Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Side 12
12 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 DV •dja/ Gunnar Helgason leikari er fjórfaldur listamaður - leikur í kvikmynd, býr til leikrit og gefur út bók og plötu: y Gunnar Helgason ásamt konu sinni, Björk Jakobsdóttur, syninum Asgrími, 4 ára, og tíkinni Perlu. barnabók Gunnars. Tvær þær fyrstu fjölluðu um félagana Gogga og Grjóna en þriðja bókin var skrifuð í samvinnu við Fel- ix Bergsson, Ferða- bók Gunna og Felix sem kom út sl. vor. Gunnar segist hafa virkilega gaman af því að skrifa. „Þetta byrjaði þegar ég vann sem nætur- vörður á elliheimili fyrir nokkrum árum. Þá fór ég að dunda mér við skriftir," segir Gunnar. í nýju bókinni um Grýlu segist DV-mynd S hann vera að gera tilraun til Þama var skip í nauð og það þurfti að bjarga mönnunum," segir Gunn- ar sem einnig varð að síga í björg á fyrstu tökudögunum í Vík í Mýrdal og Dyrhólaey. Síðustu tvær vikur hafa farið í tökur i Færeyjum. Að sögn Gunnars er áformað að frum- sýna Dansinn einhvern tímann á næsta ári. Eins og kom fram í inngangi þá er Gunnar að undirbúa leikgerð á „Síðasta bænum í dalnum“. Leik- gerðina vinna þeir Hilmar Jónsson upp úr bók sem Loftur Guðmunds- son skrifaði að lokinni gerð sam- nefndrar kvikmyndar Óskars Gísla- sonar. Myndin var frumsýnd árið 1950 en sagan hefur aldrei áður ver- ið færð á leiksvið. Að sögn Gunnars er stefnt að frumsýningu í Hafnar- fjarðarleikhúsinu í janúar á næsta ári. Vegna kvikmyndarinnar hefur undirbúningur reyndar lent á herð- um Hilmars sem mun leikstýra verkinu. Gunnar verður í tveim- ur hlutverkum í uppfærslunni. Um þessar mimdir er að koma út hjá Bókaútgáfunni Hólum bama- bók eftir Gunnar sem nefnist ein- faldlega Grýla. Þetta er flórða Gunnar Helgason leikari er með mörg jám í eldinum um þessar mundir. Hann er að leika aðalhlut- verkið í nýrri kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, Dansinum, hann hefur ásamt Hilmari Jónssyni og fleirum verið að undirbúa leikgerð á „Síðasta bænum í dalnum“ fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið, hann er að gefa út jólaplötu meö Felix Bergs- syni og síðast en ekki síst er hann að gefa út sína fjórðu bamabók. I Dansinum, sem byggður er á sögu Færeyingsins Williams Heinesens, leikur hann sögumann- inn Pétur. Myndin fjallar um brúð- kaupsveislu í Færeyjum árið 1913 sem flosnar upp vegna skipstrands. Brúðkaupsgestir fara í það að bjarga skipbrotsmönnum í miklu fárviðri. Það tekst að því undan- skildu að einn skipsbrotsmanna deyr. Af þeim sökum vilja kirkjunn- ar menn stöðva dans og aðra gleði í brúðkaupsveislunni. Brúðurin er mótfallin þessu og heldur hluti hópsins veislunni áfram í öðm húsi. Inn í söguna fléttast ást- arsambönd sem koma upp á yfirborðið á óþægilegustu augnablikum. „Sagan er einfaldlega mjög góð. Fjallar um alvörufólk. Ég hef mikla trú á leikarahópnum, vel valið í öll hlutverk. Ég var ekki lengi að segja já þegar Ágúst hringdi í mig og bauð mér hlutverk. Ég og konan mín lásum handritið yfir og það varð úr að hún fékk hlutverk líka,“ segir Gunnar sem kvæntur er Björk Jakobsdóttur leikkonu. Hún leikur vinnukonu á bæ brúðgumans í Dansinum en Gunnar og Björk hafa oft áöur leikið saman i Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Gunnar er að leika í sinni fyrstu kvikmynd. Hann telur þá varla með stutta inn- komu í kvik- myndinni Punktur, punktur, komma, strik sem drengur Kvikmynd um alvörufólk Gunnar fullyrð- ir að þarna sé í vinnslu ein besta ís- lenska kvik- myndin sem gerð hefur verið. að borða lakkrísrör, þá 13 ára! Á bjargbrún í roki og rignmgu „Þetta er allt annað en að leika á sviði. Ég var svolítið stressaður fyrsta tökudaginn. Þá var byrjað strax á björgun skipsins. Maður stóð á bjargbrún í roki og rigningu og var kannski ekki mikið spá í leik- inn. að endurvekja kerlinguna og upp- hega ímynd hennar í huga ungu kynslóðarinnar. „Mér finnst Grýla hafa verið eitt- hvert „tabú“ í uppeldi bama. Það er eins og megi ekki hræða börn leng- ur. Þetta er tilraun til að koma Grýlu á kortið. Til þess varð ég að milda hana aðeins. Hún er að segja frá jólunum hjá sér, af hverju hún þurfti að borða krakka og af hverju hún hætti þvi og af hverju hún hætti allt í einu að koma til byggða. Hún er líka að segja frá mökum sín- um. Leppalúði var nefnilega þriðji eiginmaðurinn, hinir voru Boli og Gustur. í bókinni em einnig visur og gamlir húsgangar," segir Gunnar sem vann bókina upp úr gömlum þjóðháttasögum og spann út frá þeim. Myndir í bókinni era eftir Þórarin Gunnarsson Blöndal sem Gunnar segir að séu stórkostlegar. „Bókin er ekki komin út en myndir Þórarins era þegar farnar að spyrjast út. Hann hefur t.d. verið beðinn um að gefa myndimar út á kortum og teikna í fleiri bækur.“ Ný lög á jólaplötu Þetta er ekki allt því eins og áður sagði er að koma út geislaplata með Gunnari. Þar era þeir félagar Gunni og Felix á ferðinni, þeir sömu og gáfu út fjórar hljóðsnældur sl. sum- ar. Á plötunni undirbúa þeir jólin, segja jólaævintýri og syngja jólalög, gömul og ný. Þannig eru þrjú ný lög sem Jón Ólafsson og Ólafur Gaukur hafa samið í samvinnu við Gunna og Felix. Platan er væntanleg á markað en mun einungis fást í verslunum Hagkaups. En hvernig skyldi þetta allt vera hægt? Að skrifa bók, gefa út plötu, leika í kvikmynd og búa til leikrit. Eðlilegt að spurt sé, segir Gunnar, en hér sé fyrst og fremst um skipu- lagningu að ræða. Þannig hafi allur tími verið nýttur. T.d. hafi þeir not- að tímann yfir daginn, á meðan þeir vora að skemmta á Þjóðhátíð i Eyj- um að kvöldlagi, til að taka upp lög á plötuna. Lagðist á spítala „Eg skrifaði bókina í sumar, var oft langt fram á nótt, sólarhring eft- ir sólarhring. Keyrði mig bók- staflega út. Þetta var auðvitað brjálæði sem reyndar endaði með þvi að ég var veikur í mánuð. Um leið og mesta stressið var búið hrundi ég niður. Nýran klikkuðu eitthvað og í kjölfarið fékk ég lungnaberkjubólgu og þurfti að leggjast inn á spítala," segir Gunnar sem viðurkennir að auðvitað sé þetta geggjun. Það sé bara svo gam- an að vera geggjaður! í framtíðinni vonast hann til að geta skrifað meira meðfram leiklist- inni. Einnig muni hann ekki hika ef fleiri boð um kvikmyndaleik berist. Loks eigi hann sér þann draum að gera sína eigin kvikmynd. „Mér finnst íslensk kvikmynda- gerð hafa verið á villigötum að und- anfómu. Síðustu myndir hafa ekki verið nógu góðar. Minn draumur er að gera mynd um alvörufólk, líkt og Dansinn hans Ágústs. Hún fjallar um fólk, hvernig því líður og hvað það gerir til að bæta lífið. Það er ekki verið að fjalla um eiturlyfja- kappakstur um landið eða inni- haldslaust grín,“ segir leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason sem greinilega hefur myndað sér ákveðnar skoðanir á íslenskri kvik- myndagerð. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.