá vestur- strönd Afriku. Blöðin eru notuð ný í til dæmis karrírétti, sósur og salöt. Kryddbragðið kemur ekki af fræj- unum fyrr en þau eru orðin þurr. Saivía. Þá era þau notuð í hrisgrjónarétti, kálsúpur, pottrétti með grænmeti, sæta rétti, sultur og fleira. Koríand- er örvar meltinguna. Salvía. Blöð hennar era mjög bragðsterk, góð með feitum mat, svínakjöti, í kjötrétti, fyllingar (ómissandi í kalkúnafyllingar), kál og lauksúpur. Svíiakjöt með ferskum krydd- jurtum (f. 4-6) Guðbjörg eldar ótal girnilega rétti og kryddar með fersku krydd- jurtunum sínum. Þessi uppskrift er einföld og nýtur ávallt mikilla vinsælda á heimili hennar. 6 sneiðar af svínakjöti hveiti salt og pipar 2 msk. smjör 6 smálaukar 150-200 g sveppir 1 msk. sítrónusafi 1 dl flnt saxaðar kryddjurtir, t.d. basilikum, steinselja, estragon, graslaukur eða eftir smekk 6 ostsneiðar Veltið svínakjötinu upp úr blöndu af hveiti, salti og pipar og steikið í 6-8 mínútur á hvorri hlið í smjörinu. Setjið þær síðan í eld- fast mót og látið örlítið vatn á pönnuna, sjóðið upp og hellið síð- an vökvanum yflr mótið. Geymið. Látið svolítið smjör á pönnuna og léttsteikið laukinn og niður- skoma sveppina. Slökkvið undir, kryddið með salti og pipar og látið sítrónusafann og kryddjurtirnar saman við. Setjið blönduna yfir sneiðarnar og ostsneiðarnar þar yfir. Setjið mótið ofarlega í heitan ofn og rétturinn er tilbúinn þegar osturinn er bráðinn. Berið fram með hrásalati og kartöflum með saxaðri steinselju. Rússnesk kálsúpa Alls kyns vetrargrænmeti má nota í þessa súpu sem bera má fram hvort heldur sem forrétt eða léttan aðalrétt með miklu af góðu brauði. Það getur líka ver- ið gott að setja örsmáa hráa rauðbeðuteninga í súpuna rétt áður en hún er borin fram. 200 g hvítkál 200 g laukur 200 g sellerí 200 g stórar kartöflur 200 g gulrætur 25 g smjör iy21 kjúklinga- eða grænmetiskraftur safi úr einni sítrónu 200 g tómatar salt og pipar Til skreytingar: sýrður rjómi, 36% Skerið kálið og laukinn gróft. Skerið rótcirávextina í stóra ten- inga. Léttsteikið grænmetið í smjörinu í stóram potti. Bætið kraftinum og sítrónusafanum saman við. Látið súpuna malla við vægan hita í 30 mínútur. Skolið og fláið tómatana. Fjar- lægiö kjarnann og skerið tómatana í strimla. Bætið tómatastrimlunum saman við súpuna rétt áður en hún er bor- in fram. Kryddið með salti og pipai'. Berið súpuna fram heita og skreytið með smáklípu af sýrða rjómanum. Rósmarin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.