Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Suzuki Crew cab ‘9B, 4 d., 5 g., ek. 40 þús. km, silfurgrár, interc. turbo. Verð 2.600 þús. Nissan Sunny ‘91, 4 d. 5 g., ek. 114 þús. km, silfurgrár. Verð 680 þús, VW Golf 1400 ‘95, 3 d., 5 g., ek. 32 þús. km, silf- urgrár. Verð 930 þús. MMC Lancer Royale ‘95, 4 d., 5 g., ek. 56 þús, km, silfurgrár, álfelgur, spoiler. Verð 850 þús. > Nissan Primera ‘93, < 5 d., ssk., ek. 32 þús. km, > rauður, sóllúga, spoiler. < Verð 1.090 þús. Subaru Legacy ‘93, 5 d., ssk., ek. 128 þús, km, dökkgrænn. Verð 1.340 þús. Opel Omega 2,0 I ‘96, 4 d., ssk., ek. 16 þús. km Verð 2.200 þús. Borgartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511 Útlönd Hrun fyrirsjáanlegt í þorskveiðum í Barentshafi: Ekkert afgangs fyrir íslendinga - segir talsmaður sjómanna í Norður-Noregi DV; Ósló: „Eftir þessa niðurstöðu getum við sjómenn ekki með nokkru móti sætt okkur við að íslendingar fái kvóta í Smugunni. Við höfum alltaf verið á móti slíkri lausn á Smugudeilunni en nú höfum við einfaldlega ekki möguleika á að gefa einn einasta flsk frá okkur. Það er ekkert af- gangs fyrir Islendinga," segir Arvid Ahlquist, formaður sjómannafélags Tromsfylkis, í samtali við DV. í gær var það staðfest sem norskir sjó- menn hafa óttast undanfarna mán- uði. Þorskstofninn í Barentshafi hefur verið ofmetinn um mörg hundruð þúsund tonn og fyrir næsta ár verður að skera kvótana niður um 33 prósent. Þetta er mikið áfall og dagblaðið Dagens Nær- ingsliv reiknar út að sjómenn í Nor- egi og Rússlandi verði af tekjum upp á 33 milljarða islenskra króna. Lagt er tU að ársveiði á þorski verði ekki meiri en 514 þúsund tonn og er þá veiði í Smugunni meðtalin. Samdrátturinn er meðal annars skýrður með stjórnlausum veiðum utan kvóta og er þá átt við Smugu- veiðarnar. „Þeir sem ekki standa þeim mun betur að vigi fyrir fara nú á haus- inn. Það eru bara þeir sem hafa verulegt eigið fjármagn að baki sem munu lifa kreppuna af. Þetta er mikið áfaU, nærri því eins mikið og hrunið mikla á síðasta áratug," seg- ir Ahlquist. Hann segist binda vonir við að sjávarútvegsráðherrann umdeUdi, Peter Angelsen, muni beita sér af fuUu aUi gegn aliri undaniátssemi við íslendinga og aðra Smguveiðara. „Angelsen þekkir okkar sjónar- mið. Hann er einn af okkm’. Mér er því alveg sama þótt Bondevik for- sætisráðherra segist ætla að leysa SmugudeUuna. Það hafa aUir for- sætisráðherrar Noregs sagt í sjö ár,“ segir Ahlquist. Séra KjeU Magne Bondevik sagði við DV í síðustu viku að hann ætl- aði að leysa SmugudeUuna þótt hann vissi ekki hvernig. Norskir fiskifræðingar segja í tU- lögum sinum um kvóta næsta árs að upplýsingar um þorskstofninn í Barentshafi séu ekki nógu góðar. Rannsóknir séu of takmarkaðar og meðal annars of lítið vitað um hve mikið af fiskinum drepist af nátt- úrulegum orsökum. -GK Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace mótmæltu loftslagsstefnu Bills Clintons, forseta Bandaríkj- anna, fyrir utan bandaríska sendiraöiö í Vínarborg í gær. Einn mótmælenda var með Clinton-grímu á andlitinu og var í rúminu meö olíutunnu. Grænfriöungar saka Clinton um aö ganga erinda olíuframleiöenda meö stefnu sinni. — Lögreglan lýsir eftir Palme-vitni Sænska lögreglan lýsir eftir konu sem á að hafa séð Christer Pettersson nálægt þeim stað sem Olof Palme, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar, var myrtur sama kvöld og morðið var framið. Konan skrifaði dómsyflr- völdum bréf eftir réttarhöldin yf- ir Pettersson 1989. Hann var dæmdur fyrir morðið en siðar sýknaður vegna skorts á sönnun- argögnum. Konan þorði ekki að gefa sig fram þar sem hún starf- aði þá sem vændiskona. Hún kvaðst í bréflnu vera gift og eiga tvö börn. Karl skálar í maísbjór Karl Bretaprins fór í heimsókn í þorpsskóla í Zulu í Afríku í gær með Harry syni sínum og einn af þeim fyrstu sem þeir hittu var Filippus prins. Það var ekki faðir Karls heldur leiðtogi Mkhwanazi- ættbálksins. Karl og Filippus skáluðu síðan í maísbjór og Harry horfði feiminn á. Reuter írakar og SÞ deila hart: Vopnaeftirliti haldið áfram Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna munu reyna að halda áfram starfi sínu nærri Bagdad, höf- uðborg íraks, í dag og Bandaríkin munu senda U-2 njósnaflugvélar inn yfir landið þrátt fyrir hótanir Iraka um að skjóta þær niður. Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri SÞ, hefur á sama tíma sent þrjá fulltrúa sína áleiðis til Bagdad. Þar eiga þeir að reyna að fá Saddam Hussein íraksforseta til að aftur- kalla fyrirskipunina um að vísa bandarískum fulltrúum í vopnaeft- irlitsnefndinni úr landi. Fulltrúarn- ir koma til íraks á morgun. Richard Butler, yflrmaður eftir- litsins með eyöileggingu íraskra gjöreyðingarvopna, sagði eftir lokaðan fund í Öryggisráði SÞ að haldið yrði áfram að vinna eins og venjulega i írak. Reuter írakar kveiktu í bandaríska fánanum í mótmælaskyni vegna deilunnar um vopnaeftirlitsmenn SÞ. Stuttar fréttir i>v Með heilaskaða Lögfræðingar pakistansks innflytjanda í Bandarikjunum, sem er ákærður fyrir tvö morð við höfuðstöðvar leyniþjónust- unnar CIA, sögðu að skjólstæð- ingur sinn væri saklaus og heilaskaddaður að auki. Boiger vikið til hliðar Jenny Shipley, samgönguráð- herra Nýja- Sjálands, bol- aði Jim Bol- ger forsætis- ráðherra úr leiðtogasæti Þjóðarflokks- ins á mánu- dagskvöld. Flokkurinn staðfesti valdatöku hennar síð- an í morgun. Bolger er kennt um ófarir stjómarinnar í skoð- anakönnunum. Eistar segja nei takk Stjórnvöld í Eistlandi aíþökk- uðu kurteislega í gær boð Rússa um að tryggja öryggi þeirra. Þar með hafa öll Eystrasaltslöndin þrjú afþakkað boð Kremlverja. Æstir í gasgrímur ísraelar hafa svo miklar áhyggjur af deilum Bandaríkj- anna og íraka að þeir stóðu í biðröðum í gær eftir gasgrím- Kylfur í Alsír Lögregla í Algeirsborg beitti kylfum á hóp manna sem var að mótmæla meintum svikum í sveitarstjómarkosningunum þar á dögunum. Tryggja myntbandalag Robin Cook, utanríkisráð- herra Bret- lands, sagði í gær að á með- an Bretar gegndu for- mennsku í Evrópusam- bandinu myndu þeir tryggja að myntsamstarf ESB fengi sem best brautargengi. Funda í Washington Palestínsk yfirvöld ætla að senda fleiri fulltrúa til Was- hington til að undirbúa friðar- viðræöm- við Israela. Draga úr drykkju Drykkja Grænlendinga hefur minnkað um helming á tíu ár- um, úr 18 lítrum af hreinu alkó- hóli á hvem mann eldri en 14 ára í 12 lítra. Grænlendingar og Danh' drekka nú jafn mikið. Fundi aflýst Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi í Burma og flokkur henn- ar hafa frestað flokks- fundi sem halda átti í dag. Ástæðan er sú að lög- reglan setti upp vegatálma á leiðina að fund- arstaðnum. Nýnasistar í hernum Fyrrverandi hermaður í þýska hernum hefur greint frá því að félagar sínir dreifi ritum með áróðri nýnasista og leiki tónlist þeirra. Fáir í verkalýðsfélagi Aðeins 1,7 milljónir af 19 milljónum franskra verka- rnanna era í verkalýðsfélögum. Það era 9,1 prósent. Jarðskjálfti í Chiie Öflugur jarðskjálfti gekk yfir miðhluta Chile í gær. Talsverð- ar skemmdir urðu en engar fréttir bárust af mannskaða. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.