Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Page 20
20
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
tjgéttaljós
Svo virðist sem Halldór Blöndal
hafi sífellt veikari tök á ráðherra-
dómi sínum. Hvert vandræöa- og
hneykslismálið eftir annað hefur elt
hann uppi á kjörtímabilinu og síð-
ustu mánuði hefur vart liðið sú vika
að embættisfærsla hans sé ekki i
kastljósi fjölmiðla.
Ekki skal hér fullyrt um hvort
ráðherrastóllinn sé tekinn að hitna
undir honum. Þegar það er borið
undir þá sem lengi hafa fylgst með
stjómmálum innanlands og utan
virðast þeir nokkuð eindregið þeirr-
ar skoðunar að eftir það sem á hef-
ur gengið í samgönguráðuneytinu
þá veki það nokkra furðu að Halldór
skuli ekki vera búinn að taka pok-
ann sinn. Þar beri nú síðast þrjú
mál hæst og eru hvert um sig full-
gild ástæða fyrir afsögn hans, hvað
þáöU:
Hið fyrsta þessara mála er fram-
ganga samgönguráðherra í málum
Pósts og síma í haust þegar gjald-
skrárbreytingar vora gerðar á síma-
þjónustunni og síðan afturkaUaðar
að hluta eftir að forsætisráðherra
hafði tekið HaUdór Blöndal á beinið.
í öðru lagi er það Æsumálið: í því
hefur ráðherrann þvælst fyrir því
að orsök slyssins þegar skelveiði-
skipinu Æsu hvolfdi á lognkyrrum
sumardegi verði upplýst. Þegar
blaðaö er í ítarlegum fréttaflutningi
DV af Æsumálinu koma upp í hug-
ann orö eins og ofstopi, yfirgangur,
vankunnátta, áhugaleysi og ráð-
Innlent
fréttaljós
Stefán Ásgrímsson
leysi, en meira um það síðar.
í þriðja lagi er þaö nýjasta málið,
- upplýsingabann á meðlimi flug-
ráös vegna fréttaviðtals við einn
flugráðsmanna. Þaö mál er raunar
þríþætt, sjálft upplýsingabannið,
mismunun við innheimtu eldsneyt-
isgjalds vegna Ameríkuflugs tveggja
flugfélaga og ríkisstyrkur til Flugfé-
lags íslands vegna Raufarhafnar-
flugs þvert ofan í gild lög á Evr-
ópska efnahagssvæðinu sem ráð-
herrann sjálfúr staðfesti með undir-
ritun sinni.
Davíð ræður
Hvort þessi mál verði til þess að
Halldór Blöndal verður að yfirgefa
ráðherrastólinn áöur en kjörtíma-
bilið rennur út er undir forsætisráö-
herra komið. Davíð Oddsson er
þekktur af mjög glöggu pólitísku
nefi og - veöurskyni. Sumir sem DV
hefúr rætt við segja ólíklegt að hann
hætti á að hafa Halldór öllu lengur
innanborðs í ríkisstjóminni. Davíð
hljóti að vilja tryggja vinsældir sín-
ar og flokksins með því að fóma
þeim sem mestum usla veldur -
Halldóri Blöndal.
Davíð hefur lýst því yfir að hann
fyrirhugi breytingar á ríkisstjóm-
inni. Samkvæmt heimiidum DV em
þær fyrirhugaðar í byrjun næsta
mánaðar. Gangi það eftir getur
dregiö til tíðinda með hverjir það
verða sem fara úr ríkisstjórn og
hverjir koma inn nýir.
Upplýsingabannið
Það upplýsingabann sem Halldór
Blöndal hefur orðið uppvís að að
hafa sett á flugráð skömmu fyrir jól-
in er afar sérkennilegt þótt vart sé
hægt að segja að það komi blaða- og
fréttamönnum á óvart sem fylgst
hafa með íslenskum stjómmálum
undanfarin ár. Forsaga upplýsinga-
bannsins er sú að af vöruflugfélag-
inu Cargolux hefur verið innheimt
eldsneytisgjald sem lagt hefur verið
á eldsneyti félagsins frá Keflavík til
Bandarikjanna. Eldsneytisgjald var
fellt niður á flugi milli íslands og
Bandaríkjanna til að styrkja sam-
keppnisstöðu Flugleiða á flugleið-
inni á sínum tíma. Það er hins
vegar brot gegn samkeppnislögum
að innheimta gjald af einum aðila
en ekki öðrum.
Cargolux kærði þessa innheimtu
til Samkeppnisráðs þcir sem elds-
neytisgjaldið er ekki innheimt af
Flugleiðum á Ameríkuleiðum. Ráð-
ið úrskurðaði skömmu fyrir jól að
innheimtan bryti í bága við sam-
keppnislög og sam-
gönguráðuneytið
hefði mismunað flug-
rekendum við inn-
heimtuna og í raun
veitt Flugleiðum rík-
isstyrk með þessum
hætti.
Þegar einn flug-
ráðsmaður rak augun
í að þetta gjald væri
innheimt af Cargolux
en ekki Flugleiðum
taldi hann að vem-
lega vantaði upp á
þessa innheimtu og
lét það í ljósi í viðtali
við dagblaðið Dag.
Halldór Blöndal
segir I samtali við DV
að í orðum flugráðs-
mannsins í blaðavið-
talinu hefðu falist
óviðurkvæmilegar
aðdróttanir í garð
embættismanna Flug-
málastjómar. Þess
vegna hefði hann
bannað fjármála-
stjóra Flugmála-
stjórnar þann 18. des.
að láta af hendi upp-
lýsingar úr bókhaldi
Flugmáiastjórnar til
flugráðs. Jafnframt
bannaði hann skrif-
stofústjóra sínum og
sérlegum fulltrúa í
ráðinu aö mæta á
fundi flugráðs. Þetta
bann olli því að flug-
ráð varð í raun
óstarfhæft og ófært
um að gegna skyldum
sínum sem yfirstjóm
Flugmálastjómar,
m.a. þeirri að yfirfara
reikninga stofnunar-
innar og ganga frá
níu mánaða uppgjöri.
„Fyrir mér vakti
einungis að -flugráö
áttaði sig á því aö
hvort það teldi aö um
stórfellda vanrækslu
væri að ræða í starfi
embættismanna flug-
málastjómar," sagði
ráðherra við DV að-
spurður um hvers
vegna hann hefði
skellt þessu banni á
yfirleitt.
Skylt að bjóða
út ríkisstyrkt
flug
Fyrir skömmu missteig Halldór
Blöndal sig á reglum um flugsam-
göngur á Evrópska efnahagssvæð-
inu sem hér hafa lagagildi, þegar
hann ákvaö að styrkja Flugfélag ís-
lands til þess að halda áfram áætl-
unarflugi frá Akureyri til Raufar-
hafnar. Styrkinn átti að greiöa af
sérstökum lið í fjárlögum.
Sá leggjabrjótur sem ráðherrann
þama hrasaði um er laga- og reglu-
gerðabálkur sem hann sjálfur und-
irritaði fyrir nokkmm misserum.
Bálkurinn er m.a. um ríkisstyrktar
samgöngur til jaðarsvæða og gekk í
gildi um mitt sl. sumar samhliða
lögum um frelsi í flugi og bann við
úthlutun sérleyfa í innanlands- og
millilandaflugi. Samkvæmt ákvæð-
um þessara laga og reglna er skylt
að bjóða út allt ríkisstyrkt flug á
öllu hinu Evrópska efnahagssvæði.
Þessu virðist ráðherrann hafa
gleymt.
Samkeppnisstofnun hefur nú kall-
að eftir upplýsingum úr samgöngu-
ráðuneytinu um hvemig staðiö hafi
verið að því að veita flugfélögum
styrki þar sem allt bendi til þess að
ráðuneytið hafi brotið samkeppnis-
lög með því að bjóða ekki út ríkis-
styrktar flugsamgönguleiöir. Guð-
mundur Sigurðsson, forstöðumaður
hjá Samkeppnisstofnun, sagði við
RÚV að ráðuneytið yrði krafið um
svör við því hvemig ætlunin væri
að standa að þessu framvegis.
Allt flug í útboð
Aðspurður um málið sagði Hall-
dór við DV: „Við höfum ekki gert
samning við Flugfélag íslands um
ríkisstyrk á Raufarhafnarflugleið-
inni.“
Hann sagði að athugasemdir um
málið hefðu komið fram og sér
skildist að íslandsflug hefði áhuga á
að taka flugið að sér og sagði síðan:
„Það er alveg ljóst að það ber að
bjóða út allt flug sem er styrkt sér-
staklega með beinum framlögum.
Fram aö þessu hefur veriö friöur
um það að félög sem höfðu þjónust-
að þessa staði gerðu það áfram og
keppinautar blönduðu sér ekki í það
mál. Ég hélt satt að segja að það
væri þegjandi samkomulag um
það.“
Hann sagði að þar sem svona
væri í pottinn búið fyndist sér sjálf-
sagt að bjóða út bæði flug sem nú er
á hendi íslandsflugs og FÍ. „Mér
finnst ekki rétt að binda mig ein-
ungis við FÍ í þeim efnum og það
verði boðið í bæði Gjögur, Grímsey
og Raufarhöfn. Þá finnst mér sjálf-
sagt að það verði boðið út með sama
hætti hverjir vilji þjónusta sjúkra-
flug en það era
hærri fjárhæðir
veittar tÚ slíks
stuðnings en em
veittar til áætlunar-
flugs og ég hygg að
það falli einnig inn-
an þessara sömu
reglna," sagði Hall-
dór.
Hált á EES-
svellinu
Halldóri Blöndal
hefur áður skrikað
fótur á þeim við-
skiptareglmn EES
sem nú orðið hafa
lagagildi á íslandi
og er gjaldskrármál
Pósts og síma í
haust dæmi um það.
Um það mál allt var
fjallað ítarlega í DV
og öðrum fjölmiðl-
um. Meginatriði
þessara breytinga
vora þau aö sím-
gjöld innanlands
hækkuðu verulega
en útlandasímtöl
lækkuðu. Hvers
vegna þetta var gert
skýrði Halldór með
þessum orðum fyrir
lesendum DV: „Það
er ekki hægt að
leggja niður gjald-
svæði og það er
ekki hægt að lækka
símtöl til annarra
landa nema hækka
innanlandssímtöl.
Þessi orð túlkuðu
margir, þ.á m. tals-
menn neytenda,
þannig að með
hækkunimum inn-
anlands væri verið
að niðurgreiða sím-
töl til útlanda sem
bryti gegn ákvæð-
um laga bæði inn-
anlands sem og á
hinu Evrópska efna-
hagssvæði.
Sem fyrr hefur
verið sagt tók for-
sætisráðherra HaU-
dór Blöndal og
stjómendur Pósts
og síma inn á teppið
til sín og að þeim
fundi loknum til-
kynnti Halldór um
að hækkanir innan-
landssímtala yrðu teknar til baka að
veralegu leyti.
í samtali við DV var Ijóst að ráð-
herranum komu viðbrögð almenn-
ings við símagjaldskrárhækkunum
innanlands og lækkunum á útlanda-
símtölum á óvart. „Mér kom ekki á
óvart að það skyldi verða óánægja
út af hækkuninni en mér datt aldrei
í hug að viðbrögðin yrðu svo sterk,"
sagði hann. Hann sagðist hins vegar
ekki hafa verið tekinn inn á teppið
til Davíðs heldur átt sjálfur fram-
kvæði að fundinum sem fyrr var
nefndur.
Æsumálið
Meðferð Æsumálsins af hálfu
samgönguráðuneytis og ráðherra
hefur verið afar sérkennileg. Skip-
inu hvolfdi skyndilega á lognkyrr-
um sumardegi í Amarfirði í júlí
1996. Fjórir af áhöfninni komust af í
slysinu en tveir fórast. Engin afger-
andi skýring hefur enn fengist á or-
sök slyssins enda rannsókn brota-
kennd.
Ekkja skipstjórans á Æsu og dótt-
ir stýrimannsins, sem báðir fórast
með Æsu, Kolbrún Sverrisdóttir,
hefur þurft að heyja ótrúlega harða
baráttu fyrir því sjálfsagða mark-
miði að orsakir slyssins verði rann-
sakaðar og upplýstar. Sú barátta
Kolbrúnar hefur enn ekki borið ár-
angur þótt henni hafi sannarlega
áunnist talsvert - ekki síst það að
varpa óþægilega skýra ljósi á
hvemig þau yfirvöld sem um málið
áttu að fjalla hafa bragðist.
Þegar um hálft ár var liðiö án
þess að nokkur rannsókn af viti
hefði farið fram, ekkert verið gert
til að reyna aö ná skipinu upp né
sækja lík þeirra sem fórast með
Æsu, ritaði Kolbrún Sverrisdóttir
öllum ráðherram og þingmönnum
bréf og vakti athygli á því í hvaöa
farvegi máliö væri. í kjölfarið fór
fram utandagskrárumræða á Al-
þingi.
Að henni lokinni sá Halldór Blön-
dal ástæðu til þess að hella sér yfir
Kolbrúnu meö skömmum og skæt-
ingi í vitna viðurvist. Hann reið að
vísu ekki feitum hesti frá þeirri við-
ureign því að Kolbrún lét sér hvergi
bregða og las ráðherranum rök-
studdan pistil um allt Æsumálið og
meðferð hans og embættismanna
hans á því af þeirri einurð og ís-
kaldri kurteisi að ráöherrann setti
hljóöan.
Breskir kafarar fengnir
- íslenskir hunsaðir
Rúmum níu mánuöum eftir að
Æsa fórst heimilaði HaUdór Blöndal
loks að fengiö yrði til landsins
breskt köfunargengi sem kafaði nið-
ur að Æsu þar sem hún enn liggur
á 76 m dýpi. Árangurinn varð sá að
lík skipstjórans, eiginmanns Kol-
brúnar Sverrisdóttur, fannst. Ekk-
ert upplýstist hins vegar um orsak-
ir slyssins. Kostnaður vegna
Æsumálsins, þar á meðal heimsókn-
ar bresku kafaranna er orðinn hátt
í 30 milljónir króna.
íslenskir kafarar og köfunarfyrir-
tæki höfðu bæði áöur en Bretamir
komu og eins síðar boöist til þess að
lyfta Æsu af hafshotni og færa á
land. Tvö íslensk fyrirtæki hafa gert
samgönguráðuneytinu tilboð um að
sækja skipið en hvoragt verið virt
svars. Tilboð annars fyrirtækisins
var upp á 18 milljónir. Það vildi fá 9
milljónir þegar búið væri að lyfta
skipinu og flytja af 76 m dýpi á rúm-
lega 30 m dýpi. Síðari hluta kostnað-
arins vildi fyrirtækið fá þegar Æsa
væri komin í slipp á ísafirði. Ráðu-
neytið svaraði aldrei tilboðinu.
Óskiljanleg
framganga
Öll framganga ráðherrans í Æsu-
málinu er iliskiljanleg. DV hefur frá
upphafi fylgst mjög vel með fram-
vindu þess. í fréttaljósi um það
snemma í júlí í fyrra segir: „Hvað
varöar klúðrið í kringum rannsókn
Æsumálsins þá er vitað að sjóslysa-
nefnd vildi láta taka skipið á þurrt
og rannsaka þannig hvað gerst
hefði. Þar stóð samgönguráðherra í
vegi þótt hann heimilaði síðar fjár-
útlát til breska leiðangursins.
Hvaða ástæður hann hafði til þess
skal ósagt látið en einn heimildar-
manna DV segir áhugamál ráðherr-
ans ekki liggja á þessu sviði sam-
göngumálanna. Hans áhugasvið séu
fyrst og fremst samgöngur á landi
og í lofti. Það sé því fyrst og fremst
þekkingarskortur og slæmir ráð-
gjafar sem valdi því í hvaða farveg
málið hefur farið.“