Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 36
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnieyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. NOVEMBER 1997 Vinstri sameining: Ekki þvingað tii samstarfs Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Alþýðubandalags, segir að tnn- mæli Gróskumanna um að skipta verði út þeim þingmönnum Alþýðu- bandalagsins sem leggist gegn sam- einingu félagshyggjumanna væru nánast ekki svaraverð. „Það verður hver og einn að ráða sinni ferð ef á að gjörbreyta grunni stjórnmálanna. Það er ekki hægt að þvinga neina til samstarfs," segir Hjörleifur. „Ég hef vissulega varað við því að þeir sem fara fyrir samein- ingu ætli að gera það með því að kijúfa þá flokka sem fyrir eru.“ Hjörleifur segir að þar fyrir utan hafi hann aldrei séð ljósið i þeirri stefnu sem Alþýðuflokkurinn hefur fylgt fyrr og síðar, og að hann hafi þvi engan áhuga á að sameinast þeim flokki. Steingrímur J. Sigfússon, annar þingmaður Alþýðubandalags sem lagst hefur gegn sameiningu flokk- anna, segist ekki vilja standa í orða- skaki við þetta unga fólk sem standi að Grósku. „Ég tel að pólitík fjalli um málefni og hef alltaf hagað mér samkvæmt því. Þá hafa allir jafnan rétt til skoðana án tillits til aldurs," segir Steingrimur. Nánar er fjallað um stefnuskrá Grósku og sameiningarmálin bls. 4 -Sól. Gróska og auðlindin: Kvótann til fólksins Tekinn á 187 Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði seint í gærkvöld 19 ára pilt sem ók á 187 km hraða á Reykjanesbraut, við gámastöðina. Aðstæður voru mjög slæmar á staðnum, blautt og þvi hált á veginum. Pilturinn ók Toyota sportbíl. Hann sinnti strax stöðvunarmerki lögreglu og missti ökuskírteinið á staðnum. Lögreglan man varla eftir öðrum eins hraða. Fas ég þá soðnmguna í pósti? Tveir menn á jeppa í Landmannalaugar á föstudag: Þyrla send til leitar „Við höfum ekki upplýsingar um annað en að strákarnir hafi ætlað inn i Land- mannalaugar og því sendum við bíl frá okkur af stað í nótt til þess að svipast um eft- ir þeim. Hann kemst þó ekki lengra en að Frostastaðahálsi og þvi höfum við haft samband við Land- helgisgæsluna um að leitð verði úr lofti,“ sagði Jón Hermanns- son, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Rangárvalla- sýslu, við DV í morgun. Þorsteinn morgun. Þorkelsson hjá Landsbjörg fer yfir leitarsvæðiö f DV-mynd S Þegar DV fór í prentun i morg- un var verið að gera TF-SIF, minni þyrlu Landhelgisgæslmm- ar, klára til þess að hefja leit að tveimur ungum mönnum sem taldir eru hafa farið inn í Land- mannalaugar á bláum Bronco- jeppa á föstudags- kvöld. Vísbendingar bárust leitarmönn- um í gær um að sést hefði til þeirra á ferð á laugardag en síðan hefur ekkert heyrst. „Við höfum enga sérstaka ástæðu til þess að óttast en það sem truflar okkur er að þeir eru einbíla og án allra fiarskipta- tækja. Veðrið var verulega vont um helgina og því er lik- legt að þeir sitji einhvers staðar fastir. Nú er stjömubjart og gott veður og nú bíðum við bara eftir því að þyrlan komi á vettvang," sagði Jón. -sv I stefnuskrá Grósku, sem afhent hefur verið formönnum vinstri flokkanna, segir að afhenda eigi aflaheimildimar í fiskveiðilögsög- unni beint til fólksins. „Við viljum að það verði gert með svipuðum hætti og gert hefur verið sums staðar þar sem ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd, með þvi að senda almenningi hlutabréfin í við- komandi fyrirtæki. Almenningur fái þá árlega sinn hluta í kvótan- um,“ segir Helgi Hjörvar, einn for- ystumanna í Grósku. -SÁ L O K I Veðrið á morgun: Sums staðar slydduél A morgun verður austlæg átt, gola eða kaldi. Skýjað og sums staðar slydduél við austurströnd- ina en annars víða léttskýjað. Veðrið í dag er á bls. 37. Verkfall vörubílstjóra: Skarphéðinn Magnússon, íbúi í Árbæ, skefur rúðurnar á bílnum sínum í morgun. Talsverð hálka var á götum Reykja- víkur í morgunsárið. DV-mynd S Engin rauð Ijós enn „Þetta verkfall getur engan veg- inn dregist lengi. Það var orðið al- gjört neyðarástand eftir 12 daga verkfallið í fyrra. Þá var bensín- laust olíulaust og mikill vöraskort- ur,“ sagði Ólafur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood í Boulogne, um yfirstandandi verk- fall vörabílstjóra í Frakklandi. „Þetta er ekki farið að hafa nein veruleg áhrif enn þá en það stefnir í neyðarástand ef þetta heldur áfram lengi enn,“ segir hann. Hann segir verkfallið enn ekki hafa veruleg áhrif á rekstur ÍS í Frakklandi. „Þetta hefur daglega áhrif á af- hendingu til okkar viðskiptavina. Við eigum erfitt með að afhenda meðan þetta ástand er. Við eram sa- æmilega settir með birgðir og af- hendingu og það eru þó engin rauð ljós enn. Þetta hefur þó auðvitað áhrif á söluna," segir Ólafur. -rt Hallgrímskirkj a: Byggð sem dómkirkja Mikil óánægja er meðal margra kirkjunnar manna, ekki síst innan Dómkirkjusafnaðarins, með það að flytja vígslu nýs biskups úr Dóm- kirkjunni, höfuðkirkju Þjóðkirkjunnar og kirkju biskups íslands yfir i sóknarkirkju. „Það er augljóst mál að nú er verið að taka Ijósið frá Dómkirkj- unni smátt og smátt,“ segir sr. Kolbeinn Þor- leifsson kirkjusagnfræðingur og minnir á nýlega prestsvígslu í Hall- grímskirkju og fyrirhugaða biskups- vígslu. Kolbeinn segir þetta virðast vera í samræmi við þá stefnumótun sem var tekin strax í upphafi þegar byrjað var á hönnun og byggingu Hallgrímskirkju á fiórða áratugnum. í bókinni Fegurð lifsins, sem ung- ir framsóknarmenn gáfu út árið 1940, kemur þetta skýrt fram hjá Jónasi Jónssyni frá Hriflu á bls. 307. „Um nokkur undanfarin ár hefur Guðjón Samúelsson unnið að frum- teikningum að dómkirkju Þjóð- kirkjunnar sem væntanlega verður reist á Skólavörðuhæðinni. Kirkju- stjóm landsins hefúr falið húsa- meistara þetta verk.“ Síðar 1 rit- gerðinni segir Jónas að verk Guð- jóns Samúelssonar með dómkirkj- una komið svo langt að þeir sem séð hafi frumdrættina fullyrði að kirkj- an verði á sinn hátt jafn mikið skáldverk eins og Þjóðleikhúsið og Háskólabyggtngin. -SÁ / i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.