Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Útgáfufélag: FRIÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt bl að birta aösent efni blaðsins í staffænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Minnisstæð óskammfeilni Tilraun Pósts og síma til að hafa aukið fé af fólki var ekki stöðvuð af stjómarmönnum fyrirtækisins, sem skipaðir em af stjórnmálaflokkunum. Hún var hvorki stöðvuð af samgönguráðherra, sem studdi hana af kappi, né af viðskiptaráðherra, sem lét sér fátt um finnast. Sem oftar var það forsætisráðherra, sem varð að taka fagráðherrann á beinið og segja honum, að svona geri maður ekki. Forsætisráðherra hefur enn einu sinni orð- ið að taka að sér að segja ráðherrum sínum, hvað fólk sé að hugsa fyrir utan filabeinstuminn þeirra. Minnisstæðast við snöggan bardaga þjóðar og einok- unarfyrirtækis var óskammfeilni aðstandenda hækkun- arinnar og hroki þeirra, þegar á hólminn var komið í fjölmiðlum. Búast má því við, að í skjóli einokunar verði leitað annars lags til að hafa fé af fólki. Blaðurfulltrúi Pósts og síma hrósaði opinberlega happi yfir því, að fjölmiðlar hefðu ekki forsendur til að vefengja lygar fyrirtækisins, þar sem það neitaði að láta af hendi útreikninga að baki hækkunar á símgjöldum á þeim forsendum, að þeir væm viðskiptaleyndarmál. Fulltrúinn gerðist um leið gamansamur og sagði, að menn yrðu bara að trúa Pósti og síma. Það var auðvitað það síðasta, sem mönnum datt í hug. Utan einokunar- kerfisins gengu menn réttilega að því sem vísu, að tals- menn Pósts og síma fæm jafnan með rangt mál. Ekki er hægt að bera viðskiptaleynd einokunarfyrir- tækis saman við viðskiptaleynd fyrirtækja á samkeppn- ismarkaði. Póstur og sími var enn einu sinni að hækka gjöld í skjóli einokunar og gat ekki vikizt undan því að leyfa þjóðinni að skoða útreikningana að baki. Hroki blaðurfúlltrúans og forstjóra hans var til þess fallinn að hella olíu á eldinn. Fólk fékk innsýn í hugar- farið að baki hækkunarinnar og því líkaði ekki það, sem þar sást. Seinþreyttir til vandræða streymdu menn meira að segja á útifund til að mótmæla. Póstur og sími hafði hækkað venjuleg símgjöld hvað eftir annað undanfarin misseri til þess að mjólka einok- unarmarkaðinn og afLa þannig íjár til að taka upp óheið- arlega samkeppni á öðrum sviðum. Þetta er vel þekkt fyrirbæri í hinum séríslenzka einokunarbransa. Yfirmenn Pósts og síma töldu samgönguráðherra trú um, að í Eyjafirði græddu menn á hækkuninni, þótt menn töpuðu á henni í Reykjavík. Ráðherranum finnast slíkar fréttir jafnan góðar, en þær voru að þessu sinni rangar. Eyfirðingar vissu, að þeir töpuðu líka. Halldór Blöndal ráðherra hefur alltaf stutt einokun gegn samkeppni. í hans augum táknar einkavæðing, að ríkisfyrirtæki geti leikið lausum hala í skjóli einokunar- aðstöðu. Hann ber ábyrgð á að hafa leyft Pósti og síma að ganga berserksgang í verðhækkunum. Gegn slíkri framsóknarhyggju frá kreppuárunum höf- um við mesta vöm í samningum okkar við fjölþjóðlegar stofnanir um viðskiptafrelsi. Einkum hefur ráðið úrslit- um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, sem fær- ir okkur mola af frelsisborði Evrópusambandsins. Samkvæmt reglum, sem við höfum játazt undir, verða ráðamenn þjóðarinnar að sætta sig við, að frelsi sé auk- ið í viðskiptum. Þannig munu erlend símafélög vonandi hasla sér völl á svipaðan hátt og útlent bílatryggingafé- lag hefur þegar sparað þjóðinni hundruð milljóna. Þá mun Pósti og síma hefnast fyrir að búa sig rangt undir framtíðina. í stað þess að hagræða í rekstri ákvað fyrirtækið að mjólka aðstöðuna meðan sætt væri. Jónas Kristjánsson Gróska er ekki framboösafl heldur stofnafi til þess afi hafa áhrif á þróun stjórnmálaflokkanna ..., segir greinar- höfundur m.a. - Gróskufundur í Kornhlöfiunni í Reykjavík. Gróskuvetur I stjórnmálum? vinstri flokkanna og góðan málstað hafa þeir vegna smæðar sinnar ekki haft þau áhrif á þjóðfélagið sem æski- legt er og afleiðingin er sívaxandi óréttlæti og misskipting gæðanna. Gróska vill breytingar Gróska vifl breyta þessu ástandi og gefa félags- hyggjunni meira vægi og nú þessa dagana stendur yfir fundarher- ferð um landið þar sem Gróskuliöar kynna mál- efhavinnu sína. Mál- efnagrundvöllurinn, „Hin opna bók Grósku" er að verða til eftir „Það er mikilvægt að fíokkarnir taki skýra afstöðu til samstarfs• málanna sem fyrst því nú eru að- eins tæp tvö ár til þingkosninga og sameiginlegt framboð verður ekki hrist fram úr erminni á skömmum tíma, það krefst undir■ búnings. u Kjallarinn Bryndís Hlöðversdóttir alþingismafiur fyrir Alþýöubandalagiö í Reykjavík I byrjun þessa árs streymdu hundruð manna í Loftkastal- ann í Reykjavík til þess að fylgjast með stofnun samtaka ungs félagshyggju- fólks, Grósku. Stofnfundurinn var glæsilegur í alla staöi, húsið var fullt út úr dyrum og af ræðum þeirra sem stóöu að stofn- uninni mátti heyra að þau ætluðu sér að hafa áhrif á þró- un stjómmála á fé- lagshyggjuvængn- mn á komandi árum. Þama talaði ungt fólk sem er orðið þreytt á þeirri sundrung sem rík- ir á meðal vinstri flokkanna og krafðist þess að þeir legðu saman krafta sína og byðu fram sameiginlega, svo sjá mætti merki félagshyggju á íslensku samfé- lagi í stað þefrra spora sem hægri flokkarnir hafa nú markað. Gróska er ekki framboðsafl heldur stofnað tfl þess að hafa áhrif á þróun stjórnmálaflokk- anna, afl sem krefst þess að ofur- veldi Sjálfstæðisflokksins í stjóm- málaheiminum sé hnekkt og að kjósendur eigi þess kost að gefa stómm og öflugum félagshyggju- flokki atkvæði sitt, nokkuð sem þeir hafa ekki átt kost á hingað til. Þrátt fyrir ágæta stefnuskrá nokkurra mánaða undirbúning þar sem sjá má nýja nálgun við stjómmálaumræðuna á vinstri væng. Hin gömlu gfldi sem voru að miklu leyti smíðuð í skugga kalda stríðsins skipta kjósendur dagsins í dag ekki jafn miklu máli og þau gerðu fyrr á ámm og stjómmála- flokkarnir þurfa að aðlaga sig að breyttu stjómmálaumhverfi. Auðvitað er það svo að grund- vöflur félagshyggjunnar og jafnað- arstefnunnar hefur ekkert breyst en áherslumar em aðrar en þær vom þegar stjómmálin mörkuðust af átökum austur- og vesturveld- anna. Tilvist A-flokkanna tveggja var á sínum tíma að miklu leyti byggð á mismunandi afstöðu til umdeildra atburða í alþjóðastjóm- málunum sem löngu heyra til lið- inni tíð. Hvaö vilja flokkarnir? Á komandi vetri mun væntan- lega koma í ljós hvort stjóm- arandstöðuflokkamir muni bjóða fram sameiginlega í næstu þing- kosningum. Alþýðubandalagið heldur landsfund sinn nú í byrjun nóvember og Alþýðuflokkurinn mun halda flokksþing á sama tíma. Kvennalisti mun væntan- lega taka afstöðu til framboðsmál- anna á næstimni og afstaða Þjóð- vaka liggur Ijós fyrir. Það er mikilvægt aö flokkamir taki skýra afstöðu til samstarfs- málanna sem fyrst því nú em að- eins tæp tvö ár tfl þingkosninga og sameiginlegt framboð verður ekki hrist fram úr erminni á skömmum tíma, það krefst undir- búnings. Framtíðin, unga fólkið í flokk- unum fjóram, hefur tekið skýra afstöðu með stofnun Grósku og kröfúnni um sameiginlegt fram- boð stjómarandstöðuflokkanna í komandi kosningum, en spuming- in er hversu lengi spymt verður gegn þeirri þróun sem er að eiga sér stað. Mun komandi vetur verða Gróskuvetur í íslenskum stjómmálum eða verða samein- ingarsinnar að bíða enn um hríð eftir því að flokkakerfið aðlagi sig breyttum timum? Bryndís Hlöðversdóttir Skoðanir annarra Þjóöarauöurinn „Á íslandi hefur mikill auður safnast á fárra manna hendur á síðustu áratugum. Að hluta til má rekja upphafið til áranna eftir heimsstyrjöldina síð- ari; einokunar á framkvæmdum fyrir varnarliðið, ol- íusölu og útgerðar. En steininn tók úr þegar mestu auðæfl þjóðarinnar og eign hennar samkvæmt lögum, fiskurinn í sjónum, var afhent nokkram einstakling- um. Einnig má benda á ríkisfyrirtæki, sem höfðu ver- ið byggð upp fyrir skattpening þjóðarinnar, og hafa verið seld einstaklingiun á mjög „hóflegu" verði." Árni Gunnarsson í Mbl. 1. nóvember. Hið beina lýðræði „Fulltrúalýðræði í flokkakerfi dugar prýðilega þeg- ar mál liggja nokkurn veginn eftir flokkslínum, eða eru í takti við meginstefnur. Þá takast fylkingar á eft- ir hefðbundnum leikreglum og niðurstaðan ætti að lýsa meirihlutavilja. Þegar þannig háttar hins vegar að mál liggja þvert á flokka er fúlltrúalýðræðið ekki eins góð aðferð til að kalla fram meirihlutavilja. Og þegar flokkarnir gefast upp viö úrlausn mála af því þau ganga ekki eftir hefðbundnum línum þá verður hið beina lýðræði að taka við svo vilji fólksins nái fram að ganga.“ Svanfríður Jónasdóttir i Degi 1. nóvember. Kirkjan og fjölmiðlarnir „Þeir sem njóta velgengni í fjölmiðlum um skeið skilja stundum ekki hvers vegna sú velgengni getur ekki staðið um aldur og ævi. ... Margt af því, sem fram fer á ekki heima í fjölmiðlum.... Reynsla undan- farinna ára ætti hins vegar að sýna kirkjunnar mönn- um, að það er skynsamlegt að ganga hægt um gleðinn- ar dyr, þegar um samskipti við fjölmiöla er að ræða. Sú „hasarfréttamennska" og „fréttasköpun", sem biskupinn talaði um á kirkjuþingi á oftar en ekki upptök hjá viðmælendum fjölmiðlanna sjálfra." Úr forystugrein Mbl. 2. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.