Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Page 25
25
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
þókarkafli
Móní Petrakí, klaustrið í Aþenu sem Sigurður dvaldi í.
tölulega fáir í Aþenu og talsverður
samgangur milli þeirra, var ég feng-
inn til að kenna dóttur sænsks forn-
leifafræðings, Ákerströms, enska
tungu tvisvar í viku og áskotnaðist
þannig lítilsháttar skotsilfur auk
hádegisverða sem voru aldeilis vel-
þegnir. Ákerström var forstjóri
sænsku fornleifastofnunarinnar í
Aþenu, refEilegur maður og nokkuð
ráðgjarn, en viðmótshlýr og raun-
góður. Stjórnmálaskoð-
anir hans voru mjög
íhaldssamar og ollu
stundum orðahnipp-
ingum við matborðið,
en þær höfðu aldrei
nein eftirköst. Það
sem helst amaði að
forstjóranum var
doktorsritgerð sem
hann hafði unnið
að rúman áratug
og ekki fengið við-
urkennda.
Camilla dóttir
hans var á gelgju-
skeiði, holdug
stúlka og hýr í
bragði, en
áhugalítil um
námið, vildi
heldur tala um
nýjustu tísku eða strákana í
Plaka en læra enskar sagnbeyging-
ar. Við urðum góðir kunningjar, en
ólíklegt þykir mér að kennslan hafi
orðið henni að miklu gagni.
Apaköttur upp vatns-
rennu
Sömuleiðis gerðist Christopher
King mjög örlátur á kvöldverðar-
boð í ýmsum góðum veitingahúsum
borgarinnar þarsem ég var í góðu
yfirlæti meðal glaðværra vina.
Voru það sannkallaðar hátíðar-
stundir, en vandinn var að komast
inní klaustrið að hátíð lokinni. í
þeim vanda hugkvæmdist mér að
klifra einsog apaköttur upp vatns-
rennu og komast innum klósett-
glugga á þriðju hæð þarsem við
Petros bjuggum, en það mun brátt
hafa borist til eyma biskupi og kló-
settglugginn uppfrá því kirfilega
læstur. Var þá ekki annað til ráða
en semja við Petros sem gerðist
samsærismaður um að opna kló-
settgluggann hvenær sem ég kast-
aði steinvölu i klefagluggann okk-
ar. Sennilega umbar biskup þennan
útslátt, sem var skýlaust brot á
klausturreglum og frómum sálum
skaðsamt fordæmi, fyr-
ir þá sök að
ég var eini
útlendingur-
inn og þaráof-
an af annarri
kirkjudeild. Þó
Grígórís biskup
væri strangur
og siðavandur,
var hann oftlega
glettinn og gam-
ansamur, enda
fór yfirleitt vel á
með okkur og við
skildum vinir að
vetrarvist lokinni.
Annað happ
þennan vetur var að
enski fornleifaskól-
inn var í næsta ná-
grenni við klaustrið.
Þangað var ég velkom-
inn hvem dag tU tedrykkju síðdeg-
is og fékk þá gjarna smákökur til
bragðbætis sem sefuðu sárasta
hungrið. Þar kynntist ég aðstoðar-
forstjóranum, Philip Sherrard, sem
var mér ráðhollur um bækur varð-
andi Grikkland og gríska sögu. Eft-
ir dvölina í Epíros hafði kviknað
hjá mér hugmynd um að semja bók
um Grikkland. Var ég þegar farinn
að leggja drög að henni. í fomleifa-
skólanum var vandað bókasafn sem
ég átti greiðan aðgang að, enda sat
ég löngum stundum við þann Mím-
isbrunn og bergði á þeim margvís-
legu fróðleiksveigum sem í boði
voru.“
(Millifyrirsagnir eru blaðsins.)
TRIDON t* ■■* varahlutir
Vatnshosur
Tímareimar
og strekkjarar
Bensíndælur
Bensínlok
Bensínslöngur
Álbarkar
Hosuklemmur
Kúplingsbarkar
Æ Ð U R N I
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCHverslur|in> aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
THIDONt^Söluaðilar:
tsfæðið, r
ixupmiyðwai nai GH verksiæðið, Borgarnesi. Vélar og þjónusta, Akureyri.
og undirvagnsgormar. Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði.
á nýrri tölvustýrðri
þvottavél, sem er ein
sú fuilkomnasta og
hlióðlátasta í heirrti.
RONNING
ifójgfírjjttirft
S/ó/a/ep/'fy/Z’/'/ff/fsfS.
frá 20. nóvember.
Helgarkvöld (föstudagar og laugardagar)
Verb 3.390 kr.
Onnur kvöld
Verb 2.890
Hadegi, 12., 13. og 14. des
Verb 2.890kr.
r l(e/u//t/'
Þakkargjörbarhlabborb 27.-30. nov. (Thanks giving)