Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 29
TIV LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 %étta!jós » Carlos var fluttur til aðal- stöðva súdönsku öryggislög- reglunnar. Næstu nótt réðust nokkrir menn inn í herbergi Carlosar eftir að konan hans hafði verið send heim eftir fótum. Carlos var handjám- aður og poki var settur yfir höfuð hans. Síðan var hann fluttur út í sendibifreið. Síðar hélt Carlos því fram að læknir hefði gefið honum svefnlyf með sprautu. Þegar hann vaknaði var hann um borð í flugvél á leiðinni til Frakklands. Núna óttast Carlos mest að verða tekinn af lífi í fangels- inu. Hann neitar öllum ásök- unum í tengslum við morðin á frönsku leyniþjónustu- mönnunum 1975. Fullyrðir hann að um samsæri ísra- elsku leyniþjónustunnar hafl verið að ræða. Carlos hefur neitað að svara spurningum um morðin til að ljóstra ekki upp-leyndarmálum um bylt- ingarsamtök sín. Samtímis hefur hann hótað að greina frá ýmsu sem gæti reynst frönsku leyniþjónustunni óþægilegt. Byggt á Sunday Times og Jyllands-Posten. Berlín Paris Marseille Limoges París 1974 15. sept. Carlos kastar hand- sprengjum inn á kaffi- hús gyðinga. 2 létu líf- ið. 1975 19. jan. Flugskeyti skotið að ísraelskri flugvél. Til- raunin mistókst. 27. júní Carlos skýturtil bana franska leyniþjónustu- menn og Líbana. Vín 1975 21. des. Ráðherrum olíufram- leiðslurikja rænt. 3 myrtir næsta dag. Beirút 1981 15. apríl Frönsk hjón myrt. 1982 15. mars Árás á menningar- setur Frakka. Limoges 1982 29. mars Sprengjuárás. 5 létu lífið. 27 særðust. París 1982 22. apríl Sprengjuárás. Barns- hafandi kona lét lífið. 60 særðust. Damaskus af ótta við að hann gengi til liðs við Saddam Hussein. Þegar Persaflóastríðinu var lokið hafi Assad ákveðið að vísa Carlosi úr landi. Fann skjól í Súdan Magdalena flutti með Elbitu til Venesúela en Carlos fann loks skjól í Khartoum i Súdan 1993 með nýrri eiginkonu, Lönu frá Jórdaníu. Hon- um hafði þá verið snúið frá bæði Lí- býu og Bagdad. í Súdan tók Carlos sér nafnið Abdallah Barakhat og kvaðst vera kaupsýslumaður. Líf hans var frem- ur einhæft og hann hóf ástarsam- band við súdanska stúlku. Ekki er víst að eiginkonan hafi vitað um sambandið en það vissu aðrir. Bandarísku og frönsku leyniþjón- usturnar fylgdust með hverju fótspori Carlosar. Sagt er að leyniþjónustumenn Frakklands hafi gert nokkrar til- raunir til að ráða Carlos af dögum á undanfómum áratugum. En nú vora menn hættir við þær tilraunir. Carlos var orðinn kosningamál í Frakklandi. Charles Pasqua innan- ríkisráðherra studdi Edouard Balla- dur forsætisráðherra í herferðinni gegn Carlosi. Talið var að ef Ballad- ur tækist að koma Carlosi til Frakk- lands yrði það honum til framdrátt- ar í kosningabaráttunni. Frönsk yfirvöld tilkynntu yfir- völdum í Súdan að ef þau gætu af- hent þeim Carlos myndi þeim verða launað fyrir. Súdönsk yfirvöld hik- uðu við að viðurkenna dvöl Carlos- ar í landinu en reyndu að fá hann til að yfirgefa Khartoum. Carlos neitaði. Hann átti ekkert athvarf. Allar dyr í arabaheiminum og í Austur-Evrópu vora honum lokað- ar. Til Frakklands með poka yfir höfðinu Það var svo loks í ágúst 1994 sem Frökkum tókst að góma Carlos. Hann hafði gengist undir aðgerð á eista á einkasjúkrahúsi. Þegar hann var enn sofandi eftir aðgerðina komu þrír aðilar frá innanríkis- ráðuneyti Súdans og tilkynntu starfsfólkinu að þeir vildu flytja sjúklinginn á herbergi númer 17 á herspítala. Læknamir mótmæltu. En þegar Carlos vaknaði virtist hann rólegur og skrifaði undir skjal um að hann væri útskrifaður af sjúkrahúsinu. Þegar franskir leyniþjón- 'ustumenn réðust til inngöngu 'í íbúð á Rue Toullier í Latínu- hverfínu í París 27. júní 1975 í jleit að palestínskri hryðju- verkakonu höfðu þeir ekki ’hugmynd um hver Sjakalinn Carlos var sem tók á móti þeim með skothríð. Carlos drap frönsku leyni- þjónustumennina Raymond Dous og Jean Donatini og Líbanann Michel Mouk- harbal. Carlos særði þriðja leyniþjónustumanninn, Jean Herranz, alvarlega áður en hann tók til fótanna. Árið 1992 hafði ákæravaldið í Frakklandi safnað nægum sönnunargögnum til þess að dæma Carlos að honum fjar- stöddum til ævilangrar fang- elsisvistar. Carlos var gripinn í ágúst 1994. Samkvæmt frönskum lögum þarf að rétta aftur i málinu og því standa nú yfir réttarhöld í máli Car- losar í París. Það voru þó ekki morðin í Latinuhverfinu sem leiddu til þess að Carlos varð umtalað- asti hryðjuverkamaður heims. Carlos, sem í raun heitir 11- ich Ramirez Sanchez, fæddist 12. október 1949 í Caracas í Venesúela. Hann átti tvo bræður, Lenin og Vladimar. Faðir þeirra var vel stæður lögmað- ur. Báðir foreldrar þeirra tóku þátt í starfsemi kommúnistaflokks Venesúela. Ilich var 14 ára þegar hann gekk í flokkinn. Þegar foreldrar piltanna skildu 1966 flutti móðirin með synina til London. Ilich var gáfaður piltur. Hann lagði stund á nám í eðlisfræði og efnafræði og lærði ensku á met- tíma. Hann gaf sér þó tíma frá nám- inu til að kynnast stúlkum í nætur- klúbbum heimsborgarinnar. Marseille 1983 31. des. Sprengjuárásir. 6 létu lífið og 80 særðust. Beirút Beriín 1983 15. ágúst Sprengjuárás. 1 lét lífiö. 25 særðust. Rekinn úr skóla í Moskvu Pólítískar hetjur Ilichs vora Fidel Kastró og Che Guevara. Það kom því ekki á óvart er hann flutti með bróður sínum, Lenin, til Moskvu 1968 til frekara náms. Sagt er að það hafi verið að ósk fóður þeirra. Þar áttu bræðumir að stunda nám við Patrice Lumumba háskólann í Moskvu. Ilich hafði meiri áhuga á drykkju en fræðunum um Lenin og féll á öðra ári. Hann var þvi rekinn úr skólanum. Næsti viðkomustaður var Beirút þar sem Ilich ákvað að berjast fyrir málstað Palestínumanna. Einn af leiðtogum frelsishreyfmgar Palest- ínumanna, Bassam Abou Charif, gaf Bich nafhið Carlos sem er spænska útgáfan af Khalil sem þýðir alvar- legur vinur. Bassam sendi Carlos í þjálfun- arbúðir í eyði- mörkinni í Jórdaníu. Hann reyndist kjörið efni í hryðju- verkamann. Carlos, sem hlaut viðumefnið Sjakalinn hjá vestrænum fjöl- miðlum, barðist fyrst í hryðjuverka- samtökunum Svarti september gegn jórdanska hemum. Honum voru skjótt fengin verkefni erlendis. Alls staöar óttuðust menn aðgerðir hans og arabiskra og japanskra hryðju- verkamanna. Árið 1975 skipulagði Carlos ránið í Vín á ráðherrum tíu helstu olíuút- flutningsríkja heims. Þeir voru látn- ir lausir í Alsír gegn himinháu lausnargjaldi. Á næstu áram sást Carlos i fjölda vestur-evrópskra landa. í raun lifði hann hinu ljúfa lífi í Júgóslavíu og írak. Bak við járntjaldið Árið 1979 flutti Carlos bak við járn- tjaldið. Talið er að það hafi bæði verið vegna fjárskorts og vegna þess hversu mikið var farið að hitna undir honum á Vesturlöndum. Frá bækistöðvum sínum í Austur-Berlín starfaði Carlos undir vernd austur- þýsku öryggislögreglunnar Stasi. Ásamt hópi hryðjuverkamanna framdi Carlos leigumorð fyrir ör- yggislögreglu í A-Evrópu, arabalöndum og Afríku. Samtímis var hann í sambandi við hryðju- verkasamtök á Vesturlöndum eins og Rote Armee Fraktion í V-Þýska- landi og ETA í héraðum baska á Spáni. Kærastan handtekin Frakkar fengu aftur að kenna á hryðjuverkum Carlosar 1982. Sjö ár- um eftir morðin í Latínuhverfinu var þýsk kærasta Carlosar, Magda- lena Kopp, handtekin í París ásamt Svisslendingnum Bruno Breguet. Til þess að fá þau látin laus framdi Carlos fjölda hryðjuverka í Frakk- landi og gegn frönskum hagsmuna- aðilum í Beirút. Carlos er grunaður um sprengju- árás á Rue Marbeuf í París. Einn lést í árásinni og 63 særðust. Hann er líka grunaður um að vera valdur að dauða tveggja manna í sprengju- árás í Marseille. Auk þess gruna menn hann um sprengjuárásir á lestir. Frönsk yfir- völd telja að Car- los hafi alls 83 mannslif á sam- viskunni. Magdalena Kopp þótti fá vægan dóm, aðeins fjögurra ára fangelsi. Hún var látin laus þegar árið 1985 og gat gifst Carlosi í Sýrlandi. Tveimur árum seinna fæddist þeim dóttir sem fékk nafnið Elbita. Þau lifðu þægilegu lífi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þar til árið 1991. Þá hentaði Carlos ekki lengur pólítískri stefnu Assads forseta. Kommúnisminn var á undanhaldi og stjórnir Miðausturlanda voru farnar að ræða frið. Því hefur einnig verið haldið fram að Assad hafi haldið Carlosi föngnum í Braðum koma PELSAR í ÚRVALI SKIMMIIU.GLR KLASSÍSKUR FATNAÐUR ULLARKAPUR OG JAKKAR \ XIFÐ LOÐSKINNI PELSFOÐUR JAKKAR Þnr sem vandlátir versla PELSINN r- Kirkjuhvoli, sími 552 0160 Visa raógreióslur í allt aó 36 mánuói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.