Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 íslendingasögur Tilveran kannað gríðarlegan íslendingasagnaáhuga og rabbaði við Jón Böðvarsson og nokkra þátttakendur námskeiðs í Brennu-Njáls sögu sem nú stendur yfir. Algengt að hjón mæti saman Jón Böðvarsson er með tæplega 500 manns á námskeiði í Njálu. Þátttakendunum er skipt niður á fjög- ur kvöld. Hér sést Jón ásamt hluta hópsins í kennslustund. DV- mynd Hilmar Þór Jón Böðvarsson hefur undanfar- in tíu ár verið með námskeið i ýmsum íslendingasögum á veg- um Endurmenntunarstofnunar Há- skóla íslands. Þessi námskeið hafa notið gífurlegra vinsælda og í sum þeirra hafa jafnvel myndast biðliðst- ar. Þessa dagana stendur yfir nám- skeið í Njálu. Fyrri hluti sögunnar verður kenndur fyrir áramót en sá síðari eftir áramót. 486 eru skráðir i námskeiðið sem nú stendur yfir og er þátttakendunum skipt niður á fjögur kvöld. Það eru því um 125 að meðaltali hvert kvöld. Jón Böðvarsson segir að nám- skeiðin hafi alltaf verið vinsæl frá því hann byrjaði að sjá um þau. Þó hafi gifurleg ijölgun orðið á allra siðustu árum og jafnvel hefur það gerst að færri hafa komist að en vildu. Algengt er að fjölskyldumeðlimir sæki slík námskeið saman og jafn- vel hafa heilu fjölskyldurnar komið á námskeið til hans. „Samt er langalgengast að hjón sæki nám- skeið saman,“ segir Jón. Einnig virðist meðaldaldurinn á námskeiðunum hafa lækkað nokk- uð því yngra fólk er farið að sækja meira í námskeiðin. í einhverjum tilvikum eru þetta börn þeirra sem hafa sótt fyrri námskeið. Mikil áhugabylgja Jón segir að griðarlega mikil áhugabylgja á Njálu og öðrum Is- lendingasögum sé ríkjandi. Þetta birtist ekki bara í þátttöku á þess- um námskeiðum heldur er einnig mikið um ferðir á slóðir íslendinga- sagna. „Það koma oft upp áhuga- bylgjur en þessi hefur staðið nokkuð lengi. Því til staðfestingar má nefna að á síðustu fhnrn árum hafa þátt- takendur í námskeiðunum sjaldan verið færri en tvö hundruð." Námskeiðin fara þannig fram að Jón fer yfír söguna og reynir að túlka söguþráðinn. Hann tekur einnig einstakar persónur fyrir og ræðir þær. Hann notar greinar frá ýmsum mönnum þar sem ólík við- horf koma fram. Einnig er notaður kveðskapur og annar skáldskapur, en mikið hefur verið ort og skrifað um Njálu. Ferðir Ferðir á slóðir íslendingasagna eru hluti af námskeiðunum. Þátttak- endur fóru til dæmis í ferð á Njálu- slóðir um síðustu helgi. Þegar Jón var svo með námskeið um Græn- lendingasögu í fyrra fóru um 100 manns til Grænlands í fjórum ferð- um. Hann segir að áhuginn birtist líka í því að margir mæti oft á íslend- ingasögunámskeið hans. Meðal ann- ars hefur einn mætt á öll 18 nám- skeiðin sem Jón hefur haldið og einn til viðbótar hefur mætt á öll nema eitt. Að auki hafa mjög marg- ir verið á fleiri en tíu námskeiðum. Jón segir að oft séu mjög fjörugar umræður á námskeiðunum. „Ég læt oft síðasta hluta timanna fara í um- ræður og þær fara mjög oft fram yfir þann tíma sem er áætlaður," sagði Jón. Hann segir að það séu menn á námskeiðunum sem kunni söguna nánast utan að og vilja þá koma til skila sínum viðhorfum og heyra önnur viðhorf. Jón segir óljóst hversu lengi hann muni halda áfram með þessi nám- skeið. Þetta velti bæði á áhuga hjá honum og öðrum. Hann hefur þó sagt þeim sem eru á námskeiðinu núna að þetta yrði í síðasta sinn sem hann tæki Njálu. Það eigi þó aldrei að segja aldrei. Ég opna bókina af handahófi og lendi þar á Lúkas 14, 5-6. Þar er hreinlega verið að lýsa jólaboðinu á Bergþórshvoli!" segir Tryggvi. Höf- imdur Njálu leitaði víða fanga, meðal annars í kristnum ritum. Það er spurning h v o r t Tryggvi Sigurbjarnarson ráð- gjafarverkfræðingur er senni- lega hvað áhugasamastur um þessi íslendingasögunámskeið af þeim sem taka þátt í þeim. Jón Böðvarsson hefur verið með nám- skeiðin í tíu ár og á þeim tíma hald- ið átján námskeið. Tryggvi hefur mætt í hvert og eitt einasta af þeim.. Leiddist hvað ág kunni lítið Tryggvi segist alltaf hafa haft ánægju af íslendingasögunum. „Ég las Njálu og Egils sögu til skiptis þegar ég dvaldi erlendis við nám. Síðar, þegar ég þurfti að ferðast mikið i starfi mínu, leiddist mér það hvað ég kunni lítið um sögu staðanna sem ég fór um. Þegar þessi námskeið byrjuðu hjá Jóni fannst mér það svo tilvalið tæki- færi tO að fylgjast með og fræðast þarna sé komið rannsóknarefni fyrir bókmennta- og íslenskufræð- inga. Ferðast með öðru hug- arfari Tryggvi segir einnig að þegar menn viti hvar ýmsir atburðir í íslendinga- sögunum eigi sér stað ferðist menn um landið með allt öðru hugarfari. „Maður sér staðinn á allt annan hátt þegar menn vita hvað gerðist þar og kannast við ömefnin. Manni finnst það meira virði að ferðast um landið ef maður þekkir sögurnar og veit hvað er að gerast," segir hann. Tryggvi segist einnig hafa kynnst því á ferðum sinum um söguslóðir að fólk af bæjunum viti ótrúlega mikið um það sem gerðist i sögunum. Það geti sýnt manni ótrúlega hluti um það. Oft fara fram fiörugar um- ræður i lok tímanna og skiptast menn þar óspart á skoðunum. Tryggvi segir þó að þessar umræður hafi verið fiörugri áður fyrr. „Þá voru færri á námskeiðun- um, 30-40 manns. Nú er þetta svo gríðarlegur fiöldi þannig að umræður hafa því miður ekki verið eins fjörugar í seinni tið og þær voru áður. Hann segist vera eini fiöl- skyldumeðlimurinn sem sækir námskeiðin. „Konan mín segir að þetta sé ágætt. Ég hafi þá eitt- hvað fyrir mig og hún eitthvað fyrir sig. Við fórum hins vegar sam- an í ferðir um slóðir íslendinga- sagna,“ segir hann. -HI meira um sogum- ar,“ sagði hann. Hann sam- þykkir að áhug- inn sé ef til vill dálítið ýktur hjá honum. Hann seg- ist hins vegar aldrei fá leiða á námskeið- unum. „Þetta er þriðja námskeið i Njálu og ég held að ég fái mest út úr henni núna. Það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt í sögunni." Njála og Biblían Tryggvi nefnir eitt skemmtilegt dæmi um hvernig alltaf sé hægt að finna eitthvað nýtt í Njálu. Þá dvöldu þau hjónin á hóteli á Akranesi og Tryggvi tekur fram einu bókina sem tiltæk var á hót- elherberginu sem var Biblían. Tryggvi Sigur- bjarnarson með Njálu i höndunum. DV-mynd S Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafarverkfræðingur: Hefur mætt í öll 18 námskeiðin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.