Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 21
DV ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
enmng
25
Regnboginn - The Substance of Fire:
Funi kveikist af funa
jljljL.j| Isaac Geldhart (Ron
* Rifkin) liíöi af helför-
ina lokaður uppi á háalofti með þús-
undum bóka. Þegar fjölskylda hans
var leidd á brott í útrýmingarbúðir
sat hann eftir og las. Eldsneyti það
sem myndin kennir sig við er af ein-
um toga, bókin. í upphafi myndar-
innar verður drengurinn Isaac vitni
að mikilli bókabrennu nasista og
segja má að þar kvikni sú þörf hans
leitar Aaron til systkina sinna,
Söruh (Sarah Jessica Parker) og
Martins (Timothy Hutton), sem láta
honum í hendur hlut sinn í fyrir-
tækinu. Faðir þeirra afneitar þeim,
stofnar nýtt fyrirtæki og heldur út-
gáfu ritverksins áfram. í síðari
hluta myndarinnar minnir hann
helst á Lé konung. „Svikinn" af eig-
in börnum rambar hann á barmi
sturlunar.
vægi lokasenunnar er mikið því þar
friðþægir Isaac fyrir syndir sínar í
athöfn sem vísar tií upphafs mynd-
arinnar. The Substance of Fire er
listilega gerð og mæli ég eindregið
með henni.
Leikstjóri: Daniel G. Suliivan. Aðal-
hlutverk: Ron Rifkin, Tony Gold-
wyn, Sarah Jessica Parker, 71-
mothy Hutton og Sophia Salgu-
ero. Guðni Elísson
Tálknafjörður
Nýr umboðsmaður
Karólína Helga Símonardóttir
Móatúni 3
Sími 456-2556
að varðveita sára lifsreynslu á blöð-
um.
Myndin gerist í nútímanum þeg-
ar Isaac er kominn af léttasta
skeiði. Hann er ekkill sem á þrjú
uppkomin böm og rekur bókaút-
gáfu á Manhattan sem rambar á
barmi gjaldþrots. Elsti sonur hans,
Aaron (Tony Goldwyn), vill gefa út
bók sem fullvíst er að muni enda á
metsölulista og það myndi rétta hag
fyrirtækisins. En Isaac gamli er á
öðru máli. Hann undirbýr fjögurra
binda ritröð um grimmdarverk
þýskra lækna í fangabúðum og ætl-
ar ekkert að spara í útgáfu hennar.
Þegar honum verður ekki þokað
Lýsingin á Isaac er listilega gerð.
Hann er mildur harðstjóri sem hef-
ur helgað líf sitt þeirri ljúfu sturlun
sem hamslaus ást á bókum vekur
gjaman. Nasistarnir brenndu bæk-
ur en Isaac gefur út óaðfmnanleg
ritsöfn um grimmdarverk nasista í
viðhafnarútgáfum á verði sem fælir
jafnvel þá frá sem áhuga hafa á efn-
inu. Til þess að ná takmarki sinu
hlífir hann engum, hvorki starfs-
mönnum né börnum, og í einni
senu líkist hann helst sínum tákn-
ræna óvini því hann sker í tætlur
rándýra prentun á helfararútgáf-
imni vegna þess eins að pappírinn
mætir ekki kröfum hans. Táknlegt
Laugarásbíó - Sáttmálinn:
Fangi 174517
★★★ Sögur úr helförinni em
jafnan óþægileg lesning,
en margar ógleymanlegar æviminn-
ingar hafa verið ritaðar um lífið í
fangabúðum nasista. Nægir að
nefna bók Isabellu Leitner Brot af
Isabellu:
Minningar
úr
Auschwitz,
verk sál-
fræðingsins
Viktors E.
Frankl Leit manns að merkingu og
þær fjölmörgu bækur sem ítalinn
Primo Levi skrifaði um líf sitt í
Auschwitz, en hann var fangi þar í
heilt ár frá janúar 1944 allt þar til
rússneski herinn leysti hann og þá
örfáu sem enn voru á lífi úr haldi.
Sáttmálinn er framhald bókarinnar
Er þetta maður? sem segir frá árinu
í Auschwitz og lýsir langri og erf-
iðri ferð Levis heim til Ítalíu. í ferð-
inni, sem tók sjö mánuði, fór Levi
allt norður til Minsk í Sovétríkjun-
um, þaðan suður til Svartahafs,
áður en haldið var til Ítalíu með við-
komu í Ungverjalandi, Austurríki
og Þýskalandi.
Þegar ferðin er næstum á enda er
Levi (John Turturro) spurður hvort
hann hafi glatað trúnni á guð. Hann
svarar þvi svo til að úr því Ausch-
witz sé raunveruleiki geti guð ekki
verið það líka. Og það má til sanns
vegar færa að Auschwitz hafi verið
„hinn ljóslausi staður" sem sam-
landi hans Dante lýsti í vítiskviðu
sinni. Lifsverk Levis var að leita
merkingar mitt á þessu svæði auðn-
ar og tilgangsleysis. Ég er ekki viss
um að hon-
um hafi
nokkru
sinni tekist
það. Þó má
í báðum
fyrstu bók-
um hans finna stundir kærleika og
samúöar sem eru eftirminnilegar
fyrir þá sök eina að þær virðast fá-
ránleg misfella í heimi Levis. Og þó
eru þær það ekki. í Sáttmálanum
má finna fáeinar slíkar stundir, s.s.
þegar ítölsku ferðalangarnir setjast
niður undir tré og leika brot úr Árs-
tíðum Vivaldis.
Primo Levi náði sér aldrei að
fullu eftir dvölina í Auschwitz. í
hverri bókinni á fætur annarri leit-
uðu minningcirnar upp á yfirborðið
og hann játaði margsinnis að hann
gæti aldrei sagt skilið við árið i út-
rýmingarbúðunum. Að lokum varð
það honúm um megn því Levi svipti
sig lífi í Tórínó 1987.
Leikstjóri: Francesco Rosi. Helstu
hlutverk: John Turturro, Massimo
Ghini, Roberto Citran, Stefano
Dionisi og Andy Luotto.
Guðni Elísson
VIKíTVNPAJíÁTlf>
\ í
UAXTALAUST LAN
Bjóðum þessa bíla á vaxtalausum
lánum til 36 mánaða
Lada 1500 stw. ‘91 Þú
greiðir kr. 3.700
á mánuði.
Lada Samara sedan ‘92
Þú greiðir kr. 7.500
á mánuði
ifSSs
Volvo 244 GL ‘86. Þú
greiðir kr. 12.000
á mánuði.
mmmm mma&maœ*
ipH
Dodge Power Ram ‘88.
Þú greiðir kr. 20.000
á mánuði
Peugeot 505 ‘87.
Þú greiðir kr. 10.800
á mánuði.
gaaœwjjgBtwg
Chevrolet Blazer ‘74.
Þú greiðir kr. 10.000
á mánuði.
Peugeot 205 ‘95. Þú
greiðir kr. 20.000
á mánuði.
Toyota 4Runner ‘85. Þú
greiðir kr. 19.000
á mánuði.
Toyota Crown ‘85. Þú
greiðir kr. 17.200
á mánuði.
Subaru 1800 stw. ‘89 Þú
greiðir kr. 14.600
á mánuði.
Toyota Camry ‘87. Þú
greiðir kr. 10.000
á mánuði.
Peugeot 309 GTi ‘87. Þú
greiðir kr. 10.800
á mánuði.
Subaru E-12 ‘91 Þú
greiðir kr. 12.500
á mánuði.
MMC Pajero stuttur '86.
Þú greiðirkr. 16.000
á mánuði.
Ford Bronco ‘85. Þú
greiðir kr. 15.000
á mánuði.
Subaru Justy ‘90. Þú
greiðir kr. 14.200
á mánuði.
Honda Accord ‘85. Þú
greiðir kr. 4.500
á mánuði.
Mazda 626 ‘87. Þú greið-
ir kr. 11.000 á mánuði.
Dodge Aries ‘87.
Þú greiðir kr. 8.800
á mánuði.
LITTU A GREIÐSLUKJÖRIN,
HVERGI BETRI LÁN TIL 36 MÁN.
ENGIR VEXTIR. ENGIN ÚTBORG-
UN
NYBYLAVEGUR 2
SÍMI 554 2600
1 9 4 6 - 1 9 9 6
Opið virka daga 9-18 og laugardaga 12-16