Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Utlönd 9 x>v Kastró í jakkafötum við komu páfa til Kúbu: Verkamenn fá messufrí Fidel Kastró, forseti Kúbu, tók á móti Jóhannesi Páli páfa er hann kom í opinbera heimsókn til eyjar- innar í gær. Áöur en páfi kyssti kúbska jörð tjáði hann fréttamönn- um, sem voru samferða honum til Kúbu, að nauðsynlegt væri að breyta viðskiptabanni Bandaríkj- anna gegn Kúbu. Hann lýsti því jafnframt yfir að Kúba þyrfti að opna sig fyrir umheiminum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í gær að hann gleddist yfir heimsókn páfa til Kúbu. Hins vegar stæði ekki til að aflétta viðskiptabanni fyrr en breytingar í lýðræðisátt yrðu á eyj- unni. Um leið og flugvél páfa hafði lent gekk hann hægt og rólega niður landganginn. Hann heilsaði Fidel Kastró, sem í þetta sinn var í dökk- bláum jakkafótum en ekki hefð- bundnum herbúningi, með handa- bandi. Formlegar viðræður páfa og Kastrós hefjast í dag. Spurður um viðræðumar við Kúbuforseta og hvað páfi vildi fá að heyra frá hon- um svaraði hann: „Sannleikann. Bara sannleikann." Um mannrétt- indamál á Kúbu sagði páfi við fréttamenn: „Þið vitið hver afstaða mín er.“ Heimsókn páfa á Kúbu mun vara í fimm daga. Á þeim tíma mun páfi halda fjórar utanhússmessur. Kastró hefur hvatt alla, trúaða og trúlausa, til að bjóða páfa vel- kominn og taka þátt í messunum. Hefur verkamönnum verið veitt frí til þess að geta tekið þátt í þeim. Fjöldi pílagríma og útlaga hefúr komið til Kúbu í tilefni páfaheim- sóknarinnar. Yfir 3 þúsund frétta- menn eru komnir til eyjarinnar til að fylgjast með heimsókninni sem vakið hefur meiri athygli en nokkur önnur heimsókn páfa hingað til. Fjögur börn færðu páfa kúbska mold á bakka sem hann kyssti við komuna til Kúbu. Hingað til hefur páfi alltaf beygt sig niður og kysst jörðina í heimsóknum sínum til annarra landa. Vegna heilsubrests páfa var annar háttur hafður á við komu hans til Kúbu í gær. Símamynd Reuter Uffe Ellemann-Jensen: Lykketoft fyrir rétt Uffe Ellemann-Jensen, formaður Venstre og leiðtogi dönsku stjómar- andstöðunnar, telur að draga eigi Mogens Lykketoft fjármálaráðherra fyrir landsdóm vegna Færeyja- bankamálsins en ekki Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra. Þetta sagði Ellemann-Jensen í sjónvarpseinvígi um færeyska bankamálið við Poul Nyrup í gær- kvöld, að því er fram kemur í skeyti frá Ritzau-fréttastofunni. Utanrikisráðherrann fyrrverandi sagði að Lykketoft hefði gert sig sek- an um valdníðslu þegar hann reyndi að hafa áhrif á bankaeftirlitið og með því að þrýsta á færeysku land- stjómina til að fallast á að yfirtaka hinn skuldum vafða Færeyjabanka, dótturfyrirtæki Den Danske Bank. Ellemann-Jensen kallaði hið síðasta „pólitískar þvingunaraðferðir". Forsætisráðherrann vísaði ásök- unum Ellemanns-Jensens á bug með því að benda á að Lykketoft hefði verið fengið það verkefni af þáverandi ríkisstjóm að hafa sam- band við bankaeftirlitið. Þá álasaði Poul Nyrup Ellemann-Jensen fyrir að fyrrum ríkisstjóm borgaraflokk- anna hefði ekki gert nóg til að að- stoða Færeyinga í þeim efnahags- þrengingum sem þeir vom í. Ellemann-Jensen viðurkenndi að Uffe Ellemann-Jensen var haröorö- ur í garö fjármálaráðherrans. gripa hefði mátt fyrr i taumana en fyrrum ríkisstjórn hefði talið að Færeyingar ættu sjálfir að bera ábyrgð á vandanum sem þeir vora í. Danska þingið ræðir Færeyja- bankaskýrsluna næstkomandi þriðjudag. Venstre og íhaldsmönn- um þykir það ekki nóg og vilja að þingið seti á laggimar sérstaka rannsóknamefnd. Nyrap finnst þaö slæm hugmynd og visar henni frá sér. Alsír: Ráðherra ræðir um fjöldamorð Ahmed Ouyhia, forsætisráð- herra Alsírs, lét undan þrýstingi þingmanna i gær og tjáði sig um fjöldamorðin í landinu á undan- fomum árum. Hann sagði að meira en 26 þúsund manns hefðu verið drepin í vargöldinni sem ríkt hefur í landinu í sex ár. Bók- stafstrúaðir múslímar gripu þá til vopna þegar ríkisstjórnin hafði aflýst kosningum sem næsta víst þótti að bókstafstrúar- menn myndu vinna. /Jsirska þingið hélt sérstakan fund um ófremdarástandið í gær. Þar spáði forsætisráðherrann því að ofbeldisverkunum mundi ekki linna á næstunni þrátt fyrir ým- islegt hefði áunnist í baráttunni við hryðjuverkamenn. Mannréttindasamtök og er- lendir sendimenn hafa til þessa haldið því fram að milli 65 og 80 þúsund manns hefðu verið drep- in. Stjómarandstöðuleiðtogar telja sumir hverjir að allt að 120 þúsund hafi fallið fyrir morð- ingja hendi. Forsætisráðherrann sagði að tölur um fjölda hinna myrtu sem kæmu fram í erlendum fjölmiðl- um og sem sumir andstöðuleið- togar héldu á lofti væru ýktar. Reuter QI03' CÍE93* (203* CuBS’ QÍB3‘ HEFURÐU EFNI Á AO SITJA HEINIA? Stóllinn heldur nú sína árlegu vorút- sölu á alls kyns húsbúnaði - bæði á spánnýjum vörum og lítt gölluðum - á fádæma lágu verði. Sjaldan hefur gefist betra færi á að eignast vönduð og falleg húsgögn í stofuna, eld- húsið, borðstofuna, anddyrið, garðskálann eða sumarhúsið. Öll húsgögn eru á lægra verði en áður: Leðursófar - Svefnsófar - Vegghillur - Borðstofusett - Stakir stólar - Borð - Stakir sófar - Hægindastólar - Kommóður - Skrifborð - Reyrstólar - Veggspeglar - Bókaskópar og margt, margt fleira... UTSALA með allt að 50% afslæfti! Stóllinn Smiðjuvegi 6D - rauð gattí 200 Kópavogur - sími 554 4544 GI0°X 0103' QIE0* GjHéD* QI03

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.