Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 11 DV Ólafsfjörður: Mikil fólks- fækkun DV, Ólaisfiði: Ólafsflrðingum fækkaði um- talsvert á síðasta ári eða um 70 samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands 1. desember sl. Þá voru þeir 1.098 en voru 1.168 á sama tima árið áður. Reyndar segir þessi tala ekki allt því inni i henni eru ekki þeir sem fluttu í bæinn í desember. Þar á meðal eru tvær stórar fjöl- skyldur. Ein ástæðan fyrir þessari fækkun er sú að svokallaðir skúffumenn, það eru sjómenn sem vinna hér en eiga í raun heima annars staöar, hafa fært lögheimili sín. Einnig námsfólk sem vegna námsstyrks hefur flutt lögheimili sitt. Sveiflur á íbúatölunni eru al- gengar en þetta er ein sú stærsta í mörg ár. -HJ Fréttir Samstarf A-flokkanna í Hafnarfirði: Breytir engu um hlutasamstarfið - segir Jóhann G. Bergþórsson „Þessar samþykktir A- flokkanna breyta engu hvað varðar afstöðu mína til núverandi meirihlutasam- starfs í Hafnarfirði," segir Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi klofn- ingsbrots Sjálfstæðisflokksins í Hafharfirði. Jóhann sagði að þessar samþykktir hefðu legið lengi í loft- inu en hefðu ekki áhrif á sig. Hann sagðist hins vegar ekki enn hafa fengið svör þau frá Ingvari Viktors- syni sem hann hefði beðið um. Jó- hann lét bóka á átakafundi um fjár- Jóhann Bergþórsson. mál bæjarins nýverið að hamn teldi forsendur frekara samstarfs við Al- þýðuflokkinn brostnar, nema odd- viti Alþýðuflokksins gæti sannfært hann um að bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins myndu halda sig við gerð- an samstarfssamning og ekki hlaupa út undan sér. Jóhann sagði að Ingvar hefði verið veikur nýver- ið og það væri skýringin á því að svar hefði ekki borist. Það hlyti þó að koma fljótlega. -phh „Bjartara“ fram undan hjá Siglfirðingum: Ráðist á mengunina DV, Akureyri: Siglfirðingar sjá nú fram á „bjartari" daga en þeir hafa árum saman kvartað undan mjög mikilli loft- og lyktarmengun frá fiski- mjölsverksmiðju SR-mjöls í bæn- um. Umfangsmiklar framkvæmdir til að sporna gegn þessari mengun eru að hefjast og er stefnt að því að þeim ljúki í haust. „Við reiknum með að þessar framkvæmdir muni kosta á bilinu 600-650 milljónir króna,“ segir Þórður Jónsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs SR-mjöls. Þórður segir að byrjað sé að smiða þau tæki sem setja þarf upp í verk- smiðjunni og þá sé búið að skrifa undir samninga um þurrkara og önnur tæki sem keypt verða frá Noregi. „Við endurnýjum þurrkarana í verksmiðjunni og setjum upp svip- aðan búnað og er i verksmiðjum okkar á Seyðisfirði og í Helguvík. Við hyggjumst einnig endurnýja gufukatlana og flytja þá inn á verksmiðjusvæðið og minnka um leið sótmengim sem hefur verið frá kötlunum þar sem þeir hafa verið. Breytingin á þurrkurunum gengur út á það að minnka loft- og lyktarmengun frá verksmiðjunni. Það verður reyndar aldrei þannig Guörún Jack, fögreglukona úr Kópavogi, sést hér vígaleg á.lögreglumótorhjóli. Guörún er eina lögreglukonan á höf- uðborgarsvæöinu sem ekur lögreglumótorhjóli. Guörún er dóttir séra Roberts Jacks heitins. DV-mynd S að menn verði ekki varir við fiski- mjölsverksmiðjur þar sem þær eru, það er ekki hægt að koma upp þannig verksmiðju að ekki fylgi þeim einhver lykt eins og annarri fiskvinnslu. Það sem við höfum gert á Seyðisfirði og í Helguvík hefur hins vegar verið talið viðun- andi i mengunarvörnum og við vonum að það takist eins vel til á Siglufirði," segir Þórður. -gk Eskiijörður: Fjórtán pólskar DV; Eskifirði: Hjá Hraðfrystihúsi Eskiflarð- ar hf. vinna 70 manns undir stjórn yfirverkstjórans, Bene- dikts Jóhannssonar. Þar af eru 18 Pólverjar, fjórtán konur og fjórir karlar. Pólverjamir búa i verbúð fyr- irtækisins og matreiða sjálfir ofan í sig. Eru þeir ánægðir á Eskifirði. Þeim finnst þó hafa verið fremur lítið að gera í vet- ur. Pólverjar komu fyrst til starfa á Eskifirði haustið 1996. Hafa þeir verið hér yfir vetrar- tímann en farið heim á vorin. Um helmingurinn kom svo aft- ur í haust ásamt nokkrum Pól- verjum sem ekki hafa verið hér áður. Þeir eru einkar ánægðir með sín fiskvinnslulaun enda ku kaupmáttur þeirra launa, sem þeir vinna sér inn hér á landi, vera mikill þegar heim til Pól- lands er komið. -Reglna Skóla- og menntamál: Ny namskra i smiöum Stefnt er að því að ný aðalnámskrá fyrir gnmnskóla taki gildi næsta haust. Vinna við gerð hennar hefur staðið undanfarið eitt og hálft ár. Til samanburðar má nefna að gerð nú- gildandi námskrár, sem gekk í gildi haustið 1989, tók um áratug. Starfið hefur það sem meginmarkmið að móta nýja heildstæða skólastefnu sem tekur bæði til grunn- og framhalds- skólastiga. Þessi nýja stefna er orðin mótuð og verður, að sögn Jónmundar Guðmarssonar, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, senn kynnt almenningi. Jónmundur Guðmarsson er verk- efnisstjóri við gerð námskrárinnar. Hann segir að íslenska menntakerfið sem slíkt sé mjög gott en markmiðið sé að gera það skilvirkara og betra. „Nemendur og foreldrar þeirra eiga kröfu á menntayfirvöld að nemendur fái menntun við hæfi. Það er réttur þeirra og við lítum svo á að til að sá réttur nái fram að ganga verði skóla- kerfið að bregðast við,“ segir Jón- mundur i samtali við DV. Hann segir þetta markmið hafa ver- ið skýrt frá upphafi en niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar um kunn- áttu skólanema í raungreinum í sam- anburði við erlenda skólanema hafi styrkt trú manna á að rétt stefna hefði verið valin og að nauðsynlegt væri að fara í gegnum menntakerfið á bæði grunn- og framhaldsskólastigi og skipuleggja það þannig að það stand- ist samjöfnuð við bestu menntakerfi annarra þjóða. Jónmundur segir að talið hafi verið nauðsynlegt að vinna hratt, án þess að kasta til höndum, ekki síst vegna þess að námskrá eigi að endurspegla þær áherslur sem samfélagið vill leggja í menntamálum og hvað það vill að nemendur tileinki sér til að ná tökum á því umhverfi sem þeir lifa í. Hann telur að viðhorf til menntun- ar og menntamála hafi breyst veru- lega síðustu árin, ekki síst í kjölfar niðurstaðna TIMSS-rannsóknaverk- efnisins. Fólk hafi almennt áttað sig á hve gríðarlega miklu máli skiptir að búa við menntakerfi í fremstu röð sem gerir nemendur hæfa til að lifa og starfa bæði innanlands og utan. -SÁ Fyrir falleg heimili! 1 HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.