Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 JMlk Skagfirsk skemmtiljóð eftir á fimmta tug höfunda: Húmorinn allsráðandi - segir Bjarni Stefán Konráðsson sem safnaði Ijóðunum saman á bók i i Bókaútgáfan Hólar á Akureyri hefur gefið út bókina Skagfirsk skemmtiljóó sem Bjarni Stefán Kon- ráðsson frá Frostastöðun hefur safn- i að saman. Hólamenn, þeir Guðjón Ingi Eiríksson og Jórx Hjaltason, hóuðu í Bjarna fyrr á þessu ári og báðu hann að safna saman vísum og ljóðum eftir höfunda búsetta í Skaga- firði og Skagfirðinga óháð búsetu. Bjarni sendi út bréf til 70 hagyrðinga og ekki stóð á svörum. Svo mikið af skemmtiljóðum Skagfirðinga bárust | að þegar hefur verið ákveðið að gefa I út aðra bók. í þessa komst „einung- is“ efni frá hátt í fimmtíu hagyrðing- r um. Flestar vísurnar hafa ekki áður ■ komið fyrir augu almennings. | „Ég sagði við útgefendurna, i kannski meira í gamni, að við 1 skyldum gefa út þrjár bækur. Eina ! með mynd af Glóðafeyki framan á, aðra með Mælifellshnjúki og þá 1 þriðju með Tindastóli," sagði Bjarni í samtali við helgarblaðið og vísaði þar til nafntoguðustu fjalla Skaga- fjarðar. Bókin sem nú er komin út er einmitt með Glóðafeyki framan á þannig að við getum vænst a.m.k. tveggja rita í viðbót! Hann segir húmorinn vera alls- ráðandi í bókinni, þó innan velsæm- ismarka. Eitthvað sé þó af „neðan- beltishúmor" eins og gengur. Fjöl- , breytni einkenni einnig bókina sem sýni hve mikil gróska sé í skagfir- skri vísnagerð. Bjami vonast til að geta náð til fleiri kvenna í næstu 'j- bók en þær séu ekki síðri hagyrð- ingar en karlamir. Einnig verður meira efni frá Skagfirðingum sem komnir era yfir móðuna miklu. Bjarni Stefán Konráðsson gluggar í Skagfirsk skemmtiljóð. DV-mynd Hiimar Pór Nokkur valin skemmtiljóð | Við skulum gripa niöur í nokkrar visur úr Sbókinni Skagfirsk skemmtiljóö og byrja kannski á þeim tveimur sem misfórust í prentuninni. önnur er eftir Pálma Jónsson á Sauðárkróki sem orti þessa um frægan bar- daga Mike Tyson og Evander Holyfield I (bls.61): III má hér átökin líta, illt er þaö liöna aö sýta. Hér má dólgshátt samt nota, hér má drepa og rota; hér má allt nema alls ekki bita. Hin vísan er á bls. 77 og er eftir Stefán Guö- mundsson, „ríkisstjóra“ á Króknum. Á fyrstu dögum bjórsölunnar mætti Stefán sr. Hjálm- ari Jónssyni á tröppum pósthússins á Krókn- um; hann að fara en Stefán að koma. Skaut Hjálmar vísu á Stefán þar að lútandi og Stef- án endurgalt skeytið svona: | Presturinn líka á pósthúsió fór, meö pakkana rogaóist þaöan. En hvort sem aö í þeim var bœn eöa bjór, brennivínstár eóa Ióunnarskór, þá œtti þaö ekki aö skaö’ann. Bjami Stefán, sem safnaði efni í bókina, segir fööur sinn, Konráð Gíslason, lítið hafa flíkaö kveöskap sínum. Hér kemur ein um ungt, barnlaust par í „húsinu hinum megin götunnar": Unga fólkiö sefur sœtt 1 i sínufleti. Barniö ekki enn erfœtt, f ■ ensú leti. Af Ijóðelsku fólki Bjarni kemur af ljóðelsku fólki og er vel hagmæltur. Enda eru vísur í bókinni eftir þrjá bræður hans, föð- ur og loks hann sjálfan. Hann segist alla tíð haft mikinn áhuga á vísna- gerð. Reyndar ekki smitast algjör- lega af bakteríunni fyrr en um tví- tugt. Nú sé þetta eitt helsta áhuga- málið. Þekktastur er Bjarni líklega fyrir störf sín í þágu knattspyrnuþjálfara. Hann er lærður íþróttafræðingur frá Köln i Þýskalandi og hefur verið formaður knattspyrnuþjálfarafé- Jón Ingvar Jónsson, hugbúnaöarmaöur hjá EJS, setti þessar saman þegar tíðindi bárust af stööluðum smokki Evrópusambandsins: Á karlmönnum limurinn mœlist í metrum, á merkustu evrópsku vísindasetrum, um núll komma sautján tveir ellefu átta og um þaö er hreinlega fráleitt aö þrátta, því rannsókn á hertum og háreistum jörlum á hundraö og tólf þúsund fullvaxta körlum er lögö hér til grundvallar. Andmœlum ekki þótt álitiö bíöi samt dálítinn hnekki. Hver einasti skaufi var skoöaöur sprœkur og skráður af vísindamönnum á bœkur og meöallengd samviskusamlega reiknuö og súlu- og línurit vandlega teiknuö. En ekki varö mœlanlegt frávik þar fundiö þvifengu þeir máliö í staölana bundiö. Aö lokum þeir rígmontnir stigu á stokka og stööluóu hágœöa evrópusmokka. Já lengdin er stöóluö en áferó og annaö, sem ilmur og litur erfrjálslega hannaö. Ef ekki í smokkinn þú kónginum kemur er karlmennska þín samt þvi er staólinum nemur. Og hy$jir þú verjuna upp fyrir eistu þá er nú samt lengdin í metrum, þaó veistu, um núll komma sautján tveir ellefu átta og um þaö er hreinlega fráleitt aö þrátta. Jón Eiríksson Drangeyjaijarl er einn höf- unda 1 bókinni og þessa vísu samdi hann eft- ir aö hafa hlustað á ónefndan ræðumann: Ákaft sinnt’ann orðastriti, allt hans bull úr hófi keyröi. Ekki sagö’ann orö af viti eftir því sem best ég heyröi. lagsins í fjögur ár. Unnið ötullega að útgáfumálum fyrir félagið og kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Þetta hefur verið meira í sjálfboða- vinnu. Af „alvöru" brauðstriti má nefna að Bjarni var í fimm ár fram- kvæmdastjóri félags eggjaframleið- enda og í dag starfar hann hjá trygg- ingarfélaginu Allianz. Loks má ekki gleyma því að Bjami er söngelskur, líkt og flestir Skagfirðingar, og hefur um skeið sungið með Skagfirsku söngsveit- inni. Var reyndar kjörinn formaður sveitarinnar á dögunum. -bjb Stefán Þórðarson í skoðun hjá Crystal Palace: Góð reynsla - sagði kappinn, svartsýnn á útkomuna Þegar blaðamaður og ljósmyndari DV sóttu Hermann Hreiðarsson heim á æf- ingasvæði Crystal Palace á dögunum var þar fyrir íslendingurinn Stefán Þórðarson, atvinnumaður með Öster í Svíþjóð. Stefán hefur verið eitt ár hjá Öster. Hann gerði tveggja ára samning við félagið og segist ákveðinn í að fara frá félaginu að þeim tíma liðnum. Fyrir nokkru óskaði Palace eftir að fá að líta á kappann og því var hann mættur til þess að sýna kúnstir sin- ar á vellinum. Hann var þó heldur svart- sýnn varðandi útkomuna. „Ég er svo langt á eftir þeim í formi. Keppnistímabilið er löngu búið i Svíþjóð og ég er bara að byggja mig upp, lyfta og hlaupa þannig að ég er of þungur. Ég býst ekki við að neitt gerist úr þessu en lít á þetta sem góða reynslu. Ég er ákveð- inn í að fara frá Öster eftir næsta tíma- bil og það er ágætt að fá að kynnast því hvernig þessir hlutir ganga fyrir sig áður en að því kemur fyrir alvöru," seg- ir Stefán. Aðspurður hvernig það hefði komið til að hann fór upphaflega til Svíþjóðar segir hann að Teitur Þórðarson, fóðurbróðir Stefáns og fyrrverandi þjálfari hjá Öster, hafi komið sér að þarna úti. Stefán segist ekkert hafa verið að spila fyrir Akra- nesliðið áöur en hann fór út og því verið ákveðinn í að fara frá félaginu, hvort sem hann færi utan eða til einhvers félags á ís- landi. „Þetta er alveg frábært tækifæri. Hér Stefán Þórðarson slappar af á hótelher- bergi sinu eftir æfingu með Crystal Palace í síðustu viku. DV-mynd Pjetur getur maður einbeitt sér alveg að boltan- um og finnur strax framfarir þegar maður þarf ekki að vera að vinna tíu, tólf tíma áður en farið er á æfingar. Það skilar sér strax og finnst reyndar á æfingunum. Þar er allt annar hraði og meira tekið á en á æfingum heima, sem von er. Þetta er ofsa- lega jákvætt og ekki bara vegna fótboltans. Maður lærir líka á lífið. Hér þýðir ekkert elsku mamma. Hún er heima á íslandi og kemur manni ekki til bjargar. Maður verð- ur bara að gera svo vel að bjarga sér sjálf- ur,“ segir Stefán sem býr með unnustunni í Sviþjóð. Áfram úti Stefán segist vera vel sáttur við gengi sitt þar þrátt fyrir meiðsli á s,íðasta tíma- bili. Hann hafi verið að skora nokkuð af mörkum og yfirleitt spilað nokkuð vel þeg- ar hann gat verið með. Hann segist ekkert vera farinn að spá í það af neinni sérstakri alvöru hvert hann fari þegar hann skilji við Öster. Hann vilji þó gjarna halda áfram að spila með erlendu liði. „Ég held að það væri gott fyrir mig aö spila áfram í bolta eins og spilaður er í Svi- þjóð. Ég er ekki viss um að ég hafi eitthvað í sterkari deild að gera, a.m.k. ekki eins og er. Annars veltur þetta allt á því hvemig ég spila næsta tímabil með Öster. Ef ég stend mig þá geta ýmsar dyr opnast, ef ekki þá verður þetta erfiðara," segir knatt- spymumaðurinn í samtali við DV. Stefán lék með varaliði Crystal Palace á þriðjudaginn en er nú kominn heim í jóla- frí. Hvort eitthvað gerist á næstu dögum, i framhaldi af dvöl hans hjá enska liðinu, verður bara að koma í ljós. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.