Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
ienmng
Gamlir kunningjar
í nýjum búningi
Bókaforlagið Mál og mynd hefur
gefið út bók með sögunum um
Bakkabræður með myndum Krist-
ínar Arngrímsdóttur. Mér telst til
að þetta sé sjötta útgáfan af þessum
frægu sögum, séu kvæði Jóhannes-
ar úr Kötlum um þá bræður talin
með. Auk þess er sögumar að finna
í mörgum safnritum.
Vatnslitamyndir Kristínar Am-
grímsdóttur í þessari nýju útgáfu
eru vissulega skemmtilegar, en
þær eru hvorki betri né verri en
myndir Brians Pilkingtons frá ár-
inu 1989.
Hér er
því ekk-
ert nýtt á
ferðinni
Og hefði
mér fund-
ist nær
lagi að
mynd-
skreyta
einhverj-
ar aðrar
þjóðsög-
ur, en af þeim eiga íslendingar nóg.
Þær eru auðvitað til á prenti í ýms-
um þjóðsagnasöfnum en þar eru
þær ekki nógu aðgengilegar og því
minna lesnar.
Bókmenntir
Margrét Tryggvadóttir
Önnur ný útgáfa af gömlum
kunningja er bókin Mjallhvít og
dvergamir sjö, Ijóð Tómasar Guð-
mundssonar skreytt myndum
Maribel Gonzalez Sigurjóns. Sú út-
gáfa er enn undarlegri en bókin um
Bakkabræður.
Sagan um Mjallhvit og dvergana
sjö er þýskt ævintýri, skráð af
Grimms-bræðrum á fyrri hluta
nítjándu aldar. Hún hefur notið
mikilla vinsælda og verið mynd-
skreytt og endurrituð ótal sinnum.
í Ameriku gerði Walt Disney
teiknimynd eftir sögunni árið 1937,
en sú mynd var fyrsta teiknimynd-
in í fullri lengd. Eftir teiknimynd-
inni var gerð teiknimyndasaga
með fígúrum Disneys í aðalhlut-
verki. Sú bók kom út á íslensku
árið 1941. Það sérstaka við þá út-
gáfu er að á hverri síðu er ljóð eft-
ir Tómas Guðmundsson sem er út-
legging hans á sögunni. Það er
gaman að þessari bók, þó það komi
nútímalesendum spánskt fyrir
4 í einni!
Vetrarúlpa,
létt, vina og
vatnsheld
úlpa, stuttur
jakkiog
vesti.
Royal Oak úlpa
frá Mountain
. Horse og af
’ mörgumtalin
best hannaða
reiðúlpa í heimi.
K EIÐLIST
SXEIFAI7 - Sflll: 518 1190 - FAX: Stl 1S7S
sjónir að virt skáld eins og Tómas
ljóðskreyti Disney!
Nú hefur Mál og menning gefið
út kvæði Tómasar
skreytt falleg-
um mynd-
um Mari-
bel Gonza-
lez Sigurjóns
sem barna-
bók. Þessi
Mjallhvít er
komin svo langt
frá uppruna sín-
um að sagan er
nánast óþekkjan-
leg, enda efast ég
um að kveðskap
Tómasar hafí verið
ætlað að standa einn
og sér án sögunnar.
Mér er fyrirmunað að skilja fyrir
hvem þessi bók er. Þegar ég las
hana fyrir lítinn sögufíkil sem þó
er ýmsu vanur, stoppaði hann
mig og bað mig að segja sér
hvað væri að gerast í þessari
sögu. Hún er allavega ekki
fyrir krakka.
Bakkabræður
með myndum
Kristínar Arngrímsdóttur
Mál og mynd 1997.
Tómas Guðmundsson:
Mjallhvít og dvergarnir
sjö
Myndir gerði Maribel
Gonzalez Sigurjóns
Mál og menning 1997.
Aðalstræti 9 (kjallara)
Áskrifendurfá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
Countryvörur*
%
%
Smáauglýsingar
á
■t
*** ***************
5505000