Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Side 24
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
24 ^lgarvjðtalið
Hemmi Gunn segir árið sem senn líður vera eitt það erfiðasta í sínu lífi:
Kominn á beinu brautina
Sjónvarpið tók sem kunnugt er þátt Hemma Gunn af dagskrá
í vetur eftir aö hafa verið nær látlaust í loftinu tíu vetur í röð.
Enginn innlendur þáttur í sögu Sjónvarpsins hefur náð öðru
eins áhorfi, um 70 prósentum þegar mest lét, samkvœmt könnun-
um. „Hvar er Hemmi Gunn?“ hafa margir verið að spyrja sig
að undanförnu, nú þegar hann sést ekki lengur á skjánum.
Hans er greinilega saknað og því við hœfi að helgarblað DV
kannaði málið. Eftir nokkra umhugsun samþykkti Hemmi við-
tal og hitti blaðamann yfir kaffisopa á Humarhúsinu í vikunni.
Var þá nýbúinn að snæða þar með gömlu félögum sínum sem
hafa hist reglulega til fjölda ára í hádeginu og fengið sér eitt-
hvað gott að borða. „Alveg magnaðir strákar, “ segir Hemmi
þegar við setjumst niður í þægilega barrokksófa.
„Meðal annarra hluta sem ég er að
gera í dag er að skoða hvað ég ætla
að verða þegar ég verð stór,“ segir
Hemmi í upphafi spjalls okkar með
sínum geðþekka, smitandi hlátri.
Aldrei sótt um vinnu
„Ég hef aldrei sótt um vinnu og
alltaf látið aðra ýta mér útí allt.
Samt hef ég ætíð talið mig vera að
stjóma eigin lífi. Svona hefúr þetta
verið frá upphafi. Endaði í Verslun-
arskólanum en ætlaði í MR. Stadd-
ur á balli á Hótel Sögu þegar ég var
allt í einu ráðinn blaðamaður á
Vísi, aldeilis út úr kortinu. Þá eins
og oft síðar á lifsleiðinni sagði ég:
Nei, þetta get ég ekki. Á mánudags-
morgni var ég mættur á Vísi.“
Atburðarásin var svipuð þegar
hann fór í útvarp að vinna við Lög
unga fólksins, í atvinnumennsku í
fótbolta, þjálfun á Akureyri eftir
það og loks íþróttafréttamennsku í
Ríkisútvarpinu vorið 1977. Hemmi
var i íþróttafréttunum hjá RÚV í
nærri átta ár, eða til ársins 1985.
Frá RÚV fór hann yfir á Bylgjuna.
Stjómaði þar vinsælum sunnudags-
þætti sem náði frábærri hlustun
strax í upphafi. Á sviðuðum tíma
var hann kominn í Sumargleðina og
fararstjóm víða um heim. Einnig
var hann „plataður" til að skrifa
bamabækur og raula inn á plötur.
Síðan kom örlagaríkt símtal frá
Hrafni Gunnlaugssyni sumarið 1987
um að Hemmi stjórnaði viðtalsþætti
í Ríkissjónvarpinu í anda Johnny
Carsons. Hemma segist ekki hafa
litist á blikuna.
Þú ÁTT að gera þetta!
„Ég man eftir því að Hrafn sagði
við mig að ég ÆTTI að stjórna við-
talsþætti í Sjónvarpinu. Svona hef-
ur þetta alltaf verið. Þú ÁTT að gera
þetta og þú ÁTT að gera hitt. Ég
sagði bara já, já, þótt þetta kitlaði
ekki hégómagimdina. Hafði verið í
þóknunarhlutverkinu í áratugi svo
þetta var ekkert nýtt. Hrafn sagðist
treysta mér best til að fara út i
þetta. Hann sló mér gullhamra og
henti mér út í. Sagði að ef þetta
gengi gæti ég runnið niður ána eins
lengi og ég vildi. Þetta fannst mér
gott, var ögrun, sem alltaf hefur átt
við mig. Síðan fór þátturinn í loft-
ið,“ segir Hemmi þegar hann rifjar
upp byrjunina á sjónvarpsævintýr-
inu.
Hemmi var fyrst ráðinn frá ári til
árs hjá Sjónvarpinu í þættina, hann
segist hafa verið orðinn vanur því
að yfirmennirnir hóuðu í sig á
haustin og sögðu: Verður þetta ekki
bara eins og síðast? Þetta fyrir-
komulag entist til ársins 1992 þegar
Hemmi gerði fyrst ráðningarsamn-
ing við við Ríkisútvarpið, þá til
tveggja ára, um dagskrárgerð í út-
varpi og sjónvarpi.
Halaði inn milljónir
„Síðan treystu yflrmenn Ríkisút-
varpsins sér ekki til að endurnýja
samninginn fyrir tveimur árum.
Innan stofnunarinnar eru margar
aðskildar deildir og það kom í ljós
að þetta lenti allt á dagskrárdeild
Sjónvarpsins. Þetta var skipulags-
leysi, tel ég, því við vorum að hala
inn margar milljónir árlega í nettó-
tekjum af þáttunum sem runnu í
stóra auglýsingahít. Síðan fór ekki
nema brot af þvi til dagskrárgerðar.
Þetta er ákaflega kjánalegt. Svona
þáttur á auðvitað að vera á dagskrá
þótt ég sé ekki við stjómvölinn. Það
er til fúllt af öðru góðu fólki. Þörfin
fyrir svona þátt er greinilega fyrir
hendi,“ segir Hemmi ákveðið."
Már brá svolítið
Hann segist hafa tekið þeim tíð-
indum bæði vel og illa i sumar þeg-
ar honum var tilkynnt að þáttur
hans yrði ekki lengur á dagskrá.
Hann hefði ekki gert ráð fyrir öðru
en að vera áfram með þáttinn í vet-
ur. Sér hefði skilist á dagskrárstjór-
um sl. vor að svo yrði.
„Ég hafði samband við Sigurð
Valgeirsson dagskrárstjóra og þá
sagðist hann vilja hvíla þáttinn. Ég
viðurkenni að mér brá svolítið.
Þetta var búinn að vera fastur liður
hjá sjálfum mér svo lengi. Að því
leyti kom þetta mér á óvart. Þrátt
fyrir að vera með 40 mínútna þátt
vomm við með helming þjóðarinn-
ar fyrir framan tækin. Þegar frá leið
hugsaði ég með mér hvað það var
gott að hvíla þjóðina á mér en þá
hefði átt að gefa einhverjum öðrum
tækifæri,“ segir Hemmi en tekur
fram að hann sé langt því frá sár út
í Sjónvarpið, heldur þvert á móti.
Þangað liggi sterkar taugar.
Þegar hann mætti ekki
Hemmi hefur til margra ára ekki
verið að fela þá staðreynd að hann
eigi við áfengisvandamál að stríða.
Hefur ólíkt mörgum öðmm getað
tjáð sig opinskátt um áfengið en fyr-
ir vikið verið stöðugt á milli tann-
anna á fólki. Ótrúlegustu sögur fóru
t.d. á kreik þegar hann mætti ekki í
einn þáttinn og Vala Matt var feng-
in í hans stað.
„Ég var búinn að vera með um
hundrað þætti í átta eða níu ár þeg-
ar kemur þáttur sem ég mæti ekki til
leiks. Það þætti á flestum stöðum
ekki tíðindum sæta ef maður mætir
ekki í vinnuna í einn dag á tæpum
tiu árum. Þetta var um páska og ég
orðinn yfirkeyrður. Var búinn að
undirbúa þáttinn allan þegar ég
gleymdi mér og fékk mér í glas. Ég
var ekki með þaö góða heilsu til að
stjórna þessum þætti og Vala hljóp í
skarðið af röggsemi og myndarbrag.
Sögimnar fóru af stað og ég átti að
hafa gert ótrúlegustu hluti, sem því
miður bitna á bömunum mínum. Ég
held að ég sé fyrsti maður sem þurfti
að mæta í Dagsljós til að svara fyrir
það að hafa drukkið vín. Það gerði
ég eingöngu barnanna minna því
þau voru farin að fá ótrúlegustu sög-
ur frá foreldrum skólasystkina
sinna. Þau vora óvarin en ég orðinn
brynjaöri. Eðlilega hefði ég átt að fá
gula spjaldið fyrir að mæta ekki til
leiks en síðdegis þann dag sem þátt-
urinn var sýndur fékk ég risablóm-
vönd með undirskrift hvers einasta
starfsmanns Sjónvarpsins með ósk-
um um skjótan bata. Þetta var hlut-
ur sem ég kunni að meta,“ segir
Hemmi og hugsar hlýtt til fyrrum
samstarfsmanna sinna.
Hremmingar í einkalífi
Áhorfendur sakna hans ef marka
má þjóðarsál og lesendasíður blað-
anna. Allir spyrja sig „Hvar er
Hemmi?“ Hann segist flnna fyrir
þessu hvar sem hann kemur. Þetta
ylji sér um hjartarætur.
Margir hafa spurt sig hvað
Hemmi hefur verið að gera frá hann
var síðast á skjánum í vor. Hann
segir að á þeim tíma hafi hann gjör-
samlega verið að þrotum kominn
eftir látlausa vinnu síðasta vetur.
„Frá þeim tíma hef ég lent í rosa-
legum hremmingum í mínu einka-
lífl. Vinir og fjölskylda hafa lent í
mótlæti sem ég hélt að myndi aldrei
dynja á mér. Við þessum hremming-
um kunni ég ekki aðra leið en að
reyna að deyfa mig. Fór að sötra
bjór og það dugði til að ég datt. Með
hjálp góðra vina tók ég mér tak, leit-
aði hjálpar hjá SÁÁ og hef verið að
hlaða batteríin á nýjan leik. Það er
hið besta mál og miðað við allt sem
á mig hefur dunið þá líður mér
mjög vel. Þetta er eitt erfiðasta ár
sem ég hef lifað en er sterkur og
stór í dag. Kominn á beinu brautina
sem mér líður vel á. Líklega aldrei
verið eins yfirvegaður og jákvæður.
Þetta er bara mótlæti sem maður
verður að sigrast á,“ segir Hemmi.
Lifum í landi kjaftasög-
unnar
Hann segir það skipta sig minna
máli i dag að heyra slúður um að nú
sé hann Hemmi dottinn, þegar hann
viti betur sjálfur. Að hafa verið á
milli tannanna á fólki í þrjá áratugi
hlýtur hins vegar að hafa bitið hann
inn að kviku. Hemmi viðurkennir
að svo sé. í seinni tíð sé umtalið orð-
ið miskunnarlausara. Það bitni ekki
á honum lengur heldur á börnunum
hans.
„Það er nú einu sinni þannig að
við lifum í landi kjaftasögunnar. Við
erum býsna lokaðir, íslendingar, það