Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Fréttir Nýstárleg aöferð 1 Akrahreppi til að vinna gegn fólksfækkun: Greiðir 100 þúsund fyrir hvern nýbura - betra en kaupa ljósastaura, segir í samþykkt hreppsnefndar Kolbrún Grétarsdóttir og Halldór, unnusti hennar, eiga von á barni á næstunni. Hér eru þau ásamt Agnari Gunnars- syni, hreppsnefndarmanni á Miklabæ. Hreppsnefndin styrkir þetta framtak Kolbrúnar og Halldórs, sem og annarra hreppsbúa sen. vilja leggjast í barneignir. DV-mynd Þórhallur DV, Sauðárkróki: Hreppsnefnd Akrahrepps i Skagafirði, eina hreppsins sem stendur utan væntanlegs samein- aðs sveitarfélags í héraðinu, virð- ist ætla að styrkja sveitina í sessi í samkeppninni við risann í sýsl- unni, 11 sameinuð sveitarfélög að Sauðárkróki meðtöldum. Á fyrsta fundi hreppsnefndarinnar nú í byrjim ársins var samþykkt að styrkja ungt fólk í hreppnum með því að greiða því 100 þúsund krón- ur fyrir hvert bam sem fæðist. Slíkur stuðningur er væntanlega einsdæmi hér á landi. Betra en Ijósastaurar Það voru þeir Agnar Gunnarsson á Miklabæ og Þórarinn Magnússon á Frostastööum sem báru þessa til- lögu upp á hreppsnefhdarfúndi og Broddi Bjömsson, oddviti á Fram- nesi, lét bæta neðanmáls við tillög- una aö þessir peningar væm betur komnir hjá unga fólkinu en í röö ljósastaura heim á bæi, en sveitar- stjómir í Rípur- og Viðvíkurhreppi létu lýsa upp heimreiöir að bæjum í hreppunum nú í haust. „Þetta kom á óvart og við trúðum þessu varla fyrst, en það er nýbúið að segja okkur þetta. Okkur frnnst þetta jákvætt og allur stuðningur kemur sér vel þegar fólk er að byrja búskap. Það veitir heldur ekkert af því að ýta undir unga fólkiö héma því þaö er mikið af gömlu fólki hér á bæjum og fáir til að taka við. En maður spyr sig líka að því hvort þarna sé verið að kaupa okkur til að búa áfram í sveitinni, en ég held þó ekki,“ sagði Kolbrún Grétarsdóttir, ung húsmóðir á Kúskerpi, en Hall- dór, unnusti hennar, trúði þessum fréttum ekki í fyrstu. Kolbrún á einmitt von á sér i mars, en alls em þijú böm á leiðinni í hreppnum á næstu vikum og mánuðum, sem er dágott hlutfall í héraðinu þar sem aðeins hafa fæðst rúmlega 40 böm á fæðingardeild sjúkrahússins á Sauðárkróki undanfarin ár. Og það er aldrei að vita nema börnum eigi eftir að fjölga enn frekar í Akra- hreppi i ár, þó svo að Broddi Björns- son oddviti reikni ekki meö að þetta hafi nein afgerandi áhrif varðandi fjölgun í hreppnum. Þess má geta að íbúar Akrahrepps vom um 225 tals- ins í lok árins. -ÞÁ Hjúkrunarfræðingar rikisspítalanna fjölmenntu á fundi í gær þar sem aðlögunarnefnd kynnti þeim stöðu kjaramála. DV-mynd GVA Mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga á ríkisspítölum: Raddir um uppsagnir - á kynningarfundi sem haldinn var um kjaramál „Það er óneitanlega viss óánægja meöal hjúkranarfræðinga á ríkisspítölunum og það komu fram raddir um uppsagnir á fundinum," sagði Erla Gunnarsdóttir, aðaltrúnaðarmaður hjúkmnarfræðinga á Landspítalanum, við DV. í gær boðaði aölögunamefnd til fundar með hjúkmnarfræðingum á ríkispítölunum, þar sem staða samningamála var kynnt. Nýtt launakerfi á að taka gildi 1. febrúar nk„ en viðræður em enn í gangi. Samkvæmt hinu nýja kerfi em laun í þrepum í þremur römmum. Laun í A-ramma em á bilinu um 103.000-161.000 krónur, í B-ramma rúmlega 129.000-208.000 krónur og C-rammi 143.000-280.000 krónur. „Flestir á launamarkaðinum hafa samið um laun sem samsvara B-ramma, en hjúkmnarfræð- ingar em hræddir um að þeim veröi raðað i laun- aramma A, sem okkur finnst allt of lágt miðað við ábyrgð okkar og álag í starfi." Erla sagði hjúkmnarfræðinga gera sér fulla grein fyrir þvi að ríkisspítalar væru í miklum fjárhagsvanda. „Við erum því ekki í neinu stríði við þá, heldur ríkið sem er að svelta hjúkmnar- stofnanimar. Við viljum okkar vinnustað vel, en erum orðnar langþreyttar á að vera á svo lágum launum, sem raun ber vitni, í svo ábyrgðarmiklu starfí. Við fognum hins vegar nýgerðum kjarasamn- ingum við lækna, einkum þá sem helga sig spít- alavinnu. Við sjáum hins vegar að við emm lág- launastétt og sættum okkur ekki við það.“ Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, sem sæti á í aðlögunamefnd, sagði að launakerfi flestra annarra heilbrigðisstétta en hjúkmnarfræðinga hefði átt að taka gildi 1. des- ember sl. Enginn af heilbrigðishópunum hefði enn náð samningum við ríkisspítala. „Mér fannst á hjúkranarffæðingum að þeir líti á nýgerða kjarasamninga við sjúkrahúslækna sem ákveðna yfirlýsingu frá stjórnvöldum um að þau séu úlbúin aö koma til móts við fleiri heil- brigðishópa." Ásta sagði að á næstu dögum myndi stjóm Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga kynna fleiri hópum hjúkmnarfræðinga stöðu samningamála. Eins yrði stjómvöldum kynntur sá óróleiki sem væri meðal hjúkrunarfræðinga. -JSS Stuttar fréttir i>v Nefnd um Vínland Forsætis- ráðherra hef- ur skipað nefhd sem gera á tillög- ur um hátíða- höld vegna 1000 ára af- mælis landa- fúnda Leifs heppna. Formaður er Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Kortaverslun um jól Handhafar Eurocard-kredit- korta versluðu fyrir jólin fyrir tæpa tvo milljarða króna út á kortin sín. Þetta er um 15% meira en í fyrra. Stöð 2 sagði frá. Nýir flóðabílar Dagur segir aö stórtjón hafi liklega orðið þegar um 30 nýir bílar skemmdust í flóði í Sunda- höfn aðfaranótt 30. desember. Umboðin krefjast þess að Eim- skip bæti bílana. Einkaréttur Nexus Media hefur einkarétt á nafninu íslenska sjávarútvegs- sýningin og ætlar að halda hana í Smáranum í Kópavogi. Leigan er svipuð og hún var í Laugar- dalshöllinni síðast. Nexus hefúr tryggt sér mestallt hótelrými í borginni haustið 1999 þegar sýn- ingin og sýningin í Laugardals- höllinni verða haldnar. Sjónvarp- ið sagði frá. Síldarsamningar Gæftaleysi imdanfarið stefiiir síldarsölusamningum í hættu, aö sögn verkstjóra hjá Síldarvinnsl- unni í Sjónvarpinu. Lítið hefúr fúndist af síld á miðunum fyrir austan land. Nýttlyf Nýtt lyf sem danskir breskir og íslenskir vísindamenn hafa prófað á tveimur íslendingum lofar góðu. Lyfið styrkir veikt ónæmiskerfi þeirra sem vantar svonefht NBL-prótín. RÚV sagði frá. Gjöldum frestaö Borgarráð hefur sam- þykkt tillögu borgarstjóra um að ellilíf- eyrisþegar geti fengið gjaldfrest á fasteignagjöldum gegn veði í fast- eignunum sjálfúm. Veðið á að greiða upp við sölu eignar eða skiptingu dánarbús. Skogrœktin kærð Garðyrkjumenn hafa kært Skógrækt rfkisins fyrir brot á samkeppnislögum, m.a. vegna út- boöa á ræktun skógarplantna. Stöð 2 sagði frá. SUS gagnrýnir Samband ungra sjálfstæðis- manna gagnrýnir rikisstjómina harðlega fyrir að hafa ekki kynnt hvemig staðiö verði að sölu á eignarhluta ríkisins í Fjárfest- ingabankanum. RÚV sagði frá. Sorpa dýrari Sorpa hefúr tvöfaldað gjald- skrá fyrir að taka á móti notuð- um bylgjupappa. Ástæðan er að verðhrun hefúr orðið á pappír til endurvinnslu erlendis og útflutn- ingi hans því hætt. Ögmundur Einarsson forstjóri segir RÚV að viðskipti við Sorpu hafi dregist saman vegna samkeppni við aðra sorpmóttakendur. Sérlegur lögreglustjóri Settur hef- ur verið sér- stakur lög- reglustjóri til að ákveða um áframhald- andi veitinga- og starfsleyfi fyrir Vegas. Þetta er gert vegna náins skyldleika lögreglu- stjóra og eins eigenda skemmti- staðarins. Morgunblaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.