Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Qupperneq 48
60
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 iö"V
bridge
Heimsmeistarakeppnin í Hammamet 1997:
Bættu Bermúdaskálinni við ólympíumeistaratitilinn
Eftir 41 árs bið unnu Frakkar
Bermúdaskálina í annað sinn þegar
þeir sigruðu fyrrverandi heims-
meistara frá Bandaríkjunum með
328 stigum gegn 301. í fyrra unnu
þeir ólympíumeistaratitilinn í ein-
vigi við Indónesa og nú bættu þeir
heimsmeistaratitlinum við. Hinir
Stór, þykk en
Vatnsvarin med Ijósi.
Eiginleikar: Tími, min.,
sek., virkur dagur,
mánaóard., mánuóur.
Skeiókl. m/millitíma,
vekjari m/tímamerki.
Verð aðeins kr. 2.790
AXEL EIRÍKSSON
Álfabakka 16, Mjóddinni, s. 587-0706
Aáalstræti 11, Ísaftríi, s. 456-3023
AUKIN
ÖKURÉTTINPI
LEIGUBIFREIÐ
VÖRUBIFREIÐ
HÓPBIFREIÐ
Ökuskóli íslands býður
hagnýtt nóm undir
leiosögn færra og
reynslumikilla
Kennara.
Námskeið hefst
mánudaqinn
10. nóvember.
GóS kennsluaöstaða og
úrvals æfingabifreiðar.
fþ^MENNSKA
Ökuskóli
Islands
í FYRIRRÚMI
Oll kennslugögn innifalin.
Hagstætt verð og góö
greiðslukjör.
Mörg stéttarfélög taka þátt
í kostnaði félaga sinna.
Hafðu samband og við
sendum þér allar nánari
upplýsingar um leið.
Dugguvogi 2
104 Reykjavík
S: 568 3841
nýju heimsmeistarar eru Paul
Chemla, Christian Mari, Hervé
Mouiel, Alan Lévy, Michel Perron
og Frank Multon. Fyrirliði án spila-
mennsku var Jean-Lois Stoppa.
Umsjón
—
Stefán Guðjohnsen
Frakkarnir unnu 7 lotur af 10 og
höfðu 51 impa forskot fyrir síðustu
lotuna. Það var nánast útilokað að
vinna upp og þótt Bandaríkjamenn-
irnir spiluðu síðustu lotuna mjög
vel varð það aðeins til þess að
skák ________________
minnka forskot Frakkanna um 24
impa.
í kvennaílokki, þar sem keppt var
um Feneyjabikarinn, unnu banda-
rísku konumar þær kínversku með
249 stigum gegn 184. Hinir nýju
heimsmeistarar Bandaríkjanna eru
Letizia Marinesa, Lisa Berkowitz,
Jill Meyers, Randi Montin, Tobi So-
kolow og Mildred Breed. Fyrirliði
án spilamennsku var Sue Picus.
Einnig var í fyrsta sinn keppt um
heimsmeistaratitil í fjölþjóðasveita-
keppni. Sjötíu og fjórar sveitir spil-
uðu 18 umferða undankeppni, und-
anúrslit og einvígi. Yfirburða sigur-
vegarar og heimsmeistarar urðu
sveit Leandro Burgay, Ítalíu, en
ásamt honum spiluðu Dano de
Falco, Italíu, Franco Mariani, Ítalíu
og Martens Lesniewski, Póllandi.
Þeir sigruðu pólska sveit undir for-
ystu Jassems, sem gaf 48 spila ein-
vígið eftir 32 spil þegar staðan var
132-40.
Við skulum skoða eitt spil frá úr-
slitaleiknum um Bermúdaskálina
þar sem yfirhurðir Frakkanna í
sögnum koma skýrt fram.
S/A-V
Það var áreiðanlega fljótfæmi hjá
Wolff að segja ekki sex lauf í leið-
inni og Hamman gat því alls ekki
hækkað í sjö.
í lokaða salnum sátu n-s Meckst-
roth og Rodwell en a-v Levy og
4 D8 Mari. Mari kom hjartalitmnn strax
¥6 4 753 að.
* K1098642 Suður Vestur Norður Austur
4 ÁKG62 N * 3 pass 1 1 4! 2 Gr
«4 ÁKG8432 •'D1075 3 4- 3 4 4 4 4 <*
+ - + DG108643 5* 5 ♦ pass 6
* G 4 Á pass 7 * pass pass
4 109/54 ¥9 pass
AK9
* D753 Grandið hjá norðri gat verið
I opna salnum sátu n-s, Perron og
Chemla en a-v Wolff og Hamman.
Hamman varð að opna á sterku
laufi:
Suður Vestur Norður Austur
pass 1 4 34 3 ♦
5 4 pass pass 5 4-
pass 5 * pass 6 *
pass pass pass
sterkt eða langur litur og veikt, tvö
grönd vora krafa, vestur sýndi
spaðalitinn og n/s börðust upp í
fimm lauf. Mari var rétt að byrja og
sagði fimm tígla og þegar Levy
stökk í sex hjörtu hækkaði hann í
sjö.
Ekkert vandamál var í úrspilinu
og Frakkar græddu 13 impa.
Þjóðverjinn Keitlinghaus sigraði á alþjóðlega Hellismótinu:
Jón Viktor náði áfanga til alþjáðlegs meistara
Jón Viktor Gunnarsson, sem er
aðeins 17 ára gamall, lagði Áskel
Örn Kárason að velli í snarpri skák
í lokaumferð alþjóðamóts Hellis,
sem lauk sl. laugardag. Þar með
krækti Jón Viktor í 2. áfanga sinn
að alþjóðlegum meistaratitli. Fyrsta
áfanga sínum náði Jón Viktor á
Skákþingi íslands á Akureyri í sept-
ember. Skammt er því stórra högga
á milli hjá þessum bráðefnilega
skákmanni og varla verður þess
langt að bíða að hann verði útnefnd-
ur alþjóðlegur meistari. Hann vant-
ar aðeins einn áfanga enn til að ná
því marki.
Jón Viktor náði bestum árangri
íslendinga á mótinu en að honum
frátöldum og Saevari Bjarnasyni,
voru sterkustu íslendingarnir al-
gjörlega heillum horfnir. Þetta á
ekki síst við um stórmeistarana
þrjá - Helga Ólafsson, Helga Áss og
Hannes Hlífar. Hannes varð að
sætta sig við 50% vinnings-
hlutfall en félagar hans fengu
hálfum vinningi betur. Helgi
Ólafsson náði að hjarga því
sem bjargað varð með því að
vinna tvær síðustu skákirnar
og fór létt með það. Stórmeist-
aramir virtust tefla meira cif
þegnskyldu við taflfélag sitt
en áhuga, sem kann auðvitað
ekki góðri lukku að stýra.
Sigurinn á mótinu kom í
hlut Þjóðverjans Ludger Keit-
linghaus en jafnir honum að
vinningum - en lægri á stig-
um - vom landi hans Jörg
Hickl og Svíinn Jonny Hector.
Keitlinghaus vann Helga Áss
í lokaumferðinni sem var
honum kærkominn sigur, því
að ekki einasta hreppti hann
með því sigurlaunin, heldur
náði hann einnig lokaáfanga
sínum að stórmeistaratitli.
Keitlinghaus vakti töluverða
athygli áhorfenda, ekki síst
fyrir þá sök að tefla ætíð með
dökk sólgleraugu, þótt sólar-
ljósinu í annars ágætum sal-
arkynnum Hellis væri lítt fyr-
ir að fara. Gleraugun tók
hann ekki niður fyrr en í lok
skákanna og þá var öllum
ljóst að hann var kominn með unn-
iðtafl.
Hickl lagði Danann Erling Mort-
ensen að velli í síðustu umferðinni
eftir langt og strangt tafl. Mortensen
hafði raunar undirtökin lengstum
en sá þýski sá við honum og náði að
kreista fram vinning eftir klaufa-
skap Danans. Jonny Hector kom
engum á óvart með góðri tafl-
mennsku. Menn minnast frammi-
stöðu hans á Norðurlandamóti
VISA, en þar var hann einn um að
veita Jóhanni Hjartarsyni einhverja
keppni. Hector og Hickl unnu báðir
sjö skákir en töpuðu tveimur - ekk-
ert jafntefli þar. Hickl tapaði fyrir
Braga Halldórssyni og Jóni Viktor
—
Umsjón
---7---
JÉLArnason
en Hector fyrir sigurvegaranum og
Þjóðverjanum Wilhelmi.
Bragi Halldórsson var ófarsæll að
fá aðeins 5 vinninga en hann tefldi
almennt vandað og vel. Hann var
búinn að yfirspila Þjóðverjann Mic-
hael Bezold í lokaskákinni en á
ævintýralegan hátt náði Bezold að
snúa taflinu við. Ef Bragi hefði unn-
ið hefði hann náð í fyrsta áfanga
sinn að alþjóðameistaratitli.
Þetta er í annað sinn sem taflfé-
lagið Hellir stendur fyrir alþjóðlegu
skákmóti. Mótið tókst mjög vel í
alla staði og raunar er ekkert sem
skyggir þar á, nema ef vera skyldi
frammistaða sterkustu íslending-
anna.
1. - 3. Ludger Keitlinghaus, Jörg
Hickl (Þýskalandi) og Jonny Hector
(Svíþjóð) 7 v.
4. - 5. Michael Bezold (Þýskalandi)
og Erling Mortensen (Danmörku)
6,5 v.
6. - 7. Jón Viktor Gunnarsson og
Christian Wilhelmi (Þýskalandi) 6
v.
8. Sævar Bjarnason 5,5 v.
9. - 12. Helgi Ólafsson, Helgi Áss
Grétarsson, Bragi Halldórsson og
Áskell Örn Kárason 5 v.
13. - 20. Hannes Hlífar Stefánsson,
Björn Freyr Bjömsson, Kristján Eð-
varðsson, Jóhann Ragnarsson,
Heikki Westerinen (Finnlandi), Se-
bastian Schmidt-Shaeffer (Þýska-
landi), Thomas Engquist og Tiger
Hillarp-Persson (Svíþjóð) 4,5 v.
o.s.frv.
Keppendur vora 32 talsins og
skákstjóri var Gunnar Bjömsson.
Skoðum sigurskák Jóns Viktors í
lokaumferðinni sem tryggði honum
áfanga að titli alþjóðlegs meistara.
Áskell Öm teflir hið alræmda
drekaafbrigði af Sikileyjarvörn en
kemur ekki að tómu húsi. Jón Vikt-
or hafði rannsakað þetta afbrigði
mjög gaumgæfilega með félögum
sínum í Skákskóla íslands. Hann
vann glæsilega og þurfti ekki aö
nota nema 20 mínútur af umhugs-
unartíma sínum.
Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson
Svart: Áskell Öm Kárason
Sikileyjarvöm.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7.
f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Bd7 10. h4
Hc8 11. Bb3 h5 12. 0-0-0 Re5 13.
Bg5 Hc5 14. g4 hxg4 15. f4 Rc4 16.
De2 Dc8 17. h5 Rxh5 18. f5 e6 19.
Bxc4 Hxc4 20. fl6 Rxf6 21. Bxf6
BxfB 22. Dh2 Hd8 23. Dh7+ KÍ3
24. Hdfl Dc5 25. Rd5! Hxc2+ 26.
Rxc2 Hc8 27. Dh6+ Bg7
28. Hxf7+!
- og svartur gafst upp.
íslandsflugsdeildin
íslandsflug og Skáksamband
íslands hafa gert með sér
samning um að lækka ferða-
kostnað vegna deildakeppn-
innar sem er fjölmennasta inn-
lenda skákmót ársins. Þessi
samningur er því mjög mikil-
vægur fyrir skákhreyfmguna
og í tilefni af þessu ber keppn-
in í 1. deild því heitið „ÍS-
LANDSFLUGSDEILDIN".
Samhliða þessu stefna Skák-
sambandið og íslandsflug að
því að leita áfram leiða til að
lækka ferðakostnað skákiðk-
enda vegna skákmóta innan-
lands og stuðla þannig að
auknu skákmótahaldi um land
allt.
Fyrri hluti deildakeppninn-
ar fer fram nú um helgina í
húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12. Teflt
er í fjórum deildum og munu
232 skákmenn, víðs vegar að af
landinu, sitja að tafLi í Faxa-
feni, auk þess sem einnig er
teflt á Akureyri. I íslandsflugs-
deildinni tefla sveitir Taflfé-
lagsins Hellis, Skákfélagi Akureyr-
ar, Skákfélagi Hafnarfjarðar, Taflfé-
lagi Garðabæjar, Taflfélagi Hólma-
víkur, Taflfélagi Garðabæjar og a-
og b-sveit Taflfélags Reykjavikur.
Nokkrir íslensku stórmeistaranna
tefla nú með nýjum sveitum: Helgi
Ólafsson er genginn til liðs við
Helli, Margeir Pétursson er aftiu’
kominn i Taflfélag Reykjavikur og
Jóhann Hjartarson teflir nú á fyrsta
borði fyrir Taflfélag Hólmavíkur,
sem ætlar sér stóra hluti.
Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri íslandsflugs (t.h.) og Ágúst Sindri Karlsson, forseti Skák-
sambands íslands, við undirritun tímamótasamnings skákhreyfingarinnar og íslandsflugs.
I
I
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
<
(