Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 17 * » Ertu búinn að skipta um bremsuklossa? Komdu í skoðun ITOYOTA iiMinnn Nýbýlavegi 4-8 S. 563 4400 ARMORCOAT SOL- OG ORYGGISFILMAN Undanfarinn mánuð hefur Jón- ína Benediktsdóttir gert víðreist um landið og haldið fyrirlestra undir yfirskriftinni Barbí er dauð. Tilveran spurði Jónínu hvað hún væri að fara í þess- um fyrirlestrum. fólk er í mikilli heilsu- farslegri hættu.“ Jón- ína segir margar konur þjást stór- an hluta ævinnar vegna þess að þær lifa í sí- felldum ótta um eigið holda- far. „Aðalástæða offitu er ekki ofát eins og margir halda. -- . ríkjandi fitu- ■ ótti og fólk ■ cr voðalega §1 hrætt við að ■ vera feitt. fl F i t u brennsla jfl eins og 1 hún er fl k y n n t I hór á 1H landi er ekkert ann- f að en sölu-1 j mennska. Það er sorg- Æ legt til þess að fl hugsa því m heilsurækt er ■ svo yndisleg. Auð-1 vitað hafa margir gott af því að létta sig en það má ekki | verða eitthvert höf- ] uðmarkmið. Fólk á fyrst og fremst að hugsa um að styrkja sig líkam- lega og vera í góðu formi. Það er fátt betra en að geta hlaupið endalaust og hafa góða lík- amsvitund. Ég vor- kenni fólki sem æfir ekki því ég held því geti bara ekki liðið vel.“ 'firskrift fyrirlestranna hefm* vissulega vakið forvitni. Ég byggi þá á einkaviðtölum sem ég hef átt við konur bæði hér heima og í Svíþjóð. Eitt af því sem mér fmnst há kon- um hér á landi er að þær eiga erfitt með að setja sér markmið. Þetta á bæði við um heilsurækt og starfs- frama þeirra. Það er eins og sumar konur haldi að ef þær kasti kúlu upp í loft þá komi hún niður á réttum stað. Karlmenn mega þó eiga það að þeir eru mun markvissari og gengur al- mennt betur að ná settum markmið- um en konum. Það sem viðkemur þeirri kvenímynd sem við sjáum í dag þá er konum í raun settir úrslitakost- ir; sem eru óraunhæfir." Óraunhæf markmið Jónína segir alltof algengt að konur setji sér markmið á borð við að þær verði að léttast um fimm kíló fyrir næstu mánaðamót. Slík markmið geta verið konum ofviða og smám saman fer lífið að snúast eingöngu um megr- un. „Mér finnst þetta synd og ég er þess fullviss að ef konur hugsa veru- lega út í þessa hluti þá átta þær sig á fáránleikanum sem er fólginn í þessu. Á ferðalagi mínu um landið hef ég hvatt konur til að setja sér raunhæf markmið og hætta að hugsa endalaust um aukakílóin. Fólk er alltaf að miða við einhverja kjörþyngd og það að fita eigi að vera um 20-25% líkamans. Svona tölfræði er bara ekki algild enda er það svo að þegar konur ná Þýska stúlkan Griet Hannemann hampar hér fyrirmynd sinni eftir að hafa hlotið þann vafasama heiður að komast næst því að vera lifandi barbí- dúkka. Hvorug getur þó litið til bjartrar framtíðar ef orð Jónínu Benediktsdóttur um að Barbí sé dauð reynast sönn og að konur verði að sætta sig við kvenlíkamann en ekki keppa vlð óraunhæfa ímynd i Ifki dúkku. Jónína Benediksdóttir hvetur íslenskar konur til heilsuræktar. ekki þessum markmiðum verða þær óánægðar og það hefur mikil áhrif á líf þeirra." Ríkjandi fituótti „Það eru svo margir sem misskilja hugtakið heilsurækt og tengja það eingöngu við það að létta sig. Það er Það er fyrst og fremst um að kenna óreglulegu mataræði og röngu fæðuvali. Fólki finnst það ótrúlegt en oft verða konur feitar af því að borða of lítið. Með því að svelta sig þá færðu ekki þann eldivið sem þarf til brennsla eigi sér stað i líkam- anum. Það má líkja þessu við arineld, ef þú setur ekki eldivið í arininn logar enginn eldur.“ Jónína segir óreglulegt mataræði og svelti geta valdið geðsveiflum hjá konum. „Það er algengt að konur lifi í þeirri trú að þær þurfi að svelta sig til að grennast. Það sem þær hafa oftast upp úr því er að þær þyngjast og verða slappar. Ég er stundum spurð að því hvort þetta sé ekki karlmönnum að kenna því þeir vilji hafa konur sínar grannar. Ég vísa því algerlega á bug og ég er alls ekki að niðurlægja karlmenn í min- um fyrirlestrum, eins og margir halda. Ég tek oftar afstöðu með þeim enda held ég að það sé alls ekki þeirra vilji að konur hafi áhyggjur af eigin holdafari. Þá held ég að karlar séu miklu oftar ósáttir við þá skap- gerðarbresti sem kunna að myndast þegar kona hugsar um lítið annað en að grennast." Annað lífsgæðamat Jónína bjó um nokkurra ára skeið í Svíþjóð og segir ástandið þar mun betra en hér á landi. „Syíar eru ekki sömu stereótýpurnar og íslendingar. í Svíþjóð hefur fólk ekki svo miklar áhyggjur af því hvemig það lítur út, svo fremi sem það er hraust. Mér fannst gott að starfa þarna úti án þess að þurfa sífellt að hafa áhyggjur af út- litinu. Lífsgæðin í Svíþjóð era mæld á annan hátt en við eigum að venjast. Þar er góð heilsa og frítími í fyrsta sæti. Sumum finnst kannski að Svíar séu hallærislegir en ég held að þeim sé bara alveg sama.“ í fyrirlestrunum hvetur Jónína konur til að hugsa af alvöru um heilsurækt með það að leiðarljósi að þeim líði betur á eftir. „Það ættu allir að stunda heilsurækt og reglulegt mataræði er einn af grunnþáttum þess að öðlast góða heilsu og vellíðan. Við ættum að taka upp sænska hugs- unarháttinn í auknum mæli og for- gangsraða lífsgæðunum á ný. Lífsgæð- in eiga að vera fólgin í því að vera heilsuhraust og eiga frítíma með þeim okkur þykir vænt um,“ segir Jónína Benediktsdóttir aö lokum. -aþ er límd innan á venjulegt gler í húsum. Sólarhiltinn minnkar um 75% (3/4) Upplitun hverfur nánast (95%) Glerið verður 300% sterkara. I fyrsta sinn er hægt að bjóða sól- og öryggisfilmu fyrir bíla sem sett er á af fagmönnum með sérhæft verkfæri. Filman breytir skjannabirtu í milda þægilega birtu og stórminnkar hita, upplitun hverfur nánast og öryggi stóreykst. Filman setur glæstan svip á bifreiðina. Ármoreoatumboðið hjá Skemmtllégt hf, Krókhálsi 3, slmi 567-4727 Þegar aldurinn færist yfir verður heilsuræktin enn mikilvægari þáttur í lífi fólks. „Það er útbreiddur misskilningur að fólk þurfi að æfa svo lengi í einu. Það er mjög gott ef fólk æfir til dæm- is í tuttugu mínútur á dag. Kyrrsetu- *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.