Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 27
JO"V LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 27 ___________________________________________________________%éttaljós Baráttan um eftirmann Rússiandsforseta komin í algleyming: Borís Jeltsín Rússlandsforseti er enn ekki dauður úr öllum æðum. Ekki er nema rétt ár liðið síðan hann lá undir hnífi hjartaskurð- lækna í Moskvu. Nú hefur hann sjáifur brugðið kutanum á loft og rekið dyggan stuðningsmann sinn úr áhrifamiklu embætti í Kreml. Það gerðist á miðvikudag þegar kaupsýslumaðurinn og auðkýfing- urinn Borís Berezovskí var látinn flúka úr embætti varaformanns ör- yggisráðs forsetans. Hinn 51 árs gamli Berezovskí, sem byggir ríkidæmi sitt og völd sín meðal annars á olíuvinnslu og fjöl- miðlarekstri, var einn nokkurra auðugra kaupsýslumanna sem lögðu állt í sölurnar til að tryggja endurkjör Borísar Jeltsíns í forseta- embættið á siðasta ári. Honum sinn- aðist hins vegar við ungu umbóta- sinnana í stjórninni, aðstoðarfor- sætisráðherrana Anatóli Tsjúbaís og Borís Nemtsov, sem fengu forset- ann til að reka hann. Berezovskí tel- ur brottreksturinn sér til tekna, seg- ir hann lýsa veikri stöðu forsetans. Erlent fréttaljós Stjórnmálaskýrendur eru ekki al- veg á sama máli. Þeir segja brott- reksturinn skýrt dæmi um hversu langt Jeltsín er reiðubúinn að ganga til að viðhalda jafnvægi milli stríð- andi fylkinga stuðningsmanna Misvindasamt Ekki eru nema tveir mánuðir síð- an Jeltsín lýsti því yfir að hann sæi enga ástæðu til að reka Berezovskí, sem hefur verið umdeildur maður allt frá því hann tók sæti í öryggis- ráði Rússlands fyrir ári. Talsmaður Kremlarbónda staðfesti það hins vegar á miðvikudag að Berezovskí hefði aðeins verið rekinn af því að Tsjúbaís og Nemtsov fóru fram á það. Berezovskí sagði að atburðirnir væru til marks um það gífurlega vald sem Tsjúbaís hefði yfir forset- anum. Þeir voru þó ^lj|ÉgSjs& fleiri þeirrar skoð- ' L unar í Moskvu að I þetta sýndi bara fi| að Jeltsín heföi tögl og hagldir í Moskvu. skýrendur líta stuðningsmanna sinna sem þegar eru famar að búa sig undir að velja eftirmann forsetans fyrir forseta- kosningamar árið 2000. „1 hvert skipti sem Jeltsín gerir svona, eins og þegar hann rak Tsjúbaís í janúar 1996, er það til að láta líta svo út að það sé hann sem stjórni en ekki öfugt,“ segir Viktor Kremenjúk sem starfar við stofnun sem skoðar málefni Kanada og Bandaríkjanna. Hann bendir einnig á að svona aðgerðir af hálfu forset- ans falli í góðan jarðveg hjá stjóm- arandstöðunni. Ekki áhrifalaus Enda þótt Berezovskí hafi verið rekinn úr opinberu embætti er ekki þar með sagt að hann verði um leið áhrifalaus í rússneskum stjómmál- um. Hreint ekki. Margir stjórnmála- skýrendur segja að Berezovskí, sem hóf kaupsýsluferil sinn sem bílasali á síðustu árum sovésku pere- strojkunnar, muni áfram verða áhrifamaður í rússneskum stjórn- málum vegna eignarhalds síns á fjölmiðlum, auðs og klókinda. „Það mun alls ekki draga úr áhrifum hans þótt hann hafi glatað formlegri stöðu sinni í ríkisstjóm- inni,“ segir Borís Makarenkó, að- stoðarforstjóri pólitískrar ráðgjafar- stofnunar í Moskvu. „Berezovskí verður áfram áhrifa- mikill stjórnmálamaður þar sem hann er hæfileikaríkasti stjórn- kænskumaðurinn sem til er,“ segir stjórnmálaskýrandinn Lilíja Sjevts- ova. „Hann mun líka halda í ORT- sjónvarpsstöðina og aðra fjölmiðla. Þeir geta því ekki losað sig við hann.“ Aðrir era ekki alveg jafn vissir. Viktor Kremenjúk segir: „Óvinir hans munu eiga auðveldara með að koma á hann höggi þegar hann missir opinbera stöðu sina.“ Berezovskí, sem er gyðingur, átti heiðurinn að friðarsamkomulaginu milli rússneskra stjómvalda og upp- reisnarmanna í Tsjetsjeníu. Þar þykir hann hafa staðið sig með ein- dæmum vel. Mikilvægt atriði í þeim friðarsamningum var samkomulag um að dæla olíu úr nýjum olíulind- um í Kaspíahafi um Tsjetsjeníu. Það eru tvær meginfylkingar stuðningsmanna Jeltsíns forseta sem berjast um að koma sínum manni að á forsetastóli. Anatólí Tsjúbaís fer fyrir öðram hópnum. Hann er hins vegar svo óvinsæll meðal almennings vegna efnahags- þrenginganna undanfarin misseri að hann styð- ur nú fram- boð Borís- ar Nemtsovs **" í embætti % forseta. þykir Anatólí Tsjúbaís, sem hér tekur í höndina á Borís Jeltsín Rússlandsforseta, getur hrósaö sigri f baráttunni viö fjandmenn sína innan stuðningsmanna- hóps forsetans, í bili aö minnsta kosti. Hann fékk forsetann til aö reka næstæðsta mann öryggisráösins. Símamynd Reuter Borís Berezovskí hefur kannski misst opinbera valdastööu sína en allir eru sam- mála um aö hann sé hreint ekki orðinn áhrifalaus fyrir vikiö. lofum í Dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins, málamiðlun í deilu þeirra við Tsjúbaís um fjárlaga- frumvarpið og skattaumbótatillög- ur. Tsjúbaís ræður ferðinni í efna- hagsumbótstefnu ríkisstjórnarinn- ar. líka myndast betur. Hin fylkingin er miklu dreifðari. í henni era kaupsýslumenn eins og Berezovskí sem virðast heldur vilja menn á borð við Viktor Tsjemo- myrdín forsætisráðherra og Júrí Lúzkhov, borgarstjóra í Moskvu. „Jeltsín hefur það fyrir sið að reyna að styrkja hlutverk sitt með því að ráðast sitt á hvað á stuðnings- menn sína,“ segir Lilíja Sjevtsova. „Hann barði á Tsjúbaís fyrir fjárlagafrumvarpið og umbóta- tillögurnar i skattamálum. Jeltsín hefur enn einu sinni leikið í þessu pókerspili." Svo virtist sem stjama Tsjúbaís hefði dofnað eitthvað i síðasta mán- uði þegar Jeltsín neyddist til að bjóða kommúnistum, sem ráða lögum og Skammvinn kæti Brottrekstur Berezovskís ætti því að vera sigur Tsjúbaís. „Tsjúbaís getur verið kátur af því að helsti óvinur hans hefur verið of- urliði borinn. Gleði hans verður þó skammvinn," segir Sjevtsova. „Þetta er upphafið að nýrri umferð breytinga á starfsliði forsetans sem eiga að styrkja stöðu Jeltsíns og löngun hans til að halda um valdataumana." Jeltsín hefur sagt formlega að hann muni ekki sækjast eftir endur- kjöri árið 2000. Hann hefur hins vegar ekki lokað fyrir þann mögu- leika. Ráðgjafar hans í Kreml hafa þegar bent opinberlega á tvírætt orðalag stjórnarskrárbanns við því að einn og sami maðurinn gegni forsetaembættinu í meira en tvö kjörtímabil. | „Atburðirnir þetta haust, 1 það er Jeltsín sem segist ætla að bjóða sig fram og ætla ekki að gera það, sigur Tsjernomyrdíns í deilunni í Dúmunni og stöðuhækkun Nemtsovs, hníga allir í þá átt að draga það eins lengi og hægt er að velja eftirmann,“ segir Makarenkó. „Það kemur Jeltsín best.“ Reuter mm. ypPíOD SUNNUDA6SKVÖLD KL. 80.30 Húsgðgn - teppi - postulín - smávara - listmunir Sýning uppboðsmuna í dag kl. 12-18 á morgun, sunnudag kl. 14-18 BOEG Síðumúla 34 Sími 581-1000 HÖFUM HAFIÐ MÓTTÖKU FYRIR NÆSTA MÁLVERKAUPPBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.