Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 JjV viðtaj Aldís Baldvinsdóttir er farin að leika á ný eftir að hafa eignast dótturina Tatjönu. DV-mynd E.ÓI. Aldís Baldvinsdóttir á leiksvið á ný og tilbúin í slaginn: Aldís Baldvinsdóttir er komin aft- ur á leiksviðið eftir fæðingarorlof. Þessa dagana tekur hún þátt í vin- sælli uppfærslu í Kaffileikhúsinu er nefnist Revían í den. Þar kemur hún fram ásamt Hákoni Leifssyni, Carli Möller og tveimur af okkar ástsælustu leikurum, þeim Rúrik Haraldssyni og Guðrúnu Ásmunds- dóttur. Guðrún átti frumkvæði að sýningunni og hóaði í Aldísi. „Það er mjög gaman að fá að taka þátt í revíunni, sem er mín fyrsta á leikferlinum. Svona farsi er stöðugt í mótun á æfingum og er ekki full- mótaður fyrr en á fyrstu sýningum. Það er síðan ekki sama hvaða hóp áhorfenda þú ert með í salnum. Sumir hlæja meira en aðrir. Það er til dæmis hræðilegt aö sýna fyrir fullum sal af leikurum eins og ég lenti einu sinni i á forsýningu. Það var í eina skiptiö sem enginn hló. Annars er stemningin í Kaffileik- húsinu allt öðruvísi, mjög þægileg og rómantísk," segir Aldís í upphafi viðtals á heimili hennar á dögun- um. Meiriháttar tækifæri Henni finnst það meiriháttar tækifæri að fá að vinna með lista- mönnum á borð við Rúrik og Guð- rúnu. Þau séu hreint yndisleg. „Manni líður vel í kringum þau. Þau eru ekki aðeins frábærir lista- menn heldur einnig fyrsta flokks manneskjur. Þau litu á okkur Há- kon sem jafningja sína og maður fann aldrei til vanmáttar gagnvart þeirn." Aldís eignaðist dótturina Bryndísi Tatjönu fyrir tæpum tveimur árum, og af skiljanlegum ástæðum hefur bamið tekið allan hennar tíma. Vil vera góð móðir „Ég einsetti mér að vera alveg með barninu minu fyrstu árin. Ég vil vera góð móðir. Nú þegar Tanja er komin í leikskóla er ég tilbúin í slaginn," segir Aldís. Hún segist hafa fengið fimm atvinnutilboð á tíu dögum með því aðeins að svara í símann. 1 þessu grípur Tanja inn í samtalið með því að sýna blaða- manni mynd af pabba sínum, Dimitri, sem er erlendis. „Hann sendir okkur kort og hringir reglulega en hann fer nú bráðum að koma,“ segir Aldís bros- andi. Þá brosir sú litla út að eyrum sem ennþá heldur á myndinni af pabba. „Ég hef nóg að gera en fyrst og síðast er ég hamingjusöm yfir að vera orðin móðir. Tanja er algjört kraftaverk," segir Aldís og smellir kossi á kinn dótturinnar. Úr lögfræði í leiklist Aldís lauk leiklistarnámi í London fyrir sjö árum en þar áður kláraði hún lögfræðina frá Háskóla íslands. Segist hún hafa uppgötvaö í miöju laganámi, þá er hún lék með Stúdentaleikhúsinu, að leiklistin átti hug hennar allan og þvi ásett sér að læra hana að laganámi loknu. Eftir aö náminu lauk í London hefur Aldís leikið árlega ef síð- ustu tvö ár eru und- anskilin. Hún hefur leikið í kvikmyndum, þannig muna eflaust margir eftir henni í sjónvarpsmyndinni Hvíta dauðanum sem Einar Heimisson gerði um líf berklasjúklinga á Vífilsstöðum. Einnig hefur hún leikstýrt áhugamannaleikfélög- um úti á landi. Segir það mjög góða reynslu. Þar sé fólk lífsglatt og heilt og að mörgu leyti betri manneskjur en höfuðborgarbúar. Af öðrum verkefn- um má nefna að Aldis er með í undirbúningi handrit að kvikmynd sem hún byggir á ævintýralegri lífsreynslu sinni í ísr- ael fyrir tíu árum. Þar lenti hún í klóm harðsvíraðra glæpamanna og mátti teljast heppin að sleppa lif- andi frá þeirri viðureign. Þetta seg- ir Aldís vera efni í æsispennandi urra bama þeirra Jóns Bald- vins og Bryndísar Schram og ólst þvi upp í mjög pólitísku umhverfi. Hún segist vel hafa getað hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég var mjög pólitísk þegar ég var í framhalds- skóla og háskóla, reyndar hápóli- tisk, alveg þar til ég fór utan. Þegar heim kom fannst mér að hér væri arg og þras um ekki neitt, samanborið við hinn mikla vanda sem við er að glíma úti í hin- um stóra heimi,“ segir Aldís, en útilok- ar þó ekki að hún eigi eftir að skipta sér af pólitík aftur. Aldrei að segja aldrei í þeim efnum. Núna DV-mynd BG sinnir hún leiklistinni og segist vera tilbúin að sinna fleiri listagyðjum í framtíðinni. „Síðan gæti ég vel hugsað mér annað bam,“ segir Aldís og þær mæðgur knúsa hvor aðra, „það er ef Guð lofar.“ -bjb Hér er Aldís á æfingu á Revíunni í den ásamt Hákoni Leifssyni, Ásmundsdóttur og Carli Möller (í barnavagninum). Rúrik Haraldsson ur einnig með þeim en var ekki viðstaddur er myndin var tekin. bíómynd án þess að hún vilji fara nánar út í þá sálma. Var hápólitísk Aldís er sem kunnugt er elst ijög-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.