Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 ennmg 27 Regnboginn - Lansinn II: Draugar, demónar og skindauði jLjLjLjL Það er ekki auðvelt að ' fylgja eftir fyrstu þáttaröðinni af Riget, sem þótti með eindæmum sérstök og ánægjuleg. En Lars von Trier virðist endalaust geta bætt um betur og tekst hér í annarri umferð að hleypa nýju lífi I danska Landspítalann, þó það líf sé aðallega að handan. Þessi nýja sería er enn blóðugri og gróteskari en sú fyrri, þar sem veruleikatengingin er enn tæpari og húmorinn ýktari og farsakenndari. Hin ímyndunar- veika frú Drusse (Kirsten Rolffes) er ekki fyrr útskrifuð af spítalanum en hún verður fyrir bíl og slasast al- varlega. Á mörkum lífs og dauða fær hún það verkefni að hafa hemil á þeim illu öflum sem eru að yfir- taka Ríkisspítalann. Barn Judith (Birgitte Raaberg) hefur höfuð full- vaxta manns (Udo Kier) en líkama eins og E.T. sem vex á undrahraða, en ekkert getur slökkt móðurtilfinn- ingar hennar. Sænski læknirinn Helmer (Emst-Hugo Járegárd) kemur vúdúlyfi í Krogshoj (Soren Pilmark), sem deyr skindauða, bara til að rísa upp á þriðja degi, nú haldinn nasískri þráhyggju. Mitt í allri fantasí- unni er félagslegur veruleiki á vappi um spítalann í formi niður- skurðarfulltrúans (John Hahn-Pet- ersen). Nú er það ekki bara einn draugur heldur heill her sem veldur reimleikum og trúverðugleikinn er allur á riði, líkt og myndavélin. Frú Drusse nær undraskjótum bata án þess að nokkurn undri og sama undrunarleysi einkennir líka við- brögðin við upprisu Krogshoj og bamófreskju Judith. Frímúraramir í næsta húsi halda (auðvitað) djöfla- messu og því á hið illa aðgang að Riget. Og meðan raunveruleikinn riðar til falls yfirtekur hrömunin ; /IKMWPAHATI^ sjálft spítalahúsið einnig, veggir flagna og rakinn smýgur alls staðar inn líkt og reimleikarnir. Trier slakar í engu á sérstakri tækni sinni og lætur klippingamar stangast á sem fyrr, og sem tilbreyt- ing ffá gulu filmunni dúkka annað slagið upp grænar myndir, séðar með auga hins illa. Græni liturinn gengur svo aftur í yfirlýstum hvít- um flötum sem fá á sig grænan blæ. Trier samræmir þarna hin ólík- ustu og ólíklegustu form og tekst að gera öll trúverðug. Fáum hroll- vekjuleikstjórum hefur tekist jafn- vel upp í að skapa uggvænlegt andrúmsloft og enn færri ná að vefa inn í það farsakenndan húmor á sannfærandi hátt, líkt og Trier gerir hér. Dramað er meira að segja dramatískt, þó að húmorinn sé aldrei langt undan. Ég get ekki beðið eftir að sjá þetta allt saman aftur (og aftur) í sjónvarpinu. Leikstjóri: Lars von Trier. Aöstoð- arleikstjóri: Morten Arnfred. Hand- rit: Lars von Trier & Niels Vorsel. Myndataka: Eric Kress. Aöalhlut- verk: Ernst-Hugo Járegárd, Kirsten Rolffes, Holger Juul Hansen, Soren Pilmark, Ghita Norby. Úlfhildur Dagsdóttir JEPPADEKK Amerísk gæöaframleiösla Staðgr.verð frá kr. Courser Radial AWT Courser OTD Radial LT Courser Steel Radial 205/75R 15 215/75R 15 225/75 R 15 235/75R 15 30x9,50R 15 31x10,50R 15 32x11,50R 15 33x12,50R 15 245/75R 16 265/75 R 16 8.560 9.210 9.880 10.015 10.775 11.995 14.395 14.850 13.120 13.500 Smiðjuvegi 32-34 Sími 544 5000 33x12,50R 16,5 15.380 Hjólbarðar, nýir og sóiaðir, send- um gegn girókröfu um land allt Dagur 5 þriðjudagur 4 nóvember The Truce, Sáttmálinn Sáttmálinn er nýjasta kvikmynd ítalska leikstjórans Francesco Rosi. í henni er sögð saga Primo Levi sem var fangi í hinum illræmdu fangabúðum ÍAuschwitz. Pegarrússneskiherinn frelsarfangana erþað eina hugsun Primo að komastheim en það reynist þrautin þyngri. Leikstjóri: Francesco Levi, John Turturro LAUGARÁS End of Violence Endalok ofbeldis kl. 9 Og 1 1 Bönnuð innan 14éra The Truce Sáttmálinn kl. 9 og 7 7 Drunks, Byttur kl. 5 The Winner Sigurvegarinn kl. 7 Bönnuð innan 14 ára Carla's Song. Söngur Körlu Hroðaverk í nafni frelsis og lýðræðis Myndin segir á áhrifaríkan hátt frá Cörlu, sem snýr aftur til heimalands síns, Nicaragua, og tekstþará við drauga fortíðarinnar og þeim hroðaverkum sem hafa verið unni ílandi hennar, öll í nafni frelsis og lýðræðis. Leikstjórinn Ken Loach fLand and Freedom, Raining Stones) gefur okkur mynd sem er í senn trúverðug, fyndin og hryllileg. Leikstjóri: Ken Loach. Aðalhlutv. Robert Carlyle, Scott Glenn, Oyanka Abezaz l___:_____1 HÁSKÓLABÍÓ Carla's Song Söngur Körlu kl. 5.15 Bönnuð innan 16 éra Gridlock'd Á snúrunni kl. 9 og 7 7 Bönnuö innan 16 éra Georgia kl. 9 og 7 7 Paradise Road Vonarsöngur verður að sigursinfóníu Nýjasta mynd ástralska leikstjórans Bruce Beresford, Paradísarvegur, er byggð á sönnum atburðum frá síðari heimsstyrjöld. Hópur kvenna er settur í fangabúðir og til að lifa af vistina stofna þær kór. Ekki gengur átakalaustað koma kórnum á laggirnar en þrautseigjan yfirvinnur erfiðleikana og þegar fangaverðirnir fá skipun um að leysa kórinn upp neita þeir að verða við henni. REGNBOGINN Swingers Djammið kl. 5 Paradise Road Paradísarvegurinn kl. 5 Og 9 Bönnuð innan 12 ára Intimate Relations Náin kynni kl. 7 og 11 Bönnuð innan 12 éra Substance of fire Fjölskylda á krossgötum kl. 7 og 7 7 Driftwood Rekaviður kl. 9 Bönnuð innan 14 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.