Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 menning *★ ★ 11 Engill söngsins Tríó Reykjavíkur hélt tónleika í Hafnarborg síðastliðið laugardags- kvöld. Með tríóinu kom fram okkcir ástsæla söngkona Sigrún Hjálmtýs- dóttir, og á efnisskránni voru verk eftir Handel, Brahms, Áskel Másson og fleiri. Fyrst á dagskrá voru þrjár aríur fyrir sópran, fiðlu og fylgiraddir eft- ir barokktónskáldið Hándel - sem menn muna eftir úr kvikmyndinni um geldinginn Farinelli fyrir fáein- um árum. Tónlist hans er guðdóm- leg, enda vinsæl þegar jólin fara að nálgast. Sigrún Hjálmtýsdóttir flutti aríurnar eftir hann af mikilli and- akt; hún er innblásin listakona og allt sem hún gerir er innblásin snilld. Sigrún hefur silfurtæra rödd, yfir- burðatækni og syngur af þvílíkri til- fmningu að unaður er á að hlýða. En í þessari tónlist er það þó ekki nóg, undirleikurinn verður líka að vera hámákvæmur og þýður til að rödd söngvarans njóti sín til fúlls. Tríó Reykjavíkur annaðist þetta af mikilli smekkvísi, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran selló- leikari voru með allt sitt á hreinu, og Peter Maté píanóleikari lék silki- mjúkt á slaghörpuna. Brahms samdi sónötu í e-moll fyr- ir selló og píanó er hann vsir aðeins 32 ára gamall, samt er verkið þrung- ið dýpt og háleitum tilfinningum. Brahms var bráðþroska listamaður þó hann léki sér að því i frístundum að skjóta ketti nágrannanna með boga og örvum. Hann gat verið hranalegur við ókunnuga, enda einbúi og piparkarl. Tónlist hans er einræn og túlkun hennar verður að vera dulúðug, skapmikil og ástríðufull, en líka öguð og hamin. Gunnar Kvaran og Peter Maté léku þetta verk af glæsibrag, ekk- ert yfirborðslegt var í túlk- un þeirra. Flutningur þeirra var oft draumkenndur og Tríó Reykjavíkur og Sigrún Hjálmtýsdótt- ir - sú fremsta. var þá tónlistin sem úr öðrum heimi. Eftir hlé var frumflutt verkið Spor eftir Áskel Másson, við ljóð eftir Thor Vilhjálmsson, fyrir sópran, selló og píanó. Líkt og Brahms gamli semur Áskell seiðandi tónlist; hann hefur tilfinningu fyrir hinu ósegjan- lega og óáþreifanlega og tekst að miðla því í tónlist sinni. Bara það gerir hann að einu fremsta tónskáldi landsins. Spor er falleg, forneskjuleg tónlist; Áskell virðist oft leita fanga í íslenska þjóðlagahefð og fer það hon- um vel. Flutningur verksins var til fyrirmyndar - enda ekki við öðru að búast af þeim Sigrúnu, Gunnari og Peter. Síðustu atriði tónleikanna voru svo aríur eftir Dvorák, Mozart, Puccini og Rossini. Þar var Sigrún í essinu sinu og í einu orði sagt frá- bær. Peter stóð sig sömuleiðis óað- finnanlega, enda píanósnillingur. Flutningurinn á Una voce poco fá - Tónlist Jónas Sen cavatínu úr óperunni Rakarinn frá Sevilla eftir Rossini var eitt hið glæsilegasta sem heyrst hef- ur á íslensku tónleikasviði í langan tíma. Verður ekki annað sagt en að Sigrún Hjálmtýsdóttir sé ein fremsta, ef ekki SÚ FREMSTA, söngkona landsins. Aftur til fortíðar? Meðal málverka Jóhanns Briem á sýningunni Perlur úr Eystrihrepp í Lista- safni Árnesinga er „Að húsabaki", málað 1958, af gripahúsi og súrheysturn- inum á Stóra-Núpi. íóhann Briem á Selfossi í Listasafni Ámesinga á Selfossi stendur yfir sérstæð og afar athygl- isverð sýning á málverkum og fleiri munum sem snerta málarann Jó- hann Briem og bemskuheimkynni hans að Stóra-Núpi i Eystrihrepp í Árnessýslu. Á sýningunni era nítján málverk eftir Jóhann sem öll tengjast bernskuheimilinu, meðal annars myndir í einkaeign sem sjaldan eða ekki hafa sést á opinberum sýning- um áður. Frummyndir Jóhanns úr útgáfu Ólafs Briem á Fomum döns- um má einnig sjá þar og auk þess ljósmyndir af myndum sem Jóhann teiknaði við vísur og texta afa síns, sálmaskáldsins Valdimars Briem, í handrit sem ber heitið Þegar ég var lítill og er frá 1946. Sú bók var aldrei gefin út og er aðeins til í einu handgerðu eintaki, en bæði myndir og texti eru gerð af húmor og list- fengi svo unun er á að horfa. Heiðurssess á sýningunni hefur skrifborð Valdimars Briem og myndir Ásgríms Jónssonar sem hann málaði á Stóra-Núpi á sinni tíð og höfðu varanleg áhrif á Jó- hann. Loks eru á sýningunni svart- listarmyndir eftir Katrínu Briem, dóttur Jóhanns, einnig frá Stóra- Núpi. Meðal annars magnaðar teikningar af rústum gömlu skemm- unnar sem má sjá í bióma lífsins á einni myndinni í barnabók Valdi- mars og Jóhanns. Hildur Hákonardóttir myndlistar- maður mótaði og setti upp sýning- una, og á sunnudaginn kemur, 9. nóv., heldur hún erindi um mynd- list Jóhanns kl. 15.30 í Listasafni Ár- nesinga. Sýningunni lýkur 23.11. Intemetið er kröftugur miðill og frábær viðbót við það sem fyrir var. Tugþúsundir íslendinga hafa að- gang að netinu og fólk getur m.a. flakkað á milli nokkurra helstu fréttastofa heimsins. Þar er hægt að nálgast nýjustu tíðindi hvort heldur frá erlendum sjónvarps- og útvarps- stöðvum eða dagblöðum, en auk þess eru fréttamiðlar sem eingöngu starfa á netinu. Innlendir fjölmiðlar hafa jafn- framt haslað sér völl á Intemetinu og þeir era ófáir íslendingamir í út- löndum sem fylgjast grannt með gangi mála hér á landi fyrir tilstilli þeirra; finna sig þannig heima. Sá sem hefur aðgang að undraheimi Intemetsins þarf síst að óttast upp- lýsingaskort því hér er enginn venjulegur miðill á ferð. Er ekki líka sagt að iðnbyltingin sé liðin og upplýsingabyltingin tekin við? Margir koma við sögu breyting- anna á fjölmiðlamarkaðnum og sumir ætla sér stóra hluti. Fjar- skiptarisinn Póstur og sími hf. hef- ur í hyggju að halda inn á nýjar brautir með tilkomu breiðbandsins, a.m.k. benda áform fyrirtækisins um 24 erlendar sjónvarpsrásir, með myndlyklum og öllu tilheyrandi, og 11 útvarpsrásir til þess. Til viðbótar er ætlunin að endurvarpa efni inn- lendra sjónvarpsstöðva. Fróðlegt verður að sjá hvort landsmenn bíta á agnið. Eftir talsverðu hlýtur að vera að slægjast enda íslendingar annálaðir fjölmiðlafiklar, raunar svo að útlendinga rekur í rogastans. Þessar ráðagerðir hafa ekki vakið verðskuldaða athygli. Hins vegar hefur fyrirtækið verið mjög milli tannanna á fólki undanfarið vegna gjaldskrárbreytinga í framhaldi af þeirri ákvörðun Alþingis að gera landið að einu gjaldsvæði svo jafna mætti símakostnað landsmanna. Af- leiðingamar urðu m.a. þær að boð- aðar vora umtalsverðar hækkanir á aðalmarkaðssvæði landsins, alltént hjá þeim sem vilja notfæra sér þá gríðarlegu möguleika sem Internet- ið býður upp á. Vegna þrýstings og mótmæla almennings, ekki síst Int- ernetnotenda, var þó ákveðið að draga nokkuð í land. í stað þess að hækka t.d. einnar klukkustundar staðarsímtal um rúm 75% var þeim tilmælum beint til stjómenda fyrir- tækisins að láta sér nægja tæplega 40% hækkun og þykir víst mörgum nóg. Heimili sem era nettengd þurfa nauðsynlega á þjónustu Pósts og síma hf. að halda. Til að komast inn á upplýsingahraðbrautina þarf sí- malínu. Því skiptir verðið verulegu máli, símareikningamir bera þess glögg merki. Allavega hefur mín Fjölmiðlar Eggert Þór Bernharðsson kjarnaíjölskylda verið að borga háar upphæðir þar sem stærstur hluti umframskrefa er vegna Inter- netsins. Sérstaklega er unglingur- inn á heimilinu áhugasamur net- verji enda maður framtíðarinnar. Á netinu finnur hann m.a. upplýsing- ar um ýmis hugðarefni, aflar sér vitneskju um ólíkustu hliðar mann- lífsins og er í sambandi við vini og kunningja í öllum heimshornum sem hann hefur oftar en ekki kynnst á spjallrásum og síðan rækt- að tengslin. Hann býr í „heimsþorp- inu“. Internetið er upplýsingalind og þekkingarbrannur, það opnar nýjar víddir. Með því að auka álögumar á þeim fjölmörgu sem veiða heiminn í netið er stigið skref aftur á bak. Við lifum jú á upplýsingaöld! Hinn kvenlegi reynsluheimur Því skal spáð að um ekkert verði meira og víðar talað um íslensku heimsbyggðina á næstu dögum og vikum en nýju sjónvarpsfléttuna hennar Hlin- ar Agnarsdóttur, Aðeins einn. Fyrsti þátturinn var á sunnu- dagskvöldið, þeir seinni verða næstu tvö sunnudagskvöld. Nafnið er mystískt. Aðeins einn hvað? Eða hver? Við því er aðeins eitt svar: kvenlæknir! Hlín er svo ósvífin í sjónvarps- seríunni sinni að svipta hul- unni af þeim hluta af reynslu- heimi kvenna sem fram að þessu hefur j verið algert tabú. Hún lætur myndavélaraugað beinlinis hvíia á lækninum þar sem hann situr hinn rólegasti við iðju sína milli læra kvennanna, og engin kona að minnsta kosti getur horft ósnortin á. Maður getur varla setið kyrr. Hlín hefur áöur sýnt fólki inn í falinn reynsluheim í leik- riti sínu Konur skelfa sem gekk lengi og við mikinn fógnuð í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Hún er líka að frum- sýna eigið leikrit á litla sviði Borgarleikhússins núna í vik- unni en það fjallar væntanlega ekki eingöngu um þennan reynsluheim - því það er byggt á Njálu. Ungkommúnistar, fangaleiga og kvennarán Ný saga er komin út full af áhugaverðu efni fyrir sögu- þyrsta íslendinga. í fyrstu burð- argreininni, „í læri hjá Kom- intern“, fjallar Jón Ólafsson um unga íslendinga sem voru í kommúnistaskólum Alþjóða- sambands kommúnista í Moskvu um og eftir 1930. Jón hefur öðram mönnum betur kannað heimildir um íslend- inga þar eystra og bregður ljósi á þetta forvitnilega efni. Langt viðtal er í heftinu við sérlegan gest ís-_ lenska sögu-_ þingsins í ” vor sem leið, breska sagnfræðing- inn Arthur Maverick sem þótti mikið ólíkindatól og ekki hegða sér eins og heims- frægur sagnfræðingur og virðu- legur akademiker. Viðtalið heitir „Þyki mér kenningar annarra ófullnægjandi bý ég til mínar eigin" og er eftir Guð- mund Jónsson sagnfræðing. Af öðru efni má nefna að Helgi Skúli Kjartansson skrifar um landnámið eftir landnám, Þorgrímur Gestsson um tilurð Laugarneshverfisins, Hrefna M. Karlsdóttir um fangavinnu og fangaútleigu í tugthúsinu við Amarhól í upphafi síðustu aldar, Jón Viðar Sigurðsson um konur og kvennarán á 12. og 13. öld og Már Jónsson um síðustu æviár Áma Magnús- sonar. Allar eru greinarnar skreyttar fjölbreyttu myndefni. Ný saga er gefin út af Sögufé- laginu. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.