Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 13 Háskólafræðslu frá fjarkennsluverum „í staö ofmötunar á skólabekk kemur stöðugur þroski þeirrar mikilvægu sjálfsbjargargetu við að afla þekkingar," segir m.a. í greininni. í nýrri grein í blaöi háskólakennara í Sví- þjóö er því lýst hvernig búið er að koma á öflugri fjarkennslu í smábænum Pajala i Norður-Svíþjóð. Mikill fólksflótti hafði verið þaðan um árabil. Á fimm áratugum hafði ibúum hans fækkað um helming eða niðm- í 8000 íbúa. Upphaf málsins var það að áhugasamur mað- ur að nafni Eilert Karlén flutti til Pajala og stofn- aði fyrirtæki í lok sjö- unda áratugarins til að framleiða tölvukassa. Hann fékk fimm milljón- ir sænskra króna (!) i stuðning frá bæjarfélag- inu til þess að koma fyr- irtækinu á legg. Nokkru seinna stofnuðu ýmsir aðrir bæjarbúar einnig fyrirtæki á tölvusviði. Upphaf fjarkennslunnar Kennert Pelli, stofnandi eins fyr- irtækisins, Frontec, átti hugmynd- ina að því að hefja tölvufræðslu í bænum. Ástæðan var sú að skortur var á hæfu starfsfólki og erfítt var að fá menntafólk tO að flytja tO bæj- arins. Þörfm fyrir menntun var einnig mikO á öðrum sviðum at- vinnulOs. Yfir 16% af fólki á vinnu- markaði voru atvinnulaus. TO við- bótar voru um 23% í hvers kyns átaksverkefnum. Stöðugur fólksflótti var frá Pajala en um 5 manns fluttu burt í hveij- um mánuði. Athugun leiddi í ljóst að einungis um 23% af vinnufæru fólki störfuðu hjá einkafyrirtækjum. Kennert PeOi ræddi hugmyndir sínar við bæjarfélagið. Upp úr þessu spruttu hugmyndir um fræðslu sem átti að byggjast öðru fremur á náinni samvinnu við tölvu- og rafeindafyrirtæk- in á staðnum. Náms- fólkið átti að starfa í verkefnum með fyr- irtækjunum strax frá upphafi náms- ins. Áð auki var lögð áhersla á að nýta nýjustu tölvu- tækni. Samstarf tókst við háskólann í Umeá eftir þreifingar hjá nokkrum æðri menntastoöiunum. Viðfangs- efnið var nýlunda fyrir skólann þar sem nemendurnir höfðu aðeins stúdentspróf og um var að ræða heOsdagsnám. Reynslan af fjar- kennslu hafði á hinn bóginn fram að þessu verið bundin við þjónustu við háskólafólk sem stundaði fjar- nám með vinnu. „Vandamálin" sem við blöstu voru þau að ókleift var að koma við hefð- bundinni kennslu. Hefðin er sú eins og al- kunna er að þegar um er að ræða daglega kennslu þá er Qöldi kenn- ara bundinn yfir því verki að sinna tOtölulega litlum hópi nemenda. Úr- lausnin í byrjun var sú að senda kennara á hálfsmánaðarfresti frá Umeá tO fyrirlestrahalds. Þegar fram í sótti kom á daginn að þetta var ofrausn og nú er rætt um að fækka þessum heimsóknum! Hver nemandi meö eina tölvu Nemendur í Pajala, sem eru um 52 talsins, hafa hver um sig tölvu út af fyrir sig í „skólanum". Á staðn- um er umsjónarmaður, gamaU kennari, tO að hjálpa tO við vanda- mál sem upp kunna að koma. Hann leggur áherslu á að hann geti ekkert kennt nemendunum (!) og að þeir verði fyrst og fremst að læra sjálfir, þ.e. stunda sjálfsnám. Sjálfsnámið veldur litlum sem engum vand- kvæðum. Langoftast leysa nemend- urnir, sem eru að stórum hluta kon- ur, verkefni sín sjálfir með aðstoð þeirra kennslubóka og námsgagna sem þeim hafa verið útveguð. Ef þörf krefur þá er leiðbeinandinn innan handar. Dugi aðstoð hans ekki þá er unnt að senda spumingar í tölvupósti tO viðkomandi kennara við skólann í Umeá. Þetta gerist ýmist með tölvu- pósti, símtölum eUegar myndsam- bandi yfir alnetið. Mikið er einnig um að nemendur hjálpi hver öðr- um. Missi einhver nemandi af tím- um þá skiptir það ekki miklu þar sem aUir fyrirlestrarnir eru til á myndböndum. Fyrsta verkefnið sem nemend- urnir fengu var að setja saman tölv- urnar sem þeir áttu sjálfir að nota. Þær komu í kössum í ótal hlutum. Innan viku var þessu verki lokið. Vinnan við það jók mjög á sjálfs- traust nemendanna og hafði þannig mikla þýðingu. Sjálfsnám eykur sjálfsbjargargetu Sú staðreynd að tölvunámið í Pajala er umfram aUt sjálfsnám veldur því að nemendur þjálfast markvisst í því að læra sjáífir og bjarga sér sjálfir. Af þessu leiðir að sjálfsnám veröur þeim eðlilegt þeg- ar út í lífið er komið þar sem oft er ekki um neinn annan kost að ræða! Enginn getur pantað námskeið þeg- ar hann þarf fyrirvaralítið að tU- einka sér nýja þekkingu! í stað ofmötunar á skólabekk kemur stöðug þroskun þeirrar mik- Ovægu sjálfsbjargargetu við að afla þekkingar sem er einn helsti lykiU- inn að árangursríkri þátttöku í at- vinnulífi. Formlegt nám tekur 10-20 ár. Við tekur starfsævi sem er 50-60 ár. Ef byggja þarf aUa þá miklu sí- menntun sem verður að eiga sér stað á stöðugri mötun þá sligast þjóðfélagið undir kostnaðinum. Hinn kosturinn er sá að sinna þessu verkefni á hefðbundinn hátt og dragast hratt aftur úr öðrum þjóð- um sem hafa tekið upp vitrænni, hraðvirkari og ódýrari vinnubrögð Jón Erlendsson Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræöingur, Upp- lýsingaþjónustu Háskolans „Ef byggja þarf alla þá miklu sí- menntun sem verður að eiga sér stað á stöðugri mötun þá sligast þjóðfélagið undir kostnaðinum. Hinn kosturinn er sá að sinna þessu verkefni á hefðbundinn hátt og dragast hratt aftur úr öðrum þjóðum..." Vaxandi Það er aUtaf eitthvað ánægjulega óhugnanlegt við vaxmyndina. Vax- myndin er á óþægUegan hátt bæði of lifandi og of gervUeg og framkaU- ar vafasama speglun á manneskj- unni; gefur í skyn að við sjálf séum einmitt fóst þarna mitt á miUi veru- leika og vaxs. Þetta á sérstaklega við nú á tímum þegar mörk mennskunnar eru í sífeUdri endur- skoðun sOíkvenna og sæborga og fjölmiðlar birta okkur myndir af fólki sem í fljótu bragði virðist aUs ekki svo frábrugðið gluggagínum (og verður enn óverulegra við nán- ari skoðun). Hvar liggja mörkin? Hvar liggja mörk hins lifandi efn- is? spyr ég mig þegar ég skrúfa stálpinna í andlitið á mér fyrir framan spegilmynd. Kannski er hroUurinn sem vaxmyndin vekur einmitt sá að hún er aUtaf - mitt í hinni lífvænlegu blekkingu - svo áberandi dauð, eða frekar líflaus (ódauð?). Og þar liggur einmitt upphaf vaxmyndarinnar, í dauðanum. Þeg- ar Madame Tussaud flutti frá París til London árið 1802 hafði hún í farteski sínu höfuð helstu for- sprakka frönsku byltingarinnar, svo sem Héberts, Robespierres, Marats og Charlotte Corday, úr vaxi að sjálf- sögðu; en sam- kvæmt sögunni, afsteypur af hin- um raunverulegu höfðum, áhang- andi og afhöggn- um. Á þessum dauða- grímum byggði frú Tussaud frægð sína, og þó að safnið geymdi eftir- myndir bæði lifandi og liðinna fyr- irmenna af öðru tagi, þá hafði „sér- herbergið" sem geymdi Olmennin aðalaðdráttaraflið. Og frúin hélt áfram uppteknum hætti og elti uppi glæpamenn mn allt Bretland og safnaði dauðagrím- um hinna dauðadæmdu og afteknu. Þannig var hún eins konar böð- ull sjálf því vaxmyndir hennar þjónuðu oft þeim tOgangi fyrir al- þýðuna að staðfesta dauða einhvers glæpamannsins; það að höfuð hans var komið upp á hOlu hjá Tussaud var sönnun þess að dauðinn hefði átt sér stað. Að fara í vaxmyndasafn er því ekki ólíkt því að heim- sækja líkhús, því það er fyrst og fremst dauð- inn sem er tO sýnis. Eftirmyndin boöberi dauöans Þessi tengsl vax- myndarinnar við dauð- ann (og aftökur) varpar dálitlum skugga á vax- myndir gerðar af hin- um lifandi. Fyrir þá frægu sem láta gera sig ódauðlega í vaxi getur þetta orðið sérstaklega óþægOegt. Frægðin er faUvölt og vaxmyndir eru miskunnarlaust bræddar þegar vinsældimar minnka, og ódauðleik- inn því aldrei tryggður. Hvort er þá meira til marks um dauðann, að vera mótaður í vax eða bræddur og endurmótaður sem morðingi? Likt og fólk trúði því að ljós- myndin stæli sálinni úr þeim sem festur er á filmu (enda þetta með að festast á filmu aUtaf dálítið skugga- legt) má ímynda sér að vaxmyndin sé eins konar sálu- þjófur þar sem eftir- mynd af þessu tagi er einhvem veginn lík- leg tU að taka í sig eitthvað af frum- myndinni. Sérstaklega þegar tU þess er tekið að hún hefur oft aðeins það hlutverk að benda á að fyrirmyndin sé dauð. Eftirmyndin verður þá boðberi dauðans; en um leið er hún aUtaf eins konar upprisa, mark um ódauðleika, eða sönnun á endalaus- um endurgerðar- mögideikum. Þannig er hægt að framkaUa mig, aftur og aftur, þó að ég sé dauð. Þannig er vaxmyndin eins konar klóni, þvi munurinn mUli mann- eskju sem mótuð er í vax eða er ræktuð á rannsóknarstofu er eng- inn. Einn góðan veðurdag munum við öU eiga okkar eigin vaxmynda- söfn með sérhönnuðum klónum, reiðubúnum að taka við þegar „okkur“ sleppir. Ó, og passið ykkur á speglinum. Hann gæti verið lUandi. Úlfhildur Dagsdóttir „Einngóðan veðurdag munum við öll eiga okkar eigin vaxmynda- söfn með sérhönnuðum klónum, reiðubúnum að taka við þegar „okkur“ sleppir.“ Kjallarinn Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur Með og á móti Er matvörumarkaöurinn að springa? Allt of margar verslanir „Ég tel að matvörumarkaður- inn sé um það bU að springa. Það hafa risið gríðarlega marg- ar verslanir, sérstaklega hjá stóru verslunarkeðj- unum. Þetta eru afit of margar versl- anir miðað við fólksfjölda hér. Það er ekki svo margt fólk í landinu að þetta geti gengið. Nú ætla þessar fjóru stærstu verslunarkeðjur, þ.e. Hagkaup, Nóatún, 10-11 og Bónus, að opna fleiri verslanir i nýju Kringlunni í Smáranum í Kópavogi. Þessar verslanir fara að éta hver frá annarri og mín spá er sú að þær gangi því hver að annarri dauðri innan skamms. Það hlýtur að koma að þvi að eitthvað gefur sig. Ég fagna því að sjálfsögöu ef svo yrði og því er ég ánægður að þeir opna fleiri verslanir. Það eykur likurnar á að einhver þeirra gefi sig. Það er búið að ganga frá flestum okkur smá- kaupmönnum. Við erum aUa vega fáir eftir í bransanum." Þorvarður Björnsson, kaupmaöur í Háteigskjöri. Jóhannes Jónsson, kaup- maöur í Bón- usi. Markaðurinn nógu stór „Ég tel að markaðurinn sé nógu stór hér á höfuðborgar- svæðinu. Annars værum við ekki að bæta við verslun í Smáranum. Ég tel að þarna sé að rísa stór íbúð- arbyggðar- kjarni og því tel ég þarna grundvöll fyr- ir verslun í þessum dúr. Hinar stóru matvöruversl- unarkeðjurnar ætla að vera þarna líka og Nóatún með risa- verslun. Þetta er mjög gott fyrir svæðið. Það verður auðvitað mikil samkeppni þama á milli en það er háttur frjálsrar versl- unar. Þessi fyrirtæki, sem um ræðir, standa eftir því sem ég best veit í ágætimi gír. Eins og ég upplifi það í okkar fyrirtæki þá er markaðurinn ekki að springa. Markaðurinn er stækkandi á suðvesturhorninu og kaupgetan vaxandi. Verslun- armynstrið er að breytast eins og alls staðar annars staðar. Þetta eru stærri einingar með meira vöruval. Það segir sig sjálft að verslun, sem ekki hef- ur eftirspum, hlýtur að leggja upp laupana. Þetta er hins veg- ar erfitt fyrir kaupmanninn á horninu. Það er kannski kaup- mönnum sjálfum að kenna því þeir hafa aldrei staðið nógu vel saman um eitt eða neitt heldur verið meira hver í sínu horni. Ég þekki það sjálfur af eigin raun.“ -RR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.