Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
Qíkarkafíi«
Strandgæsluskipið Alexander Hamilton var smíðað til gæslustarfa á úthaf-
inu. Skip bandarísku strandgæslunnar störfuðu undir stjórn flotans í styrj-
öldinni og úthafsgæsluskipin fengu það hlutverk að vernda skipalestir.
greinilega togbúnað á afturskipinu
og áleit að hér væri á ferðinni drátt-
arskip sem notað væri til björgunar
skipa á höfum úti. Tók hann fram
að ekkert væri grunsamlegt við
skipið og það óvopnað.
Brúin í rúst
Kom kafbáturinn úr kafi klukk-
an 18.26 og hóf áhöfnin þegar að
skjóta á skipið úr fallbyssu og 37
mm hríðskotabyssu. Segir að
fyrsta skotið hafi misheppnast og
er tekið fram að áhöfnin hafi haft
tækifæri til að sleppa frá borði.
Hittu nú skot kafbátsmanna skipið
af miklum þunga og lögðu brúna í
rúst. Sáu þeir frammastur skipsins
falla fyrir borð. Skot hittu vélar-
rúmið og gaus þar upp mikill gufu-
mökkur. Þrátt fyrir að skipið væri
allt sundurskotið ofansjávar var
erfitt að koma skotum á það neðan
sjólínu, en skotin sem hitt höfðu
vélarrúmið virtust hafa sett leka
að skipinu sem nægði til að það
tók að sökkva. Segir síðan í leið-
arbókinni: „Tók nú að rökkva. Við
færðum okkur nær og sáum þá að
hlutleysisfáni íslands var málaður
á kinnung skipsins. Erfitt er að
greina bláan lit hans á svörtum
skipsskrokknum og rauði og hvíti
liturinn er nánast hulinn ryði og
Taldi hann styrkja þessa niður-
stöðu að þeir skyldu hafa séð
samskonar skip áður á sömu
stefnu. Ekkert frekar kemur fram
um afdrif skipbrotsmannanna
þriggja í leiðarbók kafbátsins.
Þak stýrishúss Péturseyjar
fannst á reki undan Garðskaga í
september sama ár. Var ljóst af
byssukúlubrotum, sem fundust í
því, hvað gerst hafði. Þær raddir
heyrðust að Bretar kynnu sjálfir
að hafa verið að verki er ráðist var
á skipin þrjú. Var tilgáta þessi
studd af frásögn áhafnarinnar á
togaranum Geir RE-241 sem kaf-
bátur stöðvaði 16. mars er hann
var staddur 27 sjómílum undan
Barra Head í Skotlandi. Var þar á
ferð breski kafbáturinn Torbay, N-
79, á eftirlitsferð, en nýmálaður, ís-
lenskur fáni á síðum djúprists tog-
arans hafði vakið grunsemdir yfir-
manna kafbátsins. Bar áhöfnin á
Geir fyrir sjó-og verslunardómi
Reykjavíkur 22. mars að yfirmað-
ur af kafbátnum hefði sagt hann
hafa stöðvað svipað skip deginum
áður, málað í sömu litum, en það
hefði reynst vera vopnaður, þýsk-
ur togari og hefði kafbáturinn
sökkt honum fyrir vikið. í dagbók
bresku flotastjómarinnar kemur
fram að enginn fótur sé fyrir sög-
unni.
skít. Skothríð hætt.“ Var klukkan
þá 18.43. Níu mínútum síðar sökk
skipið með stefnið á undan á stað
er kafbátsmenn töldu vera 59 gráð-
ur, 33 mínútur norður og 12 gráð-
ur, 16 mínútur vestur. Engan
björgunarbát sáu þeir en þrír
menn sáust á braki úr skipinu.
Sigldi kafbáturinn við svo búið á
tólf mílna ferð til suðausturs.
Foringja brugðið
Kafbátsforingjanum var greini-
lega bmgðið og skrifaði strax til
réttlætingar í leiðarbókina að þar
eð skipið hefði siglt í krákustígum
í átt til Bretlands og ekki haft flagg
uppi hafi verið rétt að
skjóta á það þótt það
væri enn utan hafn-
bannssvæðisins. Þá
kvað hann togbún-
aðinn sem hann
sá á aftanverðu
skipinu benda til
þess að íslensk
hjálparskip, eða
skip sem sigldu und-
ir hlutleysisfána ís
lands í þeirri von
ekki yrði skotið á
þau, væm notuð til
að aðstoða skip á
þessum slóð-
um.
Síðasta ferð U-37
Svo virðist sem þýsku kafbáts-
foringjunum hafl verið ókunnugt
um siglingar íslenskra fiskiskipa
til Bretlands á þessum tíma. Að
minnsta kosti sýnist skýring
Clausens kafbátsforingja vera
nokkuð langsótt hefði hann vitað
að íslensk fiskiskip stunduðu þess-
ar siglingar. Clausen fórst með
áhöfn sinni er bandaríski tundur-
spillirinn Mackenzie sökkti kaf-
báti hans, U-182, á sunnanverðu
Atlantshafi 16. mai 1943. Af U-37 er
það að segja að hann var tekinn til
æfinga eftir að hafa farið í ellefu
árásarferðir, en ferðin þegar hann
sökkti Pétursey var sú síðasta.
Þjóðverjar sökktu bátnum í
stríðslok.
Skömmu eftir þessa at-
burði lagði þýski yfirflota-
foringinn, Raeder, til við
Hitler að hafnbannssvæði
þeirra skyldi lengt allt til
Grænlands vegna fregna
sem hann hefði um að
bandarísk skip, líklega í
fylgd bandarískra herskipa,
hefðu viðdvöl á íslandi þar
sem bresk vemdar-
skip tækju við
fylgd
Höfundur bókarinnar, Friðþór Eydal.
DV-mynd ÆMK
þeirra til Bretlands enda önnuðu
hafnir á íslandi ekki umskipun í
svo stórum stíl. Þetta þýddi að
skipum Bandaríkjamanna, þótt
hlutlausir væru, yrði i engu hlíft
við árásum fremur en öðrum, enda
ísland utan þess svæðis sem
Bandaríkin skilgreindu sem mörk
Vesturálfu. Samþykkti - Hitler
þessa ráðagerð og var tilkynnt um
stækkun bannsvæðisins 25. mars
1941. (Innsk. Hér leiðréttist ártalið
frá því sem er í bókinni en þar
stendur óvart 1943.) Var ísland þar
með komið á bannsvæði Þjóðverja
og leyfilegt að ráðast fyrirvara-
laust á öll skip á svæðinu frá Norð-
ursjó að landhelgismörkum Græn-
lands. Bandaríkjaforseti færði skil-
greind mörk Vesturálfu austur fyr-
ir ísland skömmu fyrir komu
Bandaríkjahers til landsins eins og
lýst var í 8. kafla og ekki kom til
þess að þýskir kafbátar skytu á
bandarísk skip fyrr en um haustið.
Harðorð mótmæli
íslensk stjórnvöld sendu stjórn-
völdum í Þýskalandi harðorð
mótmæli við árásum á hlutlaus,
íslensk skip sem sænsk stjórn-
völd afhentu Þjóðverjum 23. april.
Fékk utanríkisráðuneytið þýska
flugher og flota málið til umsagn-
ar og varð niðurstaðan sú að sök-
um þess að ísland væri hersetið
af Bretum yrði að líta á íslend-
inga sem fjandmenn Þjóðverja á
sama hátt og Bretar litu lönd her-
setin af Þjóðverjum. Þá vísaði
flotastjórnin til upplýsinga þeirra
sem vitnað er í hér að ofan úr
leiðarbókum U-74 og U-552 þar
sem segir að skipin hafi ekki bor-
ið sig að sem hlutlaus væru og
annað jafnvel verið vopnað fall-
byssu. Við það sat og ekkert svar
var gefið við mótmælum stjórn-
valda, enda ísland opinberlega
orðið óvinaland og þar með mátti
sökkva íslenskum skipum án við-
vörunar.
f byrjun apríl færðu þýsku kaf-
bátarnir athafnasvæði sitt vestur
að 34. gráðu vestur lengdar. U-108
fékk þá fyrirmæli um að kanna
svæðið vestur af landinu. Sökkti
kafbáturinn hjálparbeitiskipinu
Raijputan með tundurskeyti þar
sem það var við gæslustörf vestur
Hvernig væri að (ara á
RÝMNGARSÖLU
FYRB JÚL?
í dag hefst stórkostleg rýmingarsala í Versluninni
ALLT. Sýndu skynsemi og mættu
á rýmingarsölu fyrir jól. Allt
að 70% afsláttur (og ekki
var verðið hátt fyrir.)
VERSLUNIN
ALLT
DRAFNARFELLI 6 • S. 557 8255
Afsláttur af bókum 40% • Kvenfatnaður alft að 70% • Tvær "gramskörfur" á 300,- 09
500,- • Gardínuefni 50% • Snyrtivörur 50% • Gailabuxur 30% • Erlent garn 20%
Dömupiis frá 495,- • Dömublússur frá 500,- • Veski og töskur 30% • Búsaáhöid 20%
Drengja jakkaföt 20% • Hattar, dömu 50% • Jóiaefni 25% • Jólastyttur og seríur 30%
af Snæfellsnesi 13. apríl og hélt
sig því næst vestur af Faxaflóa til
23. apríl án þess að verða fleiri
skipa var.
Vélbáturinn Hólmsteinn frá Þing-
eyri fór í róður aðfaranótt 31. maí
1941 út af Dýrafirði. Var honum
sökkt með fallbyssuskothríð af kaf-
bátnum U-204 sem sendur hafði ver-
ið til að kanna skipaferðir vestur og
suðvestur af landinu í sinni fyrstu
ferð. Hélt kafbáturinn sem leið lá
djúpt norður fyrir land að ísrönd-
inni úti fyrir Vestfjörðum og var
undan Straumnesi um hádegisbil
30. maí. Sigldi hann suður með
Vestfjörðum en ísröndin var sums-
staðar í aðeins 10 sjómilna fjarlægð
frá landi. Stillt veður var, en þoka.
Að kvöldi sama dags barst skeyti
frá flotastjórninni um að báturinn
skyldi taka eldsneyti úr birgðaskip-
inu Belchen suður af Grænlandi að
þremur dögum liðnum. Klukkan
1.20 um nóttina, þ.e. 23.20 að kvöldi
að íslenskum tíma sá kafbátsforing-
inn, Walter Kell, skip úti við sjón-
deildarhringinn í vest-suðvesturátt.
Við nánari athugun sýndist honum
að hér væri tvímastrað fiskiskip á
ferð en skyggni var slæmt með köfl-
um og sá hann skipið að hluta til í
hillingum. Kafaði kafbáturinn við
svo búið og hélt til vesturs. Klukk-
an 4.35 um morguninn sýndi dýpt-
armælir kafbátsins snögglega 20 m
dýpi þar sem áttu að vera 70 m.
Ákvað kafbátsforinginn þá að fara
upp á yfirborðið, enda sjókort hans
ekki mjög nákvæm af þessum slóð-
um. Ekkert var að sjá á yfirborðinu
en skyggni hafði nú versnað og kom
kafbáturinn úr kafi klukkan 4.41.
Rétt í þann mund greiddist snögg-
lega úr þokuslæðunni og blasti þá
fiskibáturinn við í tveggja til
þriggja sjómílna fjarlægð. Stefndi
hann í átt að kafbátnum en sneri
síðan til lands. Segir síðan í leiðar-
bókinni: „Ég verð að álykta að til
mín hafi sést og þar eö upp um ferð-
ir bátsins hefur komist ákveð ég að
sökkva honum.“ Ekki segir frekar
af atburði þessum utan þess að
skráð er að skothríð hafi verið haf-
in klukkan 5.15 og báturinn sokkið
fimmtán mínútum síðar. Ekkert
fréttist af ferðum mb. Hólmsteins,
sem var nýr 17 lesta bátur, utan
þess að lóðir hans og tveir lóðabal-
ar fundust og sýndu greinileg merki
skothríðar. Fjórir ungir menn fór-
ust með bátnum.
U-204 hélt áfram að kanna isrönd-
ina vestur af landinu þennan dag,
en setti stefnuna fyrir Hvarf um
miðnættið til fundar við birgðaskip
sitt. Sökkti báturinn einu öðru
skipi í þessari ferð en Walter Kell
og áhöfn hans hlutu sömu örlög
undan Tangier í Marokkó um
haustið og þeir höfðu búið vest-
firsku sjómönnunum þessa örlaga-
ríku vornótt. Vélbáturinn Hólm-
steinn var minnsta skipið sem
þýskur kafbátur grandaði í styrjöld-
inni.“
(Millifyrirsagnir eru blaðsins.)
U-37 kemur tll hafnar í Lorient í Frakklandi 7. janúar 1941. í næstu ferö sinni,
sem jafnframt var síöasta árásarferö bátsins, sökkti áhöfn hans Pétursey
meö skothríö aö kvöldi 12. mars 1941.