Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 56
60 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 - um Hörð Þórðarson í fyrra bryddaði Bridgefélag Reykjavíkur upp á nýjung í starfsemi sinni og hélt eins dags tvímennings- mót í samvinnu viö Sparisjóð Reykja- víkur ög nágrenni. Var mótið haldið í minningu Harð- ar Þórðarsonar, sparisjóðsstjóra og fyrrum formanns Bridgefélags Reykjavíkur. Hörður var kunnur bridgemeistari og flestir muna eftir hinni kunnu „Harðarsveit“ sem réð lögum og lof- um á keppnisslóðinni á 5. og 6. ára- tugnum. Mótið er nú haldið í annað sinn sunnudaginn 28. desember og styrkir ■■skák ** ★ SPRON mótiö sem fyrr. Spilað verður í Bridgehöllinni við Þönglabakka. Þátttökugjald er kr. 1.500 á spilara en Umsjón Stefán Guðjohnsen frítt fyrir 20 ára og yngri. Vegleg pen- ingaverðlaun verða í boði fyrir efstu sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir efsta par í kvennaflokki, blönd- uðum flokki, yngri flokki og (h)eldri flokki. í fyrra mættu 62 pör til leiks og ástæða er til að ætla að þau verði síst færri í ár. Sigurvegarar í fyrra urðu Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson. Við skulum skoða eitt spil frá mót- inu í fyrra. N/0 * D9642 »G643 * 75 * ÁK ♦8 V A952 4 D962 * 8432 4 Á 4AK1087 -f K83 * G10976 f KG10753 »D f ÁG104 * D5 Sigurvegaramir, Matthías og Aðalsteinn, sátu a-v en andstæð- ingar þeirra voru Sigurður B. Þor- steinsson og Helgi Sigurðsson í n- s. Sagnir gengu á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 1 •+ 1 * dobl pass 2 * 24 dobl pass 3 * pass pass dobl pass pass pass Dæmigert tvímenningsspil þar sem barist er mn töluna. Það má vera ljóst af sögnum að spaðaspil norðurs eru ekki mörg og þess vegna gæti spaðaútspil verið besta sóknin. Helgi var hins Alþjóðamót Guðmundar Arasonar: vegar ekki á skotskónmn þegar , hann valdi hjartadrottningu. Mattþías fékk slaginn á kónginn, ( tók ás og kóng í laufi og fór heim á spaðaás. Síðan komu gosi og tía í laufi og tveimur tíglum hent úr blindum. Nú var tígull trompaður, spaði trompaður, tígull trompaður og spaða spilað úr blindum. Sig- urði leiddist þófið, stökk upp með hjartaás meðan Matthías kastaði tígulkóngi. Matthías átti síðan af- , ganginn af slögunum og 830 var auðvitað hreinn toppur. Erlendu keppendurnir raða sér í efstu sætin > ur síðan gert fjögur jafntefli, hafði hlotið 3 v„ Mikhail Ivanov, Rúss- landi, hafði 2 og Bragi Halldórsson 1 v. í b-riðli voru Stefan Brynell, al- þjóðlegur meistari frá Svíþjóð, og Manuel Bosboom, hollenskm- al- þjóðameistari, efstir með 4 v., Ro- bert Aaström, alþjóðameistari frá Svíþjóð, hafði 3 v., Kristján Eð- varðsson 2 v., Róbert Harðarson og Sævar Bjarnason 1,5 v., enski alþjóðameistarinn Randrew Kinsman og Bragi Þorfinnsson höfðu 1 v. en Einar Hjalti Jensson rak lestina. Næstsíðasta umferð mótsins verður tefld í dag og hefst hún kl. 17 en lokaumferðin hefst á morg- un, sunnudag, kl. 14. Tvær snöggar frá Groningen Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á heimsmeistaramótinu í Groningen í Hollandi sem nú stendur yfir. Helgi Áss tapaði seinni skák sinni fyrir stórmeist- aranum kunna, Artur Jusupov, og Jóhann tapaði fyrir Hvítrússanum Alexandrov eftir spennandi bráða- bana sem skákunnendur gátu fylgst meö i beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þrátt fyrir töpin er árangur ís- lendinganna prýðilegur en auk Jó- hanns og Helga Áss vann Margeir Pétin-sson sér sæti í úrslitakeppn- Alþjóðamót Guðmundar Ara- sonar, sem nú er haldið í þriðja sinn, hófst í íþróttahúsinu við Strandgötu i Hafnarfirði um síð- ustu helgi. Á mótinu tefla 18 skák- meistarar og kemur helmingur þeirra að utan. Þrír stórmeistarar og átta alþjóðlegir meistarar eru meðal keppenda. Augu íslendinganna hafa beinst að Jóni Viktori Gunnarssyni og Jóni Garðari Viðarssyni sem báð- ir eru á höttunum eftir áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Að lokn- um fimm umferðum var staða Jóns Garðars raunar erfið - hann hafði hlotið 2 vinninga. Jón Viktor byrjaði heldur ekki vel en eftir þrjár vinningsskákir í röð var hann kominn með 3,5 vinninga og á því raunhæfa möguleika á loka- áfanga sinum. Fyrirkomulag mótsins er með nýstárlegu sniði. Keppendum er skipt í tvo 9 manna riðla og teflir hver keppandi i a-riðli við alla þá sem skipa b-riðil. Þetta gefur aukna möguleika á titiláfongum, auk þess sem áhorfendum gefst í raun og veru kostur á að fylgjast með tveimur mótum samtímis. í a-riðli var danski alþjóðameist- arainnn Jacob Aagaard efstur með 4,5 vinninga en næstir komu finnski stórmeistarinn Heikki Westerinen og alþjóðlegu meistar- amir Jesper Hall frá Svíþjóð og Alexander Raetsky frá Rússlandi með 3,5 v. Þröstur Þórhallsson, sem vann fyrstu skák sína en hef- Sunnu- , a dagskvöld kemur Gá ttaþefur til byggða. 5n=JAPIS'‘ inni. Eftir því var tekið að einung- is fjórar þjóðir höfðu fleiri fulltrúa á mótinu en íslendingar en kepp- endur komu frá 40 löndum. Skoöum tvær fjörugar skákir sem tefldar voru í fjórðu umferð. Indverjinn knái, Viswanathan An- and, sem margir telja sigurstrang- legan, hafði heppnina með sér í fyrri skákinni gegn Ungverjanum Zoltan Almasi og vann. í næstu skák þeirra lét hann síðan kné fylgja kviði á laglegan hátt. Hvítt: Viswanathan Anand Svart: Zoltan Almasi Kóngsindversk vöm. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 0-0 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. Hel Rf4 11. BH h6 12. c5 g5 13. Rd2 f5 14. g3 Rfg6 15. a4 f4 16. Rc4 g4 17. Rb5 Hf6 18. Ba3 h5 19. Rxc7! Dxc7 20. cxd6 Hxd6 21. Bxd6 Dxd6 22. b5 Df6 23. d6 Þetta hefur Indverjinn verið Qjótur að reikna út. Riddarinn á sér ekki undankomu auðið og hvítur stendur með páhnann í höndunum. 23. - Rf5 24. exf5 Bxf5 25. Dd5+ Kh8 26. Hadl Hd8 27. Bd3 Bxd3 28. Dxd3 h4 29. d7 hxg3 30. hxg3 f3 31. Bcl Rf8 32. De4 De6 33. Ba3 - og svartur gafst upp. Enski stórmeistarinn Nigel Short náði snjöllum hnykk á Alex- ander Beljavskíj í seinni skák þeirra en þeirri fyrri tapaði Short. Er blaðið fór í prentun voru úrslit úr bráðabana þeirra félaga ekki kunn. Hvítt: Nigel Short Svart: Alexander Beljavskíj s IJrval - gott í hægindastólinn Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 RfB 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 He8 10. d4 Bb7 11. Rbd2 Bf8 12. d5 Rb8 13. Rfl Rbd7 14. Rh2 c6 15. dxc6 Bxc6 16. Bg5 Dc7 17. Df3 Db7 18. ( Rg3 d5 19. Rg4 dxe4 20. Df5 Rd5 21. Rxe4 He6 22. Hadl h5 23. I Re3 Rf4 24. Bxf4 Ekki 24. Bxe6? fxe6 og nú er drottningin hvíta í vanda stödd. 24. - Bxe4 25. Hxd7! Bxf5 Nú gengur auðvitað ekki 26. t Rxf5 vegna 26. - Hxel+. Beljavskíj hefur því trúlega búist við 26. Bxe6 ' Bxe6 27. Rc2 Bxa2 er svartur hefur | peð og biskup gegn hróki og jafn- teflislíkur. En Short hefur séð lengra... 26. Hxf7!! - Nú em svörtum allar bjargir bannaðar. Beljavskíj gafst upp. Jóla- og jólapakkamót Taflfélag Reykjavíkm- stóð fyrir ' jólaskákmóti fyrir böm og ungl- ( inga 14 ára og yngri sl. laugardag. t Tefldar vom sjö umferðir eftir ' Monrad-kerfi og vom veitt verð- laun fyrir bestan árangur drengja og stúlkna í hveijum aldursflokki. Efstir urðu Guðni Stefán Péturs- son, Eirikur Garðar Einarsson og Ómar Þór Ómarsson, allir í aldurs- flokknum 13-14 ára, og fengu 6 vinninga. Bestum árangri 11-12 ára náði Guðjón H. Valgarðsson, ( Guðmundur Kjartansson varð ( hlutskarpastur 9-10 ára skák- . manna, Atli Freyr Kristjánsson * stóð sig best 7-8 ára og Kjartan Páll Kjartansson náði bestum ár- angri 6 ára og yngri. í dag kl. 14 hefst síðan árlegt jólapakkaskákmót Taflfélagsins Hellis í Þönglabakka í Mjódd (gengið irm hjá Bridgesamband- inu). Eins og nafnið bendir til verða jólapakkar i verðlaun með ( óvæntum glaðningi og eins og að . líkum lætur hefur mótið átt mikl- um vinsældum að fagna meðal ( yngri kynslóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.