Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Page 2
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 1 iV
2 i fréttir_______________________
Fjölmiölakönnun Félagsvísindastofnunar:
Mánudagsblað og
Helgarblað DV í sókn
- Fjörkálfur DV á föstudögum mjög vinsæll meöal unga fólksins
50%
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
Helgarblað DV
47%
Aukning á lestri rsyi
Mánudagsblað DV
48% 44% 47%
mars '97
mare '97
Tölur samkv. tjölmlölakönnun Félagsvstofnun Hl.
90%
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Fjörkálfur DV
82% lesendum DV
64%
50%
mars '97 37% mars '97
12-19 ára
20-24 ára
DV er í mikilli sókn hjá ungu
fólki samkvæmt niðurstöðum
nýrrar fjölmiðlakönnunar Félags-
vísindastofnunar. Lestur á Helg-
arblaði og mánudagsblaði DV hef-
ur aukist. iþróttaumfjöllun blaðs-
ins á mánudögum nýtur einnig
aukinna vinsælda. Umfjöllun DV
um kvikmyndir, Netið, tækni og
vísindi hefur slegiö í gegn. Af
þessu er ljóst að það átak starfs-
manna að gera gott blað betra er
að skila árangri. Unnið hefur ver-
ið markvisst að breytingum á út-
liti blaösins, breytingum á ein-
stökum efnisþáttum og öflugri
fréttaskrifum.
Lestur á DV á mánudögum hef-
ur aukist um 3 prósentustig, fer
úr 44 í 47 prósent. í aldurshópn-
um 20-24 ára er lestur á mánu-
dagsblaðinu 59 prósent og hefur
aukist um 8 prósentustig frá síð-
ustu fjölmiðlakönnum sem fram-
kvæmd var í mars. Eins hefur
lestur DV á mánudögum í aldurs-
hópnum 25-34 ára aukist veru-
lega, fer úr 46 prósentum i 53 pró-
sent. Lestur íþróttafrétta DV á
mánudögum hefur aukist úr 47
prósentum í 50 prósent hjá lesend-
um blaðsins.
Lestur DV á þriðjudögum hefur
avikist úr 39 prósentum í 43 pró-
sent eða um fjögur prósentustig.
Aukning á lestri Helgarblaðs
DV er langmest í aldurshópnum
20-24 ára, fer úr 57 prósentum í 66
prósent. Lestur á helgarblaði DV
hefur aukist um eitt prósentustig,
úr 47 prósentum í 48 prósent.
Lestur á Fjörkálfi DV tekur
gríðarlegan kipp upp á við enda
rík áhersla lögð á að hafa þar
vandaða og líflega umfjöllun um
kvikmyndir, myndbönd, tónlist
og viðburði helgarinnar. 82 pró-
sent lesenda DV á aldrinum 12-19
ára lesa Fjörkálfinn. Lestur í
þessum aldurshópi nam 50 pró-
sentum í mars svo hér er alls um
32 prósentustiga stökk að ræða. 64
prósent lesenda DV á aldrinum
20-24 ára lesa Fjörkálfinn sem er
aukning um 27 prósentustig.
-hlh
Póstur og sími hf.:
Engar nornaveiðar
- segir Pétur Reimarsson
„Við ætlum ekki að hefja neinar
nomaveiðar í fyrirtækinu," sagði Pét-
ur Reimarsson, sfjómarformaður
Pósts og síma, í gær.
Pétur sagði að ekki hefði komið til
greina að segja neinum upp i kjölfar
átakanna sem staðið hafa vegna gjald-
skrárbreytinga fyrirtækisins. Hins
vegar íhuguðu fúlltrúar í sfjóm P&S
að segja af sér vegna misbrests í kynn-
ingu. Pétur sagðist hafa rætt þetta við
samgönguráðherra en það hefði verið
mat manna að slík afsögn myndi að-
eins skaða fyrirtækið.
Þá tók stjómin þá ákvörðun á fundi
sínum í gær að fela Ríkisendurskoðun
að kanna forsendur fyrir hækkun sím-
taxta í kjölfar þess að landið varð eitt
gjaldsvæði til þess að taka af allan
vafa um réttmæti hennar.
Stjómin staðfesti á fundi sínum í
gær málamiðlunargjaldskrá sem for-
sætisráðherra lagði fram í síðustu
viku eftir íhlutun í málinu. Nýja gjald-
skráin tekur gildi á þriðjudag eða mið-
vikudag og verður taxtinn þar með
1,56 kr. mínútan í stað 1,99 kr. Þetta
samsvarar um 20% hækkun á staðar-
símtölum í stað 40% eins og fyrirhug-
að var. -Sól.
Pétur Reimarsson, stjórnarformaður Pósts og síma, á blaðamannafundinum f gær. DV-mynd E. Ól.
Halldór Kristjánsson prentari, til vinstri, og Sigurjón Magnús Egilsson, rit-
stjóri Mánudagsblaðsins, leggja lokahönd á blaðið sem kemur út í dag.
DV-mynd Hilmar Þór
stuttar fréttir
Lækka vexti
Bankastjóm íslandsbanka
hefur ákveðið að lækka vexti á
verðbréfum, inn- og útlánum
frá og meö 11. nóvember nk.
Vextir bankans lækka um 0,0%
á verðtryggðum inn- og útlán-
um.
Tapið tvöfalt meira
Tap ríkissjóðs af raðsmíða-
skipum er tvöfalt meira en fjár-
málaráðuneytið hefur látið í
veðri vaka. Þetta er mat Sig-
urðar Þórðarsonar ríkisendur-
skoðanda sem segir tapið nema
um 1700 milljónum en ekki 800
eins og gefið var til kynna af
ráðuneytinu. Stöð 2 sagði frá.
Biöjast forláts
Reiknistofa hefur sent bréf
til þeirra viðskiptavina sem
fengu tilkynningu um inn-
stæðulausar úttektir án þess að
fyrir þeim væri stoð. I bréflnu
segist Reiknistofa harma mis-
; tökin. RÚV sagði frá.
Lágmarksrefsing
Þorsteinn Pálsson telur
koma til greina aö setja lág-
marksrefsingu fyrir tiltekin af-
brot. Margir dómarar og lög-
menn, sem nú sitja þing í
Reykjavík, telja að dómar eigi
eftir að þyngjast verði þetta
gert. Stöð 2 sagði frá.
Nýtt Mánudagsblað kemur út í dag:
Stærsti hlut-
hafinn á 12
prósent
Nýtt Mánudagsblað kemur út í
dag, laugardag. Sigurjón Magnús
Egilsson ritstjóri segist bjartsýnn á
framtíð blaðsins:
„Það hefur komið okkur þægilega
á óvart hve vel okkur hefur verið
tekið - til dæmis með að fá fjár-
magnið inn í blaðið. Margir eru
greinilega þeirrar skoðunar að þörf
sé á fleiri prentmiðlum. Tvær og
hálf milljón króna hafa þegar verið
greiddar af hlutafé blaðsins," sagði
Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri
blaðsins, í samtali við DV.
Sigurjón sagði að stærsti hluthaf-
inn ætti 12 prósent í blaðinu:
Framhaldsstofnfundur Mánu-
dagsblaðsins er í dag.
„Hluthafarnir eru nokkuð margir
og eignaraðildin því verulega
dreifð,“ sagði Sigurjón. „Ég segi til
dæmis í leiðara að suma hluthafa
hafl ég aldrei séð og enginn hafi sett
nein skilyrði fyrir þátttöku sinni.
Við erum því eins óháðir eigendum
okkar og hugsast getur.“
Mánudagsblaðið er 12 síðm
Blaðamennimir eru tveir, Sigurjói
og Sæmundur Guðvinsson, báði
menn sem hafa viða komið við sögi
í fjölmiðlaheiminum. í blaðinu í da:
er m.a. greint frá „stórfelldum inr
herjaviðskiptum þar sem stjómend
ur fyrirtækis misnotuðu trúnaðar
upplýsingar".
Aðspurður um ritstjórnarstefm
blaðsins sagði Sigurjón: „Ætli vi
séum ekki einhvers staðar mitt ;
milli Pressunnar og DV.“ -Ót
Breytt tíma-
setning
Breyting hefur oröið á tíma-
setningu á tónleikum kórs ís-
lensku ópemnnar. Tónleikamir
verða haldnir í dag kl. 15 í Lang-
holtskirkju en ekki á morgun kl.
15.
(
.(
(
(
(
(
c
I
(
t
(
(
(
(
(
(
c
(
(
(
(
I
(
(
(
(
(
(
(