Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 32
32 BRÆÐURNIR [flORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 í dag ld. 13.00 mæta Greifarnir sprækir að vanda. Ifl. 15.00 verður frábær Disney uppákoma fyrir utan búðina og kl. 16 kemur Stebbi Hilmarz á svæðið. Einnig mætir Emelíana í dag og áritar. L ▼ i Kringlunni 4-6 • sími 533 2266 -alltaf nóg ab gera Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar ^ lk LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 Lárus Thorlacius og Þóra Árnadóttir flytja inn vinsælt spil frá Bandaríkjunum: Reynir á rökhugsunina „Við kynntumst þessu spili fyrst þegar fórum einu sinni með kunn- ingjum okkar í útilegu á þakkar- gjörðardegi. Þar var þetta spilað lát- laust,“ segir Lárus Thorlacius eðlis- fræðingur í samtali við helgarblaðið en hann og eiginkona hans, Þóra Ámadóttir jarðeðlisfræðingur, tóku sig til nýlega og fluttu inn spilið Þrennu sem hefur átt miklum vin- sældum að fagna í Bandaríkjunum undir heitinu Set. ísland er fyrsta útgáfulandið i Evrópu. Höfundur Þrennunnar í Banda- rikjunum er líffræðingur að mennt og nefnist Marsha J. Falco. Hún fékk hugmyndina að spilinu árið 1974 þegar hún vann við rannsóknir í erfðafræði þar sem hún notaði myndaspjöld með mismunandi táknum og litum til að tákna mis- munandi gen. Síðan þróaðist spilið smám saman í meðforum fjölskyld- unnar og endaði með því að það var gefið út fyrir sjö árum. Nú reka Hjónin Lárus Thorlacius og Þóra Arnadóttir hafa gefið út spilið Þrennu hér á landi og ekki annað að sjá en að sonurinn Árni sé ánægður með útkom- una. DV-mynd E.ÓI. Þraut 1 Veldu spiliö (A, B eöa C) sem myndar þrennu meó spilunum tveimur í efri rööinni. V :ustiBg nm 10 111 2 ▲ 3 ♦ lin 8 000 9 m §j ♦♦ 11 Þraut 2 í þessum tólf spilum eru sex þrennur. Reyndu aó finna þœr allar. , , , w , , , •6 i s (9) :zx‘8 s (s) Wz (t) TI'S‘1 (E) ‘.n‘8‘E fö) :0T‘9'T (I) :usneg Marsha og eiginmaður hennar stórt fyrirtæki sem gefur Þrennuna út og ýmsar fleiri þraut- ir, m.a. einnig á tölvudiskum. Vel tekið af höfundunum Lárus og Þóra höfðu samband við fyrirtækið fyrr á þessu ári og var þeim vel tekið. í ljós kom að eigin- maður Mörshu hafði numið verk- fræði í sama skóla og þau, þ.e. Princeton. Þau hafa nefnilega ver- ið búsett við nám og störf í Banda- ríkjunum til fjölda ára, Lárus í þrett- án ár og Þóra í ell- efu. Þau fóru fyrst í framhaldsnám í Princeton í New Jersey en starfa núna í dag við skólann, hann við kennslu og hún við rannsóknir. Stefhan er tekin á að flytja heim til íslands næsta sumar þar sem Lárusi hefur verið boðin kennsla í Háskóla Islands. En víkjum aftur að spilinu. Þetta er fjölskylduleikur fyrir einn eða fleiri leikmenn, frá 6 ára aldri og 12 upp úr. Lárus segir spilið ekki vera flókið. Það krefjist þó svolítillar rök- hugsunar og hæfni til að greina liti og lögun. Reglurnar Leikurinn felst í því að finna þrjú spil sem mynda þrennu. Spilin hafa flóra eiginleika. í fyrsta lagi tákn, þar sem á hverju spili er mynd af sporvölum, hugðum eða tíglum. í öðru lagi lit, þar sem táknin eru rauð, græn eða fjólublá. í þriðja lagi Qölda, þar sem hvert spil hefur eitt, tvö eða þrjú tákn cif sömu gerð. í fjórða lagi mynstur, þar sem tákn- in eru útlínur, röndótt eða fyllt. Byrjað er á að stokka spilin og leggja tólf spil á borð, fjórar raðir með þrem spilum í hverri röð. Síð- an er keppt um að finna þrjú spil sem mynda þrennu. Til að mynda þrennu þurfa spilin þrjú að hafa eig- inleika sem eru annað hvort eins á öllum spilunum (t.d. táknin öll rauð) eða mismunandi á öllum spil- unum, t.d. eitt táknið sporvala, ann- að bugða og það þriðja tígull). Til að spilin teljist þrenna þarf að huga að öllum fjórum eiginleikunum, og geta sumir eiginleikamir verið eins á öllum þremur spilunum, en aðrir ólíkir. Þegar þátttakandi sér þrennu segir hann „þrenna" og bendir á spilin. Lárus segir það ágæta þumal- puttareglu að ef tvö spil séu t.d. sporvala en eitt ekki þá sé það ekki þrenna. Til að gefa lesendum dæmi um spilið birtum við tvær þrautir til gamans. Önnur er af léttara taginu en hin í þyngri kantinum. Lausnir eru undir myndunum, á hvolfi að sjálfsögðu. Góða skemmtun! -bjb MMC Colt GLXi ‘91,3 d., ssk., ek. 105 þús. km, hvítur. Verö 620.000. Þeugeot 306 NX ‘94, 5 d., beinsk., ek. 44 þús. km, grár. Verö 720.000. MMC Lancer Station ‘97, 5 d., beinsk., ek. 13 þús. km, grár, upphækkaöur. Verð 1.350.000. Opel Astra GL ‘97, 5 d., beins., ek. 11 þús. km, grænn, álfelgur, spoiler, þjófavörn. Verö 1.320.000. Audi A4 ‘96, 4 d., ssk., ek. 20 þús. km, silfurlitaöur, álfelg- ur. Verö 2.170.000. Skoda Felica GLX ‘96, 5 d., beinsk., ek. 30 þús. km, grár. Verð 730.000. MMC Lancer ‘91,5 d., beinsk., ek. 124 þús. km, hvítur. Verö 650.000. MMC Galant ‘89, 4 d., beins., ek. 135 þús. km, blár. Verö 660.000. MMC Þajero ‘88, 3 d., beinsk., ek. 130 þús. km, hvítur. Verð 650.000. e r ð i r Toyota Hilux SR5 ‘92, 4 d., beinsk., ek. 103 þús. km, hvít- ur, hús og 33“ dekk. BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R £í . B í L A R LAUGAVEGI 174 -SÍMI 569 5660 • FAX 569 5662 opið virka daga 9-18, laugardaga 12-16. n u n a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.