Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 27 Fréttir Ritdeila bæjarfulltrúa og verkalýösformanns á Húsavík: Mikil óánægja vegna skrifa um sjómenn DV, Akureyri: „Það er ekki ofsagt að meðal sjó- manna og maka þeirra er mikil óá- nægja með þessi ummæli Sigur- jóns,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, um skrif Sigurjóns Benedikts- sonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, í Pésann, sjónvarpsdag- skrá sem gefm er út á Húsavík. Aðalsteinn og Sigurjón hafa átt í ritdeilum að undanfömu. Aðail- steinn hefur skrifað í fréttabréf stéttarfélaganna í S- Þingeyjarsýslu en Sigurjón í Pésann. Ýmis mál sem snerta atvinnumál hafa borið á góma I þeim ritdeilum. Eitt þeirra er hvort sjómönnum á skipum sem seld voru til Raufarhafnar frá Húsa- vík verði gert að flytja lögheimili sín til Raufarhafnar eins og útgerð- in mun vilja. „Ef sjómenn og fjölskyldur þeirra vilja og ætla að flytja annað er það þeirra mál. Húsvísk bæjaryfirvöld munu ekki krefjast eins eða neins í þessu máli. Samkvæmt athugun sem gerð var aö ósk sjómanna á skipum Jökuls hf. þá nægja útsvars- greiðslur þessara sjómanna og maka þeirra til bæjarsjóðs ekki til að greiða grunnskóla- og/eða leik- skólakostnað barna þeirra á Húsa- vík, hvað þá annan sameiginlegan kostnað. En þeir era að sjálfsögðu æskilegir þegnar okkar samfélags, þetta sýnir hvað sameining sveitar- félaga á sama atvinnusvæði er brýn,“ segir Sigurjón Benediktsson í grein sinni í Pésanum. „Skrif þessa ágæta manns og þær fullyrðingar sem hann setur fram eru hætt að koma mér á óvart. Þessi ummæli Sigurjóns hafa hins vegar valdið mikilli gremju meðal sjó- manna og maka þeirra, ekki síst vegna þess að þetta er sett fram af bæjarfulltrúa sem skrifar undir þau sem slíkur. Þessir sjómenn sem þarna eiga í hlut eru með tekju- hærri mönnum bæjarins og ég hlýt að spyrja í framhaldi af þessu hverj- ir það eru sem halda uppi þessu bæjarfélagi," segir Aðalsteinn Bald- ursson. „Það er ekkert skrýtið við að út- svarsgreiðslur þessara sjómanna nægi ekki til að greiöa leikskóla- eða grunnskólakostnað barna þeirra, þetta eru bammargir ungir menn í blóma lífsins. Þeir borga auðvitað sín fasteignagjöld eins og aðrir. Þetta er til komið vegna þess að þeir á Raufarhöfn ætla að krefj- ast þess að þessir sjómenn flytji þangað eða samið verði um útsvar þeirra. Það er í lagi að menn flytji og útsvarið fari á Raufarhöfn en þá borga þeir fyrir bömin sem sækja skóla annars staðar eins og lög og reglur gera ráð fyrir,“ segir Sigur- jón Benediktsson. -gk *. Byggðasafnið að Görðum og kútterinn. DV-myndir Daníel Byggöasafniö aö Göröum: Gert nýtískulegra DV, Akranesi: „Ef fjárhagsáætlun safnsins verð- ur samþykkt, sem við reiknum með, verður mikið um endurbætur á Byggðasafninu að Görðum í ár. Við ætlum að ljúka endurbyggingu á Sýrupartshúsinu sem er elsta timb- urhús á Akranesi, byggt 1875. Lögð verður hitaveita í safnahúsin fyrir utan aðalsafnahúsið. Meira mál er að leggja hitaveitu í það og krefst mikils undirbúnings," segir Jón Heiðar Allansson, forstöðumaður þess. „Þá er verið að vinna að því að endurskipuleggja sýningar safnsins og gera nýja skýringartexta. í byrj- un verða þeir á íslensku og ensku en síðar á þýsku og jafnvel dönsku. Einnig er í burðarliðnum að gera sýningarbækling um safnið á þýsku sem verður vonandi tilbúinn fyrir vorið. Ég hef verið að hlera á ferða- skrifstofunum hvaða áhrif Hval- fjarðargöngin muni hafa því um 60-70% okkar gesta munu koma frá þeim. Þær telja að þetta muni ekki breyta miklu til að byrja með en Sýrupartshúsiö er elsta uppistandandi timburhús á Akranesi - byggt áriö 1875. þegar til langs tíma sé litið þá gæti orðið meiri aukning. Þetta fer allt eftir því hvemig starfsemi fer fram hér og hvað við höfum upp á að bjóða. Við erum núna að vinna að því að gera safnið nýtískulegra. Mikið hefur breyst hér ffá því að safnið opnaði 1974 og við erum núna smátt og smátt að breyta ýmsu, með nýjum skápum og nýjum uppsetningum. Þar verður ein um íþróttir," sagði Jón Heiðar við DV. -DVÓ Flutninga- bíll fauk út af Flutningabíll frá ísafjarðar- leið fauk í hávaðaroki út af veg- inum skammt frá Mosfellsbæ í fyrradag. Bílstjóri bifreiðarinn- ar slapp ómeiddur en töluverðar skemmdir urðu á bifreiöinni og farminum. -RR Vandi fýrir Guö að stjórna DV, Eskifirði: Handavinna byrjaði aftur hjá okkur eldri borgurum í Hulduhlíð 13. janúar og er mikil ánægja með það meðal okkar enda þótt það sé viku seinna en handavinnukennsl- an í grunnskólanum. Það ríkir ætíð gleði í handavinnutímunum hjá Katrínu Guðmundsdóttur, sem þyk- ir fær í sínu fagi, ásamt Lindu, að- stoðarkennara sínum. Eldri borgarar þráðu mjög að fá snjó fyrir jólin en enginn kom hann þá. Hér á Eskifírði var bærinn mik- ið skreyttur, stór jólatré atvinnu- rekenda uppljómuð. Nú er kominn snjór, en þá bregð- ur svo við að það er vanþakkað að snjórinn er kominn. Ég bara segi, það er vandi fyrir Guð almáttugan að stjóma svo öllum líki. Regína Vinningshafar í Spice Girls-leiknum 1.-5. verðlaun: Spice Girls-geisladiskur og tveir miðar á myndina SPICEWORLD Þorgeir Jónsson nr. 12511 Birgitta Ó. Kristínardóttir nr. 261288 Margrét S. Árnadóttir nr. 12458 Rannveig Haraldsdóttir nr. 3421 Oddný S. Gunnarsdóttir nr. 9265 6.-30. verðlaun: tveir miðar á bíómyndina SPICEWORLD Hrafnhildur Guðmundsdóttir nr. 10619 Ásdís Geirsdóttir nr. 2569 Hildur Sturludóttir nr. 9390 Eiríkur Ö. Þorsteinsson nr. 10157 Hrafnhildur E. Hermóðsdóttir nr. 11568 Heiður Erla nr. 3594 Saga A. Sigurðardóttir nr. 4883 Karen Sævarsdóttir nr. 10790 Ingileif Friðriksdóttir nr. 180593 Ásrún B. Hauksdóttir nr. 10646 Ingey A. Sigurðardóttir nr. 9317 Guðrún S. Sigurjónsdóttir nr. 6371 Ágústa Sverrisdóttir nr. 8667 Tinna Freysdóttir nr. 10668 Sigrún Magnúsdóttir nr. 11721 Hjörtur Sigurðsson nr. 6344 Sunna R. Garðarsdóttir nr. 11669 Lilja K. Gunnarsdóttir nr. 1676 Katrín Ósk nr. 8626 Unnur M. Ingibergsdóttir nr. 9579 Fanney Ó. Pálsdottir nr. 6626 Móeiður S. Skúladóttir nr. 10884 Elísa An Hallsdóttir nr. 12020 Inga J. Ólafsdóttir nr. 11305 Kristín E. Jónsdóttir nr. 5463 Krakkakiúbbur DV og Skífan óska vinn- ingshöfum til hamingju með vinninginn. Þökkum öllum kærlega fyrir sem tóku þátt í leiknum. Vinningarnir verða sendir vinningshöfum í pósti næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.