Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 sælkerínn Borðar sauði á jólum sem hann elur sjálfur: Engin jól án þessa kjöts - segir Ingimar Sveinbjörnsson sælkeri Ingimar Svein- björnsson var far- inn aö huga aö kjötinu sínu þegar DV leit til hans á dögunum. DV-mynd ÞÖK „Mér finnst sauðakjötiö mitt það allra besta. Ég er með eigin fram- leiðslu í Króksfjarðarnesi og slátra gripunum þriggja vetra gömlum. Þá er fallþunginn 40-50 kg, frampart- amir 8-11 kg og lærin 6-7 kg. Ég læt þetta hanga i 15-20 daga og læt tað- reykja kjötið í reykofninum í Kópa- vogi. Þeir gæta vel að því að það verði ekki of salt,“ segir Ingimar Sveinbjörnsson, sælkeri dagsins, sem segir okkur hvemig hann vill hafa hangikjötið sitt á jólum. Hann eldar það á óvenjulegan máta. Eldað í álpappír Ingimar segist frysta kjötið eftir að það kemur úr reykingu og sagar það síðan niður í 10 sentímetra þykka bita. Hver biti er settm- í ál- pappír og inn í 150° C (300°F) heitan ofh í m klukkustund. Kjötið má líka grilla en hann vill ekki að vatn komi nálægt því. „Kjötið verður sérlega gott með því að elda það á þennan hátt. Mér hefur alltaf fundist mjög skrítið að setja kjötið í vatn, saflnn úr kjötinu fer út í vatniö og svo er því hellt í vaskinn. Það er engin skynsemi i því,“ segir sælkerinn. Með þessu hefúr hann kartöflu- uppstúf, grænar baunir frá Ora, flat- kökur og smjör. Stundum er kalt kartöflusalat haft með. í því er: Majones sýrður rjómi smá kamí gott sinnep kartöflur og epli í bitum „Við erum með þetta á jóladags- kvöld og þá kem- ur öll fjöl- skyldan og borð- ar með okkur. Þeir sem hafa smakkað þetta em yfir sig hrifnir og ég segi fyr- ir mig að ég á erfitt með að ímynda mér jól án þess að fá sauðakjötið mitt góða. Ég hef ekki séð sauðakjöt í verslunum en ef notað er gott lamba- læri og eldað án þess að setja það í vatn getur þetta ekki annað en orðið gott,“ segir Ingi- mar. Hann segist gjama drekka blush rósavín eöa jólaöl með og síð- an er ísinn sígildur á eftir. -sv Einfalt og gott Morgun- komskökur Flestir ættu með réttu að vera búnir að baka fyrir jólin en fyrir þá sein- búnu kemur hér ein einfóld en gómsæt uppskrift að morgunkorns- kökum. Þetta er fljótlagað og mætti þess vegna gera að morgni aðfanga- dags. 50 g smjörlíki 2 tsk hunang 125 g súkkulaði- bitar 75 g morgunkorn (má vera nánast hvað sem er) 25 g hnetur (smátt saxaðar) Bræðið varlega saman smjörlíkið, hunangiö og súkk- ulaðið á pönnu og hrærið reglulega. Bætið út í morg- unkominu og hne- unum og blandið vel saman. Að því loknu er blöndunni hellt út í smurt kökuform og jafnaö út. Sett í kæli eða frysti yfir nótt. Þegar bera á þetta góögæti fram þá er mælt með því að skera þaö í þríhyminga. Miðað viö upp- skriftina ættu að nást átta góöir bitar. Semsagt: Verði ykkur að góðu og gleðileg jól! Ifnatgæðingur vikunnar * - Helga Margrát Reykdal, dagskrárgerðarmaður hjá Saga-Film: Jólaforréttur sem gleymdist „Þó að við séum gefin fyrir það á mínu heimili aö gera vel við okkur i mat að öllu jöfnu þá er það nú bara um jól, áramót og aðra hátíðisdaga sem við höfum þríréttaða máltíð. Það er orðin föst hefð að á aðfangadagskvöld er hamborgarhryggiu* og á gamlársdag er kalkúnn. Hins vegar er enginn ákveðinn forréttur búinn að vinna sér fastan sess á þessum dögum. Það var þvi kannski þess vegna sem hann hreinlega gleymdist fyrir tveimur árum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en klukkan að ganga fimm á aðfangadag og þá vora góð ráð dýr. Með því að skoða það sem til var i skápunum tókst þó föður mínum að galdra fram ljúffengan for- rétt sem tek- ur stuttan tíma að út- búa,“ segir Helga Mar- grét Reyk- dal, dag- skrárgerðarmaður hjá Saga-Film, sem er matgæðingur okkar að þessu sinni. Fyrst er það forrétturinn sem gleymdist. Uppskriftin miðast við 5. 10 skinkusneiöar 250 gr rækjur 1 dós grænn aspas rifinn ostur Season AU Cheyenne pipar Fyrst er skinkan skorin í fína strimla. Aspasnum, skinkustriml- unum og rækjunum er raðað saman á bökunarpappír (í þessari röð) í fimm skammta. Ostinum stráð yfír hvem skammt og hann kryddaður með ör- litlu Season All og nokkmm kom- um af cheyenne-pipar. Þetta er sett í 175 gráða heitan ofn í ca 5 mín. Borið fram með ristuðu brauði og kaldri kryddsósu sem hljóðar svo: 1 tsk. tómatsósa 1 msk. dijon sinnep 1 msk. majones Nokkrir dropar af Worchestershire- sósu Nokkur korn af möluðum 5 korna pipar Allt þetta er hrært saman og í lokin er 6 msk. af þeyttum rjóma blandað varlega saman við. Gómsætur eftirréttur Helga Margrét ætlar einnig að gefa okkur upp- skrift að gómsætum eftirrétt með heimatilbúnum ís. Byrjið á að smyrja eldfast form og raða í það mcikrónu- kökum. Skerið í sneiðar niðursoðnar perur og raðið yfir makrónukökumar og bleytið vel í með safanum úr dósinni. Hyljið perumar með After eight-súkkulaðiplötum. Bakið í ca 175 gráða heitum ofni þar til súkkulaðið er vel bráönað. Borið fram með heimatil- búnum ís og sú uppskrift hljóðar svo: 10 egg 12 msk. flórsykur m lítri rjómi vanilludropar Byrjað er á því að skilja að 10 egg. Eggjarauðunum er öllum haldið eftir og 7-8 eggjahvítum. 12 kúfuðum mat- skeiðum af flórsykri er hrært út í eggjarauðurnar og er hrært þar til blandan er orðin ljós og létt (getur tek- ið dálitla stund). Síðan era annars veg- ar eggjahvítumar stífþeyttar sér og hins vegar rjóminn þeyttur sér (gæta þess að þeyta hann ekki of mikið). Ef búinn er til vanilluís er hálfri flösku af vanilludropum bætt út í eggjarauðurnar þegar búið er að þeyta þær. Fyrst er þeyttu rauðunum og rjómanum blandað varlega saman með spaða. í lokin er stífþeyttu eggjahvít- unum bætt enn þá varlegar út í og sett beint í form og í frysti. Helga Margrét tekur fram að ef ísinn sé gerður með öörum bragðefh- um þá sé vanilludropunum sleppt og bragðefnið sett út í síðast - varlega! Hún segjr ísinn bestan ef hann sé gerður ca. 6 tímum áður en hann er etinn. Bon appétit! Helga Margrét skorar á leikkonuna og samstarfskonu sína, Tristan Eliza- beth Gribbin, að vera næsti matgæð- ingur. -bjb Helga Margrét Reykdal er aö sjálfsögðu á jólanotunum, enda ekki nema fjórir dagar til stefnu. Rétt aö smakka svolítiö á jólaísnum. DV-mynd E.ÓI. Mars-konditori: Síðasta verðlauna- uppskriftin j Mars-konditori uppskriftasam- 5 keppninni er nú lokið og kynnir ’ Jón Rúnar Arilíusson konditor- meistari síðustu verðlaunaupp- ; skriftina í morgunþætti Bylgjunnar í dag. Uppskriftin kemur frá Kristínu Andrésdóttur í Kópavogi 5 og nefnist Freistingin mikla. 3 eggjahvítur 2 dl púöursykur (eða strásykur) ca. 100 g Twix (saxað smátt) Stífþeytið eggjahvíturnar með ■ um helmingi af sykrinum. Bætið svo smátt og smátt út í afganginum af sykrinum og Twixinu. Látið ; bökunarpappír á plötu á hellið marengs-deiginu á miðja plötu og ? búið til hring. Bakið neðst í ofni við . ca 130 gráður á C í 1 klst. Fyllingin: 5 dl rjómi, 3 eggjarauður, 1 dl sykur, 1 lítið Mars (smátt saxað), 1 ; lítið Snickers (smátt saxað), 1 poki : Maltesers-kúlur (muldar). Þeytið rauður og sykur vel saman. Sykurinn verður að bráðna alveg og blandan ljós og létt. Blandið helmingi af þeyttum j rjómanum saman við eggjahræruna (varlega), bætið sælgætinu við og ! svo afganginum af rjómanum. Losið marengs-botninn af plötunni og setjið hann á álpappir sem nær upp S fyrir kantana á botninum. Hellið : fyllingunni á botninn og geymiö í frysti fram að notkun. Takið úr ! frysti og geymið í kæli 30-40 mín. áður en hún er borin fram. Verði ykkur að góðu! Leiðréttingar: Mars-rúlluterta og Bounty-terta í ljós hafa komið tvær villur í þeim uppskriftabæklingi sem dreift hefur verið í tengslum við upp- skriftasamkeppni Mars-konditori. Annars vegar í kremi Mars-rúllu- tertunnar, en sú uppskrift var birt í helgarblaði DV 6. desember. f bæklingnum stendur að kæla eigi kremið yfir vatni en þaö á að sjálfsögðu að vera yfir nótt. í Bounty-tertunni, sem uppskrift kom að í helgarblaði 29. nóv. sl., misfórst eilítið með leiðbeiningar fyrir tertubotninn í bæklingnum en ; var rétt sagt frá í DV. Við endurbirtum þá uppskrift hér með leiðréttingunum feitletruðum. 5 eggjahvítm- 250 g sykur 2 dropar sítrónusafi 200 g fint saxað Bounty IStifþeytið eggjahvítur og sítrón- usafa. Bætið finsöxuðu Bounty út í. Bakið I tveimur 24 cm formum við 120 C í ca. 40 mín. Þeytið siðan pela af rjóma og smyrjið á mUli botnanna. Kremið: 6 eggjarauður, 70 g flórsykur, 50 g smjör, 100 g Galaxy- súkkulaði. Þeytið eggjarauðurnar og flórsyk- urinn saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði. Blandið síöan eggjaþeytunni og súkkulaðismjörinu saman og hellið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.