Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 7 Án staðsetningar Þess er beöið með nokkurri efl- irvæntingu hvað Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæjar- stjóri ísafjarðarbæjar, taki sér fyrir hendur þegar biðlaun hans upp á rúmar þrjár millj- ónir króna duga ekki lengur til framfærslu. Talið var að hann ætl- aði sér bæjar- stjórastólinn á Akureyri I vor en vafasamt er að það geti orðið að veruleika. Annars ætti Kristján vart að vera í vandræðum með að staðsetja sig í tilverunni þar sem hollvinur hans, Þorsteinn Jóhannesson, bæjarfulltrúi á ísafirði, gaf hon- um GPS-staðsetningartæki í skilnaðargjöf... Vér og oss og þér Skiptar skoöanir eru um nýja þýðingu á Gamla testamentinu og nýja útgáfu Biblíunnar. Átakalín- urnar liggja um gömlu tvítöluna, vér og oss og þér. Þessum hefð- bundnu orðmynd- um hefur verið sleppt í fimm kynningarheftum sem Bibliufélagið hefur gefið út um nýju þýðinguna og bæði eldri prestar og ýmsir ís- lenskufræðingar taka því stórilla. Nú á að reyna að sætta sjónarmið með málþingi sem Bibliufélagið og Kjalamesprófastdæmi standa fyrir síðar í mánuðinum og þar verða fengnir menn úr ólíkum áttum til aö segja álit sitt. Frá guðfræðinni kemur Lára Odds- dóttir, læknirinn Hrafnkell Helgason lætur einnig ljós sitt skína og fulltrúi guðrækinna þingmanna verður Guðmundur Árni Stefánsson... Gullkorn í getraunum í tiltölulega nýrri ársskýrslu íslenskra getrauna er víða farið um og sums staðar hreint á kost- um. Einn kaflinn ber heitið „Framtíð í nútíð og þátíð“. Þar er fjall- að um tækninotk- un getrauna- manna og þá einkum sölu vöru þeirra á Intemet- inu. í fyrstu hafi úrtölumenn haft á orði að Inter- netið væri óör- uggt. „Við sögðum á móti að það væri ömggara að nota kreditkort í viðskiptum við okkur á Netinu heldur en að nota sama kredit- kort í Hagkaupi. Hvað þá ef mið- að er við Kaffi Reykjavík," segja getraunamenn, kokhraustir, í árs- skýrslunni. Nú er ekki gott að vita hvað Hagkaupsfurstinn Óskar Magn- ússon segir viö þessari neyðar- legu samlikingu „hvað þá“ Kaðl Reykjavíkurmenn. Dýrasti KR-ingurinn Það gengur á ýmsu í deilu sjó- manna og útgerðarmanna og nú stefnir 1 verkfóll og verkbönn í byrjun næsta mánaðar. Þrátt fyr- ir átökin fer gegn- umsneitt ágætlega á með deiluaðilum þó ekki sé um beina vináttu að ræða. Innan raöa sjómannaforyst- unnar gengur Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, undir gælunafhinu KR-ing- urinn með vísan til upphafstafa hans. Húmoristi úr sjómannastétt sagði við Sandkom að ljóst væri af átökum undanfarinna ára að þama færi dýrasti KR-ingur ís- landssögunnar... Umsjón Reynir Traustason Fréttir Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi: Þriöji hver of feitur Að mati Guðrúnar Þóru Hjaltadótt- ur næringarráðgjafa er víða pottur brotinn í mataræði íslendinga nú sið- ustu árin. Hún segir að þriðji hver ís- lendingur sé of feitur í dag og ekkert útlit sé fyrir að sú tala lækki í bráð. Ástæðumar em aðallega tvær að hennar mati; fólk borðar óholla fæðu og á vitlausum tímum. „Það er alltof algengt að böm komi í skólann á morgnana án þess að hafa borðað en mælingar hafa sýnt að allt að 40% þeirra fái ekki morgunmat heima hjá sér. Af þessu má svo ráða að foreldrar þeirra borði ekki heldur morgunmat. Afleiðingin er þreytt og úrillt fólk sem getur ekki lagt sig ffam við neitt af viti fyrri part dagsins. Munurinn á krökkunum sem borða morgunmat og hinum sem ekki gera það er mjög greinilegur," segir Guð- rún sem einnig er kennari. Ofan á þetta bætist að margir hinna fúllorðnu fá lélegan eða engan hádegisverð vegna ýmissa annarra anna í hádeginu. Þetta leiðir til þess, segir Guðrún, að þegar fólk kemur loks heim úr vinnunni eða skólanum hefst samfellt át ýmiss viðbits fram til kvöldmatar. „Likaminn er alls ekki gerður fyrir þessar neysluvenjur. Hann er hann- Guðrún telur ís- lendinga boröa allt of mikið af skyndifæðu og segir að neysla skyndibita verði að minnka ætli fólk að lifa heil- brigðu lífi. DV-mynd Pjetur aður með það í huga að maðurinn borði reglulega á fjögurra tíma fresti. Svona mikill misbrestur á þvi er mjög óhollur. Öfúgt við það sem margir halda þá gengur líkaminn fyrst á vöðvabirgðir en ekki fitubirgðir ef hann fær ekki næringu reglulega. Það gerir hann fyrri part dags þegar fólk borðar illa í vinnunni eða skólanum. Seinni part dags, í átveislunni fram að kvöldmat, gerir fólk ekki annað en að bæta við fitumagn líkamans," seg- ir Guðrún. Óhollustan sem fólk lætur ofan i sig er Guðrúnu ekki heldur að skapi. „Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur borðað mikið af rusli í dag. Þetta sést á allri gosneyslunni og hraðfæðinu sem er vinsælast í dag. Sumir eru al- gerlega hættir að elda sjálfir og kaupa allt tilbúið en langstærsti hluti þess matar er hræðilega óhollur." Hún gengur svo langt að segja að fólk hugsi betur um bílinn sinn en eigin líkama. „Ég þekki engan sem myndi nokkum tímann kaupa annars flokks eldsneyti á bUinn sinn. Hins vegar setur ótrúlega stór hluti fólks mat ofan í sig sem ekki er hægt annað en telja annars og jafiivel þriðja flokks eldsneyti." -KJA HEILSUMOLAR / / / Allar lifandi verur sem eru í góðu formi borða það sem þær þurfa á meðan þær feitari borða það sem þær langar til. Þú mátt ekki gleyma því að það eru vöðvar þínir sem brenna megninu af þeim hitaeiningum sem þú lætur ofan í þig. Spyrðu ekki hversu þung/þungur þú átt að vera. Hættu að leita að ein- hverri draumatölu. Stefndu að því að verða heilbrigðari, að því að koma þér í gott form. Úr bókinni Betri línur Brits-verðlaunin: Björk tilnefnd DV, Akranesi: Hin árlegu Brits-verðlaun - þau þekktustu á Bretlandi - verða afhent í næsta mánuði, febrúar. Björk Guðmundsdóttir er meðal þeirra fimm kvenna sem tilnefndar hafa verið í flokki bestu alþjóðlegu tón- listarkvennanna. Ásamt Björk eru þær Erykah Badu, Merith Brooks, Celine Dion og Janet Jackson tilnefhdar. Breskir fjölmiðlar veðja á Janet Jackson. Eins og nafiiið gefúr til kynna eru það að mestu leyti breskir tónlistar- menn sem eru tilnefndir í flokkana sem besti breski söngvarinn, söngkon- an, hljómsveitin, platan, nýliðinn, myndbandið og dansinn. Þá eru einnig tilnefningar fyrir besta alþjóðlega Mstamanninn í hópi kvenna og karla og hijómsveitina. -DVÓ Otsein Tökö Heimilistæki Ein öflugasta heimilisþvottavélin sem völ er á í dag. kr. 51.900 Vinduhraði stillantegur stiglaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur. Tekur 5 kg af þvotti. 2 þvottahraðar. Vatnsinntaksöryggi Sparnaðarrofi Barnalæsing á loki Regnúðakerfi. Hleðslujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. 1200 sn. Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar sem pláss - trySSi" Við Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. -föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 -mrmrnmiönmm ---USTAKOKKAR------Tfli • dAsamleour MATURI OG H^e/HtS oelhomiit! í hádeginu virka daga; HLAÐBORÐ SÆLKERAHS Frjálst vah Súpa, salatbar og heitur matur, margar tegundir. kr.790.- Tilboðsréttir: 7 STÓR- LUÐUSTEIK með saffransósu AÐEINSKR. 1.390.- Grillaðar- KJÚKLINGA- BRINGUR Glóðaðar LAMBALUNDIR með eldsteiktum kjörsveppum AÐEINSKR. 1.390.' með graenmetisspjóti og rauðlauks- marmelaði. AÐEJNSKR.1.395.- SJÁVARRÉTTA- PASTA með hvítlauksbrauði. AÐEINSKR.1.280.- T-BONE STEIK með kryddsmjöri og gljáðu grænmeti. AÐEINSKR. 1.690- Tilboö öll kvöld os um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkiö! jffetf öllunv/íciuaun'jjómgtetu/ réttunv ^fíjUfir sií/hi, óraudóary sulotbur- oy isbur. POnURINN^ ‘í^ernU iihhiu1 OG otf tíóiSu! PflNI BRfiUTflRHOLTI 22 SÍMI551-1690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.