Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 íþróttir Stórmót ÍR-inga í frjálsum íþróttum á laugardaginn: Hörku þrau t - þar sem Jón Arnar mætir Huffins, Zmelik og Dvorak Stórmót ÍR-inga, sem þeir halda í annað skipti í Laugardalshöllinni á laugardaginn, stendur svo sannarlega undir nafni. Alla vega hvað þríþraut- ina varðar. Þar mætir Jón Arnar Magnússon frá Sauðár- króki og keppir við þrjá af frægustu tugþrautar- köppum heims, Chris Huffins frá Bandaríkjunum og Tékkana Robert Zmelik og Tomas Dvorak. Og ekki má gleyma Ólafi Guðmundssyni, tugþrautar- manninum efnilega, sem þó óneitanlega fellur í skuggann af hinum fjórum fræknum. Keppnisgreinamar þrjár eru 50 metra grinda- hlaup, kúluvarp og langstökk, þær sömu og I fyrra. Þá bar Jón Arnar sigurorð af Zmelik, fél’ 2.738 stig gegn 2.687 hjá Tékkanum. Ricky Barker frá Bandaríkjunum varð þriðji með 2.499 stig. Minni sigurlíkur Jóns Arnars í ár 1 þetta skipti eru sigurlíkur Jóns Am- ars ekki eins miklar. Hann ætti að geta unnið Zmelik aftur en það verður erf- iðara að sigra þá Huftins og Dvorak. Þeir era báðir geysilega sterkir i öllum greinum þrautarinnar og það yrði mikið afrek hjá J Amari að skjóta öðram hv< um þeirra aftur fyrir sig. kvenna verð ur keppnin ekki síður á heimsmælikvarða. Vala Flosadóttir, sem setti Norðurlandamet innanhúss á mótinu í fyrra, 4,20 metra, mætir tveimur fyrram heimsmethöfum. Það eru Daniela Bartova frá Tékklandi, sem setti Evrópumet utanhúss í fyrra, 4,35 metra, og setti tíu sinnum heimsmet í greininni árið 1995, og Andrea Möller frá Þýskalandi sem deildi met- inu með Bartovu í hálfan mánuð sama ár. Bartova missti Evrópumetið I fyrra en fór yflr 4,40 metra á sýningu. Það fékkst ekki staðfest sem met. Hún setti sem kunnugt er Evrópumet innanhúss á ÍR- mótinu i fyrra þegar hún stökk 4,31 metra. Það met bætti ungverska stúlkan Eszter Szemeredi nokkrum dögum um einn sentímetra, og eflaust reynir Bartova að end- urheimta það í Laugardalshöllinni. Af öðrum greinum ber hæst 50 m grindahlaup kvenna og hástökk karla. I grindahlaupinu mætast Guðrún Arnardóttir, Helga Halldórs- dóttir, Ingehorg Leschnik frá Þýskalandi og Latisha Rivers frá Bandaríkjunum. í há- stökkinu berst hinn efhilegi Einar Karl Hjartarson við Thomas Hansson frá Sví- þjóð og Vegard Hansen frá Noregi. Ennfremur verður keppt í 50 m hlaupi karla og kvenna. Þær Leschnik og Rivers verða líka með þar en í karlahlaupinu verða keppendur allir íslenskir. Þar á meðal er Einar Þór Einarsson sem er mættur á ný eftir langt keppnisbann. -VS Jón Arnar Magnússon stekkur 7,48 metra í langstökkinu á stórmóti ÍR í fyrra og tryggir sér sigur í þríþrautinni. DV-mynd Brynjar Gauti Tveir heimsmethafar keppa við Völu í stangarstökki Af fjórmenningunum er Dvorak öflugasti grindahlauparinn, Huffms á besta árangurinn í kúluvarpi, 16,44 metra, og Zmelik í langstökki, 8,09 metra. Jón Amar er númer tvö í kúlunni og þrjú í langstökkinu en á lakastan árangur þeirra í grindahlaupinu. I þrautinni i fyrra setti Jón Amar þó íslandsmet í 50 m grindahlaupi þegar hann hljóp á 6,83 sekúndum. I stang- ENGLAND Steve McMana- man hjá Liver- pool harðneitar öllum fregnum um að hann sé að fara til Barce- lona. „Það er ekki einleikið aö fréttir um þetta koma upp fyrir alla stórleiki hjá okkur. Ég tel að ein- hverjir séu að reyna að koma okkur úr jafnvægi," sagði McManaman fyr- ir leikinn við Newcastle í fyrradag. McManaman á þó enn i launadeilum við Liverpool og hefur ekki litið við tilboði félagsins sem hljóðar upp á 4,8 milljónir króna i laun á viku. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Newcastle, sagði eftir ósigurinn gegn Liverpool í fyrrakvöld að hann ætti von á því að Liverpool tækist að ná Manchester United og verða meistari. Thomas Brolin hefur fengið samn- ing við Crystal Palace til vorsins. Sví- inn er himinlifandi og kveðst vilja leika áfram með Palace, jafnvel þó liöið félli úr úrvalsdeildinni. Hann hafi fengið tækifæri þar til að sanna sig að nýju og það sé honum ómetan- legt. Tony Adams, fyrirliði Arsenal, slapp heill í gegnum varaliðsleik gegn Chel- sea i fyrrakvöld. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik með aðalliðinu í sex vikur þegar það mætir Middles- brough i bikarnum um helgina. -VS jkyöld Úrvalsdeildin í körfubolta: ÍA-Haukar...................20.00 Skallagrímur-Valur..........20.00 Þór, A.-Grindavík ..........20.00 Njarðvik-Tindastóll.........20.00 IR-KR.......................20.00 Gúmmímottur og sandurí Höllinni Þaö er mikið stórvirki að breyta Laugardalshöllinni í frjálsiþróttahús fyrir stórmót ÍR-inga á laugardaginn. í fyrra sýndu ÍR-ingar að það er hægt og gera það aftur nú. Nýjar gúmmímottur hafa verið keypt- ar fyrir mótið og þekja þær 600 fer- metra. Þá þarf að nota sex rúmmetra af sandi, sem verður blásið inn í lang- stökksgryfjuna, en hún verður upp- byggð á pöllum. Mótið er tileinkað alþjóðlegu kvenna- ári í frjálsiþróttum og verður sérstök uppákoma því tengd í Laugardalshöll- inni. -VS Kristinn keppir tvisvar í Kitzbúhel Nú liggur fyrir að Kristinn Björnsson keppir á tveimur heimsbikarmótum í svigi í Kitz- búhel í Austurríki. Fyrst á sunnudag, sam- kvæmt áætlun, og slðan hefur tvífrestað mót verið sett á daginn eft- ir, á mánudag. Því móti var fyrst frestað í Madonna á Ítalíu fyrir jól og aftur í Veysonnaz í Sviss á mánudaginn var. Kristinn kom til Kitzbúhel í fyrradag og æfir þar til sunnu- dagsins. Líkur eru á að hann keppi á alþjóðlegu móti, FIS- móti, þar á morgun til að hita sig upp fyrir átök helgarinnar. Haukur Amórsson verður einnig á meðal kepp- enda á báðum mótun- um í Kitzbúhel. Þetta eru síðustu heimsbikarmótin fyrir vetrarólympíuleikana í Nagano í Japan sem hefjast laugardaginn 7. febrúar. Eftir leikana eru síðan tvö síð- ustu mótin á dagskrá. Um mán- aðamótin febrúar/mars er keppt í Yong Pyong í Suður-Kóreu og loks í Crans Montana í Sviss um miðjan mars. -VS NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Tilboðin streyma - í Damon Stoudamire sem átti stjörnuleik gegn Sacramento Damon Stoudamire, hinn snjalli bakvörður Toronto, er skyndilega mest umtalaði leikmaður NBA- deildarinnar. í gær upplýsti bandarisk sjón- varpsstöð að Houston hygðist kaupa Stoudamire frá Toronto og að um skipti á sex til sjö leikmönnum á miÚi félaganna yrði að ræða. Þá fór allt í gang og tilboðin streymdu til forráðamanna Toronto, meðal ann- ars frá Orlando, New York, LA Lakers, Vancouver og Portland. Lakers er t.d. tilbúið til að láta Nick Van Exel í skiptum fyrir Stouda- mire. í nótt sýndi svo piltur hvers vegna hann er svona eftirsóttur. Hann skoraði 36 stig, átti 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst gegn Sacramento. Og þremur sekúndum fyrir leikslok skoraði hann úrslita- körfuna, 99-98, og tryggði Kanada- liðinu sinn sjöunda sigur í 40 leikj- um á tímabilinu. „Það gekk mikið á í dag og það var mikið talað. En það sem skiptir mig máli er að spila körfubolta og einbeita mér að því. Allt annað kemur bara í ljós,“ sagði Stouda- mire eftir leikinn. Leikmenn Houston hefðu margir hverjir þurft áfallahjálp eftir að fregnir bárast um að nokkrir þeirra yrðu seldir til Toronto. Samt var lið- ið hársbreidd frá sigri í New Jersey en tapaði eftir framlengingu, 117-112. „Þetta hefur verið hrikaleg- ur dagur og liðið er í lamasessi. Ég hef sjaldan spilað undir jafn erfíð- um kringumstæðum," sagði Charles Barkley. Chicago burstaði Charlotte, 110-79 og vantaði þó Dennis Rod- man, sem er með flensu. Michael Jordan sagði þó að liðið ætti tals- vert í land með að ná sama styrk og í fyrra. -VS Blcmd i P oka Siguróur Jóns- son, landsliðs- maður í knatt- spymu, fór ekki með liði Dundee United i æfinga- búðir i Suður- Skotlandi i gær. Sigurður hefur verið með flensu og Tommy McLean framkvæmda- stjóri vildi frekar að hann hvildi sig heima i tvo daga. Dundee United mætir Aberdeen í bikamum á laugar- dag. Gudmundur Sigurðsson, lyftinga- kappi úr ÍR, sem er orðinn 51 árs gamall, hreppti bronsverðlaun í -105 kg flokki á alþjóðlegu lyftingamóti í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Guðmundur snaraði 107,5 kg og jafn- henti 145 kg sem er samtals 252,5 kg. Þetta er nokkuð yfir gildandi heims- metum öldunga en slik met fást að- eins gild á öldungamótum. Gisli Kristjánsson úr Ármanni keppti einnig á mótinu og fékk silfur í +105 kg flokki. Hann snaraði 132,5 kg og jafnhenti 160 kg og lyfti þvi samtals 292,5 kg. Magnús Þorvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Reyn- is úr Sandgerði sem féll i 2. deild i haust. Magnús þjálfaði 1. deildar lið Víkings í fyrra. Heiðmar Felixson, sem hefur ieikið með Dalvik í knattspymunni siðustu ár, er kominn á ný i raðir Þórsara á Akureyri. Þeir hafa líka fengið Gisla Sveinsson, varamarkvörð ÍBV. Jón Þórir Jónsson, sem hefur þjálf- að og leikið með Dalvíkingum undan- farin ár, er kominn i sitt gamla félag, Breiðablik. Grétar Einarsson er enn einn sem er kominn á heimaslóðir. Hann hefur skipt úr Grindavík yfir í Viði i Garði. Gunnar Guómundsson, sem lék með Val i fyrrasumar, er kominn í Stjörn- una. Einnig Zoran Micovic sem spil- aði með Fjölni í fyrra og áður meö Fylki. Hermann Arason er hins vegar far- inn frá Stjömunni og í sína heima- byggð, Blönduós, þar sem hann þjálf- ar og leikur með Hvöt i 3. deild i sum- ar. Vilberg Jónasson, sem hefur skorað drjúgt fyrir Þrótt í Neskaupstað und- anfarin ár, er kominn til bikarmeist- aranna í Keflavik. KVA og Fjölnir sigruðu i riðlum 2. deildar kvenna i innanhússknatt- spymu um siðustu helgi og tryggðu sér þar með sæti í 1. deild. v<! NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Toronto-Sacramento.......99-98 Stoudamire 36, Camby 15, Christie 15 - Richmond 27, Owens 22, Dehere 15. Washington-Portland .... 87-100 Webber 20, Strickland 18, Howard 15 - Rider 29, Wallace 22, Trent 12. Miami-Philadelphia.......92-87 Lenard 26, Hardaway 24, Mouming 20 - Coleman 22, Thomas 20, Iverson 19. New Jersey-Houston (frl.) 117-112 Wiiliams 25, Van Horn 19, Gill 17 - Drexler 28, Wiilis 20, Maloney 18. New York-Indiana..........97-89 Starks 17, Johnson 14, Mills 14 - Miller 21, Jackson 17, Mullin 16. Orlando-Milwaukee........84-91 Armstrong 19, Seikaly 18, Outlaw 15 - Robinson 24, Brandon 20, Allen 16. Minnesota-Boston.........104-95 Gamett 20, Hammonds 19, Marbury 18 - Walker 30, Barros 16, Brown 15. Phoenix-LA Lakers......109-119 Nash 21, Manning 17, Mcdyess 16 - Shaq 26, Bryant 25, Jones 21. Chicago-Charlotte........110-79 Jordan 33, Pippen 14, Brown 10 - Wesley 18, Reid 14, Geiger 13. San Antonio-Atlanta ......90-76 Duncan 23, Pentue 19, Robinson 12 - Recasner 16, Smfth 13, Crawford 9. Denver-Detroit............67-87 Jackson 16, Washington 12, Fortson 11 - Stackhouse 21, Dumars 20, Hiil 10. Utah-Golden State ........98-85 Malone 27, Anderson 12, Ostertag 10 - Smith 16, Delk 15, Dampier 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.