Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Fréttir Málverkafalsanir ábata- samur atvinnuvegur „Þessar myndir á að heita að séu allar eftir Svavar Guðnason. Sumar þeirra eru hins vegar hreinlega svo barnalegar að erfitt er að trúa því. Sumar eru eins og þær séu búnar til á hálftíma með krít, ein er máluð á pappaspjald og það sér það hver maður að pappaspjaldið er spán- nýtt. Væri það frá 1942 þá væri það nú farið að gulna æði mikið,“ sagði Tryggvi Ólafsson, listmálari í Kaup- mannahöfn, í samtali við DV í gær. Tryggvi hefur skoðað yfir fjórða tug mynda sem fjallað var um í frétt Extrabladet í Kaupmannahöfn á mánudag. Grunur leikur á að mynd- irnar séu margar, jafnvel flestar falsaðar. Þær voru hins vegar seldar dönskum listaverkasafnara sem væru þær ekta. Safnarinn keypti þær í galleríi Leifs Jensen í Valby- hverfi Kaupmannahafnar. Leif Jensen segist hafa fengið þær flestar frá Pétri Þór Gunnarssyni, eiganda Gallerís Borgar i Reykjavík. Leif Jensen er fyrrverandi blaða- maður en rekur nú gallerí. Hann hefur sérhæft sig í málverkum svonefnds Cobra-hóps listmálara sem í voru margir þekktir norrænir listamenn, svo sem Asger Jorn og Svavar Guðnason. Hann hefur einn- ig haldið nokkrar sérsýningar á verkum Svavars. í samtali við Extrabladet sagðist hann sannfærð- ur um að hafa ekki selt falsanir á verkum hans og að myndimar hafi verið ekta. „Það er rétt að ég hef keypt nokkrar myndir af Pétri Þór Gunnarssyni í Gallerí Borg sem er menntaður listmálari frá Fjóns- akademíunni í Óðinsvéum. Ég kom sjálfur ásamt honum inn á heimili ekkju Svavars Guðnasonar og ég sá ekki betur en að hún tæki honum eins og fjölskyldumeðlimi svo að ég hef, þar til annað kemur í ljós, enga trú á að málið sé á rökum reist,“ sagði Leif Jensen. Aðspurður um hvort hann hafi sjálfuj- athugað hvort pappír og litir sem notaðir hafa verið við gerð myndanna hafi verið til á þeim tíma sem myndirnar eiga að hafa verið málaðar segist Leif Jensen ekki hafa kafað svo djúpt í hlutina. „Ég hef trúað því sem seljandinn sagði og geri það áfram þar til annað sannast. Ég leitast við að reka heiðarlega listmunaverslun," sagði Jensen. Nú er verið að rannsaka hátt á þriðja tug mynda bæði á íslandi og í Danmörku sem grunur leikur á að séu falsaðar. Búast má við að aðrar jafnmargar verði rannsakaðar á næstunni út frá sömu forsendum og er þar um að ræða myndir sem sagðar eru eftir þekkta látna íslenska málara, svo sem Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal og Júlíönu Sveinsdóttur. Af þessu má ráða að svo virðist sem einhver eða einhverjir hafi haft það að atvinnu að falsa bæði með eigin hendi og með því að setja nöfn látinna þekktra, íslenskra lista- manna á myndir óþekktra málara. Slík mál hafa nokkrum sinnum komið upp undanfarna áratugi en sé nú, eins og heimildamenn DV fullyrða, að um sé að ræða kerfis- bundnar falsanir á hátt í hundrað myndum, er nú verið að rannsaka eitt stærsta svikamál af þessu tagi á íslandi nokkru sinni. Maður sem nátengdur er íslenska myndlistar- heiminum frá því í upphafi fimmta áratugarins segir að það framboð sem verið hefur undanfarin fá ár á hingað til óþekktum myndum eftir helstu látna málara þessarar aldar sé ekki einleikið. DV bar þetta undir Tryggva Ólafsson í sambandi við á fjórða tug mynda eftir Svavar Guðnason sem skyndilega hafa birst: „Það hefðu talist stórtíðindi ef fúndist hefðu þrjár til fjórar myndir Svavars frá stríðsárunum, en að þær séu 30 hlýtur að teljast eitthvað skrýtið," svarar Tryggvi. Samkvæmt upplýsingum DV eru tveir íslenskir menn grunaðir um að hafa stundað umfangsmikil viðskipti með fólsuð málverk í nafni íslenskra málara. Viðtal við annan þeirra, Pétur Þór Gunnarsson, er hér á síðunni. Hinn, Jónas Freydal Thorsteinsson, hefur samkvæmt upplýsingum DV verið yfirheyrður af lögreglu í Kaupmannahöfn þar sem hann er búsettur. DV tókst ekki að hafa tal af honum í gær. Jónas Freydal hefur verið mjög duglegur undanfarin ár við aö hafa upp á myndum eftir íslenska málara í Danmörku og á Norður- löndum og hefur keypt þau bæði á uppboðum og af einstaklingum. Þá hefur hann samkvæmt upplýs- ingum sem DV hefur aflað sér átt mikil viðskipti við uppboðsfyrir- tækið Bruun & Rasmussen. Svo virðist sem rannsókn dönsku lög- reglunnar beinist m.a. að því hversu mikil þessi viðskipti hafi verið og hvort málverk hafi verið boðin upp hjá fyrirtækinu undir fólsku flaggi. Ekki náðist í talsmann Bruun & Rasmussen í gær til að bera þetta undir hann. -SÁ Pétur Þór Gunnarsson í Gallerí Borg: Vísa ásökunum algerlega á bug „Ég hef aldrei komið nálægt því að falsa myndlistarverk eða selja vísvitandi folsuð verk. Ég vísa þessum ásökunum algerlega á bug. Mér fmnst ótrúlegt ef þessar mynd- ir Svavars Guðnasonar, sem danski listaverkasalinn Leif Jens- son keypti af mér, séu falsaðar. Þær koma frá þannig búum og hafa eigendasögur á bak við sig. Ég hef selt Leif nokkuð margar myndir og mjög margar þeirra koma frá Ro- bert Dahlman Olsen, sem var einkavinur Svavars og átti eftir hann fleiri hundruð verk,“ segir Pétur Þór Gunnarsson, listaverka- sali og eigandi Gallerís Borgar. Pétur liggur sem kunnugt er undir sterkum grun í rannsókn ríkislög- reglunnar á meintri folsun 26 lista- verka. - Af hverju hafa þessar meintu falsanir sem lög- reglan rannsakar allar komið frá Gallerí Borg? „Maður gæti fengið það á til- finninguna að að- eins sé verið að leita uppi myndir sem seldar hafa verið í Gallerí Borg. Sögur sem ég hef heyrt rök- styðja þann grun. Mér finnst farið offari í þessu máli þar sem ég er að fá hingað inn myndir sem Ólaf- ur Ingi Jónsson hefur dæmt fals- aðar en reynast Pétur Þór Gunnarsson, listaverka- sali og eigandi Gallerís Borgar. Hann er sterklega grunaður um faisanir og sölu á fölsuðum verk- um í rannsókn ríkislögreglunnar á meintum fölsunum 26 listaverka. svo koma úr dán- arbúum eða beint frá ekkjum lista- manna og geta á engan hátt verið falsaðar. Mér finnst þessi rann- sókn á margan hátt skrítin. Ég veit ekki til þess að lögreglan hafi sannað að nokkur mynd sé folsuð en samt eru tveir menn sterklega grunaöir um fals- anir. Ég vil að þessar myndir verði rannsak- aðar af faglegum aðilum og mér finnst að það ætti að rannsaka þær erlendis," segir Pétur. Viðskiptafélagar Jónas Freydal Thorsteinsson, ís- lendingur búsettur í Kaupmanna- höfh, hefur ásamt Pétri réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Aðspurð- ur um tengslin við Jónas Freydal segir Pétur að þeir séu viðskiptafé- lagar og hafi einnig verið keppi- nautar um íslensk myndlistarverk í Danmörku. „Ég hef átt viðskipti við Jónas Freydal en það hefur ekkert grun- samlegt mér af vitandi verið á ferli í þeim viðskiptum. Við höfúm líka verið keppinautar þar sem við aug- lýstum báðir eftir íslenskum mynd- um í Danmörku," segir Pétur. Ekki náðist í Jónas Freydal í gær. -RR Dagfari Vettlingatök stjórnarinnar Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Því skyldi enginn gleyma. Öllum getur sárnað. Þetta kom berlega fram hjá sjálfum fjármálaráðherr- anum, Friðriki Sophussyni. Frið- rik, líkt og aðrir broddar í Sjálf- stæðisflokknum, mærðu Davíð Oddsson, flokksformann og forsæt- isráðherra, fimmtugan í Perlu- veislunni sælu á laugardaginn. Sá var þó munur á ræðu Friðriks, ráð- herra og varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, að í orðum hans var broddur. Fjármálaráðherra sagðist nefni- lega í ræðu sinni ætla að gefa nokkrum samráðherra sinna belg- vettlinga. Ekki þýddi að gefa þeim fingravettlinga þar sem svo oft hefði verið slegið á puttana á þeim. Þeir væru því þrútnir mjög. í ræðu sinni nefndi Friðrik sjálfan sig sér- staklega sem og samgönguráðherr- ann, Halldór Blöndal. Það vita allir sem vilja vita að sá sem slegið hefur á putta ráðherr- anna er enginn annar en yfirráð- herrann, Davíð Oddsson. Afmælis- barnið fékk þvi fleiri sneiðar en af afmælistertunni. Þótt aðrir ráð- herrar hafi ekki flíkað tilfinning- um sinum í veislunni, líkt og fjár- málaráðherrann, má gera ráð fyrir að Frið- rik hafi þar mælt fyrir munn Halldórs Ás- grímssonar og Þor- steins Pálssonar auk Blöndals. Allir eru þessir landsfeður með svartar og marðar neglur ekki síður en þeir sem hafa smíðar að atvinnu. Þótt það hafi ekki verið kannað sérstaklega er líklegt að ráðherrar hafi vegna þessa haft hendur í vösum í veislu Davíðs. Það er tilbreyt- ing því venjulega eru þeir með hendur í vös- um skattborgaranna. Flestir töldu að Frið- riki nægði að nefna þessa harma sína í veisluræðunni. Svo mun þó ekki vera. Hann fylgir máli sínu fast eftir og hefur sent þjáningarbræðrum sín- um í ríkisstjórninni belgvettlinga í pósti. Fram til þessa hefur þótt betra að taka mál föstum tökum, engum vettlingatökum. Svo verður þó ekki í sjálfri landsstjórninni. Þar verða mál tekin vettlingatök- um. Davíð forsætisráðherra getur sjálfum sér um kennt. Ráðherrarn- ir eru orðnir svo handsárir að þeir geta vart beitt sér. Þetta kann að skýra yfirlýsingu Davíðs í sjón- varpinu í desember. Þá sagði hann að út yrði skipt ráðherrum innan tíðar. Forsætisráðherra vildi ekki greina nánar frá hugrenningum sínum svo menn verða að geta í eyðumar. Ýmsir þykjast þó sjá fýrir hverjir fari út úr rík- isstjóminni. Davíð ræður samt ekki nema sín meg- in. Halldór Ásgrímsson fer með húsbóndavaldið í framsókn. Líklegast er að Davíð láti þá víkja sem sárastir eru á fingrum. Það er þvi rétt að fylgjast vel með ríkisstjórnarfund- um á næstunni. Verða menn þar með bundnar hendur? Forsætisráðherra vill væntanlega að ríkisstjóm- in skili árangri. Þar geng- ur því ekki að ráðherrar taki mál sín vettlingatök- um. Það má því gera því skóna að heldur styttist í vistinni hjá þeim mörðu. Það er því ólíklegt að samráðherrar Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra flíki þeim nýju flíkum sem hann póstlagði til 'þeirra á dögunum. Belgvettlingarnir gætu nefnilega verið hefndargjöf. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.