Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Síða 33
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
imm
41
Það era gömul og ný sannindi að
erfitt er að ná fram bættri heilsu
eingöngu með því að stunda meiri
hreyfingu. Gæta verður þess að
borða jafnframt holla og næringar-
ríka fæðu, sem má ekki vera of fit-
andi. Laufey Steingrímsdóttir, nær-
ingarfræðingur hjá Manneldisráöi,
hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn
þess að samtvinna hreyfingu og
mataræði. „Þeir sem ætla að ná
fram bættu heilsufari setja sér yfir-
leitt einhver markmið. Flestir vilja
grenna sig og það gæti reynst erfitt
ef mataræðinu er ekkert breytt.
Auðvitað geta menn grennst og auk-
ið styrk sinn með mikilli hreyfingu
einni saman, en mun betri árangur
næst jafnan með því að huga einnig
að samsetningu fæðunnar. Heilsu-
farið er ekki bara styrkur og þol,
því mataræðið er mjög sterkur
áhrifavaldur um heilsufar okkar,“
sagði Laufey.
Ef við tökum til dæmis mann-
eskju sem setur sér það markmið að
léttast um 25 kíló, þá er það nánast
útilokað verk án þess að miklar
breytingar verði á mataræði, þvi
þannig markmiði er erfitt að ná ein-
göngu með mikilli hreyfingu. Til
þess að ná sér niður í þyngd er eig-
inlega meira atriði að breyta matar-
æðinu heldur en að auka hreyfing-
una.
Hins vegar eru miklar líkur á að
góður árangur náist ef þessi tvö at-
riði haldast í hendur. Þá er ekki
endilega nauðsyn á því að borða
einungis meinlætalegt megrunar-
fæði og setja af stað svakalegt æf-
ingaprógramm. Það er hægt að ná
miklum árangri með því einu að
breyta ákveðnum þáttum í fæðu-
vali. Þar skiptir viðbitið miklu
máli, sérstaklega hjá fullorðnu fólki.
Hjá sumum er sú breyting á fæð-
unni að smyrja lítið eða ekkert á
brauðið nægileg til að losna við öll
óþörf kíló. Einnig reynist það árang-
ursríkt ef menn borða léttari mjólk-
urvörur, sneiða hjá sælgæti og feit-
um sósum.
Umsjón
ísak Öm Sigurðsson
Menn geta aflað sér upplýsinga
um hollar fæðutegundir meðal ann-
ars hjá Manneldisráði, eða aflað sér
fróðleiks úr bókum eins og mat-
reiðslubókinni Af bestu lyst sem
Manneldisráð gaf út, þar sem öllum
hollum mataruppskriftum fylgja
upplýsingar um kaloríuinnihald,"
sagöi Laufey. Af öðrum bókum um
heilbrigðar fæðutegundir og holla
lifnaðarhætti má nefna bækurnar
Mataræði og Betri línur.
Þaö skiptir ekki öilu máli hvaða íþróttagrein menn stunda heldur er það lykilatriði aö menn hafi ánægju af hreyfing-
unni.
að við séum nálægt meðaltalinu
samanborið við aðrar vestrænar
þjóðir. Hjá sumum þeirra er ástand-
ið betra og verra hjá öðrum. Það er
engin spurning að alltaf má betur
gera og auðvitað þarf að gera átak í
þessum málum. Einfaldlega til þess
að minna fólk á að hreyfa sig og
ekki síður til þess að styðja fólk í
því sem það er að gera. Það er þessi
stuðningur sem er svo mikilvægur
svo fólk finni samhljóm með öðram.
Svona átak eins og það sem DV og
Bylgjan standa fyrir er ekki einung-
is til að ýta við þeim sem aldrei gera
neitt og eru alltaf að hugsa um að
fara að gera eitthvað heldur ekki
síður til að hvetja þá sem hafa ver-
ið að hreyfa sig til áframhaldandi
hreyfingar."
í skoöanakönnun Gallup kemur fram að um fjórðungi fleiri landsmenn
stunda reglulega hreyfingu nú en fyrir fimm árum.
Aldursdreifing
„Það er nokkuð forvitnfiegt að
velta fýrir sér hlutfalli þeirra sem
hreyfa sig með tilliti til aldurshópa.
Regluleg hreyfing dettur nokkuð
niður i aldurshópnum 45-50 ára, en
eykst siðan hlutfallslega í næsta ald-
urshópi fyrir ofan. Á sama hátt er
hlutfallið óvenjulágt í aldurshóp-
unum 22-26 ára og hjá þeim sem era
á milli 30 og 40 ára. Þessir aldurs-
hópar eru „brauðstritsaldurinn" og
mikil vinna kemur oft í veg fyrir að
menn stundi reglulega hreyfingu.
Það er hins vegar gríðarlega mikil-
vægt fyrir alla að skipuleggja tíma
sinn þannig að þeir geti hreyft sig á
einhvern hátt.
Fólk endumærist algerlega lík-
amlega með því að stunda reglulega
hreyfingu, almenn starfsgeta eykst
og fólk verður jákvæðara. Ef hreyf-
inguna vantar á fólk einfaldlega erf-
iðara með að glíma við dagleg
vandamál. Það skiptir alveg gríðar-
lega miklu máli hvaða hreyfingu*'
fólk velur sér, ekki íþróttarinnar
vegna, heldur fyrst og fremst ánægj-
unnar vegna. Það skiptir ekki öllu
máli hvort menn fara út að skokka,
hjóla, í gönguferð, í líkamsrækt eða
aðrar greinar. Aðalatriðið er að
menn hcifi gaman af þeirri hreyf-
ingu sem þeir stunda."
Grípa til afsakana
„Ef menn hafa enga ánægju af
hreyfingunni nota menn allar afsak-
anir til þess að sleppa henni. Hvatn-
ingin verður engin, til dæmis ef veð-
ur er vont, þá er það notað sem af-
sökun til að sleppa skokkinu, eða ef
menn finna fyrir slappleika, þá er
hægt aö nota það sem afsökun.
Þannig er allt tínt til tfi að sleppa ef
ánægjan er ekki fyrir hendi. Ef
menn hins vegar hafa gaman af
hreyfingunni láta þeir nánast ekk-
ert koma í veg fyrir hana.
Það er hægt að grípa til ýmissa
ráða tfi að koma sér af stað. í fyrsta
lagi að taka frá ákveðinn tíma til
hreyfingarinnar og mikilvægt er að
tengja hann vinnunni. Það er erfitt
að koma heim úr vinnunni, segja .
hæ við fjölskylduna og hlaupa strax '
út til að hreyfa sig. Því er hagstætt,
ef menn hafa tækifæri til, aö stunda
sína hreyfingu í hádeginu eða jafn-
vel áður en vinnudagurinn hefst.
Annars verður hver og einn að
finna sér þann tíma sem honum
hentar.
Síðan er hægt að spila nokkuð á
sálfræðina í sjálfum sér. Hafa alltaf
íþróttatöskuna tilbúna við dyrnar
þannig að hún bíði þegar farið er af
stað til vinnu. Einnig gefst það vel
að setja sér ákveðin markmið og
verðlauna sjálfan sig á einhvem
hátt þegar takmarkinu er náð, fara
út að borða, kaupa sér geisladisk
eða umbuna sér á annan hátt.
Það er einnig gifurlega mikfivægt
að ætla sér ekki um of og setja sér
raunhæf og skynsamleg markmið.
Sígandi lukka er alltaf best í þessu
sambandi og sinna þarf stoðkerfi
líkamans af kostgæfni með tilliti til
ástandsins. Það verður að hafa það í
huga að við erum að byggja okkur
sjálf upp, það gerir það enginn fyrir
okkur,“ sagði Þorsteinn.
-ÍS
Bylting á 5 árum
Fjölmargir telja að Islendingar
lifi almennt heilbrigðu lífemi og líi
fi ástæða sé til þess að hvetja þá til
að hreyfa sig meira. Þorsteinn G.
Gunnarsson, annar framkvæmda-
stjóra samtakanna íþróttir fyrir
alla, segir að mikfi breyting hafi átt
sér stað í íþróttaiðkun meðal þjóð-
arinnar á síðastliðnum fimm árum.
Gerð var skoðanakönnun á vegum
Gallup á síðasta ári og spurt hvort
menn stunduðu einhverja hreyf-
ingu. í ljós kom að 51,8% lands-
manna sögðust stunda reglulega lík-
amsrækt af einhverju tagi (a.m.k.
2-3 i viku).
„Það skal að vísu tekið fram að
þetta hlutfall var mjög breytfiegt eft-
ir aldursflokkum. Fyrir fimm árum
sögðust um 73% landsmanna ekki
stunda neina hreyfingu utan vinn-
unnar í sams konar könnun og því
ljóst að mikil bylting hefur átt sér
stað,“ sagði Þorsteinn.
„Ég hef því miður ekki sambæri-
legar tölur erlendis frá, en tel liklegt
Skokkhópur fyrir byrjendur
- sérlega hagstætt fyrir þá sem hætta að reykja
Hjá Námsflokkum Reykjavíkur
er í undirbúningi að bjóða upp á
skokknámskeið fyrir algera byrj-
endur. Sérstaklega er stefnt að því
aö það henti þeim sem eru ný-
hættir að reykja eða hyggjast
hætta á næstunni. Fluttur verður
fyrirlestur á næstu dögum um
þetta skokknámskeið. Upplýsing-
ar gefur Pétur Ingi Frantzson í
símum 551 4096 á skrifstofutíma
eða símboða 846 1756. -ÍS
KOMDU Af) ÆFA KAHATF
KARATE ER ÍÞRÓTT FYRIR AULA
- LfKA ÞlG
Karateféiagid
ÞÓKSHAMAK
Brautartioiti 22 Sími 551 4003
Batna-, ungimga ByrjencfaTiámsVeid
og fuiiordinsfioVVar eru að byrja núna