Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 DV sérstæð sakamál gleymt að áfrýja. Loks leit hann á konuna sem stóð þarna öskureið fyrir framan hann og sagði: „Já, en það hefði hvort sem er ekki orðið til neins að áfrýja. Málið var tapað.“ „Já, en hvers vegna? Vegna dugleysis þíns, eins og ég er búin að segja þér.“ Von um samninga Staðan var slæm. Fyrir því gerði Joachim sér nú fulla grein. Líklega var konunni al- vara. En hún hafði þó ekki veitt honum banvænt sár og fyrir því gat aðeins verið sú ástæða að hún vildi semja við hann. Það væri því best að komast að því hvað hún vildi í raun og veru. „Hvað viltu þá að ég geri?“ spurði hann. „Að þú skrifar undir þá yf- irlýsingu sem ég er búin að ganga frá.“ Joachim Hanauer bað um að sjá hana en færðist svo undan og reyndi að geta sér til um hve sterk samningsað- staða hans væri. „Ef þú gerir það ekki bíða þín pyntingar og annað verra,“ sagði Amanda Eichinger og brá á loft hnífnum. Samningar nást Sagan af því sem gerðist í hlöð- unni við bæ Eichingers-hjóna næstu klukkustundirnar verður ekki rakin í einstökum atriðum en ljóst er að Joachim hafði getið sér rétt til þegar hann sagði við sjálfan sig að bóndakonan vildi semja. „Fæ ég þá að fara ef ég skrifa undir?“ sagði Joachim loks og lét sem hann væri reiðubúinn til að setja nafn sitt undir yfirlýsinguna. „Nei, þá kemur næsta skjal. Þar segir að þú skuldir Eichingers-fjöl- skyldunni fjórfalda þá upphæð sem þú ert að fara fram á fyrir að hafa klúðrað öllu sarnan." Er hér var komið fann lögmaður- inn að hann var farinn að mæðast af blóðtapi, enda dvölin í hlöðunni orðin löng. Hann leit á úrið og sá að það voru næstum átta tímar síðan hann kom á bæinn. Með uppgjafarsvip leit hann á frú Eichinger. Augnabliki síðar kvaðst hann reiðubúinn til að skrifa undir hvað sem væri. Og hann setti nafn sitt undir bæði skjölin. Amanda Eichinger var í þann veginn að skella á. En allt í einu ákvað hún að breyta um tón. „Jæja,“ sagði hún, og nú gætti meiri friðsemdar i röddinni. „Auðvitað verðurðu að fá eitthvað fyrir þinn snúð. Komdu hingað til okkar. Þá færðu borgað.“ Joachim Hanauer var fimmtíu og þriggja ára og bjó í Múnchen. Hann varpaði öndinni léttar eftir að hafa verið heitið greiðslunni og gekk út af skrifstofunni. Fáeinum mínútum síðar sat hann í BMW-bil sínum og var á leiðinni til Reischach. Þangað var tveggja tíma akstur. Það var komið hádegi þegar hann ók inn á hlaðið fyrir framan bæinn. Þar var engan að sjá. Hann steig út, svipaðist um og sá að dymar á hlöð- unni stóðu opnar. Hann gekk í átt- ina að þeim en það var eins og ein- hvern óhug setti að honum. En hann yppti þó bara öxlum og lét sem ekkert væri. Varla var hann kominn inn í hlöðuna þegar hann heyrði að hurð- inni var skellt á eftir honum. Síðan small í lás að utanverðu. Það var sem hann dofn- aði og nokkur augnablik var hann ekki viss um hvað gerst hafði. Svo bar hann hönd að hálsinum og fann eitthvað volgt renna niður í háls- málið á skyrtunni. „Stakkstu mig?“ spurði hann, og það gætti örvæntingar í röddinni. „Já, það máttu vera viss um,“ svaraði hún. „Og ég er í þann veg- inn að stinga þig aftur, svínið þitt.“ Enn á ný bar Joachim höndina að hálsinum því það var sem hann hefði ekki sannfærst um að hann hefði í raun verið stunginn. Og í þetta sinn leit hann á fingurna á eft- ir. Jú, það var enginn vafi á því. Þeir voru blóðugir. Hafði fengið hjartaáfall Joachim Hanauer var nú meira brugðið en áður. Hann hafði fengið hjartaáfall og læknir ráðlagt honum að taka blóðþynnandi lyf. Myndi blóðið í sárinu ekki storkna? Myndi honum blæða út? Enn á ný þreifaöi hann á hálsinum og nú samifærðist hann um að konan hefði ekki stung- ið í hálsslagæðina. Hann myndi því geta haldið lífi. En það mátti greini- „Hvers vegna í ósköpunum ger- irðu mér þetta, frú Eichinger?" spurði lögmaðurinn nú. „Vegna þess að þú eyðilagðir mál- ið fyrir okkur með dugleysi þínu. Eft- ir fyrrverandi eig- inkonu mannsins míns áttum við að erfa tífalda þá upp- hæð sem þú geng- ur nú eftir hjá okk- ur. En þeim pen- ingum getum við nú gleymt. Þú dug- ar ekki til neins og enginn mun sakna þín.“ „Já, en dómur- inn gekk gegn þér, frú.“ „Já, og þú gast ekki einu sinni áfrýjað af þvi þú gleymdir að gera það áður en frest- urinn til þess rann út. Og þú skalt ekki halda að þú sleppir létt frá þessu. Þú gerir eins og ég segi.“ Joachim Hanauer þagði um hrið. Það var rétt sem konan sagði. Hann hafði Einn á spítala Þegar samningarn- ir voru frá leit lög- maðurinn á andstæð- ing sinn og sagði: „Má ég biðja þig að hringja á sjúkrabíl?" Því neitaði frú Eichinger og sagði að hann gæti bara ekið sjálfur á spítala. Joachim Hanauer andmælti ekki enda var honum ljóst að það væri alls ekki vist að hann næði þangað í tæka tíð og því mætti hann eng- an tíma missa. Hann staulaðist út í bílinn og ók af stað. Nokkru síðar komst hann á sjúkrahús þar sem lífi hans var bjargað með blóðgjöfum. Sagan sem lögmað- urinn frá Múnchen sagði læknum og hjúkrunarliði vakti óskipta athygli og um leið og hann var bú- inn að jafna sig nóg var lögreglunni gert viðvart. Og það leið ekki á löngu þar til Aamanda Eichinger var handtekin. Eichingers-hjón fengu auðvitað engar bætur þrátt fyrir skjölin sem frúin hafði fengið lögmanninn til að undirrita því ljóst var með hverjum hætti hún hafði fengið hann til þess. Málið kom fyrir rétt og þar var Amanda Eichinger dæmd í íjögurra ára og níu mánaða fangelsi fyrir mannrán, grófa líkamsárás og fjár- kúgun. Maður hennar fékk aðeins skil- orðsbundinn dóm þvi fram kom að eftir að hafa sett lás fyrir hlöðu- dyrnar hvarf hann af vettvangi og vissi ekki hvað fram fór innan þeirra eftir það. En það kom í hans hlut að sjá fyrir bömunum, tveim dætrum, tíu og ellefu ára gömlum, meðan kona hans sæti inni. „Ég fæ enn matraðir á nóttinni," sagði Joachim Hanauer þegar rétt- arhöldunum var lokið. Þá er ég kominn með eins konar ofsóknar- kennd því ég get ekki gengið inn um dyrnar heima og lokað á eftir mér án þess að ganga úr skugga um að tryggilega sé læst svo enginn komist Fólk tekur ósigri á ýmsan hátt. Sumir með jafnaðargeði, ef til vill af því að þeir gera sér grein fyrir því að andstæðingurinn hafði betri mál- stað eða stóð á einhvern hátt betur að vígi, en aðrir taka ósigri illa og kenna þá gjaman öðrum um hvern- ig fór. Og auðvitað getur sökin legið hjá öðrum. Því verður ekki mót- mælt. En þá ber að íhuga hvernig á þeirri hlið málsins skuli tekið. Amanda Eichinger var gift kona og móðir og bjó á sveitabæ í Reis- chach i Bæjaralandi i Þýskalandi. Hún, og reyndar maður hennar líka, höfðu gert sér vonir um að þeim tæmdist arfur en málið reyndist flókið og að lokum leituðu þau til lögmanns. Hann tók það að sér en það tapaðist. Og dag einn hringdi lögmaðurinn i Amöndu og sagðist vera í þann veginn að senda henni reikning fyrir þjónustu sína. „Og hve hár er hann?“ spurði hún. Lögmaðurinn nefndi upphæðina, sem svarar til jafnvirði tæplegra hálfrar milljónar króna. „Hvað ertu að segja?“ sagði hin fimmtíu eins árs gamla bóndakona. „Ertu að krefia mig um þessa upphæð eftir að arfurinn tapaðist vegna dugleysis þíns? Þú getur varla verið með réttu ráði. Þú skalt sækja það fé eitthvð annað en til mín.“ Snerist hugur Hnífur á lofti Skelkaður leit hann í kringum sig en áður en hann fengi rönd við reist réðst Am- anda að honum með hníf í hendi stakk hann í háls- lega reikna með flestu frá þessari bálreiðu bóndakonu því nú brá hún á loft handjárn- um, skellti þeim um annan úlnlið hans og festi hann við stoð. Svo leit hún á hann og sagði: þú skrifar ekki þegar í stað undir yfirlýsingu um að þú hafir staðið þig illa fyrir okkar hönd og að það sé þin sök að við urðum af arfinum þá endarðu í jörð- inni. Við erum búin að taka gröfina, svo það yrði fljótgert að ima þér undir græna torfu. Og reyndar áttu hvergi annars staðar heima, glæpamaðurinn þinn.“ Skammir á skammir ofan S. Einarsson Sítíli 557 3296. V ______________________________✓ Snjóbiettafatnaðui fiá OBERMEYERS í U.S.A. hannaðir af: Kevin og Brian Delaney, sem eru margfaldir heims- og Bandaríkja- meistarar í snjóbretta- íþróttum. Úlpur, bama- og unglingastærðir S, M, XL, XXL.. Verðfrá 6.800. Buxur stærðir 10-18 frá 4.200. Úlpur, fullorðinsstærðir S, M, L. Verðfrá 8.700. Buxur, stærðir S, M, L. Verð 8.500. Einnig mikið úrval af bama- og full- orðins skíðafatnaði og flís undirfatn- aði á böm og fullorðna á frábæru verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.