Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Hinn óaðfinnan- legi flokkur „Inntak allra greina í nýaf- stöðnu prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er hið sama: Sjálfstæðisflokkurinn er óaðfinnanlegur. Hann er óskeik- ulli en páfinn.“ Ármann Jakobsson íslensku- fræðingur, í DV. Taplistinn „Sama fólkið leiðir nú D- list- ann og tapaði fyrir R-listanum og listinn verður því ekki leiddur af sigurvegurum heldur hinum sigruðu." Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Ummæli Næstum einræktaðir „Þegar prófkjörinu var lokið komu tveir drýgindalegir, upp- strílaðir karlmenn um þrítugt á sjónvarpsskjáinn hjá mér. Það var örlítill útlitsmunur á þeim sem benti til þess að þeir væru ekki einræktaðir." Kristján Jóhann Jónsson rit- höfundur, í DV. Ráðherrar í duftið „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Davíð tekur sína fagráð- herra og snýr þá niður í duftið." Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, í Degi. Alfred Nobel. Nóbels- verðlaunin Nóbelsverðlaunin eru veitt ár- lega í Svíþjóð i fimm greinum: eðlisfræði, efnafræöi, læknis- fræði, bókmenntum og hagfræði. Norðmenn veita friöarverðlaun- in. Upphafsmaður nóbelsverð- launanna var sænski verkfræð- ingurinn Alfred Nobel og voru þau fyrst veitt 1901. Elsti einstaklingurinn sem fengið hefur nóbelsverölaun er Francis Peyton Rous (1879-1971) frá Bandaríkjunum. Hann deildi verðlaununum í læknisfræði með öörum árið 1966, þegar hann var 87 ára gamall. Yngsti verð- launahafinn var Sir William Lawrence Bragg (1890-1971) frá Bretlandi sem deildi verðlaunun- um í eðlisfræði árið 1915 með fóður sínum, Sir Henry Bragg, þegar hann var aðeins 25 ára og var það fyrir rannsóknir á röntgengeislum og kristöllum. Yngsti friðarverðlaunahafinn var Mairead Corrigan-Maguire frá Norður-írlandi sem var 32 ára þegar hann hlaut verðlaunin ásamt öðrum árið 1976. Blessuð veröldin Flest nóbelsverðlaun Rauði krossinn er sú stofnun sem flest nóbelsverðlaun hefur fengið eða þrenn talsins. Fyrst fékk Rauði krossinn verðlaunin 1917, þá 1944 og loks 1963. Aöeins einn einstaklingur hefur fengið verðlaunin einn tvisvar. Var það dr. Linus Carl Pauling sem fékk verðlaunin í efnafræöi 1954 og friðarverðlaun 1962. Fleiri hafa fengið nóbelsverðlaun tvisvar en þá deilt þeim með öðrum. (V IáETTR- ER PETTH ER -> SVfíi/RR, SMauMr fW£\<ifíRmL, ef w LÍKUM !HB?,LteruR DETTFÍ EI? rtS- ® Toprro órRÍMUR, VER-eOR S H i MR9UR R9 i— VQNR PÍK'flS'áÓ REMBRRNTS- !»J=. Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins: Styðjum við bakið á þeim sem við fylgjumst með „Það má eiginlega orða það svo að starfíð sé fólgið í því að hjálpa flugrekstraraðilum að tryggja að gæði og öryggi sé í lagi. Þeir sem síðan njóta starfs okkar eru farþeg- ar sem fljúga f flugvélum sem eru hæfar til að vera á lofti. Þá erum við með eftirlit með flugrekstri að því leytinu til að fjárhagsstaða fyrir- tækis í flugrekstri sé í það góðu lagi að það geti haldið flugvélunum við. Einnig má nefna að Loftferðaeftirlit- ið gefur út skírteini fyrir flugmenn og sér um endumýjun þeirra,“ seg- ir Pétur K. Maack sem hefur verið settur framkvæmdastjóri Loftferða- eftirlits Flugmálastjómar. Pétur er Reykvíkingur með próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Tækniskólan- um í Danmörku og hlaut Ph.d. gráð- ur fyrir rannsóknir í iðnaðarverk- fræði frá sama skóla árið 1975. Að loknu doktorsprófi vann Pétur með- al annars hjá Iðnaðannálastofnun, nú Iðntæknistofnun íslands, jafn- framt störfum við verkfræðideild Háskóla íslands. Pétur vann sem dósent að uppbyggingu kennslu og rannsókna í rekstrarverkfræði inn- an vélaverkfræðiskorar Háskóla ís- lands frá árinu 1975 og sem prófess- or frá árinu 1986. Sérsvið Péturs er almenn rekst- arverkfræði, arð- semismat og gæðastjómun. Árið 1996 hlaut hann viðurkenn- ingu Gæðastjórn- unarfélags Is- lands fyrir „fag- lega forystu og markvert fram- lag til gæðamála á íslandi". En er nýja starfið hans ólíkt því sem hann hefur gert áður? „Það er ótrúlega líkt. Ég er í þessu starfi að styðja við bak- ið á þeim sem við fylgjumst með og það er ekkert öðruvísi en þegar prófessor er með rannsóknarverk- efni og fólk í vinnu við það. Þaö er starf prófessorsins að styðja við bakið á fólkinu og leiðbeina því. Sumt er það þó sem ég þarf að læra og ég get nefnt sem dæmi tungumál- ið sem fylgir flug- inu, þessi ótrú- legi fjöldi skammstafana sem flugið hefur komið sér upp. Ég fékk lánað hefti um skamm- stafanir sem er upp á 54 blaðsíð- ur og hef verið að læra upp úr því, enda taldi ég um fimmtíu skamm- stafanir í erlend- um fundargerð- um sem ég var að lesa. Pétur er mikill áhugamaður um iþróttir og hefur alla tið stundað þær: „Ég hef alltaf spilað fót- bolta, geri það enn með nemend- um í Háskólan- um og félögum mínum. Þá hleyp ég og er svo á skíðum á vetuma." Eig- inkona Péturs er Sóley Ingólfsdóttir leikskólakennari og eiga þau þrjár dætur. -HK Pétur K. Maack. Maður dagsins Sannsöguleg Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. I>V Rebecca DeMornay leikur eitt að- alhlutverkiö í The Winner. Úrvalsmyndir í þrem- ur kvikmyndahúsum Kvikmyndahátíðin í Reykjavík fer aðallega fram í þremur kvik- myndahúsum: Regnboganum, Háskólabíói og Laugarásbíói. Stjörnubíó sýnir eina kvikmynd, Touch, sem verður frumsýnd á morgun, og Sam-bíóin munu einnig sýna eina mynd, Twelfth NighL sem er ein fjögurra mynda á kvikmyndahátíðinni sem byggðar eru á leikritum Williams Shakespeares. FVIKmNpAHÁTÍ^ Það kennir margra grasa þeg- ar farið er yfir hvað er á boðstól- um á kvikmyndahátíðinni í dag. Laugarásbíó sýnir meðal annars The Winner sem leikstýrt er af Alex Cox. Hann gerði á sínum tíma Sid and Nancy sem kom Gary Oldman á blað í kvik- myndaheiminum. The Winner fjallar um ungan mann sem freistar gæfunnar í Las Vegas. Heppni hans þar verður til þess að hann er auðvelt fórnarlamb glæsistúlku einnar. Með aðal- hlutverkin fara Vincent D’On- ofrio og Rebecca DeMomay. Meðal mynda sem Regnboginn sýnir í dag má nefna Paradise Road sem fjallar um konur sem teknar vora til fanga í seinni heinsstyrjöldinni. Til að halda sönsum í fangabúðum Japana stofha þær kvennakór. Með aðal- hlutverkið fer Glenn Close. Bridge íslandsmótið í tvimenningi fór fram um siðustu helgi og þar urðu hluta- skarpastir Símon Símonarson og Sverr- ir F. Kristinsson. Þeir voru í toppbar- áttunni allan tímann, náðu forystunni þegar 3 umferðir voru eftir og innbyrtu öruggan sigur í lokin. í ööru sæti urðu bræðumir sterku ffá Akureyri, Anton og Sigurbjöm Haraldssynir, en Aðal- steinn Jörgensen og Matthías G. Þor- valdsson, sem leiddu mestallan síðari hluta mótsins, urðu að sætta sig við þriðja sætið. Hér er eitt spil úr úrslita- keppninni úr 33. umferð mótsins. Öll pörin nema eitt í n-s spiluðu spaða- samning, en aðeins 5 pör af 19 náðu að spila hálfslemmu. Slemman er nokkuð strembin í sögnum, sérstaklega ef aust- ur hindrar í tígli í upphafi. Norður þarf einhvern veginn að koma því til skila að hann sé stuttur í tígli og eigi góðan hjartalit. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, austur gjafari og n-s á hættu: * G1093 <* ÁKG942 ♦ 2 * 53 * 6 * 103 -f ÁK8643 * ÐG102 * ÁKD874 * 5 * G75 * Á74 Austur Suður Vestur Noröur 3 + 34 pass 44 pass 4* pass 4 4 pass 5* pass 5» pass p/h 54 pass 64 ♦ 52 V D876 ♦ D109 ♦ K986 Ef til vill hefði suður átt að lyfta í slemmuna eftir fyrirstöðusögn norðurs í hjarta, því hann heldur á mjög góðum spaðalit sem norður getur ekki vitað. Norður lyftir hins vegar í slemmuna, því hann sér að ef suður á ÁKxxxx eða ÁKDxx í spaða og laufásinn, þá á slemman ágæta möguleika. ÚrspOið er ekkert vandamál, tvö hjörtu em trompuð hátt heima og þá fást 3 niður- köst í hjartalitirm síðar og ein tígul- trompun. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.