Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Tilveran fór og hitti fyrir fólk sem stundar handverk og listmunagerð í kjallaran- um heima hjá sér. Þaö eru þu'ú ár síðan Bergljót Gunnarsdóttir fór á námskeið hjá Tómstundaskólan- um í glerlist sem kennd er við Tiffany. Þegar blaðamann ber að garði situr Bergljót í hlýlegri vinnustofu sem hún hefur inn- réttað í kjallara timburhúss við Njarðargötuna í Reykjavík „Það hafði alltaf blundað í mér löngun til að læra glerlist. Þegar ég var ítvítug fiktaði ég dálítið við/að skera og líma gler. Nú/ beiti ég hins vegar Svokallaðri Tiffany- aðferð en þá er gler- ið fellt saman með l^opaj. “ af uppáhaldsverkum Um svipað leyti Bergljótar. og Bergljót sótti námskeiðið sagði hún starfi sínu lausu sem aðstoðarskólastjóri Nýja tónlistarskólans. „Ég ákvað að grípa tækifærið og mér fannst kominn timi á að gera eitthvað sem mig hafði alltaf langað til,“ segir Bergljót. Síðan hefur Bergljót unnið hörðum hönd- um og þess sér viða stað á fallegu heimili hennar við Njarðar- götuna í Reykjavík. Þar er fjöldi fallegra muna sem bera listfengi hennar gott vitni. Hún hlær við þeg- ar hún er spurð hvort ekki styttist í sýningu. „Jú, mig hefur lengi langað að halda sýningu. Það væri gaman að sjá hver viðbrögðin yrðu. Það er sjálfsagt nauðsynlegt að vinna að sýningu því þá verður maður að Bergljót Gunnarsdóttir í vinnustofu sinni. DV-myndir Pjet- setja kraft í þetta. Annars koma fjöl- margir hingað, bæði til að skoða og kaupa. Svo er ég með nokkra hluti í Handverkshúsinu á Bíldudal." Bóhemlíf á Bíldudal Síðustu ár hefur Bergljót eytt hálfu árinu að jafnaði fyrir vestan. „Það var tilviljun að ég settist að þar. Maðurinn minn var að leik- stýra þar fyrir nokkrum árum og ég fór í heimsókn. Bíldudalur er góður staður og ég fann strax að þar vildi ég eiga mitt annað heimili. Nú höf- um við komið okkur upp litlu íbúð- arhúsi og vinnustofum fyrir hvort okkar. Það er svo gott fólk á Bíldu- dal og ég held að það sé bó- hemískara en nokkurt annað fólk sem ég hef kynnst. Það er til dæmis mjög merkilegt að í 250 manna sam- félagi sé jafn öflugt leikfélag og þar er,“ segir Bergljót en eiginmaður Snæfellsjökull hefur lengi veriö Bergljótu hugleikinn. hennar er Oddur Bjömsson leikskáld. Bergljót hefur haldið námskeið í glerlistinni og stefnir á að hadda nokkur í vetur. „Ég el þá von í brjósti að geta haft mitt lifibrauð af þessu í framtiðinni. Þá þarf ég auð- vitað að vera dugleg að framleiða og eins að halda námskeið. Mig langar að gera þetta að fullri vinnu og auð- vitað væri ekkert verra að hafa eitt- hvað upp úr þessu. Námskeiðin eru smá í sniðum en Bergljót kýs að kenna aðeins þrem- ur nemendum í einu. „Það er lág- mark að fólk komi tvisvar sinnum og auðvitað má það koma oftar ef það kýs.“ Að sögn Bergljótar voru það ákveðin viðbrigði að hætta á mann- mörgum vinnustað og fara að vinna ein. „Eftir á að hyggja er ég þó mjög ánægð með að ég skyldi drífa í þessu. Ég vonast til að geta helgað mig glerlistinni í framtíðinni. aþ Glerlistin hafði alltaf blundað í mér Handlagin og hamingjusöm Hjónin Kristján Karl og Ingibjörg Sigurðardóttir hafa átt viðburða- ríka ævi. Þau bjuggu í níu ár á Akureyri, hann var flugmaður hjá Flugfélagi Norðurlands og hún vann á Hótel Eddu. Fyrir tíu árum fóru að ber- ast fregnir af því að íslensk hjón hefðu opnað hótel í Lúxemborg. Þar voru þau Kristján Karl og Ingibjörg að verki og ráku þau hótelið af miklum myndar- skap i sjö ár. Nú eru þau sest að í Safamýrinni og hafa vent sínu kvæði í kross. Þau vinna í kjallaranum heima hjá sér og búa til lampaskerma í öllum stærðum og geröum. „Það var einhverju sinni eftir að við lokuðum hótelinu að ég fór til Metz. Sú borg hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og í þessari ferð rakst ég inn í lampabúð. Ég hef alltaf haft mikið dá- læti á lömpum og þama fengust klass- ískir franskir lampar sem ég kolféll fyrir. Ég hugsaði sem svo að svona langaði mig að gera.“ Ingibjörg kom heim frá Metz og lagði hugmyndina fyrir bónda sinn. „Mér fannst þetta ágæt hugmynd enda reiknaði ég ekki með að fara meira út á atvinnumarkaðinn. Ég var alveg til í að prófa þetta, annað hvort gengi þetta eða ekki,“ segir Kalli. „Hann gleymir að segja þér að hann er þúsundþjalasmiður og það leikur allt í höndunum á honum,“ segir Ingi- björg og brosir. Fegin frelsinu Það er notalegt í kjallaranum hjá þeim Kalla og Ingibjörgu. Þau segja framleiðsluna hafa gengið ágætlega síð- asta árið en árin tvö þar á undan notuðu þau til að æfa sig. „Það var svo mikið vinnuálag á hótelinu að okkur finnst við hafa himin höndum tekið í þessu starfi. Við erum líka svo fegin frelsinu sem fylgir þessu," segir Ingibjörg. Þau segjast einskis sakna frá Lúx- emborg nema vera skyldi veðráttunn- ar. „Það hefúr svo margt breyst þar i landi. Verðlag hefúr farið síhækkandi og allar nauðþurftir eru orðnar mjög dýrar. Ég er í það minnsta mjög sátt við að vera flutt heim því bömin okkar og bamaböm em hér,“ segir Ingibjörg. En hvemig er verkaskipt- ingin í skermagerðinni? „Kalli sér um alla grunn- vinnu og reiknar út stærðir á grindum og slíku. Hann hefúr einníg smíðað tækin fyrir utan þau sem við keyptum í upphafi. Við kynntumst manni sem hafði stundað þessa iðn í hartnært tuttugu ár og hann okkur lagerinn sinn og kom okkur af stað. Mitt starf er svo skermana upp og ganga frá þeim,“ segir Ingi- björg. En hugmyndirnar? við „Við fáum bæði hugmyndir auk þess sem fólk kem- ur líka oft til okk- ar með óskir sem við reynum að uppfylla. Margir era með gamla lampa og vilja fá nýjan skerm í anda þess gamla og þá reynum að sinna því,“ segir Kalli. Nátthrafnar Þau hafa ihugað að setja á stofn verslun en era þó ekki viss um að þau láti verða af því. „Fólk í verslunarrekstri er svo bundið og við njótum frelsisins sem þetta starf býður okkur upp á. Hvað verður síðar veit maður náttúrlega aldrei. Annars höfúm við nú þegar samband við nokkrar búðir og höf- um gert heilmikið fyrir verslanir á Akureyri," segir Ingi- skermur í anda björg. þess sem Ingibjörg sá í Þau fara að hlæja þegar búöinni í Metz. þau era spurð út í vinnu- Ingibjörg og Kalli innan um skermana sína. DV-myndir Pjetur timann. „Veistu, við erum alveg ferleg því við vinnum mest á kvöldin og nótt- unni. Það er víst ekki algengt hjá fólki á okkar aldri en það hefur verið svo gestkvæmt hjá okkur siðan við fluttum heim að kvöldin era besti tíminn til að vinna,“ segir Ingibjörg. „Við erum meira og minna í kjallar- anum enda höfúm við ómælt gaman af þessu. Við erum alltaf aö reyna eitt- hvað nýtt og reynum aö staðna ekki í hugmyndavinnunni," segir Ingibjörg. Það er ekki öllum hjónum gefið að geta unnið saman en eitt er vist að þeim heiðurshjónum Ingibjörgu og Kalla ferst það vel úr hendi. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.