Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Page 8
8 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 sælkerínn Borðar sauði á jólum sem hann elur sjálfur: Engin jól án þessa kjöts - segir Ingimar Sveinbjörnsson sælkeri Ingimar Svein- björnsson var far- inn aö huga aö kjötinu sínu þegar DV leit til hans á dögunum. DV-mynd ÞÖK „Mér finnst sauðakjötiö mitt það allra besta. Ég er með eigin fram- leiðslu í Króksfjarðarnesi og slátra gripunum þriggja vetra gömlum. Þá er fallþunginn 40-50 kg, frampart- amir 8-11 kg og lærin 6-7 kg. Ég læt þetta hanga i 15-20 daga og læt tað- reykja kjötið í reykofninum í Kópa- vogi. Þeir gæta vel að því að það verði ekki of salt,“ segir Ingimar Sveinbjörnsson, sælkeri dagsins, sem segir okkur hvemig hann vill hafa hangikjötið sitt á jólum. Hann eldar það á óvenjulegan máta. Eldað í álpappír Ingimar segist frysta kjötið eftir að það kemur úr reykingu og sagar það síðan niður í 10 sentímetra þykka bita. Hver biti er settm- í ál- pappír og inn í 150° C (300°F) heitan ofh í m klukkustund. Kjötið má líka grilla en hann vill ekki að vatn komi nálægt því. „Kjötið verður sérlega gott með því að elda það á þennan hátt. Mér hefur alltaf fundist mjög skrítið að setja kjötið í vatn, saflnn úr kjötinu fer út í vatniö og svo er því hellt í vaskinn. Það er engin skynsemi i því,“ segir sælkerinn. Með þessu hefúr hann kartöflu- uppstúf, grænar baunir frá Ora, flat- kökur og smjör. Stundum er kalt kartöflusalat haft með. í því er: Majones sýrður rjómi smá kamí gott sinnep kartöflur og epli í bitum „Við erum með þetta á jóladags- kvöld og þá kem- ur öll fjöl- skyldan og borð- ar með okkur. Þeir sem hafa smakkað þetta em yfir sig hrifnir og ég segi fyr- ir mig að ég á erfitt með að ímynda mér jól án þess að fá sauðakjötið mitt góða. Ég hef ekki séð sauðakjöt í verslunum en ef notað er gott lamba- læri og eldað án þess að setja það í vatn getur þetta ekki annað en orðið gott,“ segir Ingi- mar. Hann segist gjama drekka blush rósavín eöa jólaöl með og síð- an er ísinn sígildur á eftir. -sv Einfalt og gott Morgun- komskökur Flestir ættu með réttu að vera búnir að baka fyrir jólin en fyrir þá sein- búnu kemur hér ein einfóld en gómsæt uppskrift að morgunkorns- kökum. Þetta er fljótlagað og mætti þess vegna gera að morgni aðfanga- dags. 50 g smjörlíki 2 tsk hunang 125 g súkkulaði- bitar 75 g morgunkorn (má vera nánast hvað sem er) 25 g hnetur (smátt saxaðar) Bræðið varlega saman smjörlíkið, hunangiö og súkk- ulaðið á pönnu og hrærið reglulega. Bætið út í morg- unkominu og hne- unum og blandið vel saman. Að því loknu er blöndunni hellt út í smurt kökuform og jafnaö út. Sett í kæli eða frysti yfir nótt. Þegar bera á þetta góögæti fram þá er mælt með því að skera þaö í þríhyminga. Miðað viö upp- skriftina ættu að nást átta góöir bitar. Semsagt: Verði ykkur að góðu og gleðileg jól! Ifnatgæðingur vikunnar * - Helga Margrát Reykdal, dagskrárgerðarmaður hjá Saga-Film: Jólaforréttur sem gleymdist „Þó að við séum gefin fyrir það á mínu heimili aö gera vel við okkur i mat að öllu jöfnu þá er það nú bara um jól, áramót og aðra hátíðisdaga sem við höfum þríréttaða máltíð. Það er orðin föst hefð að á aðfangadagskvöld er hamborgarhryggiu* og á gamlársdag er kalkúnn. Hins vegar er enginn ákveðinn forréttur búinn að vinna sér fastan sess á þessum dögum. Það var þvi kannski þess vegna sem hann hreinlega gleymdist fyrir tveimur árum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en klukkan að ganga fimm á aðfangadag og þá vora góð ráð dýr. Með því að skoða það sem til var i skápunum tókst þó föður mínum að galdra fram ljúffengan for- rétt sem tek- ur stuttan tíma að út- búa,“ segir Helga Mar- grét Reyk- dal, dag- skrárgerðarmaður hjá Saga-Film, sem er matgæðingur okkar að þessu sinni. Fyrst er það forrétturinn sem gleymdist. Uppskriftin miðast við 5. 10 skinkusneiöar 250 gr rækjur 1 dós grænn aspas rifinn ostur Season AU Cheyenne pipar Fyrst er skinkan skorin í fína strimla. Aspasnum, skinkustriml- unum og rækjunum er raðað saman á bökunarpappír (í þessari röð) í fimm skammta. Ostinum stráð yfír hvem skammt og hann kryddaður með ör- litlu Season All og nokkmm kom- um af cheyenne-pipar. Þetta er sett í 175 gráða heitan ofn í ca 5 mín. Borið fram með ristuðu brauði og kaldri kryddsósu sem hljóðar svo: 1 tsk. tómatsósa 1 msk. dijon sinnep 1 msk. majones Nokkrir dropar af Worchestershire- sósu Nokkur korn af möluðum 5 korna pipar Allt þetta er hrært saman og í lokin er 6 msk. af þeyttum rjóma blandað varlega saman við. Gómsætur eftirréttur Helga Margrét ætlar einnig að gefa okkur upp- skrift að gómsætum eftirrétt með heimatilbúnum ís. Byrjið á að smyrja eldfast form og raða í það mcikrónu- kökum. Skerið í sneiðar niðursoðnar perur og raðið yfir makrónukökumar og bleytið vel í með safanum úr dósinni. Hyljið perumar með After eight-súkkulaðiplötum. Bakið í ca 175 gráða heitum ofni þar til súkkulaðið er vel bráönað. Borið fram með heimatil- búnum ís og sú uppskrift hljóðar svo: 10 egg 12 msk. flórsykur m lítri rjómi vanilludropar Byrjað er á því að skilja að 10 egg. Eggjarauðunum er öllum haldið eftir og 7-8 eggjahvítum. 12 kúfuðum mat- skeiðum af flórsykri er hrært út í eggjarauðurnar og er hrært þar til blandan er orðin ljós og létt (getur tek- ið dálitla stund). Síðan era annars veg- ar eggjahvítumar stífþeyttar sér og hins vegar rjóminn þeyttur sér (gæta þess að þeyta hann ekki of mikið). Ef búinn er til vanilluís er hálfri flösku af vanilludropum bætt út í eggjarauðurnar þegar búið er að þeyta þær. Fyrst er þeyttu rauðunum og rjómanum blandað varlega saman með spaða. í lokin er stífþeyttu eggjahvít- unum bætt enn þá varlegar út í og sett beint í form og í frysti. Helga Margrét tekur fram að ef ísinn sé gerður með öörum bragðefh- um þá sé vanilludropunum sleppt og bragðefnið sett út í síðast - varlega! Hún segjr ísinn bestan ef hann sé gerður ca. 6 tímum áður en hann er etinn. Bon appétit! Helga Margrét skorar á leikkonuna og samstarfskonu sína, Tristan Eliza- beth Gribbin, að vera næsti matgæð- ingur. -bjb Helga Margrét Reykdal er aö sjálfsögðu á jólanotunum, enda ekki nema fjórir dagar til stefnu. Rétt aö smakka svolítiö á jólaísnum. DV-mynd E.ÓI. Mars-konditori: Síðasta verðlauna- uppskriftin j Mars-konditori uppskriftasam- 5 keppninni er nú lokið og kynnir ’ Jón Rúnar Arilíusson konditor- meistari síðustu verðlaunaupp- ; skriftina í morgunþætti Bylgjunnar í dag. Uppskriftin kemur frá Kristínu Andrésdóttur í Kópavogi 5 og nefnist Freistingin mikla. 3 eggjahvítur 2 dl púöursykur (eða strásykur) ca. 100 g Twix (saxað smátt) Stífþeytið eggjahvíturnar með ■ um helmingi af sykrinum. Bætið svo smátt og smátt út í afganginum af sykrinum og Twixinu. Látið ; bökunarpappír á plötu á hellið marengs-deiginu á miðja plötu og ? búið til hring. Bakið neðst í ofni við . ca 130 gráður á C í 1 klst. Fyllingin: 5 dl rjómi, 3 eggjarauður, 1 dl sykur, 1 lítið Mars (smátt saxað), 1 ; lítið Snickers (smátt saxað), 1 poki : Maltesers-kúlur (muldar). Þeytið rauður og sykur vel saman. Sykurinn verður að bráðna alveg og blandan ljós og létt. Blandið helmingi af þeyttum j rjómanum saman við eggjahræruna (varlega), bætið sælgætinu við og ! svo afganginum af rjómanum. Losið marengs-botninn af plötunni og setjið hann á álpappir sem nær upp S fyrir kantana á botninum. Hellið : fyllingunni á botninn og geymiö í frysti fram að notkun. Takið úr ! frysti og geymið í kæli 30-40 mín. áður en hún er borin fram. Verði ykkur að góðu! Leiðréttingar: Mars-rúlluterta og Bounty-terta í ljós hafa komið tvær villur í þeim uppskriftabæklingi sem dreift hefur verið í tengslum við upp- skriftasamkeppni Mars-konditori. Annars vegar í kremi Mars-rúllu- tertunnar, en sú uppskrift var birt í helgarblaði DV 6. desember. f bæklingnum stendur að kæla eigi kremið yfir vatni en þaö á að sjálfsögðu að vera yfir nótt. í Bounty-tertunni, sem uppskrift kom að í helgarblaði 29. nóv. sl., misfórst eilítið með leiðbeiningar fyrir tertubotninn í bæklingnum en ; var rétt sagt frá í DV. Við endurbirtum þá uppskrift hér með leiðréttingunum feitletruðum. 5 eggjahvítm- 250 g sykur 2 dropar sítrónusafi 200 g fint saxað Bounty IStifþeytið eggjahvítur og sítrón- usafa. Bætið finsöxuðu Bounty út í. Bakið I tveimur 24 cm formum við 120 C í ca. 40 mín. Þeytið siðan pela af rjóma og smyrjið á mUli botnanna. Kremið: 6 eggjarauður, 70 g flórsykur, 50 g smjör, 100 g Galaxy- súkkulaði. Þeytið eggjarauðurnar og flórsyk- urinn saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði. Blandið síöan eggjaþeytunni og súkkulaðismjörinu saman og hellið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.