Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Síða 13
13 h [ r i i i i > i [ i i i i » i > i ■ \ > < I > r > > > i > > > FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Fréttir Borgarráð: Milljón í Reykja- víkurkort Borgarráð hefur samþykkt að leggja eina milljón króna í að hefja undirbúning að útgáfu Reykjavíkurkorts. Borgarráð hefur auk þess að tillögu atvinnu- og ferðamála- nefndar borgarinnar samþykkt að styðja útgáfur tveggja tíma- rita sem ætluð eru erlendum ferðamönnum um 250 þúsund kr. hvort. Tímaritin heita Whatls on in Reykjavík og Around Reykjavík. Borgarráð ætlar að gera 800 þúsund kr. auglýsingasamning við útgef- anda tímaritanna Iceland Revi- ew, Atlantica og Ský og loks styrkja útgerð safnarútu SVR um 500 þúsund kr. -SÁ Menning- arnótt fest í sessi Verkefnisstjóm menning- arnætur í miðborginni hefur lagt til við borgarráð að menn- ingamótt verði áfram haldin í tengslum við afmæli borgarinn- ar. í ár verði hún haldin 15. ágúst. Gert er ráð fyrir 2 milljón- um króna vegna hennar í ár undir fjármálalið menningar- málanefndar. í skýrslu frá verkefnisstjórn- inni til borgarráðs segir að þrátt fyrir úrhellisrigningu sl. sumar hafi nóttin tekist vel og að svip- uð skipan verði á undirbúningi og framkvæmd hennar og verið hefur. Borgarráð hefur hins veg- ar samþykkt að yfirstjórnin verði framvegis í umsjá menn- ingarmálanefndar en ekki skrif- stofu borgarstjóra eins og verið hefur hingað til. -SÁ Slökkviliö Keflavíkurflugvallar: Þarftu vinnufrið? 9ÍMAÞJÓNUSTAN '&oUa sfmamajr 520 6123 http://www.mmedia.is/sima kona Haraldur Stefánsson, slökkvi- liðsstjóri Keflavíkurflugvallar. DV-mynd Ægir Már Menningarborg Evrópu árið 2000: Hefur kostað um 17,5 milljónir Pó svo að hundurinn Tanni hafi ekki fengið að taka þátt í stórafmæli hús- bónda síns, Davíös Oddssonar forsætisráðherra, í Perlunni á laugardaginn var fór því fjarri að hann gleymdist alveg. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, fól sendiherra sínum hérlendis að gleöja besta vin Davíðs í tilefni fimmtugsafmælisins og senda Tanna veglegt kjötbein. Tanni kunni vel að metá góðgerðirnar og virðist reiðubúinn aö verja gjöf danska forsætis- ráðherrans með kjafti og klóm. Og nú er bara að vona að ekki sé um póli- tískt bitbein að ræða... DV-mynd Brynjar Gauti kaf fi og orku- drykk Stjórn Orators, félags laga- nema, tók upp á allsérstæðri ný- breytni á laugardag. Þá þreyttu á annað hundrað laganemar próf í almennri lögfræði, sem er eitt mesta fallfag háskólans. Nemend- um var þá boðið upp á hressingu bæði fyrir og eftir prófið til að létta andrúmsloftið. Þórir Skarphéðinsson, formað- ur Orators, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt er gert. „Þeg- ar maður er á fyrstá ári í lögfræði þarf að lesa mikið og álagið er töluvert. Þá gefst lítill tími fyrir félagslíf. Þar að auki er það tak- markað sem hægt er að gera fyrir svo marga nemendur. Stjórnin fór því að velta því fyrir sér hvað hægt væri að gera fyrir krakkana þar sem þetta er einn stærsti áfangi námsferilsins." Þórir segir að ákveðið hafi ver- ið að bjóða fólki upp á þetta til að sýna hlýhug og stuðning í verki. Fyrir prófið var boðið upp á orku- drykk og kaffi og eftir prófið var kaffi og með því. „Þetta féll í mjög góðan jarðveg og við munum gera allt sem við getum til að framhald verði á þessu,“ segir Þórir. -HI Engin DV, Suöurnesjum: „Ég hef auglýst eftir brunavörð- um og það kom ekki ein einasta um- sókn frá konum. Ég er hissa á því vegna þess að það hefur orðið sú breyting víða að konur taki nú þátt í svo hefðbundnum karlastörfum sem slökkvilið hefur verið. Það er enginn vafi á því að þær geta sinnt þessum störfum eins og karlar," sagði Haraldur Stefánsson, slökkvi- liðsstjóri á Keflavikurflugvelli, við DV. Það er ekki langt síðan Haraldur auglýsti eftir 12 brunavörðum en 158 manns starfa á vegum slökkvi- liðs hans. 95 brunaverðir og 63 í flugþjónustudeild. Aðeins ein kona starfar þar, Lína H. Kjartansdóttir, sótti um staðið hafl verið að því að ráða nýj- an stjórnanda verkefnisins. í svar- inu segir að framkvæmdastjórinn sem fyrst var ráðinn hafa verið ráð- inn með 6 mánaða reynslutíma. Eft- ir hann hafi verið ákveðið að endur- nýja ekki samninginn við hann. Þess i stað hafi stjórn verkefnisins einróma ákveðið að leita til Þórunn- ar Sigurðardóttur að taka stöðuna að sér í stað þess að auglýsa hana að nýju. Þórunn hafi verið ráðin með fjögurra mánaða reynslutíma til 15. mars. -SÁ sem er hefur verið á annan ára- tug í slökkviliðinu. Hún er í eld- varnaeftirlitsstörfum, fræðslu- málum og fyrirbyggjandi að- gerðum. Haraldur segir að hún falli vel inn í hópinn. Stendur hún sig ágætlega í starfi. „Ég hef séð kvenfólk i slökkviliðum erlendis og móðg- ast ef þær vilja ekki starfa hér. Þær eru í lögreglu en ekki í öðr- um slökkviliðum landsins. Hér eru ekki bara hraustir menn með sterkt bak til að draga slöngu að eldi. Það er minnsti hlutinn af starfl okkar. Hér gengur allt út á fyrirbyggjandi aðgerðir og eftirlit og við erum öll í því,“ sagði Haraldur. Á síðasta ári notaði stjórn Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000, samtals tæpar 17,5 milljónir. Þar af var launakostnað- ur tæpar 5 milljónir króna auk þess sem kannanir og verkefni kostuðu rúmar 3,5 milljónir, stofnkostnaður skrifstofu var 3,3 milljónir og ráð- stefnukostnaður var 2,4 milljónir. Afgangurinn var ýmis annar kostn- aður, svo sem greiðslur til lista- manna, ferðakostnaður og risna. Þetta kemur fram í svari við fyr- irspumum borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. í fyrirspuminni var einnig leitað svara við hvernig Orator hlúir að prófnemum: Boðið upp á Langar þig... að lyfta þér upp í skemmtilegasta og ódýrasta skólanum í bœnum eitt kvöld í viku eða eitt laugar- dagssíðdegi í viku? Ef svo er þá átt þú kannski samleið með okkur og yfir 700 ánægðum nemend- um Sálarrannsóknarskólans síðastliðin fjögur ár. Hringdu og fáðu allar upp- lýsingar um langskemmtilegasta skól- ann í bænum í dag. Við svörum í sím- ann alla daga vikunnar kl. 14 til 19. -Kynningarfundir verða í skólanum á laugardaginn kl. 14 og á mánudags- kvöldið kemur kl. 20.30. Sálarrannsóknarskólinn - Mest spennandi skólinn í bænum - Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050 / jjrval - gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.