Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Side 2
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 I>"V 2 'Géttir Enn eitt málið í hestaútflutningnum: Nýtt nafn og hest- urinn yngdur upp - Bændasamtökin grípa í fyrsta sinn til harðra aðgerða Birna Káradóttir á hesti sínum, Örvari frá Háholti, 9 vetra, á Murneyrarmót- inu sl. sumar. Skipt var um nafn á hesti sem seldur var til Sviss á síðasta ári og hann seldur út þremur árum yngri en hann er. í framhaldi hafa Bændasamtök Islands skrifað selj- anda hestsins, Ásgeiri Svan Her- bertssyni, og tiikynnt honum að ekki verði fleiri upprunavottorð af- greidd til hans fyrr en hann hefur gert hreint fyrir sínum dyrum. Er þetta í fyrsta skipti sem Bændasam- tökin grípa til svo harðra aðgerða af þessu tagi. Hesturinn sem um ræðir er gæð- ingurinn Örvar frá Háholti í Gnúp- verjahreppi. Eigandi hans frá upp- hafi, Bima Kristjánsdóttir frá Há- holti, seldi Ásgeiri hann í ágúst sl. örvar er undan hryssunni Kilju frá Háholti og Gassa frá Vorsabæ. örv- ar er kastaður í mai 1988 og gaf fað- ir Birnu henni þá folaldið. Hún keppti á hestinum sumariö 1995, þá 7 vetra gömlum. Síðan keppti hún á honum á Mumeyri í fyrrasumar þar sem þau unnu B-flokk. Sl. sum- ar keppti hún svo á honum á Murn- eyri aftur og vann það mót. Hún keppti einnig á Suðurlandsmótinu í ágúst sl. Þá sömu helgi sýndi hún hann í kynbótadómi og fékk góðan dóm á hann. Eins og sjá má af þess- um ferli er um þekktan og skráðan hest að ræða. Á Suðurlandsmótinu seldi Birna Ásgeiri Svan Herberts- syni hestinn en hann haföi áður fal- ast eftir honum. „Þau skilyrði fylgdu sölunni að hesturinn héldi sama nafni. Ég sagði við Ásgeir að ég vildi fá að DV-mynd E.J. fylgjast með hestinum og afdrifum hans. Ásgeir sagði það ekkert mál.“ Engin skýring Næst frétti Bima af Örvari á Sýnarmótinu sem haldið var í sept- ember sl. Þar var hann hins vegar skráður sem Baldur, fæðingarstað- ur óþekktur, móðir óþekkt, faðir- inn Gassi og hesturinn orðinn sex vetra í stað níu, að sögn Bimu. Vin- ur Bimu spurði Ásgeir á mótinu hvort þetta væri ekki Örvar frá Há- holti. „Hann sagði það vera en nýi eigandinn hefði viljað skipta um nafn. Ásgeir hafði þó hringt i stjúp- foöur minn upp í Háholt til að fá ættina á hestinum. Ég hringdi í Ás- geir eftir mótið en þá hafði hann enga viðhlítandi skýringu á þessu.“ Síðan var hesturinn seldur úr landi. Með eftirgrennslan komst Bima að því að hann hefði farið út til Sviss. Bróðir Bimu er búsettur í Sviss og hann komst að því að þangað væri hesturinn kominn, imdir nafninu Baldur, og sagður 6 vetra. Samkvæmt ættfærslu var hann albróðir Örvars. Þessi „nýi“ hestur er nú kominn inn í Feng, þótt hann sé ekki til, sagður undan Kilju og Gassa og fæddur árið 1991 en það ár kastaði hryssan ekki. Birna sagði að kaupandinn hefði ekki viljað trúa því að brögð væm í tafli. Hann hefði staðið i þeirri trú að hann væri með ungan hest í höndunum, sem ætti eftir að stór- bæta sig, en ekki fúllmótaðan hest. -JSS Viöbrögð Bændasamtakanna: Upprunavottorð ekki af- greidd til seljandans - stórskaöleg uppákoma, segir Kristinn Hugason „Ég sendi Ásgeiri Svan Herberts- syni bréf, fyrir hönd Bændasamtak- anna. Þar kom m.a. fram að ekki yrðu fleiri upprunavottorð afgreidd til hans vegna útflutnings á hrossum fyrr en hann hefði skýrt þetta mál. Það er alveg rétt að þessi hestur er kominn inn í Feng,“ sagði Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur. Kristinn sagði að enginn lagabók- stafur væri til sem gerði Bændasam- tökunum beinlínis kleift að setja fólk út af sakramentinu, þótt grunur væri um misferli í sölu hrossa til útlanda. I þessu tilviki yrði ekki tekið trúan- legt það sem um- ræddur seljandi kæmi með héðan í frá fyrr en hann væri búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann gæti þvi ekki flutt hross út í eigin nafni Kr|st|nn Huga. fyrr en hann væri son hrossarækt- búinn að ganga frá arráðunautur. þessu máli. „Viö erum að berjast fyrir því aö örmerki verði tekin upp tíl að koma í veg fyrir mál af þessu tagi. Auk þess erum við búnir aö gera að til- lögu okkar að örmerking allra út- flutningshrossa verði tekin upp sem þýðir að ekki er hægt að víxla upp- runavottorðum eftir aö hrossið hefur á annað borð fengið slíkt vottorð. Þá höfum við hert eftirlit með eigenda- skiptum. Við erum hættir að gefa út upprunavottorð fyrir hross sem er skráð á annan eiganda en seljanda, nema þá aö það berist vitnisburður frá fyrsta eiganda þess efnis að hann hafi selt gripinn. Þetta er gert í kjöl- far mála sem upp hafa komið. Skýrsluhaldi er og verður ábóta- vant þar til tekin verður upp skyldu- skráning allra hrossa í landinu, eig- andaskipti vottuð og rakin og engin hross flutt út önnur en þau sem hafa verið örmerkt sem folöld. Það er tímaspursmál hvenær útflutningur hreinlega stöðvast ef menn taka sig ekki á. Uppákomur sem þessi eru stórskaðlegar." -JSS Vissi ekki alveg hvað hesturinn var gamall „Ég fór sjálfur með hestinn til heil- brigðisskoðunar til ákveðins dýra- læknis sem sagði hann vera sjö vetra. Kaupandinn fór síðan með hestinn til annars dýralæknis, vegna trygginga, og sá sagði hann vera sex vetra," sagði Ásgeir Svan Herberts- son seljandi Örvars frá Háholti. „Ég sagði við kaupandann að hest- urinn væri eldri en hann sagði að fyrst dýralæknirinn hefði sagt að hann væri sex vetra þá stæði það. Viðskiptavinurinn ræður hvort hann breytir nafni hests sem hann kaupir. Ef eitthvað hefði veriö í spilunum með það að yngja þennan hest upp þá hefði maður breytt ættinni á hon- um.“ Ásgeir sagði að kaupandinn úti hefði einnig farið með hestinn tO tveggja dýralækna í Sviss og þeir hefðu báðir sagt hann 6 vetra. „Ég kem að sjálfsögðu tU með að svara bréfi Bændasamtakanna. En ég hef þegar leiðrétt þetta við þá sem keyptu hestinn." Ásgeir var spurður hvers vegna hann hefði fariö með rangar upplýs- ingar tU að fá upprunavottorð hjá Bændasamtökunum og látið kaup- andann þar með ráða ferðinni úr því að hann vissi sjálfur betur. „Ég vissi ekki alveg hvað hesturinn var gamaU þegar ég keypti hann. Þetta verður að sjálfsögðu leiðrétt og hefur aldrei annað komið tU greina af minni hálfu.“ Helgi Sigurðsson dýralæknir var einn þeirra sem skoðuðu Örvar. Hann sagðist hafa skoðaö brúnan hest sem hét Baldur. Af tönnunum hefði mátt ráða að hann væri 6 vetra en tannaldur væri einungis nálgun á sannleika, eins og hann hefði marg- oft tekið fram, en engin trygging fyr- ir réttum aldri á hesti. -JSS Erfiðleikar í útborg- un atvinnuleysisbóta Fiöldi atvinnulausra fékk ekki út- borgaðcU1 atvinnuleysisbætur sinar í fyrradag á útborgunardegi bótanna og heldur ekki í gær. Ástæða þess er að ný lög hafa tekið gUdi um greiðsl- ur atvinnuleysisbóta. í samræmi við þau hefur úthiutunarnefndum í Reykjavík verið fækkað úr níu í tvær og þar meö greiðslustöðum atvinnu- leysisbóta. Annar útborgimarstaðurinn er nú hjá Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur i Húsi verslunarinnar en hinn hjá Dagsbrún í Skipholti 50 og mUli þeirra skiptast þeir 3000 manns sem nú þiggja atvinnuleysisbætur. HaUd- ór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, segir í samtali við DV að fyrst í gær hafi greiðslukerfí og tækjabúnaöur vegna starfseminnar komið inn í hús- næði Dagsbrúnar. Unnið hafi verið fram undir morgun við að koma bún- aðinum í gang en vandamál komið upp í gærdag í sambandi við kerflð eins og títt er um slíkan búnað eftir gagngerar breytingar. HaUdór Bjömsson sagði að aUt hafi verið gert tU að aöstoða aiia þá sem ekki tókst að afgreiða í gær, t.d. með því að semja við viðskiptabanka þeirra um yfirdráttarheimUdir o.fl. og viö stéttarfélög þeirra um fyrir- greiöslu og aðstoð. Það hafi tekist vonum framar. HaUdór kvaðst í gær vonast tU þess að þetta nýja fyrirkomuiag verði komið í fuUt lag á næsta útborgunar- degi atvinnuleysisbóta þann 22. jan- úar og í síðasta lagi fimmtudaginn 29. janúar. Þá ættu aUir byijunarörðug- leikamir að vera yfirunnir. Hjá Verslunarmannafélagi Reykja- víkur fengust þær upplýsingar í gær að bætur hefðu ekki verið greiddar út þar í gær. Þær yrðu greiddar út á þriðjudaginn kemur. -SÁ stuttar fréttir Engar sættir Þau GísU PáU Pálsson, Alda Andrésdóttir, Hafsteinn Bjama- son og Aldís Hafsteinsdóttir, bæj- arfúUtrúar D-list- ans í Hveragerði, taka ekki alvar- lega ákvörðun stjómar Sjálfstæð- isfélagsins Ingólfs um að taka brott- vikningu þeirra frá aprfi sl. tíl baka. Þau hafa ákveðið að bjóða fram lista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar undir nafni Bæjarmálafélags Hveragerðis. Styðja oddvitann Sveitarfundur í Skorradal lýsir vanþóknun sinni á vinnubrögðum meirihluta hreppsnefhdar varð- andi sameiningarmál hreppsins sem hafa mikið verið i fféttum undanfarið. Oddviti hreppsins nýtur hins vegar fúlis stuðnings sveitarfundarins. RÚV sagði frá. Sjö sækja um Umsækjendur um stöðu ríkis- lögreglustjóra em alls sjö talsins. Þeir era: Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans, Ge- org Kr. Lárasson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, Haraldur Jo- hannessen, varalögreglustjóri f Reykjavík, Hjördís B. Hákonar- dóttir héraðsdómari, Stefán Hirst, skrifstofústjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, Valtýr Sigurðsson hér- aðsdómari og Þórir Oddsson vara- ríkislögreglustjóri. Gagnrýna skattinn Davíð Oddsson gagnrýndi skattayfirvöld á málþingi um skattamál í gær. Hann sagði dæmi um að skatt- heimtumenn misnotuðu vald sitt og gengju of harkalega ffam við ein- staka skatt- greiðendur án þess það liggi fyrir að þeir hafi brotið af sér. Fulltrúi skattsins vísaði þessu hins vegar á bug. RÚV sagði frá. Læknar bíða • Heiisugæslulæknar hafa beðið eftir úrskurði kjaranefndar um launakjör í rúmt ár og vill Katrín Fjeldsted, formaður félags þeirra, meina að á annan tug lækna hafi hrakist úr starfi á þessum tíma. Ekki er vitað um hvenær úr- skurðurinn loksins kemur, en Katrín vonast til að það verði fyr- ir mánaöamót, að sögn RÚV. Ráðherra sýknaður Sjávarútvegsráöherra var sýkn- aður af kröfum útgerðarfélagsins Siglfirðings um að ógiltur verði úr- skurður sjávar- útvegsráðuneyt- isins um afla- heimildir skips- ins Siglis á Reykjaneshrygg. Ráöuneytíð hafði staðfest aflaheimild sem tók ekki tiilit til afla sem nýttur hafði verið til bræöslu. Hagkaup í Borgarnesi Hagkaup opnar í fyrramálið nýja verslun í Borgarnesi. Hún mun heita Hraðkaup og verða nokkuð ffábrugðin öðrum Hagkaupsversl- unum vegna þess að í henni veröur sjálfsafgreiðsla. Mikii samkeppni verður á þessum markaði þar sem Kaupfélag Borgfirðinga rekur vöru- hús á staðnum. Þjóðskjalavörður rannsakar Þjóðskjalavörður ætlar að rann- saka hvort Ólafur Skúlason, fyrr- verandi biskup íslands, hafi eyði- lagt með pappírstætara skjöl sem hann mátti ekki koma fyrir katt- arnef. Stöð 2 sagði ffá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.