Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 37 Eitt málverka Gunnlaugs Schevings sem er til sýnis í Lista- safni íslands. Úr smiðju lista- mannsins Nú stendur yfir í öllum sölum Listasafns íslands sýningin Gunnlaugur Scheving - úr smiðju listamannsins. Sýningin er úrval úr dánargjöf Gunnlaugs en þegar hann lést árið 1972 arfleiddi hann listasafnið að öllum verkum sín- um, alls um 1800 verkum. Gjöfin er margbreytileg, meðal annars 12 olíumálverk, 306 vatnslita- mjmdir, fjöldi túsk- og vatns- litaskissa, teikningar, grafik- myndir og 50 teiknibækur og nokkrar dagbækur. Sýningar Gunnlaugur Scheving er einn af fremstu og rismestu listamönn- um okkar. Hann tilheyrði þeirri kynslöð sem kom fram á sjónar- sviðið í lok fiórða áratugarins. Efnahagskreppa og þjóðfélagsá- tök beindu mönnum inn á nýjar brautir í myndlistinni, frá hinu hefðbundna landslagsmálverki. Listamenn tóku að mála mann- inn við vinnu sína, götumyndir og nánasta umhverfi. í verkmn Gunnlaugs er maðurinn alltaf í öndvegi, bæði í sjávar- og sveita- lífsmyndum hans. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11-17. Tölvumenning grunnskóla Sólveig Jakobsdóttir lektor flyt- ur fyrirlestur i dag, kl. 16.15, í stofu M-301 í Kennaraháskóla Is- lands. Nefnir hún fyrirlesturinn Tölvumenningu grunnskóla - við- brögð nemenda við tölvunotkun eftir kyni og aldri. Fjallkonurnar Kvenfélagið Fjallkonurnar heimsækir Félag framsóknar- kvenna að Hallveigarstöðum í dag, kl. 20. Konur, mætið með hatta. , Aglow Fundur verður hjá Aglow í kvöld, kl. 20, i Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60. Allar konur velkomnar. Safnaðarfélag Áskirkju Félagsfundur verður í safnað- arheimili kirkjunnar í dag, kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Fyrirlestur Duane Wagners Bandaríski hjólreiðameistar- inn Duane Wagner heldur fyrir- lestur í kvöld, kl. 20, í Þingsölum Hótel Loftleiða. Wagner missti báða fætur í Víetnamstríðinu 1967. Hann hefur um árabil keppt við fatlaða jafnt sem ófatlaða í hjólreiðum. Samkomur Félag eldri borgara í Reykjavík Dóra Sigfúsdóttir verður með kynningu fyrir föndumámskeið í dag, kl. 12-13, í Risinu. Kúreka- dans kl. 18. Félag eldri borgara í Kópavogi Danskennsla, meðal annars línudans, í Gjábakka, Fannborg 8, í dag, kl. 16.30. Skemmtanir Báðar þessar hljómsveit- ir, sem skipaðar em ungum mönnum, hafa verið að koma á óvart með góðri spilamennsku og þykja með- al athyglisverðustu nýrri hljómsveita. Þær mun báðar leika ný lög auk þess sem eitthvað af eldra efni fylgir með. Stolia mun eingöngu leika „instrumental" tónlist. Stolia er önnur tveggja hljómsveita sem leika á Gauknum í kvöld. Útgáfutónleikar á Gauki á Stöng: Stolia og Woofer Mikið fjör er í útgáfu nýrra geislaplatna þessa dagana og þar af leiðandi nokkuð um útgáfutónleika. Einir slíkir verða á Gauki á Stöng í kvöld. Þar leika tvær athyglisverðar hljóm- sveitir, Woofer og Stolia, sem eiga það sameiginlegt að báðar eru að koma með nýjar plötur á vegum Hljóð- hamars. Forsetinn og hryöjuverkamaður- inn. Harrison Ford og Gary Old- man í hlutverkum sínum. Forseta- flugvélin Sam-bíóin sýna Air Force One þar sem forseti Bandaríkjanna er aðalpersóna myndarinnar. Hann er um borð í flugvél sinni Air Force One þegar hryðjuverka- menn ræna vélinni og heimta að yfirmaður þeirra, hinn miskunn- arlausi herforingi Alexander Radek, verði látinn laus, annars drepi þeir einn gisl á hálftíma fresti. Um borð í Air Force One er einnig fjölskylda forsetans og nú verður forsetinn að setja fjöl- skylduna á vogarskálina. Fórnar hann fjölskyldunni fyrir heims- friðinn? Þurrt á Suðurlandi Skammt út af Homafírði er 1007 mb lægð sem þokast austur. Yfir vestanverðu Grænlandshafi er hæð- arhryggur sem þokast austur. Veðrið í dag Norðaustangola eða kaldi í dag og sums staðar rigning eða slydda við norður- og austurströndina en þurrt og viða léttskýjað á Suður- og Suð- vesturlandi. Hægviðri og víðast létt- skýjað í nótt. Hiti 1 til 4 stig í dag en víða frost í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola í dag en hægviðri í nótt. Léttskýjað. Hiti 1 til 4 stig í dag en vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.01 Sólarupprás á morgun: 09.24 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 20.43 Árdegisflóð á morgun: 09.04 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö Akurnes léttskýjaö Bergsstaöir skýjað Bolungarvík alskýjaö Egilsstaöir skýjaó Keflavíkurflugv. léttskýjaö Kirkjubkl. léttskýjaö Raufarhöfn rigning Reykjavík léttskýjaö Stórhöföi léttskýjaö Helsinki léttskýjaö Kaupmannah. skýjaö Ósló skýjaö Stokkhólmur heiöskírt Þórshöfn skýjaö Faro/Algarve léttsakýjaö Amsterdam léttskýjaö Barcelona þokumóða Chicago alskýjaö Dublin skýjað Frankfurt léttskýjaö Glasgow skýjaö Halifax skýjaö Hamborg léttskýjaö Jan Mayen skýjaö Las Palmas léttskýjaö London mistur Lúxemborg hálfskýjaö Malaga skýjað Mallorca skýjaó Montreal heiöskírt Paris skýjaö New York léttskýjaö Orlando hálfskýjaö Nuuk rigning Róm skýjaó Vín heiskírt Washington rigning Winnipeg alskýjaö 3 1 3 2 1 3 1 3 1 2 -3 1 -4 -4 Kvikmyndir Harrison Ford leikur forset- ann, James Marshall. Leikstjóri er Wolfgang Petersen (Outbreak, in the Line of Fire). Auk Fords leika í myndinni Gary Oldman, Glenn Close, Jurgen Prochnow, Wendy Crewson, Liesel Matt- hews, Paul Guilfoyle, William H. Macy og Dean Stockwell. Nýjar myndir: Háskólabíó: Austin Powers / 17 1 14 4 8 0 8 7 0 -4 Laugarásbíó: Head above Water Kringlubíó: Air Force One Saga-bíó: Contact Bíóhöllin: Volcano Bíóborgin: Conspiracy Theory Regnboginn: Með fullri reisn Stjörnubíó: Perlur og svín Krossgátan Hálka víða um land Hálka er á Hellisheiði, einnig á heiðum og lág- lendi á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum, Norðaustur-, Austur- og Suðausturlandi er hálka á heiðarvegum og allflestum vegum á láglendi. Snjómokstur er á aðalleiðum samkvæmt áætlun ef þurfa þykir. Færð á vegum Á nokkrum vegarköflum eru vegavinnuflokkar við að lagfæra og eru þær leiðir vel merktar. Há- lendið er að mestu leyti ófært. Ástand veea E3 Steinkast E1 Hálka Ófært Q Snjóþekja II Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir CD Þungfært © Fært fjallabílum Aðalheiður Ósk eignast Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem er í faðmi systur sinnar, heitir Pétur Rafn Péturs- son. hann fæddist á Sankti Jósefs- spítala í Kansas City í Bandaríkj- Barn dagsins bróður unum 18. apríl síðastliðinn. Við fæðingu var hann 19 merkur og mældist 55 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Vilborg Sól- veig Róbertsdóttir og Pétur Rafn Pétursson. Pétur Rafn á eina syst- ur, Aðalheiði Ósk, sem er að verða þrettán ára. Lárétt: 1 gáfuð, 6 samt, 8 karl- mannsnafn, 9 ræfill, 10 draup, 11 bragð, 14 afturhluti, 15 kvendýr, 17 risa, 19 blað, 21 áleiðis, 22 hræðist. Lóðrétt: 1 úrgangur, 2 krafsa, 3 arða, 4 blettum, 5 svein, 6 neyð, 7 beiðni, 12 keyrir, 13 bleyta, 14 augn- hár, 16 rödd, 18 frá, 20 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 tengja, 8 ávöl, 9 Óli, 10 tap- að, 11 dr, 12 raustin, 15 efra, 17 ana, 19 glaumur, 22 vit, 23 rami. Lóðrétt: 1 tá, 2 Eva, 3 nöpur, 4 glas, 5 jóð, 6 aldin, 7 firn, 10 treg, 14 tama, 16 aur, 18 Ari, 20 at. '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.