Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 TWT nn Ummæli f Bak við ró- lyndislegt yfir- bragð „Mönnum dylst eða gleymist að handan við ró- lyndislegt, traust og gamansamt yf- ' irbragð formanns- ins leynist maðk- smoginn stjórn- * málaflokkur; sjálfum sér sund- j urþykkur í öll- um mikilvægustu málum Einar Kárason rithöfundur, í Degi. Merki hins nýja Landssíma „Það hvetur ekki til símnotk- unar heldur þreytir augun um leið og þau rekast á það. Hugur- inn kemst auðveldlega í upp- nám yfir allri línuóreiðunni sem vísar oddhvöss bæði út og suður og norður og niður.“ Haraldur Jónsson myndlist- armaður, í DV. Nýr tónn „Maður heyrir þær raddir að það verði bara að hafa það þótt ílotinn verði bund- j inn við bryggju í vetur. Þetta er j tónn sem ég hef j ekki heyrt áður í tengslum við j verkfall." Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, í Degi. Brenglað lyktarskyn „Það er ljóst af þessum leið- ara að lyktarskyn hans í lands- málum er brenglað og önnur nösin í blaðamannsnefi hans illilega stífluð, en hún snýtir rauðu." Theodór Sveinjónsson, um leiðara Sefáns Jóns Haf- steins, í Degi. Aukin fiskvernd? „Skipin eru svo öflug að þau í geta dregið tvö troll hraðar en síðutogarar drógu smábleðla. Samt \ telja menn sig hafa verið að j byggja upp og auka fiskvemd." \ Gísli S. Einarsson alþingis- maður, í DV. Fjölmiðlafulltrúinn „Hvernig væri að titli um- hverfisráðherra yrði breytt í „fjölmiðlafulltrúa iðnaðarráð- herra“, enda virðist hann kom- ast gegnum hvert viðtalið á fætur öðru án þess að standa fyrir máli sínu.“ Andri Snær Magnason há- skólanemi, í Stúdentablað- inu. Jóhannes Héðinsson skipstjóri: Brimnesið hefur reynst mér vel sem og öðrum „Það var aldrei inni í myndinni í byrjun að við þyrftum að bjarga skip- verjunum upp úr sjónum. Þegar þeir á Hauki BA höfðu samband við okk- ur og sögðu að skrúfan væri stopp fórum við á staðinn til að draga bát- inn í land. Þegar við komum var ljóst að báturinn myndi sökkva svo við hófum björgunaraðgerðir. Gúmmíbát- ur frá Hauki var settur út og þeir tveir sjómenn sem um borð voru stukku af skipinu, annar lenti í bátn- um, hinn í sjónum. Við hentum út línu í gúmmíbátinn og drógum hann til okkar. Stuttu síðar sökk báturinn þannig að tæpara mátti það ekki standa," segir Jóhannes Héðinsson, skipstjóri á Brimnesi BA, sem bjarg- aði skipverjunum af Hauki. Það hefur vakið athygli að þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Brimne- sið bjargar mannslífum á sjó: „Það hefur einhvern veginn loðað við okk- ur að vera á réttum stað þegar hjálp- arbeiðni hefur borist og er skemmst að minnast þegar Reki RE fórst á sömu slóðum árið 1995. Þá stóð að vísu leit í gangi og vorum við ásamt nokkrum bátum að leita að Reka, fundum hann og björguðum tveimur mönnum." Brimnesið er sjötiu tonna bátur með fjórum mönnum í áhöfn: „Þetta er þriðja Brimnesið sem ég er eig- andi að ásamt öðrum og höfum við átt þennan bát í ein fimm ár, erum á dragnót og línu. Við jóh eignuðumst fyrsta bátinn laust eftir 1980, sá hét Brimnes þegar við tók- um við honum. Báturinn reyndist það vel að þegar við keyptum nýjan bát ákváðum við að hann myndi einnig heita Brimnes og þegar svo þriðji báturinn var keyptur þá var ekki aftur snúið með nafnið, enda hafa bátamir reynst ákaflega vel, ekki bara okkur sem eigum hann heldur einnig öðr- um. Brimnes er því í mín- um huga eina nafnið á bát sem kemur til greina." Jóhannes segir að veiðst hafi vel að undanförnu. „Það hefur saxast á kvótann að undanfömu, en steinbít- urinn fer sjálfsagt að láta sjá sig um miðjan febrúar og við eigum nægan kvóta fyrir þær Maður dagsins veiðar. Á sumrin erum við síð- an að skrapa kolann. Við höfum þurft að leigja kvóta en það hefur blessunarlega ekki verið mikið.“ Jóhannes hef- ur verið sjómað- ur alla sína starfsævi: „Ég aes Héðinsson. ólst upp við sjóinn og kom fátt ann- að til greina hjá mér annað en að verða sjómaður. Ég kláraði Sjó- mannaskólann 1980 og hef stundað sjóinn síðan, varð skip- stjóri 1985 þegar við keyptum fyrsta Brimnes- ið.“ Jóhannes er fjölskyldu- maður. Eig- inkona hans heit- ir Styrgerð- ur Fjeld- steð og eiga þau þrjú böm. -HK Óskar Guðjónsson leikur djass ásamt félögum sínum á Kaffi Kjarki. Djass á Kaffi Kjarki Það verður mikið um að vera á Kaffi Kjarki, Þing- holtsstræti 5, næstu daga. í Skemmtanir kvöld munu Óskar Guðjóns- son saxófónleikari, Hilmar Jensson gítarleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari leika lög af nýútkominni plötu Óskars, Far. Tónleikamir hefjast kl. 22. Annað kvöld leikur síð- an hljómsveitin Woofer, en eins og Óskar gaf hún út plötu fyrir jólin. Lekkert á Fógetanum í kvöld skemmtir á Fóget- anum hljómsveitin Lekkert. í henni eru Orri Harðar, Jón Ingólfs og Ragnar Emils. Næturgalinn í Næturgalanum í Kópa- vogi verður kántrýkvöld með Viðari Jónssyni í kvöld frá kl. 21-01. Annað kvöld og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Galabandið ásamt Önnu Vilhjálmdóttur. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2012: Gerir upp reikninga Myndgátan hér að ofan iýsir nafnorði KR og ÍR eigast við í kvöld. Myndin er frá fyrri viðureign þeirra í vetur. Körfubolta- kvöld í kvöld hefst fjórtánda umferð- in í úrvalsdeildinni í körfubolta og verða leiknir fimm leikir af sex. Leikimir fara vítt og breitt um landið. Á Akranesi leika ÍA og efsta lið deildarinnar, Haukar, í Borgamesi leika heimamenn i Skallagrími við Val, á Akureyri leika Þór og Grindavík. Til íþróttir Njarðvíkur koma Tindastóls- menn frá Sauðárkróki og í Selja- skóla leika ÍR og KR. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. Síðasti leikurinn í umferðinni fer síðan fram á ísafirði en þangað koma Keflvíkmgar og leika við KFÍ. Annað kvöld verður einnig keppt í 1. deild karla. Ekkert er leikið i handboltan- um í kvöld en annað kvöld er einn leikur í 2. deild karla, Sel- foss og Ármann leika á Selfossi. Brídge Hollendingurinn Piet Jansen, fyrrum heimsmeistari í svei- takeppni, hlaut verðlaunin fyrir besta útspilið í heimalandi sínu á spilaárinu 1996-97 fyrir þetta spil. Það kom fyrir í tvímenningi og var spilað á 32 borðum. Lokasamning- urinn var 4 hjörtu í NS á 25 þeirra og aðeins 13 sagnhafa stóðu þann samning. Piet Jansen hafnaði hins vegar í 6 hjörtum eftir þessar sagn- ir: * G6532 ** ÁK85 * KG102 * - ♦ ÁD984 ** 1064 ♦ D7 4 942 * - ** DG97 4 Á863 * KG873 Austur Suður Vestur Norður pass 14 14 dobl 2 4 4» pass 6 **p/h Horfandi á allar hendur, virðist það vera erfitt verk að fá 12 slagi eft- ir spaðaás út, en Jansen fann einu leiðina. Hann trompaði útspilið með hjartaníu!, svínaði tígultiu, tromp- aði spaða með hjartagosa, spilaði tígli á kóng og spaði trompaður með hjartadrottningu. Síðan var hjartasjöunni spilað á áttuna í blindum, ÁK í trompi tekin og tveimur laufum hent heima. Fimm spila endastaða leit þannig út: 4 G6 ** 5 ♦ G2 4 - 4 D9 ** . 4 - 4 942 4 - ** . 4 9 4 ÁD106 4 - 4 Á8 4 KG8 Tígulgosanum var nú spilað úr blindum, yfirtekinn á ás og lauf- kóngnum spilað að heiman. Jansen henti spaðasexunni í blindum. Aust- ur átti slaginn á ásinn en var um leið endaspilaður. Þau gerast ekki mikið fallegri spilin. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.