Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Sviðsljós Pamela blæs út Sílikongellan Pamela Ander- son blæs út þessa dagana . Hún á von á ööru bami sínu í janúar en þrátt fyrir ástandiö hefur hún veriö með í fyrstu tökum nýs sjónvarpsmyndaflokks, V.I.P. Þar leikur Pamela lífvörð sem á að gæta ýmissa frægra manna. í nýja hlutverkinu fær hún stund- um að klæðast sundbol, ýmsum til ánægju. Fortíðin býr yfir mörgum leyndarmálum: TEIKNISAMKEPPNI LEITIN AÐ JOLAKORTI DV DV efnir til teiknisamkeppni meðal krakka á grunnskólaaUri. Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsenáar myndir jpví að vera í lit og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV 1997. Glassileg verðlaun í boði fyrir jólakort DV: Daníel syngur á Spáni Fyrrum eiginmaður Stefaníu Mónakóprinsessu, Daníel Ducru- et, ætlar að reyna fyrir sér sem söngvari á Spáni. Þar reynir kappinn einnig að selja bókina sína, Bréf til Stefaníu, þar sem hann segir frá fyrstu kynnum þeirra og hjónabandi. Harrý prins, yngri sonur Karls ríkisarfa á Bretlandi og Dfönu heitinnar prinsessu, hefur veriö á ferð um Afríku meö fööur sfnum og staöið sig eins og hetja. (Suöur-Afrfku átti hann því láni aö fagna aö hitta uppáhaldspíurnar sfnar, Kryddpfurnar. Eins og sjá má fór vel á meö þeim. Maria sem elskar krónprinsinn: Verður aldrei drottning Dana Dönsku poppsöngkonuna Mariu Montell dreymir um að gifta sig og eignast böm og buru. Danska þjóð- in er hins vegar þeirrar skoðunar að hún eigi litla möguleika á að verða næsta drottning Danmerkur. Og hvað með það? Jú, Maria er nefnilega kærasta Friðriks ríkis- arfa. Ekki svo að skilja að þjóðin hafi eitthvað á móti poppsöngkonunni, hreint ekki. Svona er þetta bara, segir í skoðanakönnun sem gerð var um afstöðuna til konungsfjölskyld- unnar. Annars eru þau Maria og Friðrik afskaplega lukkuleg saman. Stúlkan upplýsti í viðtali við Billedbladet fýrir skömmu að það hefði verið prinsinn sem smellti fyrsta kossin- um. Kossinn var mjög sannfærandi, eins og söngkonan orðaði það. Hún vill hins vegar ekki tjá sig um hvort drottningu sé í nöp við hana. 14.900 4.900 4.500 FYRSTU VEROLAUN: Ferðatséki m/geislaspilara 2ja díska spilari, X- E3ass kasetta, útvarp - FM.MVV og LW. ÖNNUR VEROLAUN: Vasadiskó m/útvarpi Útvarp: FM, MW, segulband X-bass, 3ja blöndu tónjafnari ÞRIPJU VERÐLAUN: ÖDpioimeer Pioneer-heyrnatól — mjög vönduð, Hylja allt eyrað. Fasgileg með úrvals hljómburði. Skilafrestur ertil laugardagsins 20. nóvember nk. Utanáakríft er: Krakkaklúbbur DV, Fverholti 11,105 Peykjavík. Merkt: DV-jólakort Teiknisamkeppni BRÆDURNiR glQRMSSQNHF Eiginkona Spencers jarls: Hagkvæmara að skilja í Bróðir Díönu prinsessu, Spencer jarl, stendur nú í skilnaðarmáli í Suður-Afríku þar sem hann býr. Eiginkona hans, Viktoría, er hins vegar sögð hafa áhuga á að mál þeirra verið rekið í London. Ástæð- an er sú aö þar getur hún búist við hagstæðari niðurstöðu. Eignir jarls- ins eru metnar á um 10 milljarða ís- lenskra króna. Dómstólar í Suður-Afríku líta ekki sömu augum á skilnaðarmál og enskir dómstólar. Þeir eru ekki London jafn örlátir viö fyrrverandi eigin- konur og þess vegna spara Englend- ingar sem reka skilnaðarmál sín fyrir rétti í Suður-Afríku, að því er haft er eftir s-afrískum lögmanni í bresku dagblaði. Viktoría og Spencer eiga fjögur böm og búa hvort í sínu húsinu ná- lægt Höfðaborg. Þau voru gift í átta ár en eru nú bæði í nýju sambandi. Samkvæmt frásögnum þeirra sem til þekkja eru þau góðir vinir þrátt fyrir skilnaðinn. Madonna var geymd í Meyjaskemmunni Madonna var best geymd i Meyja- skemmunni. Ekki óperanni, eða hvað það nú er, heldur svo upp- nefhdri heimavist fyrir stúdínur við Michiganháskóla. Það héldu að minnsta kosti foreldrar söng- og leikkonunnar á sínum tíma þar sem unga stúlkan var talin vera kynferð- isleg tímasprengja. Við verðum að muna að pabbi og mamma eru ítalskir kaþólikkar. Ekki var stúlkan sjálf par ánægð með ráðstöfun foreldra sinna, eins og berlega kemur fram í bréfi sem hún sendi vinkonu sinni um her- bergisfélaga sína tvo. „Þær ætla mig alveg lifandi að drepa. Önnur þeirra er Jesúfrík en Madonna var ekki hrifin af kvenna- vistarbúskap á háskólaárunum. hin er í flughernum og sú er fyrir- ferðarmikil og hávær og stjómsöm og ég fyrirlít þær báðar,“ sagði Madonna f einu skrifelsinu til vin- konunnar, Ondinu Sweet, í Montr- eal. Aukingja kynþokkadisin tilvon- andi haföi fátt tÚ að dreifa hugan- um annaö en nokkur hommadiskó- tek og furðufugla á háskólalóöinni. „Ætli ég sé ekki bara að verða kynferðislega brengluð. Er það ekki dásamlegt?" velti stúlkan fyrir sér á einiun stað. Hvað svo sem um það má segja, er hitt alveg ljóst að á þessum árum fann stúlkan fyrir fiðringi neðan- þindar við afrískan trumbuslátt sem hún hafði aldrei upplifað áður. „Þetta er allt eitthvað svo kyn- ferðislegt og frumstætt og þess vegna er ég svo hrifín af því,“ skrif- aði Madonna. Hana dreymdi um að komast burt úr rólegheitunum í Ann Arbor í fjörið í New York. Dag nokkum lét hún verða af því og hélt á vit ævin- týranna með þrjú þúsund krónur í vasanum. Ekki kom til þess að hún þyrfti að moka skít af gangstéttun- um til að hafa í sig og á, eins og hún óttaðist. Þess i stað varð hún einher mesta og dáðasta stjarna síðari ára- tuga, bæði sem söngkona og leik- kona. Bréf MaddOnnu eru til sölu. ( < ( ( < ( ( ( ( í ( i í i i % l í í I I c í I c I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.