Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 32
Fjöldi vinninsa Vinninsar VinninsAupphœð Helldarvinnlng&upphœð 181.910.328 A I&landi 4.668.102 > O □ cnO so O 2 in < i/i o h- LfJ 2 O FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Þær Henríetta og Karen voru hressar í snjónum í gær þegar Ijósmyndari DV ■'•■'rakst á þær á Skothúsvegi. Þær léku sér á snjóþotu og voru búnar að fara víða á henni. DV-mynd GVA ¥ Bingókvöld í Verslunarskóla íslands: Nektardans olli uppnámi - börn á „skemmtuninni44 sem gekk út yfir allt velsæmi „Þetta gekk út yfir öll velsæmis- mörk. Kvöldiö var auglýst sem venjulegt bingókvöld og því voru margir nemendur með yngri systkini sín með sér eins og oft á svona kvöldum. Það var fristæl- keppni í hléinu en síðan komu tvær nektardansmeyjar fram á sviðið. Önnur þeirra hafði í frammi mjög dónalega tilburði á sviðinu og gekk eins langt og hægt er að ganga. Þetta var allrosalegt og gekk allt of langt,“ segir nemandi í Verslunar- skóla íslands sem var á bingókvöldi í skólanum í fyrrakvöld. Engir kennarar voru á staðnum, aðeins nemendur skólans og nokkur yngri systkini þeirra. nemendafélag og íþróttaráð skólans stóð fyrir hátíðinni og báru ábyrgð á kvöldinu. íþróttavika er nú í Verslunarskólanum og var bingókvöldið auglýst með hefð- bimdnu sniði. Atriðið með nektar- dansmeyjunum var óvænt uppá- koma kvöldsins. Atriði dansmeyj- anna, sem eru báðar erlendar, olli nokkru uppnámi. „Mörgum krökkunum fannst þetta atriði nektardansmeyjanna fyndið i fyrstu en þetta gekk úr hófi. Margir voru frekar hneykslað- ir, sérstaklega af þvi að börn voru þarna líka,“ sagði annar nemandi skólans í samtali við DV í gær. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans hafði ekki heyrt af þessu þegar DV ræddi við hann í gærdag. „Ég mun að sjálfsögðu kanna það rækilega og ræða við þá sem báru ábyrgð á skemmtuninni. Ef nemendur hafa ekki áttað sig á því að það er varhugavert að fá svona dansmeyjar á skemmtun í skólanum þá mun ég vekja athygli þeirra á því. Það er aldrei að vita upp á hverju svona stúlkur taka. Varla hafa þeir sem fengu þær átt- að sig á því að þær myndu sýna dónaleg tilþrif," sagði Þorvarður. -RR Ógnaði konu með búrhnífi Hettuklæddur maður réðst inn í sölutum við Gnoðarvog á sjöunda tímanum í gærkvöld. Maðurinn ógnaði konu, sem er annar eigandi sölutumsins, með búrhnifi og sagði henni að um vopn- að rán væri að ræða. Hann skipaði henni að leggjast á gólfíð. Konan náði hins vegar að ýta á neyðar- hnapp og setti öryggiskerflð í gang. Maðurinn lagði þá á flótta og skildi hníflnn eftir. Hann náði ekki að taka peninga úr afgreiðslukassa. Maðurinn er ófundinn. -RR Frá vettvangi í gær. Árásarmanns- ins er enn leitað. DV-mynd S Stóri vinningurinn: Gjörbreytir aðstæðum „Hingað hringdi maður, nánast um leið og drætti var lokið. Hann var í mikilli geðshræringu og sagðist hafa verið með sex tölur réttar. Hann bætti því við að þetta myndi gerbreyta aðstæðum fjöl- skyldu sinnar, sem væri að ná sér á réttan kjöl vegna slyss," sagði Bolli R. Valgarðsson, markaðs- stjóri Vikingalottós, við DV í morgun. Akureyringur fékk rúm- ar 44 milljónir i Víkingalottói í gær. Hann keypti vinningsmiðann í Nætursölunni á Akureyri. -JSS Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins var formlega opnaður í morgun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri, og Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar, tóku glaðir á móti gestum og buðu upp á morgunverð. DV-mynd S BETRA ER BARN EN LJÓSASTAUR! Veðrið á morgun: Víða bjartviðri Á morgun verður sunnangola eða kaldi, skýjað og hiti 1 til 4 stig vestan til en fremur hæg vestlæg átt, bjartviðri og frost 1 til 5 stig annars staðar. Veörið í dag er á bls. 37 UilijJ J^JjU á SftjOJjj Uú] Bílheimar ehf. ■e- rj ra g| opei. [hj*r4»J ■■■I Sœvarhöfba 2a Sími:S2S 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.