Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Page 27
JL>V LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 %étta!jós * Kaupsýslumenn gefa háar fjárhæðir í sjóði breska Verkamannaflokksins: Milljónirnar til vandræða - Tony Blair í vanda vegna tóbaksauglýsinga á kappakstursbrautum Tony Blair hefur ekki komist í hann krappari síðan hann varð for- sætisráðherra Bretlands í kjölfar kosningasigurs Verkamannaflokks- ins í vor. Allt hefur verið á öðrum endan- um síðan ríkisstjórn hans veitti Formúla I kappakstrinum undan- þágu frá banni við tóbaksauglýs- ingum. Og ekki batnaði ástandið þegar svo upplýstist að Bemie Ecclestone, maðurinn að baki kappakstrinum, hafði gefið eina milljón sterlingspunda í kosn- ingasjóði Verkamannaflokks- ins fyrir þingkosningarnar í maí. Deilan þykir hafa skaðað Blair og ímynd hans sem um- bótasinnaðs stjórnmála- manns. Hætt er við að hún spilli nokkuð fyrir ástum þeirra samlyndu hjóna sem ríkisstjórn hans og al- menningur eru. mannaflokksins leituðu ráða hjá sir Patrick Neill, formanni eins konar siðanefndar opinberra starfsmanna, vegna gjafar Ecclestones. Neill hvatti flokksmenn til að skila fénu, sem og var gert, mörgum háttsett- Reynt að skýra málið Skoðanakönnun sem birt var í vikunni sýndi fram á að bilið milli Verkamanna- flokksins og íhalds- flokksins hefði minnk- að nokkuð, þótt enn væri það breitt. Blair hefúr ekki haft undan við að reyna að útskýra gjörðir ríkis- stjómarinnar og róa andstæðinga sína. Á miðvikudag hvatti hann af því tilefni alla stjórnmálaflokka á Bretlandi til að skýra frá fjárgjöfum í flokks- sjóðina undanfarin fimm ár sem era hærri en fimm þúsund pund. Hann sagði þingheimi að Paddy Ashdown, leiðtogi frjálslyndra demókrata hefði fallist á það og spurði William Hague, nýjan leiðtoga Ihaldsflokksins hvort hann mundi gera slíkt hið sama. Þegar Hague, sem hafði ekki sparað gagnrýni sína á ríkis- stjómina, neitaði að fallast þegar í stað á tillögu forsætisráðherrans, henti Blair það á lofti og sagðist ekki taka mark á gagnrýni hans á meðan svo væri. Blair og aðrir leiðtogar Verka- Bernie Ecclestone, sem rekur Formúla I kappaksturinn og gaf milljón pund í sjóöi breska Verkamannaflokksins, var ekkert hrifinn af því aö láta mynda sig þegar deilurnar um gjöf hans voru hvaö háværastar. um flokksmönnum til sárrar gremju. Flokkurinn skuldar jú hundruð milljóna íslenskra króna. Rætt um meira fá Ekki nóg með það. Skömmu síðar var svo upplýst að embættismenn Verkamannaflokksins hefðu rætt við undirmenn Ecclestones um frek- ari fjárgjafir kappakstursformanns- ins til flokksins. Það gerðist á sama tíma og ríkisstjórnin ræddi hvort veita ætti formúlu 1 kappakstrinum undanþágu frá tóbaksaug- lýsingabanninu. Blair sá þann kost- inn vænstan að koma fram í sjónvarpi til að | reyna að greiða úr öllu moldviðrinu. í viðtali við BBC baðst hann afsök- unar á máls- ? meðferðinni. Hann viður- kenndi að ríkis- stjómin hefði ekki verið eins hrein- skilin og hún hefði átt að vera en neitaði að nokkuð hefði ver- ið rangt Við ákvörðun henn- ar um að veita undanþág- una. „Það hef- ur ekki verið hald- ið vel á þessu máli. Ég ber á því full? ábyrgð og biðst af- sökunar fyrir það,“ sagði Blair í sjón- varpsviðtal- inu. Blair lét sér þó ekki nægja að biðjast af- sökunar, held- ur gerði hann fundargerð fundarins með Ecclestone opin- bera, nokkuð sem þykir harla óvenjulegt. Fundargerðin bendir til að Bla- ir hafi fyrir fund- inn verið móttækilegur fyrir því að veita kappakstrinum undanþágu frá auglýsingabanninu en að hann vildi engu að síður ftnna leiðir til að banna tóbaksauglýsingar. Enda var slíkt bann eitt af helstu kosningalof- orðum hans. Ekkert rangt — Erlent fréttaljós Rökin fyrir undanþágunni eru meðal annars þau að kappakstur- inn þurfi á auglýsingatekjunum að halda. Ef hann fengi ekki að njóta þeirra væri hætta á að rekstur keppninnar yrði fluttur frá Bret- landi. Við það myndu margir missa vinnu sína. „Ég er ekki að segja að það hafi verið rangt að þiggja fé af Bernie Ecclestone. Ég er ekki að segja að það hafi verið rangt að hitta Bemie Ecclestone og ég er ekki að segja að það hafi verið rangt að leita ráða hjá sir Pat- rick Neill,“ sagði Blair í sjónvarpsviðtal- inu á sunnudag. Ecclestone skrifaði bréf til Lundúnablaðs- ins Times í fyrri viku þar sem hann sagðist sjálfur hafa skrifað Patrick Neill og beðið hann um að breyta þeirri ákvörðun sinni að skipa Verkamannaflokknum að skila pen- ingunum. Hann lýsti yfir hneykslun sinni á þeirri stöðu sem hann væri kominn í. Hann sagði að það mundi aldrei hvarfla að sér að móðga Blair með því að leggja til að hann breytti um stefnu gegn fjárframlögum í kosn- ingasjóði Verkamannaflokksins. Hann varði einnig þann rétt sinn að gefa fé hverjum þeim stjómmála- flokki sem honum sýndist. „Allt annað gefur í skyn að ég hafi gert eitthvað af mér og eru freklegar og móðgandi hömlur á frelsi mínu,“ skrifaði Ecclestone til Times. í sunnudagsútgáfu þessa sama Times frá 16. nóvember síðastliðn- um kemur fram að fleiri milljóna- mæringar en kappakstursforstjór- inn hafi lagt fé í sjóði Verka- mannaflokksins. Hér er um að ræða kaupsýslumenn sem kunna að hagnast gífurlega á ákvöröunum ráðherra ríkis- stjórnarinnar í umdeildum skipulagsmálum. Matarkóngurinn líka Sunday Times hefur eftir heimildarmönnum innan Verka- mannaflokksins að Sainsbury lá- varður, einhver ríkasti maður Bret- lands og stjórnarformaður stór- markaðakeðju sem ber nafn hans, hafi gefið flokknum eina milljón punda. Fyrirtæki lávarðsins hefur fengið leyfi stjórnvalda til að byggja umdeildan stórmarkað nærri Richmond-upon-Thames í Surrey, suðvestur af Lundúnum. Þá segist blaðið vita til þess að Sainsbury hafi tryggt sér lóðir undir tvo mark- aði til viðbótar. Stjórnvöld munu þurfa veita samþykki sitt fyrir þeim á næstu mánuðum. Annar kaupsýslu- maður, Robert Devereux, mágur Richards Bransons, r forstjóra Virgin samsteypunnar, gaf 100 þúsund pund í sjóði Verkamanna- | flokksins. Beðið er —----——— eftir ákvörðun yfir- valda um leyfi til byggingar á stóru kvikmyndahúsi Virgin í Eastleigh í Hampshire. Talsmaður Virgin samsteypunn- ar sagði Sunday Times að gjöf Devereux hefði verið persónuleg, hún hefði ekki komið fyrirtækinu neitt við, enda hefði Devereux verið búinn að segja stöðu sinni hjá kvik- myndadeild Virgin upp þegar hann gaf féð. Enginn þeirra sem gaf Verkamannaflokknum fé hefur látið að því liggja að neitt sé gruggugt við það. Byggt á Reuter, Was- hington Post og Sunday Times. Tony Blair forsætisráöherra. Glæsileg norræn hönnun FATNAÐUR ÚR MOKKA, LEÐRI OG FISKROÐI. tt ÍUNNEVA >ESION Sölustaðir: Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 Rvík. Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5 Rvík. Sunneva Design Hvannavöllum 14 Ak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.